Morgunblaðið - 07.11.1962, Side 12
X2
MORGUNBLAÐlh
Miðvifcudagur 7. nóvember 1962
Otgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakið.
STILLA ÞARF TIL
FRIDAR
k ágætum fundi, sem Stúd-
entafélag Reykjavíkur
hélt um efnið: Eru vinnu-
stöðvanix úrelt baráttuaðferð
í nútímaþjóðfélagi?, kom
glöggt í ljós hve skilningur
fer almennt vaxandi á því, að
ráðstafanir séu gerðar til þess
að draga úr hinum hatrömmu
vinnudeilum, sem hér hafa
verið síðustu áratugina. Báð-
ir framsögumennirnir, þeir
Vilhjálmur Jónsson hrl. og
Jón Þorsteinsson alþingismað
ur bentu á, að nauðsyn bæri
til að gera ráðstafanir til að
vinnudeilur hæfust ekki
nema sem algjör neyðarráð-
stöfun, og m. a. s. forseti Al-
þýðusambands íslands, sem
frægastur er fyrir að efna til
stéttaátaka, treysti sér ekki
til annars en að játa, að ekki
ætti að efna til verkfalla
nema allar leiðir aðrar væru
þrautreyndar áður.
Ræðumenn voru yfirleitt
þeirrar skoðunar, að ekki
væri unnt að afnema verk-
fallsrétt með öllu. Hins vegar
bæri mjög að takmarka hann
og koma með nýrri vinnulög-
gjöf í veg fyrir þá misnotkun,
sem samfara hefur verið verk
fallsréttinum.
Sannleikurinn er líka sá,
að þessi réttindi eru allt ann-
ars eðlis nú en þau voru fyrr-
um, þegar vanmáttug verk-
lýðsfélög urðu að heyja harða
baráttu til þess að verka-
menn gætu framfleytt sér og
sínum. Nú vill það jafnvel
brenna við, að harðvítugustu
deilurnar séu háðar af þeim,
sem við einna bezt lífskjör
búa, enda benti einn ræðu-
manna á fundi Stúdentafé-
lagsins á það, að þess væru
dæmi, að „verkfallsverðir“
hefðu komið til vörzlu hver á
sínum lúxusbíl. Stjórn Al-
þýðusambands íslands hefur
líka vísvitandi haldið þannig
á máluna, að þeir lægst laun-
uðu hafa ekki getað vænzt
árangurs af baráttu sinni,
því að hinir, sem betur voru
á vegi staddir, hafa ekki ver-
ið áíður styrktir til þess að
fá kröfum sínum framgengt.
MIÐLUNARTIL-
LAGA í SJÓ-
MANNADEILUNNI
A tkvæðagreiðslur um miðl-
unartillöguna í sjómanna
deilunni fara nú fram í sam-
tökum sjómanna og útvegs-
manna. Þarf ekki að eyða að
því orðum hve skaðsamleg
þessi deila er þegar orðin, og
raunar til vansæmdar, því að
hinn góði hagur sjómanna og
útvegsmanna eftir sumarsíld-
veiðamar hefði vissulega átt
að valda því, að aðilamir
þjörkuðu ekki vikum og mán
uðum saman um léttvæga
hluti miðað við það, að geta
fært milljóna verðmæti að
landi.
Þegar horfið var frá upp-
bótakerfinu, sem allt var
byggt á fölsunum og blekk-
ingum, mátti auðvitað búast
við því, að skoðanir yrðu
skiptar um það, hvem hlut
hvor aðilinn um sig, sjómenn
og útvegsmenn, ættu að bera
úr býtum af réttu verði afl-
ans. Á tímum uppbótakerfis-
ins var lítt sinnt um hluta-
skiptin. Þá var útvegsmönn-
um af stjómarvöldunum sagt
að vera ekki að rífast um
þau. Ríkisvaldið skyldi sjá til
þess, að ekki kæmi nema
hluti hins raunverulega afla-
verðs til skipta, en útvegs-
menn fengju síðan svo og svo
háar upphæðir greiddar und-
ir borðið.
