Morgunblaðið - 28.10.1962, Page 8

Morgunblaðið - 28.10.1962, Page 8
8 MOFCITSBLAÐ1B Sunnudagur 28. október 1962 itagnheföur Guðmuimdsdóttír, læknlr: Er þetta leiðin til að ráða bót á hjúkrunarkvennaskortinum? MEÐAN ég dvaldi • það, sem aí er þessu ári í Bandaríkjunum til að kynna mér kennslu í lífeðlis- fræði í læknaskólum þar, notaði ég tækifærið til að grennslast eftir hvernig Bandaríkjamenn hafa reynt að ráða bót á hjúkr- tinarkvennaskorti í landi sínu. En þar eins og í öðrum löndum hefur jþað verið vandamál að skortur er á æfðu hjúkrunarliði ekki ein- ast í sjúkrahúsum heldur allstað- ar þar sem hjúkrunar er þörf. Þeir hafa farið ýmsar leiðir í þessum efnum í viðbót við það að laða fleiri stúlkur til að Stunda nám í venjulegum hjúkr- unarskólum og gera kjör þeirra betri og aðgengilegri á ýmsan hatt. Sú leiðin, að þjálfa stúlkur i ákveðinn tíma í almennum hjúkrunarfræðum, en þó styttri en námstíma hjúkrunarskólanna, hefur reynst mjög vel þar í landi pg orðið öðru fremur til að bæta jír hjúkrunarkvennaskortinum. IÞeir kalla þessar stúlkur „practi- ipal nurses". Mér fannst þjálfun þessara Stúlkna mjög athyglisverð, og þar Sem ég álít að það sé orðið bæði tímabært og aðkallandi að við gerum allt, sem unnt er til að ráða bót á þessu vandamáli hér, ákvað ég að kynna mér þessi mái vestra og kynna þau jafn- framt hér opinberlega, þar sem ég hefi ekki séð þessu máli hreyft. Bandaríkjamenn hafa nú orðið 24 ára reynslu í þessum efnum, eitthvað talsvert lengri tíma en aðrar þjóðir, svo óhætt ætti að vera fyrir okkur að hafa a.m.k. hliðsjón af þeirra löngu reynslu. Það er svo augljóst að naum- ast er þörf á að undirstrika það frekar, að nú þegar er hjá okkur talsverður skortur hjúkrunar- kvenna. Þeir spítalar hér í bæ og utanbæjar sem nú eru starfrækt- ir hafa naumast nógu hjúkrunar- liði á að skipa eins og er, sem kemur m. a. fram í því að erfitt er oftast, og stundum ómögulegt að fá aukahjúkrun svo sem sér- staka næturhjúkrun ef sjúklingar óska þess, og sem oft er þörf á ekki hvað sízt til að létta auka- störfum af læknum og hjúkrun- arkonum, að ekki sé talað um sjúklingana sjálfa. Nú er ver- ið að byggja við bæði Lands- spítalann og Landakotsspítalann, - auk þess eru spítaljv í smíðum bæði hér í bæ og annarsstaðar, svo þegar viðbyggingar eldri spít alanna og nýju spítalarnir eru teknir í notkun vandast málið enn meir. Þó hefur einungis verið minnzt á hin eiginlegu sjúkra- hús, en það eru fleiri en þau, sem þurfa á æfðu hjúkrunarfólki að halda. Nægir í því sambandi að benda á allskonar hjúkrunarheim ili fyrir fólk á öllurn aldri, sem þarf umönnunar með, svo sem elliheimili, hjúkrunarheimili fyr- ir berklasjúklinga, drykkjusjúkl- inga og eiturlyfjaneytendur svo nokkuð sé nefnt af slíkum stofn- unum. Dvalarheimili fyrir heil- brigð börn og vangefin þurfa oft á hjúkrunarliði að halda, enda þótt þau falli ekki undir eiginleg hjúkrunarheimili, og sama máli gegnir með heimili alls þorra landsmanna, sem oft þyrftu á hjúkrunarfólki að halda þegar veikindi b"' að höndum á heim- ilunum, þar eð flestar húsmæður hafa ónóga eða enga hjálp við heimilisstörfin og eiga því erfitt með að bæta á sig hjúkrun heim- svo ekki verður um villzt, að ' hjúkrunarkvennaskortur er hér ríkjandi, verður þó