Morgunblaðið - 07.11.1962, Síða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. nóvember 1962
Valdabaráttan í Kreml
eftir deiluna um Kúbu
Þrengt er nú að Krúséff innanlands og utan
L J Ó S T þykir, að valda-
baráttan í Kreml hafi ekki
á mörgum undanförnum
árum orðið svo mikil sem
nú. Síðastliðna viku hafa
ráðamenn hvers kommún-
istaríkisins í A-Evrópu, á
fætur öðru, komið til
Moskvu og setið þar langa
og ákafa fundi með Krús-
jeff og öðrum ráðamönn-
um. Enginn vafi er talinn
á því, að ástæðan sé síð-
ustu atburðir í alþjóða-
málum, þ.e. Kúbumálið.
Er mest eftirvænting lá
í loftinu, vegna þess máls,
fyrir tveimur vikum, dvald
ist leiðtogi rúmenskra
kommúnista í Moskvu. —
Síðan hafa lagt þangað
leið sína kommúnistaleið-
togar Póllands, Tékkósló-
vakíu, A-f>ýzkalands og
Búlgaríu. í gær var til-
kynnt, að Janos Kadar,
foringi ungverskra komm-
únista, væri á leið til
Moskvu.
Opinber ástæða þessara
. heimsókna er, að í dag,
miðvikudag, á rússneska
byltingin 45 ára afmæli.
Raunveruleg ástæða er
hins vegar sú, að nú er
verið að reyna að sam-
ræma skoðanir leiðtoga
kommúnistaríkjanna og
afla stuðnings við síðustu
aðgerðir Krúsjeffs.
Þetta er þó aðeins önnur
hlið baráttunnar. — Hún
stendur einnig heima fyr-
ir. Undir venjulegum
kringumstæðum taka rúss-
neskir herforingjar ekki
virkan þátt í því, sem ger-
ist í innstu röðum flokks-
ins. Þó er því fjarri, að
þeir hafi ekki sterka að-
stöðu, ef til meiriháttar
deilumála kemur, svo sem
varð nú vegna Kúbu.
Völd herforingjanna
Þetta hefur sýnt sig í bæði
skiptin, sem til meiriiháttar
átaka hefur komið innan
kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, eftir fráfall Stalins, í
marz 1953.
í fyrra skiptið, er yfirmað-
ur lögreglunnar, Lavrenti P.
Beria, var tekinn höndum í
júní 1953, og aftur réttum
fjórum árum síðar, þegar
Georgi A. Zhukov kom
Krúsjeff til hjálpar á síðustu
stundu.
Það var 2. september sl.,
sem tilkynning kom um það,
að Rússar og Kúbanar hefðu
gert með sér samning um að
rússnesk vopn yrðu flutt til
Kúbu. Álit sérfræðinga er
hins vegar, að ákvörðunin um
að eldflaugar og sprengju-
þotur skyldu sendar þangað,
hafi verið tekin tveimur mán-
uðum áður, er Raoul Castro
fór í heimsókn til Moskvu:
Fremstur í flokki þeirra, sem
þá tóku á móti honúm, var
Rodion Y. Malinovsky, land-
varnaráðherra.
Margir telja, að hann sé
fremstur í flokki þeirra, sem
eru óánægðir með stefnu
Krúsjeffs. Því hafi forsætis-
ráðherrann beitt fyrir sig
Kliment Y. Voroshilov nú um
helgina. Voroshilov lét þá
birta eftir sig grein, í mál-
gagni flokksins, þar sem hann
hvatti til einingar. Þykir
Malinovsky
ljóst, að Voroshilov eigi að
lægja þær óánægjuraddir, er
gætt hefur innan hersins.
Áður hafði Voroshilov ver-
ið í andstöðu við Krúsjeff,
eins og greinilega kom fram,
er hann var öpinberlega nið-
urlægður á 22. flokksþingi
kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna 1957. en þá studdi hann
öfl andstæð forsætisráðherran
Afstaðan í dag
Staða ráðamanna Kúbu,
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna nú, eftir að svo virðist
sem friðsamleg lausn muni
nást í Kúbumálinu, er í fáum
orðum þessi:
# Fidel Castro, försætisráð-
herra Kúbu, verður að horf-
ast í augu við það, að hann
muni ekki sjá þann draum
rætast, að Kúba ráði fram-
vegis yfir kjarnorkuvopnum.
