Morgunblaðið - 07.11.1962, Side 6
6
MORCVNBLAÐIb
Miðvikudagur 7. nóvember 1962
Vinnulöggjöfin úrelt
Verkfallsrétturinn misnotaður
Frd borgarafundi Stúdentafélags Reykjav,
STÚDENTAFÉLAG Reykjavík-
Ur efndi til almenns borgarafund
ar í Lídó á mánudagskvöid. Vm-
ræðuefni var: „Eru vinnustöðv-
anir úrelt baráttuaðferð í nú-
tima þjóðfélagi?" Fundurinn var
mjög fjölsóttur og stóðu umræð
ur fram yfir miðnætti. Frummæl
endur voru Vilhjálmur Jónsson,
hrl., og Jón Þorsteinsson, alþm.
Vilhjálmur Jónsson var fyrri
frummælandi og hóf hann mál
Sitt á því að ræða um löggjöfina
um stéttarfélög og vinnudeilur,
sem nú er um aldarfjórðungsgöm
|uL. Með tilliti til gerbreyttra
þjóðfélagshátta mætti ekki telja
óliklegt, að sú löggjöf væri orð-
in úrelt. — Átök stétta um skipt
ingu þjóðarteknanna væru aldrei
einkamál tveggja deiluaðilja,
heldur mál, sem snerti þjóðina
alla, og þegar til vinnustöðvana
kæmi, væri tjón þjóðfélagsins í
heild mun stórkostlegra en tap
verkamannanna sjálfra. Vilhjálm
tu* minntist nú á það, hvernig
verkfallsréttinum væri hægt að
misbeita. Vitnaði hann í yfirlýs-
ingu verkalýðssamtakanna á Ak
ureyri 25. júlí 1957 um vinnu-
deilu, er þá stóð yfir á kaup-
skipaflotanum. í>ar deila akur-
eysku verkalýðssamtökin á þá
misnotkun á verkfallsréttinum,
sem þau telja þar um að ræða,
minnast á tjónið, sem öll þjóðin
verði fyrir, og hættuna, sem slík
misnotkun hafi í för með sér fyr
ir verkalýðshreyfinguna. Sagði
Vilhjálmur þessa yfirlýsingu at
hyglisverða fyrir það, að þar
gagnrýnir verkalýðurinn sjálf-
ur eigið fólk harðlega fyrir mis-
beitingu réttarins.
Ójöfn aðstaða.
Vilhjálmur kvað verkalýðs-
hreyfinguna nú vera voldugt afl,
sem gæti haft líftaugar þjóðar-
innar í hendi sér, ef því afli væri
óvægilega beitt. Aftur á móti
væru samtök atvinnurekenda að
meira eða minna leyti í molum og
mun veikari en samtök þeirra í
nágrannalöndum okkar. Þetta
væri ríkisvaldinu að nokkru leyti
að kenna: Það hefði gert vinnu-
veitendur í ýmsum atvinnugrein
um ósjálfbjarga, með því að
koma í veg fyrir að þeir gætu
reist traustan grundvöll fjár-
hagslega undir fyrirtæki sín, svo
að þeir hefðu vanzt því að hlaupa
á fund ríkisstjórnarinnar og leita
á hennar náð, þegar á bjátaði.
Hér hefðu viðhorfin snúizt við:
Áður voru launþegar veikari að-
ilinn, en vinnuveitendur sá
sterkari. Nú væri þetta öfugt.
Þetta þyrfti að jafnast, enda færi
alltaf bezt á því, að þeir væru
sem jafnastir, sem glímdu.
Hér ríkti að ýmsu leyti mjög
slæmt ástand í þessum málum.
Fámennir starfshópar gætu sagt
upp samningum án samráðs við
aðra, og árið um kring væru ein
hvers konar verkföll. Þess væru
dæmi, að í sömu atvinnugrein
hefðu orðið mörg verkföll á sama
ári, en slíkt lamaði að sjálf-
sögðu þá atvinnugrein og ylli
þjóðarbúinu ófyrirsjáanlegu
tjóni. Á farmskipum kæmi það
fyrir, að áhöfnin skiptist milli
átta stéttarfélaga.
Geysilegt tjón af völdum
verkfalla.
