Morgunblaðið - 07.11.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.11.1962, Qupperneq 1
24 siður gmiwlííaííiSi 49. árgangur 249. tbl. — Miðvikudagur 7. nóvember 1962 Prentsmiðja Morg'tmblaðsins I Bandaríkjunum Edward Kennedy kjörinn öldungadeildarþingmaður New York — NTB-AP 1 DAG gengu Bandaríkjamenn til þing- og ríkisstjórakosninga og var kjörsókn víðast mjög goð. Er talið, að hin mikla kjör- sókn verði demókrötum í vil, því að oft er talsverð deyfð yfir flokksmönnum forseta landsins, ef þingkosningar eru haldnar milli forsetakosninga, en and- Stæðingarnir betur vakandi. Kosnir eru allir þingmenn fulltrúadeildarinnar, 435 að tölu, 39 af 100 öldungadeildarþing- mönnum og 35 af 50 ríkisstjór- um. — í dag töldu stjórnmálafrétta- ritarar í Bandaríkjunum engan vafa á því, að demókratar héldu meirihluta sínum á þingi, en þeir áttu 261 þingmann í fulltrúa- deildinni og 64 í öldungadeild- inni. Var talið, að demókratar myndu tapa 10—15 þingmönn- um í fulltrúadeildinni, en vinna tvö í öldungadeildinni. , SÍÐUSTU FBÉTTIR: Þegar blaðið fór í prentun í nótt höfðu þær fregnir bor- izt, að Edward Kennedy, hróðir Bandaríkjaforseta, hefði sigrað George Cabot Eodge, frambjóðanda repúblik ana í öldungadeildarkosning- unum í Massachusets. Þar sem talningu var lokið höfðu demókratar fengið 62 fulltrúadeildarþingmenn, en repúblikanar 5. tJtvarpsstöðin National Brodcasting Company skýrði frá því, að allar líkur bentu til þess að Nelson Rockefell- er bæri sigur úr bítum í ríkis- st’órakosningunum í New York. Demókratinn John McCor- mack var endurkjörinn ríkis- í Suður-Carolina var Don ald Russel, kjörinn ríkisstjóri en hann var einn í framboði. Fregnir bárust enn fremur af því að fleiri demókratar hefðu verið endurkjörnir rík- isstjórar ' Suðurríkjunum. • NIXON Fylgzt er með ríkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu af mikilli athýgli, en þar býður Richard Nixon, fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, sig fram gegn núverandi ríkisstjóra, demókratanum Edmund Brown. Telja stjórnmálafréttaritarar að stjórnmálaferli Nixons sé lokið, ef hann tapar í kosningunum. — Talið er að Nixon og Brown fái mjög líkan atkvæðafjölda og úr- slitin verði ekki kunn fyrr en 168.500 utankjörstaðaatkvæði hafa verið talin. Nixon sagði við fréttamenn í dag, að hann væri ekki vanur að spá um kosningaúrslit, en þó gerði hann ráð fyrir því að hann myndi sigra með nokkurra atkvæða meirihluta. • NEW YORK Ríkisstjórakosningarnar í New York vekja einnig mjög mikla athygli. Þar berjast þeir Nelson Rockefeller, núverandi ríkisstjóri, og Robert Morgent- hau, nær óþekktur demókrati. Ef Rockefeller sigrar, eru taldar Framhald á bls 23. Viðræður Mikoyans og Castros ganga stirðlega Kúbanskir útlagar segja eldflaugar geymdar í hellum d eyjunni Washington og Havana, 6. nóv. — NTB-AP — • Haft var eftir opinberum heimildum í Bandaríkjunum í dag, að Sovétríkin hefðu stöðvað samsetningu sprengju flugvéla á Kúbu samkvæmt kröfum Bandaríkjastjórnar. • Áreiðanlegar heimildir í Havana hermdu í dag, að þar væri álitið, að viðræður Cast- ros, forsætisráðherra Kúbu, og Anastas Mikoyans, fyrsta aðstoðarforsætisráðherra Sov Talið að 21 mað- ur hafi látið lífið í námuslysi á Svalbarða Longyeabyen, Noregi, 6. nóvember. (NTB). 