Hins vegar hefur hann nú
tryggingu fyrir því, að ekki
verði gerð innrás á Kúbu —
verði farið að gefnum loforð-
um —; hann verður því
frémsti leiðtogi kommúnista í
Ameríkurík j urum.
# Kennedy, Bandaríkjafor-
seti, hefur fengið loforð Krús-
jeffs um að eldflaugavopnin
verði fjarlægð frá Kúbu, og
að 'engin árásarvopn verði
send þangað framvegis. Hins
vegar verður forsetinn að
horfast í augu við það, að
með samþykki sinu um að
gera ekki innrás á Kúbu —
verði gefin loforð haldin —
þá hefur hann raunverulega
tryggt framtíð Castros.
# Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hefur neyðzt
til að draga til baka vopn sín
frá Kúbu, og hefur þar með
misst tækifæri til að raska því
hernaðarjafnvægi, sem ríkt
hefur milli stórveldanna, Sov-
étríkjunum í vil.
Tilgangur árásarvopnanna
Svo mikilvægar vpplýsingar
hafa komið fram um atburði
síðustu mártaða, að hægt virð-
ist með allmikilli vissu að
rökstyðja, hver hafi verið til-
gangurinn með því að koma
fyrir árásarvopnum á Kúbu.
Það þykir engum vafa unóir
orpio, að ráðamenn innan
sovézka hersins hafi átt mik-
inn þátt í því, að tekin var
ákvörðun um að hervæða
Kúbu á þann hátt, sem raun
ber vitni.
í júlí fór Raoul Castro,
bróðir Fidel Castro, til
Moskvu. Opinberar tilkyðning
ar skýrðu frá því, að þangað
hefði hann farið í boði Malin-
ovsky landvarnaráðherra. Er
þangað kom, tóku á móti
Raoul Castro þeir Malinovsky,
Sergei S Biruzov, yfirmaður
loftvarna, Nikolai I. Krylov,
yfirmaður varna í Moskvu og
nágrenni, F. B. Zozulya, að-
míráll, og Sergei I. Rudenko,
annar æðsti maður sovézka
flughersins. í för með Raoul
Castro voru helztu hernaðar-
sérfræðingar á Kúbu.
Þeir dvöldust rúmar tvær
vikur eystra. Á þeim tíma
ferðuðust þeir viða um Sovét-
ríkin.
Meirihluti Æðsta ráðsins var
í Moskvu, meðan á heimsókn-
inni stóð. Því gafst þar gott
tækifæri til viðræðna, ef um
það var að ræða að taka á-
kvörðun um frekari hervæð-
ingu Kúbu,
Hins vegar fór Raoul Castro
frá Moskvu, án þess, að nokk-
ur yfirlýsing væri gefin um
tilgang heimsóknarinnar.
Ákvörðun í júlí
Þeir 7 meðlimir Æðsta ráðs-
ins (í því eiga sæti 12 aðal-
fulltrúar), sem voru í Moskvu
þennan tíma, voru Krúsjeff,
Frol R. Kozlov, Aleksei N.
Kosygin, Mikoyan, Leonid
Bresihnev, Kirilenko og Susl-
ov.
Þrír yngstu meðlimir ráðs-
ins, Gennandi I. Voronov,
Nikolai V. Podgorny og Dim-
itry 3. Polanski, voru ekki við
staddir, né heldur tveir eldri
meðlimir, Otto V. Kuusinen og
Nikolai M. Shvernik. Tveir
síðastnefndu eru taldir fylgj-
endur Krúsjeffs, en yngri
mennirnir eru af mörgum
taldir vera fulltrúar and- ■
spyrnunnar.
Þannig er ljóst, að n eiri
hluti var fyrir hendi til að
Krúsjeff
taka allar meiriháttar ákvarð
anir, sem víst er nú talið að
gert hafi verið þá.
