Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 7. nóvember 1962 frumflutningur tveggja ísl. tón- verka á sinf óníuhlj ómleikum Elektrónísk tónlist flutt í fyrsta sinn af hljómsveitinni NÆSTKOMANDI fimmtudags- Mynd þessi sýnir aðeins lítið brot af hinu stóra húsnæði nýju verzlunarinnar að Uallarmúla —. Húsgagnnvsrzlun í HnHarmúIa Sl. laugardag var opnuð við Hallarmúla í Reykjavík ný hús- gagnaverzlun Híbýlaprýði h.f. Eru aðaleigendur hennar Emil Hjartarson, húsgagnasmiður, Jó- hann G. Jónsson, verzlunarmað- ur og Jón Bjarnason verzlunar- maður, sem verður framkvæmda stjóri fyrirtækisins. Híbýlaprýði h.f. hefur til um- ráða um það bil 500 ferm. hús- nseði á þremur hæðum í húsi tré smiðjunnar Meiðs. Er unnt að auka húsnæði verzlunarinnar um helming, ef þörf krefur, og hefur hún því mikla möguleika á ao sýna, við góð skilyrði, hið fjölbreyttasta úrval húsgagna. Verða þar á boðstólum húsgögn frá öllum helztu framleiðendum landsins. Húsga.gnaverzlun þessi verður ein hin stærsta sinnar tegundar hérlendds. Hluti af einni hæð verzlunar- innar verður inniréttaður sem eldíhús og þar sýnd og seld hvers kyns heimilistæki, vélar og hús- gögn í eldihús. Ernst Michalick, hibýlafræð ingur, sá um uppsetningu verzl- unarinnar o.g annaðist staðsetn- in.gu húsgagna og litaval, en Gunnar Þorsteinsson, byggingar- fræ J...gur, teiknaði húsið sjálft. By.ggingarmeistarar voru Sigurð ur Sigurðsson, húsasmiður og Árni Guðmundsson, múrara- meistari. Pípulagningar annaðist Vatn & Hiti h.f. Ársæll Magnús- son vann terrasó úr grásteini á gólf og gluggakistur. Raflögn annaðist Haraldur Guðmundsson og málun þeir Sigurður Guð- mundsson og Kjartan Gíslason. Veggþiljur úr greni voru gerð- ar af trésmiðjunni Meið og smíði og uppsetningu handriða annað- ist Vélvirkinn s.f. Ennfremur hefur ungur listamaður, Snorri Friðriksson, gert veggskreytingu á einum vegg verzlunarinnar. kvold verða þriðju tónleikar Sin fóniiíhljómjsveitarinnair á þess- um vetri. Ræddu forráðamenn 'hljómsveitarinnar, ásamt hljóm- sveitarstjóranum, William Strick land, tónskáldunum Magnúsi Blöndal Jóihannssyni, Þorkatli Sigurbjörnssyni og einleikaram- um á hljómleikunum Gísla Magnússyni við fréttamann í gær En á efnisskrá tónleikanna eru veitk eftir þá Magnús og Þorkel, bæði frumflutt og all nýstárleg verk. Verk Magnúsar Bl. Jóhanns- sonar heitir Punktar og er mjög nýstárlegt í smíðum, eða það sem kallað er eleetroniskt. Er það í fyrsta skipti sem Sinfóníuhljóm sveitiisn flytur slíkt verk, en slik tónliet hefux áður verið fluitt hér opinberlega á tónleikum hjá Musica Nova. Hljóðfæraskipun hljómsveitarinnar er sú sama og venjulega að undanskildu bví að bætt er við nokfcrum slaghljóð- færum. En leikið er nokkuð öðru vísi á hljóðfærin en venja er. — Aðspurður kvaðst Magnús vera mjög ánægður með þann skilning, sem hljómsveitarstjór- inn hefði lagt í verkið og hvemig hljómsveitin hefur unnið bað og æft. Hijómsveitarstjóranum fann st mikið til um verkið, en hann | hefur ekki áður stjórnað flutn- ingi á slífcri tónlist. — Möignús kvaðst hafa skrifað töluvert af | electróniskri tónlist og þetta verk hefði hann samið í byrjun þessa árs. Verk Þorkels Sigurbjörnsson- ar nefnist Flökt, og er stutt hljómsveitarverk, sem tónskáld- ið sagði að samið væri mjög frjálst. Er þetta í fyrsta skipti sem verk eftir Þorkel er flutt af Sinfóniuhljómsveitinni, en áð- ur hafa verið flutt eftir hann ■hérlendis 2 verk, hjá Musica Nova, en verk eftir hann haifa verið flutt erlendis. Strickland 'hljómsveitarstjóri laufc einnig miklu lofsorði á verk Þorkels og kvaðst jafnframf harma að ekki hefði verið unnt að leíka þriðja verkið eftir ungan islenzk an höfund, Leif Þórarinsson, eins og ráðgert hafði verið, en Leifur er um þessar mundir í Banda- rikjunum og nóturnar að verki ‘hans bárust svo seint að