1 gærkvöldi rétt fyrir miðnætti varð sprenging í námugöngum í kolanámu á Svalbarða og er tal ið að 21 maður hafi farizt. f kvöld höfðu 10 lík fundizt, en 11 menn voru enn grafnir í göngun um. Talið er að enginn þeirra hafi komizt lífs af. Ekki er fullkomlega kunnugt um orsök slyssins, en talið er að orðið hafi gassprenging. Náman, sem er í Nýja Álasundi á Sval barða er ríkiseign. 1953 varð slys I námunni og eftir það var miklu fé varið til þess að auka öryggi námumannanna. 100 menn vinna í námunni. étríkjanna, gengju stirðlega. • Kúbanskir útlagar í Bandaríkjunum halda því fram, að birgðir sovézkra eldflauga séu geymdar í hell- um á eyjunni. Sagt er í Washington að Kuz- netsov, aðstoðarutanríkisráðherra Sovétstjórnarinnar, hafi lýst því yfir við McCloy, formann Kúbu- nefndar Kennedys, að Sovétríkj- unum reyndist erfitt að fá Castro til aff samþykkja eftirlit SÞ með brottflutningi eldflauga frá Kúbu. Skýrt var frá því í Washing- ton í dag, að Bandaríkin hefðu gert Sovétríkjunum það ljóst, að þau yrðu að fjarlægja allar sprengjuflugvélar af gerðinni Iljushin 28 frá Kúbu ásamt öðr- um árásarvopnum. — Kennedy Bandaríkjaforseii hefur sent Kuznetzov, aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, orðsend- ingu, þar sem gerð er grein fyrir þessum kröfum. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins skýrði frá því, að áður en aðflutningsbannið var sett á Kúbu hefðu verið um 30 flugvélar af gerðinni Iljushin 28 á sovézkum flugvöllum á eyjunni og frá 1. nóvember hefðu verið teknar upp að minnsta kosti tvær flugvélar af þessari gerð. Voru flugvélarnar teknar upp eftir að Krúsjeff gaf skipun um að rífa niður eld- flaugastöðvarnar. Kuznetzov nefur ekki staðfest það í viðræðum sínum við Mc- Cioy um Kúbumálið, að sprengju fiugvélarnar verði fjarlægðar. . Framh. á bls. 23. KONUK hafa löngum verið i annálaðar fyrir forvitni og ekki virðist forsetafrú Banda- ríkjanna Jacqueline Kennedy vera nein unidantekning. Þeg- ar maður hennar Bandarikja- forseti tók á móti Ben Bella, forsætisráðherra Alsír í Hvíta húsinu á dögunum, striddu siðareglur gegn því, að for- setafrúiu væri viðstödd. En konur taka aldréi beinan þátt i opinberum hátíðahöldum ti' heiðurs háttsettum Múham- eðstrúarmönnum . Jacqueline Kennedy átti að bíða i rósa- garði Hvíta hússins meðan að maður hennar tók á móti Ben Bella, en hún faldi sig í runna, eins og sjá má á mynd- inná, og fylgdist þaðan með afchöfninni. Fer Menon úr indlandsstjörn? Liðssöfnun á vestur-vígsíöðvunum. Barizt á austur-vígstöðvunum. • Nýju Delhi, Peking — (NTB — AP) Indverjar og Kínverjar saka nú hvor annan um liðssöfnun og árásarundirbúning í nágrenni Chusul í Ldakhéraði, en við Chusul er indverzkur flugvöll- ur. Segja Indverjar, að Kínverj ar ætli að ráðast á flugvöllinn, en Kínverjar segja, að Indverjar ætli að ráðast inn á kínverskt land. Stjórn indverska Kongress- flokksins fór þess á leit við Nehru, forsætisráðherra, að hann viki Krishna Menon, fyrrv. varnarmálaráðherra úr ríkis- stjórninni, en Menon sér nú um i vopnaframleiðslu i lndlandi. Menon sagði í dag, eftir að honum barzt þetta til eyrna, að hann óskaði eftir því, að fá að taka þátt í baráttu landsmanna sinna, hvort sem hann gerði það sem stjórnarmeðlimur, þingfull- trúi eða herstjóri. Bardagar geisuðu á norðaust- urlandamærum Indlands og Kína í dag og sagði talsmaður indverzka varnarmálaráðuneytis. ins, að ekkert mannfallt hefði orðið í liði Indverja, en margir Kínverjar hefðu fallið. Indverska varnamálaráðuneyt ið segir, að Kínverjar hafi aukið liðsstyrk sinn í nágrenni ind- verska flugvallarins í Chusul 1 Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.