Þetta blekkingarkerfi hef-
ur nú verið afnumið, þannig
að sjómenn fá hlutdeild í
réttu aflaverðmæti. Af því
hlaut aftur á móti að leiða,
að hin fyrri hlutaskipti
myndu eitthvað breytast,
mismunandi eftir því um
hvaða veiðiaðferðir væri að
ræða. Útvegsmenn hafa líka
réttilega bent á, að þeim bæri
einhver greiðsla fyrir hin
dýru og fullkomnu tæki, sem
stórauka aflamöguleika.
RÉTT SKIPTI
í það hefur margsinnis ver-
** ið bent hér í blaðinu að
ákvörðun gerðardómsins um
síldveiðikjörin þyrfti ekki
endilega að vera hin eina
rétta, en á það yrði fyrst og
fremst að líta, að það skipti
ekki meginmáli á ákveðinni
vertíð, hvort skiptaprósentan
væri hundraðshlutanum
hærri eða lægri. Hagsmunir
útvegsmanna og sjómanna
væru, þegar til lengdar léti,
svo samofnir, að fráleitt væri
að láta minniháttar ágrein-
ing stöðva útgerð.
Auðvitað er það sjómönn-
um ekki síður nauðsynlegt
en útvegsmönnum, að hagur
utgerðarinnar sé traustur,
svo að hún geti stöðugt hag-
nýtt fullkomnustu tækni, end
urnýjað flotann og bætt að-
búnað. Þess vegna er það sjó-
möxmum ekki x hag að berj-
>i>y Ki
UTAN UR HEIMI
sem metnar voru á rúmlega
45 þúsund milljónir kr.
CASTRO OG
KOMMÚNISMINN
Meðan Castro átti í valda-
baráttu sinni 1958, sagði hann:
„Ég hef aldrei verið og er
ekki kommúnisti. Væri ég
það, hefði ég hugrekki til að
segja frá því.“
í desember 1961 sagði
Castro: „Ég er Marx-Leninisti
TVEIMUR mánuðum eftir að
Fidel Castro hafði tekið við
forsætisráðherraembætti á
Kúbu hinn 16. febrúar 1959,
fór hann í heimsókn til Banda
ríkjanna. Þar dvaldist hann í
12 daga, og fór m. a. til Was-
hington, New York og Bost-
on. I New York kom hann
fram á útifundi í Central Park
að viðstöddum 30.000 áheyr-
endum, lofaði Bandaríkin há-
stöfum og sagði að „þessi
auðuga þjóð í norðri hefur og mun verða Marx-Leninisti Uppreisnarforinginn Castro.
sýnt skilning á réttlátum
málstað okkar.“
Á fundi með fréttamönnum
í New York sagði Castro að
byltingin á Kúbu hafi verið
gerð til að binda endi á fá-
tækt, óréttlæti og atvinnu-
leysi og gera íbúunum kleift
að byggja nýjan fjárhags-
grundvöll, sem tryggði öllum
rétt til að lifa, borða og
vinna. Lét hann í Ijós mestu
andstyggð á kommúnisma,
sem hann sagði að byggði til-
veru sína á hungri. Einnig
lýsti Castro því yfir að stjórn
hans hefði ekki í hyggjú að
gera upptæk erlend fyrirtæki
á Kúbu, heldur þvert á móti
stuðla að aukinni erlendri
fjárfestingu til að tryggja at-
vinnu í landinu.
Rúmu ári seinna hafði
Castrostjórnin lagt hald á all-
ar bandarískar eignir á Kúbu,
SVIKA-
til dauðadags." Og átján dög-
um seinna kom Castro með
þessa viðbót: „Að sjálfsögðu,
ef við hefðum sagt þegar við
vorum aðeins örfáir og stóð-
um á Turquinotindi að við
værura Marx-Leninistar,
hefði okkur ef til vill aldrei
orðið mögulegt að halda nið-
ur á sléttuna fyrir neðan.“
Meðan Castro var í heim-
sókn sinni í Bandarikjunum
hafði hann ekkert annað en
gott um bandarísku flotastöð-
ina við Guantanamoflóa að
segja. En ári seinna bar hann
Áherzla er lögð á að ala æskuna upp í kommúnisma. Kennarar
hafa margir hiotið menntun í Sovétríkjunum, en rússneski
fáninn og áróðursmyndir prýða veggi í kennslustofum.