ekki váSinst tími til nægilegra æfinga, þannig að flutninigi verksins var frestað þar til síðar í vetur. Einleikari á hljómleikuii'um verð ur að þessu sinni Gísli Magnús- son píanóleikari, sem nýkominn er heim frá Lundúnum. Leikur hann einleik í vérfci eftir Hind- ermitfh, Konsertmúsik fyrir píanó, blásara og hörpu, óp. 49. Gísli gat þess að sig hefði lengi langað til bess að leika þetta verk, en ekfci hefur getað orðið af þvi fyrr en nú, vegna þess að skort hefur hörpuleikara. Auk þessa eru á efnisskránni Le Carneval Romain eftir Ber- lioz og Molda eftir Smetana. — Vinnulöggjöfin Framhald af bis. 6 beita verkfallsréttinum í nauð- syn. Aðiljar verkfalla væru í rauninni þrír: verkalýður, vinnu veitendur og allur almenningur. Síðastnefndi aðilinn verður fyrir margvíslegu tjóni af völdum verk falla og oft verður hann að standa undir kjarabótunum. T.d. hefðu brauð hækkað í verði eftir bakaraverkfall og blöð og bækur eftir prentaraverkfall. Jón kvað margt hægt að gera til úrbóta í þessum efnum. Nefndi hann t.d. endurskipulagn ingu verkalýðshreyfingarinnar, breytingar á löggjöfinni, vinnu hagræðingu, afkastaviðmiðun í launafyrirkomulagi, aukna hlut deild verkamanna í stjórn fyrir- tækja og stofnun hlutlausrar stofnunar, sem veiti upplýsingar um kaup og kjör á hverjum tíma. Jón kvað öðrum augum litið á verkföll nú en áður og Ijómi þeirra væri tekinn að dvína, enda hefði verið bætt úr flestum frum þörfum launþega. Nú væri þvi jafnvel haldið fram, að launþeg ar kæmu akandi í lúxusbílum á verkfallsvörð. í lýðræðisþjóð- félagi kæmi þó ekki til greina að afnema verkfallsréttinn. Deiluað iljar mættu jafnan hafa í huga, að öll verkföll enda með samning um, og væri því ekki úr vegi, að menn reyndu að gera sér grein fyrir því á skynsamlegan hátt þegar í upphafi, hvernig lík legt væri, að samningar yrðu að loknu verkfalli. Jón kvað kjara dómsleiðina eiga vaxandi fylgi að fagna. Hlutlaus kjaradómur þyrfti að athuga hverju sinni, hvort afkoma vinnuveitanda hefði breytzt, hvort aðrar stéttir hefðu fengið kjarabætur, og hvort þjóðarhagur þyldi breyting ar. Að lokum sagði Jón að leita yrði allra ráða til að draga úr á- greiningi um kaup og kjör, áður en til varkfalla kæmi. Vinnustöðv un væri hins vegar gilt baráttu- tæki, unz verkalýður og vinnu- veitendur hafa komið sér saman um nýjar leiðir. — xxx — Þá tók til máls Björvin Sig- urðsson, frkvstj. Vinnuveitenda- sambands íslands. Hann kvað það alþjóðlegt fyrirbrigði, að kauphækkanir knúnar fram með verkföllum hefðu ekki náð til- ætluðum tilgangi, þegar kaupið er hækkað umfram það, sem at vinnuvegirnir þola. Þá hækka vörurnar um leið og kaupið. Hér á landi væri sá annmarki á, að stjórnmál blönduðust allt of mik ið í kjaradeilur. Björgvin minrttist á það, að í Svíþjóð, sem lengst væri komin í kjarabótum, væru verkföll tal- in úrelt. Þar væru samtök bæði vinnuveitenda og verkalýðs mjög sterk, og álitu þau afskipti ríkis ins af kjaramálum mjög óheppi- leg. Hins vegar hefðu samtökin komið á fót hagfræðistofnun, sem veitti óhlutdrægar upplýs- ingar, og á niðurstöðum hennar væru gerðir samningar. Til verk falla hefði ekki komið í Svíþjóð svo heitið gæti um langan aldur. Kauphækkanir væru miðaðar við getu atvinnuveganna og sam- keppnismátt landsins út á við. í Hollandi væru verkföll bönn uð með algeru samkomulagi beggja aðilja. Launþegar og vinnuveitendur eru hvorir um sig klofnir í þrjú samtök, en all- ir væru sammála um að banna verkföll. Komið hefði verið á fót sameiginlegri stofnun þessara að ilja, sem hefur bindandi vald um kjarasamninga. Hafa ákvarðanir hennar lagagildi. Allir kaupsamn ingar eru lagðir fyrir nefndina, sem getur breytt þeim, hækkað kaup eða lækkað, en oftast myndu þeir þó samþykktir ó- breyttir. Þessi samvinna komst á upp úr seinustu heimsstyrjöld, en í stríðinu störfuðu