Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. nóvember 1962 MORGlNBLAÐIÐ 3 NÚ um helgina mun hinn kunni skemmti- og samkomu- staður Beykvíkinga, Sjálfstæð ishúsið við Austurvöll, opna í nýjum búningi, en undan- farna tvo mánuði hafa staðið yfir gagngerðar breytingar og endurbætur á húsinu. Hefur „litla salnum“ svonefnda verið breytt í vínstúku og vegg- skreytingum og lýsingu aðal- salarins mjög breytt, svo og skipan salarins sjálfs. Allt er húsið ný teppalagt, breyting- ar hafa verið gerðar á snyrti- herbergjum, anddyri o. fl. Lúðvig Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðishúss ins tjáði fréttamanni Mbl. í gær að hafizt hefði verið handa um breytingarnar í Séð eftir sai Sjálfstæðishússins í áttina að anddyrinu Vínstúkan sést ofarJega á myndinni. — Breytingarnar má gjörla sjá. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) Sjálfstæðishúsið í nýjum búningi Opnar um helgina eftir gagngerðar breytingar Lúðvig Hjáimtýsson, framkvæmdastjóri (t.v.) og Wilhelm Schröder, yfirþjónn, í Sjáifstæðishúsinu í gær. september sl. Sjálfstæðishúsið hefði fyrst verið opnað 1946 og hefði það þá verið fyrsta nýmælið í veitingahúsamál- um borgarinnar frá því er Hótel Borg var opnað 1930 og Tjarnarcafé 1933. Hefði húsið þá markað tímamót en síðan hefði orðið hin öra þróun í veitingaihúsamálum borgarinn ar og hefði því ekki verið um annað að ræða en að breyta húsinu til þess að fylgjast með timanum. Lúðvig sagði að breyting- arnar væru einkum fólgnar í að í húsinu hefur nú verið fyrirkomið bar, sem ekki hefði verið áður. Verða þar þrír þjónar til taks og veitingar fram bornar á borð á barn- um, auk þess sem menn geta þegið þær við barinn sjálfan. Við barinn starfa ennfremur tvær stúlkur auk þjónanna. I>á hafa miklar breytingar verið gerðar á snyrtiherbergj- um hússins og er þar nú allt nýtt. Miklar breytingar hafa verið gerðar á anddyrinu, sem nú er allt lagt „teak-spæni, svo og á fatageymslunni. Þá hafa verið gerðar breytingar á eldhúsi og vinnuplássi bak við það. í eldhúsið hafa verið keyptar nýjar vélar og tæki, og verður matur fram borinn i húsinu á kvöldin. Þá hefur salnum sjálfum verið breytt mjög, og þar fyrir komið veggskreytingum og lýsingum breytt. í salnum er stærsta dansgólf í Reykja- vík, öll húsgögn hafa verið gerð upp og litaðir dúkar eru á borðum. Þá hefur upphækk- unum beggja vegna dansgólfs- ins verið breytt, en sviðið heldur sér sem áður. í Sjálfstæðishúsinu mun leika Kaprí-tríóið undir stjórn Baldurs Kristjánssonar, píanó- leikara, en auk hans eru í tríóinu þeir Grettir Björnsson og Erwin Köppen. Sagði Bald- ur fréttamanni Mbl. í gær að hljómsveitin hefði viðað að sér miklu af efni, og mundi einkum leggja áherzlu á „dinnermúsík“ og létta. þægi- lega dansmúsík. Söngvari verð ur Colin Porter, kunnur dæg- urlagasöngvari í Reykjavík. í ráði er að fá söngkonu erlend- is frá á næstunni. Atta þjónar vinna í salnum Og þrír á barnum, og er yfir- þjónn Wilhelm Scröder. Lothar Grundt hefur annazt allar skreytingar innanhúss en flatarteikningar gerði Hall- dór Jónsson, rakitekt. Lúðvig Hjálmtýsson tjáði frétamanni Mbl. að lögð yrði áherzla á að ekki sækti húsið yngra fólk en það, sem leyfi- legt er. Lögð yrði höfuð- áherzla á að gera gesti sem ánægðasta, bera fram góðan mat á kvöldin og skemmta þeim með góðri tónlist Loks sagði Lúðvig að húsið mundi taka að sér hádegisveizlur o£ 1 síðdegisdrykkjur, sem til féllu í