í fyrsta sinn fram kröfu um
brottför Bandaríkjamanna
þaðan.
Það var flestum mikill létt-
ir í fyrstu að Castro skyldi
takast að velta einræðisherr-
anum Fulgencio Batista úr
stóli, því ógnarstjórn hans
hafði skapað honum andúð
alls umheimsins. Ekkert gat
verið verra, öll breyting
hlaut að verða til batnaðar.
Ekki stóð á því að Castro
gerði sitt til að afsanna þetta.
BATISTA KEMUR
TIL SÖGUNNAR
Forsagan að valdatöku
Castros hefst í rauninni árið
1922, fjórum árum áður en
Castro fæddist, þegar Ger-
ardo Machado y Morales hers
höfðingi var kosinn forseti
Kúbu til sex ára. Samkvæmt
stjórnarskránni mátti ekki
endurkjósa hann að kjörtím-
anum loknum, en Machado
breytti stjórnarskránni og
hlaut endurkosningu með að-
stoð hervarða á kjörstöðun-
um. Sat Machado við völd
þar til 1933, er nokkrir af
yngri foringjum hersins gerðu
uppreisn. Machado flýði land,
og mánuði seinna eru völdin
raunverulega í höndum undir
foringjaklíku undir forustu
Fulgencio Batista, sem þá var
liðþjálfi. Klíka þessi gerði dr.
Ramon Grau San Martin að
"*r>
ast fyrir hlutaskiptum, sem
kynnu að leiða til þess að út-
gerðin væri févana.
Auðvitað má endalaust um
það deila, hvaða hagur nægi
útgerðinni cg hve mikið megi
frá henni taka, enda mála
sannast að í þeim atvinnu-
rekstri, Kannski frekar en
flestum öðrum, er ha^prinn
mjög misjafn. Samt sem áð-
ur er óhætt að fullyrða, að
útgerðin hefur verið vel að
þeim hagnaði komin, sem hún
fékk í sumar. Sjálfsagt telja
útgerðarmenn að hlutaskipt-
in megi ekki vera þeim ó-
hagkvæmari en þau voru
samkvæmt gerðardómnum.
Þess vegna eru þeir ekki
hrifnir af þeirri hækkun,
sem gert er ráð fyrir í sáttar-
tillögunni, sem nú eru greidd
atkvæði um.
Sjónxenn vilja auðvitað
líka bera sem mest úr být-
um, en þeir eiga að hafa það
hugfast, að það er hagur
þeirra í framtíðinni, en ekki
á einni eða tveim vertíðum,
sem megin máli skiptir. Þar
sem sáttatillagan gerir ráð
fyrir nokkurri hækkun frá
því, sem var í sumar, ætti
Vill ekki fulltrúa
F ormósust j órnar
á Rauða kross-
ráðstefnu
Genf, 2. nóv. (NTB)
ALÞJÓÐI rauði krossinn hef-
ur ákveðið að fresta ráðstefnu,
sem halda átti í september 1963
í sambandi við 100 ára afmæli
samtakanna. Verður ráðstefn-
unni frestað um tvö ár. Ástæð-
því að mega vænta þess, að
sjómenn hugsuðu sig um
tvisvar, áður en þeir felldu
tillöguna og framlengdu
verkfallið þannig um ófyrir-
sjáanlegan tíma, og e. t. v,
væri komið í veg fyrir að
nokkur síld yrði veidd í haust
eða vetur.
an til frestunarinnar er, að Pek-
ingstjórnin neitar að fallast á að
Formósustjórnin fái að hafa full
trúa á ráðstefnunni.
Utanríkisráðherra Sviss, Fried
ridh Waihlen, skýrði frá
þessu á fundi með frétbamönn-
um í dag. Sagði hanm, að Pek-
imgstjórnin hefði lýst því yfxr
Við yfirmenn Rauða krossins, að
ihún muni ekki þola, að fulltrúar
Formósustjórnarinnar tækju þátt
í ráðstefnunmi.
í stað ráðstefnunnar hefur vei
ið alkrveðið að halda funJ full-
trúa frá samtökuim Rauða krosa I
ins í ýmsum löndum, en ekiki
fulltrúa stjórna landanmn.