Þá minntist Vilhjálmur á gerð
ardóminn í síldveiðideilunni í
sumar, sem hefði komið í veg fyr
ir hundruð milljóna króna tjón.
Enn stæði deila um kjör á síld
veiðiflotanum, og myndi sú deila
nú þegar hafa kostað þjóðina um
100 milljónir króna í útflutnings
verðmætum. Ef slíkar deilur og
meðfylgjandi verkföll héldu á-
fram, væri alveg ljóst að lífsaf-
koma íslenzku þjóðarinnar væri
í hættu. Þjóðin mætti alls ekki
við tapinu af vinnustöðvunum,
og á undanförnum áratugum
hefði misnotkun verkfallsréttar-
ins bakað þjóðinni slíkt tjón, að
við svo búið mætti ekki standa.
Aflsmunurinn einn ætti ekki að
ráða, heldur róleg yfirvegun og
óhlutdrægni.
Þá kom ræðumaður beint að
spurningunni um það, hvort verk
fallsrétturinn væri orðinn úrelt
ur. Við þekktum lönd, þar sem
verkfallsrétturinn hefði verið af
numinn. Þar ætti ríkið öll fram
leiðslutæki og skammtaði þegn-
um síðan þau kjör, sem það teldi
hæfilegt. Ekki kvaðst Vilhjálm-
ur telja, að fslendingar vildu
taka upp slíkt skipulag. Þá væri
athugandi, hvort ekki bæri að
láta gerðadóma koma í stað verk
falla, en eins og nú væri ástatt,
kvað Vilhjálmur ekki sennilegt,
að það væri unnt án mikilla á-
taka. E. t. v. væri hægt að koma
á fót hlutlausri efnahagsstofnun,
sem ákvæði kaup og kjör. Of
snögg bylting í þessum efnum
væri ekki æskileg þrátt fyrir allt,
heldur væri hægfara þróun í
rétta átt heppilegasta lausnin.
Vinnustöðvun væri styrjöld, og
úrslit ekki alltaf réttlát. Svo
þyrfti að búa um hnútana, að
heimild til vinnustöðvunar væri
ekki veitt, nema allt annað væri
þrautreynt, og hún væri algert
neyðarúræði.
Að lokum kom Vilhjálmur
fram með tillögur til úrbóta, sem
ættu að skapa einhverja festu í
verkfallsmálum hjá okkur. Voru
þær þessar:
1) Kaup- og kjarasamningar
verði gerðir til tveggja ára í senn.
t nágrannalöndum okkar gera
launþegar og vinnuveitendur yf
irleitt samninga til 2ja ára. Þetta
er ekki lögfest, en samtök beggja
aðilja hafa komið þessu á. Hér
væri venjulega samið til eins
árs, en með -.ls konar fyrirvör-
um, sem leitt geta til uppsagnar
innan fárra mánaða, en slíkt
væri stórvarasamt. Ef koma ætti
á festu í þjóðfélaginu, væri grund
vallaratriði að gera samninga til
langs tíma.
2) Allir kjarasamningar renni
út á sama degi, Þá yrðu gerðir
heildarkjarasamningar. Með
þessu yrðu einstakir hópar hindr
aðir í að skaða ákveðnar atvinnu
greinar með verkföllum.
3) Xryggt verði, að nógu tíman
lega verði farið að vinna að end-
urskoðun samninga, áður en
þeir renna út. í Danmörku væri
t.d. algengt,, að ósk um endur-
skoðun yrði að berast i'A mán.
áður en samningar renna út.
4) Allar kröfur komi þegar
fram fastmótaðar.
5) Helmingur starfandi félags
manna í hverju verkalýðsfélagi
verði að samþykkja verkfallsboð
un. í núverandi löggjöf er ekki
kveðið á um það, að tilskilinn lág
marksfjöldi þurfi að samþykkja
verkfall, heldur er látið nægja,
að einfaldur meirihluti sam-
þykkf með atkvæðagreiðslu að
fara í verkfall, hversu fámennur
sem sá meirihluti er.