að bæta einu, — almannavörnum. Eins og ástandið er í heiminum eru al- mannavarnir eitt af vandamál- unum, sem reynt er að leysa og svo er líka hér. Eftir því sem maður les í blöðum er margt fyrir hugað almenningi til varnar, ef til vofveiflegra tíðinda dregur. Hæft hjúkrunarlið er þó eitt af því sem nauðsynlegast er. Hjúkrunarkvennaskóli fslands útskrifar álitlegan hóp kvenna og jafnvel á síðustu árum örfáa pilta. Fjöldi þessa hjúkruriarfólks er þó ennþá ónógur og mun alls ekki fyrst um sinn geta fullnægt vaxandi þörf og ber margt til svo sem að skólinn útskrifar ekki nógu margar hjúkrunarkonur, og auk þess giftast margar af þess- um ungu stúlkum, sem eðlilegt er, og hætta þá hjúkrunarstörf- um eða byrja aldrei á þeim. Aðrar þjóðir hafa við þennan sama vanda að glíma og leysa hann með ýmsu móti. í upphafi var minnzt á þjálfun hinna svo- kölluðu „practical nurses" í Bandaríkjunum og ætla ég nú að reyna að skýra frá í stórum drátt um hvers konar þjálfun þetta er. Aðalheimildir mínar eru: Forystu konur sambands „practical nurs- es“ í N.Y. ríki „Licenced practi- cal nurses of N.Y. 250W j5st. N.Y. 19, og forstöðukona eins hinna viðurkenndu spítala, sem rekur skóla fyrir þessar sérstöku hjúkrunarkonur „Miss Dean Smith, Hospital for Special Surgery 535 E 70 st, N.Y. 24“. Þessi spítaM er í nánum tengsl- um við N.Y Hospital, kennslu- spítala Cornell læknaskólans í NY. borg. N.Y. Hospital þekki ég að góðu einu frá því að ég starfaði þar sem aðstoðarlæknir fyrir rúmum áratug. Auk þessara aðila átti ég svo viðræður um þetta efni bæði við yfirhjúkrunar konur spítala og kennslukonur á hjúkrunarkvennaskóla í Phila- delphiu. Hvað er „practical nurse“ verð ur áreiðanlega flestum fyrst í huga. Það er stúlka (enn sem komið er leggja stúlkur fyrst og fremst fyrir sig hjúkrun), sem lokið hefur tilskildu námi — venjulegast 1 ári — í hjúkrunar- fræðum bæði á sjúkrahúsum og skóla. Þetta nám gefur henni rétt til að stunda hjúkrun undir eftir liti lækna og yfirhjúkrunar- kvenna bæði á opinberum stofn- unum og í heimahúsum, enda hafi viðkomandi hlotið viður- kenningu á hæfni sinni að námi og prófi loknu. Ákveðnar reglu- gerðir spítala. og löggjöf hvers ríkis í Bandaríkjunum kveður svo nánar á um hver réttindi og skyldur þeirra eru. í mjög stórum dráttum ætla ég nú að gera grein fyrir upp- runa þessa náms í Bandaríkjun- um og tilhögun þess í N.Y. ríki sérstaklega. Árið 1938 átti svonefndur Ballard skóli í N.Y. ríki frum- kvæðið að því að mennta „practi- cal nurses“ innan sinna vébanda. Þessi skóli var í nánum tengslum við kristilegt félag ungra kvenna, ef hann var ekki beinlínis rekinn af því. Strax þetta sama ár var fyrsta löggjöf um þjálfun og starfsreglur þessara stúlkna sam þykkt í N.Y. ríki og var það gert að frumkvæði konu nokkurrar Mrs. Todd að nafni. Árið 1940 mynduðu stúlkur útskrifaðar úr Ragnheiður Guðmundsdóttir skap sinn ( state association) og það ár var þess krafizt að þær þyrftu að öðlast viðurkenningu til að fá að stunda Kjúkrun. Til að öðlast viðurkenningu, var krafizt 1 árs náms við skóla og spítala og próf að því loknu. Smátt og smátt fóru önnur ríki Bandaríkjanna að þjálfa stúlkur til hjúkrunar á sama hátt. Árið 1949 mynduðu stúlkur þessar landssamband „practical nurses" og