þessir að iljar saman í andspyrnuhreyfing unni og gerðu sér þá ljóst, að þeir yrðu að standa saman eftir stríð, til þess að reisa landið úr rústum. Gagnkvæmt traust og ábyrgðartilfinning einkenndi þetta samstarf, sem hefði orðið Hollandi ómetanlegt. Björgvin kvaðst ekki álíta, að banna ætti verkföll eða vinnu- stöðvanir almennt, heldur ætti frjálst samstarf beggja aðilja að leysa deilumálin. Verkfallsréttuif inn hef*: oft .vcrið misnotaður hér, og kæmi þar til skilnings-" leysi ábyrgðarleysi og ýmsar ann arlegar ástæður. — Endurskoðuo laga væri nauðsynleg, en hú»» ein leysti ekki allan vanda. — Draga yrði úr áhrifum flokka- pólitíkur og koma á heildarsam starfi vinnuveitenda og launþega. Þá tók Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, til máls. Talaði hann aðallega um ýmis dægurmál og rakti sögu verkalýðshreyfingar- innar. Vildi hann koma á skipu- lagsbreytingu innan verkalýðs- samtakanna og gera vinnustað inn að grundvallareiningu. Sam taka- og verkfallsréttinn kvað hann mikilvægasta fyrir verka- lýðshreyfinguna. Næstur talaði Pétur Benedikts son, bankastjóri. Var hann sam- mála fyrstu þremur ræðumönn um um flest og taldi vinnulöggjöf ina gersamlega úrelta. Vinnu- stöðvunarrétturinn hér á landi væri freklega misbeitt og hefði skaðað landið um hundruð millj. króna. Þá talaði Ingi R. Helgason, lög fræðingur. Taldi hann verkfalls réttinn neyðarrétt, en ræddi síð an ýmis dægurmál. Þá tók til máls Sigurjón Bjarna son, verkamaður. Taldi hann stjórnmálaflokkana langt komna með að eyðileggja verkfallsrétt- inn. Kommúnistar hefðu att fé- lögum, sem þeir réðu, út í verk- föll í pólitískum tilgangi, þótt þeir vissu fyrir fram, að verka maðurinn tapaði á þeim. Kvað hann hér hafa myndazt hóp manna, sem ruglaði sér og verka lýðshreyfingunni saman. Taldi hann nauðsynlegt, að verkalýðs- hreyfingin losaði sig við áhrif kommúnista, til þess að raun- verulegar kjarabætur næðu fram að ganga. Þá talaði Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. — Ræddi hann vítt og breitt um ástandið í kjaramálunum. Sagði hann, að í grundvalíaratriðum hefði hér engin breyting orðið þann aldar fjórðung, sem liðinn er, síðan vinnulöggjöfin var sett, en þó hefði ýmislegt breytzt „frá á*>- dögum auðvaldsskipulagsins“. Að lokum tóku írummælendur aftur til máls. Hjartans þökk til allra sem glöddu mig á ýmsan hátt á 70 ára afmælinu. Guð blessi ykkur öll. Margrét Ólafsdóttir, Skagabraut 15 Akranesi. Þakka ynnilega mér sýnda vinsemd og virðingu á sjötugasta afmælisdegi mínum. Guðrún Sigmundsdóttir frá Uppsölum Vestmannaeyjum. Fósturmóðir mín GUÐRtÍN margrét sigurðardóttir kaupkona frá Hjartarstöðum í Eyðaþinghá, andaðist að Elliheimilinu Grund aðfaranótt 6. þ. m. Fyrir hönd systkina hinnar látnu. Rós Pétursdóttir. KRISTÍN ERLENDSDÓTTIR frá ísafirði, lézt að Landakotsspítala 5. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. __ Aðstandendur. Útför móður okkar ÁSDÍSAR JÓNSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. nóvember og hefst kl. 1,30 e. h. Jóna Ingvarsdóttir, Benedikt Ingvarsson, Ingvar V. Ingvarsson. Móðir okkar, VILBORG EINARSDÓTTIR andaðist 2. þ. m. Hún verður jarðsungin frá Reykjavíkur dómkirkju fimmtudaginn 8. þ. m. kl. 10,30 árd. G. A. Sveinsson, Einar Ól. Sveinsson. Maðurinn minn ólafur stefánsson andaðist 2. nóvember að heimili sínu Vesturgötu 22 Reykjavík. Ósk Jósepsdóttir. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, BENEDIKTS KRÖYER frá Stóra-Bakka, sem andaðist að Landakotsspítala 1. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 10. þ.m. kl. 10,30 f. h. Antonía Kröyer og börn, Álfhólsvegi 45. Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför ARNÞRÚÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR Hvoli, Mýrdal. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.