6) Tryggt verði, að framleiðslu
tækja og framleiddra verðmæta
verði gætt, meðan á verkfalli
nyjar
Helgafells-
bækur
PRJÓNASTOFAN Sólin er kom-
in út í dag í tveimur útgáfum
hjá Helgafelli og Máli og menn-
ingu. Prjónastofan Sólin gerist
í forskála „frönsku villunnax".
nema síðasti hlutinn á rústum
hennar. Hlutverk eru Ibsen Ljós-
dal, Sólborg, prjónakona, Sine
Manibus, Fegurðarstjórinn, Þrí-
dís, Það opinbera Likkistusmið-
ur. Kúabóndi, Moby Dick, Bruna-
lögregla, Pípari og nokkrar fá-
tækar þokkadísir. Leikritið mun
ekki verða flutt opinberlega hér
fyrst um sinn.
Önnur Laxnessbók, önnur út-
gáfa ritgerðasafns skáldsins Sjálf
sagðir hlutir, sem ekki mun hafa
fengizt um alllangan tíma, og
loks er annað bindi Vísnasafns-
ins, er Jóhann Sveinsson, bóka-
vörður frá Flögu, hefir safnað.
Halldór Kiljan Laxness
Kom fyrra bindið út fyrir all-
löngu en nú fást bæði bindin
saman í einu bindi, Höldum
gleði, hátt á loft öllum vísum
Jóhanns fylgir skýring.
(Fréttatilkynning
frá Helgafelli).
stendur, en þeim ekki grandað af
þeim, sem í verkfalli eru. Erlend
is væri það talin skylda laun-
þega að ganga svo frá vinnustað,
að tjón verði ekki á vélum sökum
vangæzlu o. s. frv. Þar er talið
sjálfsagt, að menn, sem annars
eru í verkfalli, vinni verndar-
störf á vinnustað. Ekki mætti
koma fyrir, að ein stétt eða starfs
hópur geti skaðað afkomu þjóðar
innar með eyðileggingu verð-
mæta. Því væri á þetta minnzt,
að hér hefði komið fyrir, aS mikl
ar birgðir af útflutningsfram-
leiðslu, arður af margra mánaða
striti þjóðarinnar, hefðu verið í
hættu, sökum þess að vélgæzlu
menn frystihúsa hefðu hótað því
í verkfalli, að hvorki þeir né
aðrir myndu vinna eðlileg vernd
arstörf. Slíkt ætti að banna með
lögum.
7) Samningar milli deiluaðilja
í verkfalli um niðurfall bóta-
skyldu vegma ólögmætra aðgerða,
meðan á verkfalli stendur, verði
gerðir ólöglegir. Hér kæmi þrá-
faldlega til ofbeldisverka í verk-
föllum, en alltaf væri samið um
það að lokum, að sakir falli nið
ur. Hefði vitneskjan um væntan
lega samninga um niðurfall
skaðabóta o.s.frv. beinlínis hvatt
til ofbeldis. Slíkir samningar
væru í eðli sínu nauðungarsamn
ingar, sem ætti að banna.
Að lokum sagði Vilhjálmur, að
hann teldi ekki grundvöll til að
svipta verklýðsfélögin verkfalls-
réttinum, en brýna nauðsyn bæri
til að endurskoða löggjöfina um
þetta efni, eins og hann hefði
rakið.
-- XXX ---
Næstur tók til máls Jón Þor-
steinsson, alþm., sem var síðari
frummælandi. Skilgreindi hann
hinar tvær tegundir vinnustöðv
unar, verkföll og verkbönn.
Verkalýðsfélögin teldu verkfalls
réttinn helgasta rétt sinn, enda
álitu þau hann það afl, sem
stæði bak við samningsréttinn.
Afleiðingar verkfalla bitnuðu
ekki aðeins á verkalýðnum sjálf
um, svo sem í tekjumissi, heldur
á fjölda manns, sem enga sök
ættu á deilunni, og á alls konar
atvinnugreinum. Ef hafnarverka
menn færu í verkfall, stöðvaðist
kaupskipaflotinn smám saman og
síðan allir atvinnuvegir, sem háð
ir væru aðflutningum. öll þjóðin
bæri því skaðann að lokum. Þótt
verkalýðurinn gerði sér þetta
ljóst, teldi hann samt rétt að
Framhald á bls 14.
Er Þjóðleikhúsið
kvefgjafi?
Reykjavík, 1. nóv. 1962.
Kæri Velvakandi!