vetur. Sjálfstæðishúsið mun vænt- anlega opna í hinum nýja búningi á föstudagskvöld. Kosníng um m’ðlunar- tillögu KOSNINGAR um miðlunartil- lögu sáttasemjara i síldveiði-. deilunni verða í skrifstofu Sjó- mannaíélags Reykjavíkur í dag kl. 10—12 og 2—10. Aðeins þeir félagsmenn, sem hafa stundað síldveiðar á árinu hafa kosninga- rétt. AKRANESI, 5. nóv. — Hátíða- sýningu og skemmtun hélt Skátafelag Akraness í Bíóhöll- inni sl. föstudag og laugardag í tilefni hálfrar alúar afmælis skátastarfs á íslandi. Skemmt- unin fór vel fram. — Oddur. STAKSTEIMAR „Að afmá forsendur baráttu sin_iar“ Moskvumálgagnið segir í rit- stjórnargrein í gær: „Gagnstætt kenningu Morgun- blaðsins er staðreyndin auðvitað sú að sósíalistum er það keppi- kefli að afmá- forsendur baráttu sinnar, en Sjálfstæðisflokkurinn heldur dauðahaldi í ranglátt þjóð _ félagskerfi". Grein þessa ritar Magnús Kúbu fari Kjartan$son, sem allra manna dyggilegast hefur fyrr og síðar þjónað hvws kyns öfga öflum. Forsenda baráttu hans hefur verið sú að rússneskur imperíalismi stefndi að heims- yfirráðum og honum væri ætlað það hlutverk að greiða götu of- beldismanna í heimalandi sínu. Þegar hann svo frumlega talar um „að afmá forsendur baráttu sinnar“, virðist því helzt vera fyrir hendi að hann riti Krú- sjeff yfirboðara sínum leyni- skýrslu og biðji hann lengstra orða að koma kommúnismanum fyrir kattarnef! Vinur Castros Magnús Castro Ritstjóri kommúnistablaðsins ræðir líka um vin sinn Castro, sem á Kúbu hefur komið á því dýrðarríki, sem kommúnistar vilja innleiða á þessu landi. Vafa- Iaust finnst honum Castro þessa dagana standa sig betur en Krú- sjeff, því sá síðarnefndi hefur lagt upp laupana og hirt eld- flaugarnar og ógnarvopnin, sem hann var búinn að fá Castro í hendur. Finnst Stalínistum sjálf- sagt sem lítill mannsbragur sé að Krúsjeff um þessar mundir. Kommúnistar hér og þar I öllum lýðfrjálsum löndum berjast kommúnistar um á hæl og hnakka til að hindra að ráð- stafanir séu gerðar til almanna- vama, ef til styrjaldar dragi. Leynir sér ekki, að stefnan í þeim málum sem öðrum er samræmd. Þeim er boðið að veikja varnar- mátt lýðræðisþjóða og koma í veg fyrir, að menn geti bjargast, ef svo hörmulega fer, að hinir rúss- nesku ofbeldismenn leggja til at- lögu. Um þetta mál ræðir Alþýðu blaðið í forystugrein í gær og segir m. a. réttilega.: ,4 umræðum um atmanna- varnir hér á landi halda íslenzkir kommúnistar hinu sama fram og flokksbræður þeirra erlendis. Þeir segja að í nútima styrjöld séu allar varnir gagnslausar. I kjarnorkustyrjöld myndu engin skýli geta forðað mannslífum eða komið í veg fyrir líkamstjón segja þeir. En á sama tíma og kommúnislar halda þessu fram eru þeir sjálfir að byggja sk. li í þeim ríkjum, er þeir ráða. Þannig byggja kommúnistar ) Austur-Þýzkalandi skýli fyrir al- menning. Og þeir leggja áherzlu á það í áróðri sínum þar, að skýlið geti haft mikið að segja. Það hlálega er, að á sama tíma og austur-þýzkir kommúnistar eru að byggja skýli í Austur- Þýzkalandi reka þeir áróður gegn skýlum í Vestur-Þýzkalandi. Hafa tímarit í Vestur-Þýzkalandi birt myndir af slagorðum þýzkra kommúnista til stuðnings al- mannavörnum í Austur-Þýzka- landi og við hlið þeirra myndir af áróðri þeim, er kommúnistar beita í Vestur-Þýzkalandi gegn vörnum þar. Er þetta dæmi frá Þýzkalandi táknrænt fyrir tví- skilning kommúnista almennt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.