nú á þessu ári eru þær starf- andi í öllum 50 ríkjum Banda- ríkjanna og að auki í District of Columbia (Washington), Puerto Rico og Virgin Islands. Þessir skólar heyra undir fræðslulög hvers ríkis (Depart- ment of Education) svo sem aðr- ir skólar í því landi. Löggjöf hvers ríkis kveður nánar á um námið og ákveðnar reglur spítal- anna marka síðan starfssvið þess ara kvenna í samræmi við námið. Hvort launin em ákvörðuð lög- um skv. er mér ókunnugt um, en víðast hvar er miðað við að þær fái 75% af launum hjúkrun- arkvenna. Skv. upplýsingum skólans, sem fyrr er nefndur (Hospital for special Surgery) er sá skóli 1 árs skóli — fullt dags- verk —, þannig að ekki er hægt að stunda hann í hjáverkum. Undirbúningsmenntunar, sem myndr svara til unglingaprófs hjá okkur, er þar krafizt til inntöku í skólann. Aldurstakmark er ann arsvegar 18 ár hinsvegar 40 ár (ýmsir skólar taka þó konur 50 á?a aðaldri). Að auki þurfa þær að ganga undir hæfnis- próf. Bóknámið og verklega námið byrjar samtímis og helzt í hendur allan náms- tímann. N.Y. Hospital og Lenox Hill Hospital annast verklegu hlið kennslu þessa skóla. Náms- efni kann að vera eitthvað breyti- legt frá einum skóla til annars. Oftast er stuðzt við handbækur útbúnar af kennurum skólanna og almennar kennslubækur í þess um fræðum, svo sem kom fram í lista yfir þær bækur, sem mér gafst kostur á að skoða. Ef áhugi er fyrir hendi að notfæra sér reynslu skólayfirvalda þessa til- tekna skóla, sagðist forstöðukona hans mjög fúslega veita nánari upplýsingar og aðstoð ef til sín yrði leitað. Fyrir utan námstilhögun á skól um og spítölum og starfssvið þessara kvenna eru mörg önnur atriði, sem mér lék hugur á að fræðast um og svo mun áreiðan- lega vera um fleiri. í fyrsta lagi hvernig samstarf og samkomulag væri milli þess- ara stúlkna og hjúkrunarkvenna, sem lokið hefðu venjulegu hjúkr unarnámi. í fyrstu mun hafa gætt jafnvel nokkurrar mótstöðu frá hjúkrunarkonum gagnvart þessum nýliðum, sem þá voru. Nú er ekki einungis öll Tnót- staða löngu úr sögunni, heldur viðurkenna hjúkrunarkonurnar fúslega að án hinna geti þær alls ekki starfað. Það atriði undir- strikuðu bæði yfirhjúkrunarkon- ur, svo og hjúkrunarkennarar sem ég átti tal við mjög ákveðið. Mér finnst ástæðulaust að óttast að okkar hjúkrunarkvennastétt, sem er bæði vel menntuð og vafalaust víðsýn myndi ekki eiga gott samstarf við aðrar starfs- systur, enda þótt þær hefðu not- ið minni menntunar en þær sjálf- ar. Að sú yrði raunin hér hlýtur eiginlega óhjákvæmilega að verða, þar sem hjúkrunarkonur hér hafa t. d. alltaf átt gott sam- starf við ljósmæður, sem vissu- lega stunda hjúkrun, þó á tak- mörkuðu sviði sé. Ljósmæðra- skóli íslands er 1 árs skóli og því sambærilegur við þá hjúkrunar- þjálfun, sem hinar svokölluðu „practical nurses" njóta. Þó nám skeiðin í „hjálp í viðlögum“ handa almenningi, sem R.K.f. hef ur staðið að, svo og kennara- námskeiðin í sömu grein, séu ekki allskostar sambærileg við þá formlegu hjúkrunarkennslu, sem hér hefur verið gerð að um- talsefni, eru þetta þó greinar á sama stofni, ef svo má segja og sýnir að okkur hefur þótt hag- kvæmt að kenna fleirum en lækn um og hjúkrunarkonum meðferð sjúkra .nanna og slasaðra. Enda þótt samkomulag allra þeirra, sem að hjúkrun