Við hjónin vorum rétt í þessu
að koma heim úr Þjóðleikhús-
inu. Sýnd var „Sautjánda brúð
an“, ágætt ástralskt leikrit og
afbragðsvel flutt. En samt var
eitt að: Kuldablástur í húsinu
allan tímann, svo að við nut-
um ekki sýningarinnar sem
skyldi. Þessi gustur bærði hár
á höfði manns og lók um mann
allan, allt niður á fótleggi, og
af völdum hans var ekki laust
við ræmu í hálsi, þegar út kom
í frostsvala kvöldsins. Fórum
við þó í hléinu niður í veitinga
salinn og fengum okkur kaffi
til hlýinda í bili. Áður snerum
við okkur til dyravarðarins,
kvörtuðum yfir kulda og trekk
kváðumst álíta að ekki sak-
aði, þótt slökkt væri á loft-
ræstingarkerfinu eftir hléið,
þar sem sárafáir áhorfendur
væru í húsinu. Dyravörðurinn
tók litt undir það fyrir sibt
leyti en kvaðst bó skyldi nefna
þetta við húsvörðinn, sem væri
m.a. vindmeistari staðarins. Eft
ir hléið hélt sýningin auðvitað
áfram, en trekkurinn líka, og
var hann þó ekki alveg jafn
sjálfsagður.
Nú erum við að velta þvi
fyrir okkur, hvort það borgar
sig að sjá Ieiksýningar, þótt
skemmtilegar séu, ef þeim fylg
ir kvef og kannski nokkrir fylgi
kvillar að au'ki. Er aðgöngumið
inn efcki nógu dýru verði keypt
ur á 88 krónur, eða á maður
síðan að skunda með hann í
apótekð og fá út á hann kvef-
mixtúru, sem kostar 25 fcr. 100
grömmin skulum við segja?
Við hjónin erum sammála um
svarið, en við erum að vona
að kaffið í Þjóðleikhúskjallar-
anum hafi slegið svo á hroll-
inn, að veikindi hljótist efcki
af, enda kostaði sá læknisdóm-
ur 64 krónur! —
•jg Er það „þjóðleikhús“?
En m.a.o., hversvegna voru
efcki nema u.b.b. 100 hræður
í Þjóðleikhúsinu í kvöld eftir
örfáar sýningar á góðum sjón-
leik, sem hlotið hefur loflega
dóma gagnrýnenda? Skyldi það
geta verið vegna þess, að ekki
sé nógu notalegt að koma þang
að, hvorki í aðgöngumiðasöluna
né salinn? Ein spuming enn:
Ber Þjóðleifchúsið nafn með
rentu eða ebki? Gaman væri
að heyra álit fólks á bví. En
það þarf ekki mikla reiknings-
hausa til að leggja niður fyrir
sér þessi tvö dæmi: Fyrir 100
aðgöngumiða á 88 krónur fást
8800 krónur; fyrir 500 miða
(húsið tetbur raunar 660
manns) fást 29000 krónur, þótt
hver miði væri 30 krónum
ódýrari. Þá er bara að reikna
hvort borgar sig betur, og hvort
er meira í almenningsbágu.
Með þökk fyrir birtinguna.
B. P.
■Jf Ljóskerið á Tösku
Maður á miðjum aldri kom
að máli við Velvakanda og
sagði, að svo langt aftur, sem
hann myndi, hefðu allar kvöld-
fréttir hafizt þannig: „Til sjó-
farenda: Ljóskerið á Tösku við
Rifshöfn logar efcki. — Vita-
málastjórnin". Sagðist maður-
inn vera orðinn harla leiður
á þessari frétt og einkum hafi
bann þreytzt á henni að undan
förnu, þegar hann beið í of-
væni eftir fréttum acf Cpstro
vesalingnum, en þurfti fyrst að
hlýða á hina sígildu Tösku-
frétt. Segist hann vilja stinga
upp á því, að efcki sé minnzt
á umrætt ljósker á Tösiku nema
þegar á því logi, því að þeir
dagar ársins hljóti að vera
færri en hinir. Verði efcki hægt
að gera bonum þetta til þægð-
ar, biður hann um að fréttin
verði stytt og orðuð t.d. þann-
ig: „Tösbuljóskerið bilað“. -w
Punktum og basta.