Hins vegar er það álit sér-
fræðinga að allt málið um
hervæðingu Kúbu hafi verið
tekið til endurskoðunar síð-
ari hluta ágústmánaðar, er
Ernesto Guevara og Emilio
Aragonas, æðstu menn her-
mála á Kúbu, komu í heim-
sókn til Moskvu.
Þá er talið, að aðeins fáir
ráðamenn hafi verið í
Moskvu; Breshnev, Kösygin,
Voronov og e.t.v. Mikoyan.
Krúsjeff var þá hins vegar í
sumarleyfi á Krímskaga.
Guevara var þrjá daga í '
Þannig sér skopteiknarinn síðustu viðbrögð Krúsjeffs
og Castros.
Moskvu, en hélt síðan til fund
ar við Krúsjeff 30. ágúst. Sið-
an fór hann aftur til Moskvu.
í kjölfar þess kom síðan yfir-
lýisingin, 2. septeimber, um
hernaðaraðstoð við Kúbu.
Vissa er fyrir því, að þann
tíma, sem Guevara var í
Moskvu, voru það fáir af að-
alfulltrúum æðsta ráðsins þar,
að ekki er mögulegt, að það
hafi tekið neina ákvörðun þá.
Hins vegar myndi ráðið fjalla
um slíkt mál, sem flutninga
kjarnorkuvopna til Kúbu, og
því sé ljóst, að ákvörðunin
hafi verið tekin í júlí.
Tilgamgurinn
Þegar þetta, og aðrir at-
burðir sumarsins, eru hafðir
í huga, þá fara ýmis rök að
gera þá tilgátu sennilega, að
tilgangurinn með hervæðingu
Kúbu hafi "ekki verið einungis
sá, að koraa upp útvarðastöð
fyrir þau eldflaugavopn, sem
ekki væri hægt að skjóta frá
Sovétríkjunum til Bandaríkj-
anna (þ.e. meðaldræg vopn og
skammdræg) eða annarra
ríkja á Vesturhveli jarðar,
heldur hafi sú bætta hernað-
araðstaða, sem af því leiddi
fyrir Sovétríkin, átt að verða
ógnun við Vesturveldin, þann-
ig, að þau hörfuðu á öðrum
vígstöðvum.
Kemur það heim við þá
kenningu, að Krúsjeff hafi tal-
ið forsvarsmenn Vesturveld-
anna svo veiklundaða, að þeir
• myndu ekki vilja berjast
• vegna hagsmunamála sinna
og skuldbindinga. Sérstaklega
kann það að eiga við um yfir-
lýsingar Kennedys, Banda-
ríkjaforseta, um að hann
myndi halda til streitu rétt-
indum Vesturveldanna í Ber-
lín.
Enn styrkir það þessa skoð-
un, að ef til tíðinda drægi í
Berlínarmálinu. þá yrðu Vest-
urveldina að taka ákvörðun
um það, hvort beitt skyldi
kjarnorkuvopnum, á sama
hátt og það var nú völ Krús-
jeffs, hvort slíkum vopnum
skyldi beitt vegna Kúbudeil-
unnar.
Fjölmargir stjórnmálafrétta
ritarar hafa ú undanförnum
mánuðum haldið því fram
(áður en Kúbudeilan kom til
sögunnar), að næsta skref
Rússa. yrði að láta til skarar
skríða í Berlínarmálinu. Hef-
ur mörgum stoðum verið
rennt undir þá kenningu, og
virðast þær falla vel saman
við skýringar á síðustu at-
burðum.
Krúsjeff hefur undanfarna
mánuði látið að því liggja,
að gerðir yrðu friðarsamn-
ingar við A-Þýzkaland á þessu
ári Hefur hann haldið því á
lofti í því sambandi, að slíkt
myndi hafa í för með sér al-
ger yfirráð A-Þjóðverja yfir
flutningaleiðum til V-Berlín-
ar.
Rússar hafa að nokkru
leyti stigið skref í þá átt að
fá A-Þjóðverjum aukin yfir-
ráð yfir Berlín með því að
þykjast engin afskipti hafa af
aðgerðum við Berlínarmúrinn.
Hafa þeir vísað öllum kvört-
unum yfir hryðjuverkum þar
Framhald á bls. 17