Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. nóvember 1962 MORGinUiL AÐIÐ 11 „V E R N D" - tímarit Verndar komið út ETjAÐINU heí-ur borizt ársrit Verndar. Jiitstjórn skipa þau Guðmun-duf Ingvi Sigurðsson, Sigriður J. Magnússon, Ingimor Jóhannesson og I>óra Einaredótt- ir. Kápu'teikning er eítir Örlyg Sigurðsson. Ritið er fjölbreytilegt að efni og sýnir í hnotskurn það ágæta starf sem Vernd innir af hendi í þágu olnbogabarna þjóðfélags- ins. Formaður Verndar, Þóra Ein- arsdóttir, ritar inngangsorð, og einnig grein sem hún nefnir „Hið mikla vandamár*. Þar ræð ir hún þau vandamál, sem skap- azt hafa af ofneyzTu áfengis, og segir meðal annars: Félagasamtökin Vernd voru stofnuð árið 1958 og er markmið Iþeirra og verkefni, hjálp til handa afbrotamönnum. Vemd Shefur opna skrifstofu og vist- heimili í Reykjavík. Enginn dag ur ldður svo, að ekki sé hringt til skrifstofu samtakanna, og beðið um hjálp eða aðstoð fyrir — eða vegna — drykkjusjúkra manna og kvenna, sem hvergi virðast eiga heima. Það er eng- an veginn heppilegt að þurfa að hýsa slika menn, en erfitt að út- hýsa á dimimum vetrarkvöld- um. Sýnir þebta bezt, hvað þörfin er brýn og aðkallandi, að þetta vandamál sé tekið föstuim tök- um. — Grein sirwii lýkux frú Þóra með þessum orðuim: Hér hefur lauslega verið drepið á eitt af þeim vanda- málum, sem skapast af ofneyzlu áfengis. Það er augljóst mál, að hér þarf að ráða bót á. Það vantar skýli eða náttstað fyrir þetta fólk til bráðabirgða, þar til því er fenginn viðeigandi samastaður eins og öðruni sjúkl- ingum. Það er krafa allra hugsandi manna, að bætt sé úr því neyð- arástandi, sem ríkir i þessum I máluim í höfuðstað okkar. Eng- inn maður ætti að komast í þá aðstöðu að þurfa að liggja úti á kölduim vetrarnóttum, enginn að þuria að vera í vandræðum með læknishjálp, ef veikindi steðja að. Kirkjan og þær hjálp- arstofnanir, sem fyrir eru í land inu, eiga að taka höndum sam- an við framfærslsu Reykjavíkur- bongar um lausn þessa vanda. Af öðrum greinum í Vernd má geta: Skúli Þórðarson ,fram- kvæmdastjóri Verndar, segir frá starfiseminni, Auður Auðuns, alþm. ritar grein Alhrot unig- menna þjóðfélagsvandamál, Rannveig Þorsteinsd. hrm.: Kven fél. og Vemd, Kristinn Björnsson sálfræðingur: Áfengisvarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, Séra Eirikur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður: „1 fangelsi var ég og þér komuð til mín, „Lára Sigurbjömsdóttir: ,,Langt í landf* Guðmundur Jóhannsson for- stjóri: „Gott samstarf“, Sigríðu'r J. Magnússon: „Jólastarf Vernd- ar“, Páll Sigurðsson tryggingar- yfirlæknir: Sjókrata-yggingar i dag. Séra Bragi Friðriksson: Ekki af brauði einu saman, Kjartan Guðnason: Múlalundur, Knútur Kristinsson læknir: Bókarfregn. Einnig eru kveður frá Damnörku og Noregi. I. O. G. T. Munið Hrannarfundinn að Frikirkjuvegi 11 í kvöld kl. 8.30. Skemmtun eftir fund. Stjórnin. Stúkan Einingin nr. 14. Fundur í kvöld kl. 8.30. „Við búum til blað“ undir stjórn Ólafs F. Hjartar. Þáttakendur allt fundarfólk. Æt. M.S. „FJALLFOSS" fer frá Reykjavík fimmtudaginn 8. þ.m. til Norðurlands Viðkomustaðir: Akureyri, Húsa- vík, Siglufjörður. — Vörumót- taka á miðvikudag. H.f. Eimskipafélag íslands. Bókhaldari óskast Maður vanur bókhaldi óskast til Hraðfrystihúss Olafsvíkur. Góð laun. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Bjarnason, forstjóri Ólafsvík og ennfremur í síma 1-3602. Ver’ismiðjum vorum og skrifstofu verður lokað til kl. 1 fimmtudaginn 8. þ. m. vegna jarðarfar. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrimsson IMý sendiaig svissneskar kvenblússur /ilOl'.í* • GLUGGIIMIM Laugavegi 30. Bútasala Seljum í dag mikið úrval alls konar búta úr ull, bómull rayon, teryleneefni og loðefnum í kraga og húfur. Einnig úrval af lttið gölluðum kven- og karlmanna- peysum við mjög lágu verði. Laugavegi 116. Saumasfofa óskar eftir stúlku nú þegar eða um áramót til þess að sníða og hafa á hendi verkstjórn. Æskilegt væri að hún gæti útbúið snið, en þó er það ekki skil- yrði. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Verkstjórn — 3710“ fyrir n.k. þriðjudag. Skipstjóra vantar á góðan bát er stunda á síldveiðar sunnan- lands. Báturinn er búinn öllum nýtízku síldveiði- tækjum, 2 misstórar smáriðnar síldamætur. Tilboð leggist strax inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Síldarskipstjóri — 3690“. TILKYNNING FRÁ Heilsuvemdorstöð Reykjuvíkur Næstu daga tekur til starfa í Heilsuverndarstöð Reykjavíkiu- rannsóknarstöð fyrir heymardauf börn innan 4 ára atdurs. Verður tekið á móti bömunum til læknisrann- sóknar og heyrnarprófa, en aðeins samkvæmt til- vísun frá læknum. Nánari upplýsingar gefnar í síma 22400 kL 10—11 f. h. alla virka daga og er þar tekið á móti pöntun- um um skoðanir. Reykjavík, 3. nóv. 1962. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR. Leigutilboð óskast í verzlunarhúsnæði að Suðurlandsbraut 108 A, við Háteigsveg, hentug fyrir kjötverzlim. Upplýsingar á staðnum milli kl. 5—7 e. h. í dag. Skrifstoftihúsnæði til leigu Húsnæði fyrir skrifstofur eða léttan iðnað er til leigu við Bræðraborgarstíg. — Uppl. gefur SVEINN FINNSSON Málflutningur — Fasteignasala. Laugavegi 30. Sími 23700 og 22234. Sendisveinn óskast allan daginn. G. Helgason & Melsted hf. Hafnarstræti 19. Aðsto^arverkstjóri Stórt fyrirtæki óskar að ráða aðstoðar- verkstjóra. Framtíðaratvinna. Umsækj- endur leggi inn umsókn er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum í dag og á morgun á afgreiðslu Mbl. merkta: „AÖstoðai verkst jóri — 3692".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.