starfa, sé vissulega mikilvægt atriði, fannst mér það þó jafnvel enn mikil- vægaVa að fá að heyra álit ábyrgra manna á, hvaða áhrif svona skemmri hjúkrunarþjálf- un hefði á hjúkrunina sjálfa og menntun venjulegra hjúkrunar- kvenna. Að 24 ára reynslu feng- inni var mér sagt, að með auknu starfsliði og ákveðinni verkaskipt ingu hlyti hjúkrunin í heild auð- vitsí* að batna og nú væri t. d. mjög fátítt að grípa þyrfti til hjálpar ólærðs fólks til aðstoðar sjúklingum svo sem gagna- stúlkna. Sama máli gegndi með hjúkrunarkonurnar. í rauninni yrði sérhver hjúkrunarkona enn þá verðmætari starfskraftur eftir en áður. Með auknum manna- forráðum hafa þær fundið enn meiri ábyrgð hvíla á sér, og hefur það í vaxandi mæli haft í för með sér að þær leita framhalds- menntunar í fagi sínu. Enda er það svo í Bandaríkjunum að margar hjúkrrinarkonur taka jafnvel háskólapróf (svo sem meistarapróf) í hjúkrunarfræð- um. Þetta á einkum við um þær, sem búa sig undir yfirhjúkr- unarkonu- og kennslustörf. Að þessi yrði einnig raunin hér, að hjúkrunarmenntun myndi jafn- vel batna og komast á hærra stig með aukinni framhaldsmenntun, er engin ástæða að draga í efa. Að þessi sérstaka hjúkrunar- þjálfun geti orðið ein leiðin og kannske sú mikilverðasta — til að ráða bót á hjúkrunarkvenna- skorti hjá okkur virðist reynsla annara þjóða benda til, sérstak- lega 24 ára reynsla Bandaríkja- manna í þessum efnum. Aðrir eiga vafalaust eftir að benda á fleiri leiðir og er það vel. Þá er komið að því atriði hver gigi að hrinda svona máli í fram- kvæmd. Persónulega hef ég auga stað á alveg sérstökum aðila, sem mér finnst öllum öðrum betur ilisfólk síns. Við þessa upptaln- ingu, sem er engan veginn full- komin þó hún sé ærin og sýnir Ballard skólanum fyrsta felags- trúandi til að ráða svona máli — þjóðþrifamáli að mínu viti — far- sællega til lykta. Þessi aðili er R.K.Í. Rauði krossinn hefur ein- göngu líknarmál á stefnuskrá sinni. Hann er hafinn yfir öll dægurmál og flokkadrætti og er því bezt treystandi til að eiga góða samvinnu við aðra, hvar sem hennar yrði leitað. Einhverjir orðhagir menn eiga vafalaust eftir að finna gott nafn á þessar stúlkur, sem Banda- ríkjamenn kalla „practical nurs- es“. Ef R.K.f. ætti einhverja aðild að því að þjálfa stúlkur til hjúkr unarstarfa mætti kannske kalla þær Rauða kross Systur eða bara líknarsystur. Orðið systir er mér ef til vill ofar í huga en öðrum, þar sem systurnar í Landakoti voru fyrstu hjúkrunarkonur, sem ég starfaði með að prófi loknu kandidatsárið mitt. Enda þótt ég sé í stjórn Reykja víkurdeildar R.K.Í. er þessi grein skrifuð að eigin frumkvæði og á eigin ábyrgð og eingöngu með það í huga, að hér sé verið að hreyfa máli, sem varðar allan almenning, og þar af leiðandi ekki ófróðlegt fyrir hann að kynn ast. Þegar þar við bætist að mjög er orðið tímabært að gerðar séu einhverjar ráðstafanir til að bæta úr hjúkrunarkvennaskortinum, er aðkallandi, að ekki sé meira sagt, að bent sé á leiðir, sem geta ráðið bót á honum að ein- hverju leyti. Þessi leið hefur reynzt öðrum þjóðum vel, það sannar reynslan. Hví skyldi hún ekki einnig gefa góða raun hér? Ragnheiður Guðmundsdóttir. Hjálmar Torfason gullsmiður Laugavegi 28, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.