Morgunblaðið - 07.11.1962, Side 20
20
Moxcrn/nr. aðið
Miðvikudagur 7. nóvember 196J
„Og þú ert bara stelpa', sagði
Greene.
Þau brostu bæði og voru þeg-
ar orðin mestu mátar.
Hún var hæstánægð með mynd
irnar, sem hann tók. Meira að
segja Joe varð hrifinn af þéim.
Úrval úr fyrstu myndunum, sem
Greene tók af henni, kom í
LOOK, 17. nóvember 1953. Á
einni síðunni voru tólf litlar
myndir af henni. Hún var í
þykkri, of stórri peysu, og var
að fitla við mandólín. Svo kom
heilsíðumynd með svörtum
grunni. Þar var hún í svörtum
kjól og aðeins fætur, hendur og
andlit kom fram.
Um einu ári seinna kom
Greene aftur vestur í öðru er-
indi, en tók þá nokkrar ínyndir
af henni. ,,Ég náði í vissar hliðar
af henni, sem enginn hefur náð
áður“ sagði Grene. „Mér datt í
hug að búa til bók um Marilyn,
með myndum af henni í öllu
hugsanlegu skapi. Við töluðum
um þetta og ég tók marger mynd
ir með þessa bók fyrir augum“.
Marilyn var hreykin af þess-
um myndum. Hún sýndi Negul-
esco þær, til þess að sjá viðbrögð
málarans við þeim.
Negulesco sagði einu sinni við
einhver dáleiðsluáhrif á hana,
því að hann hefur fengið hana í
mig: „Þessi Greene hefur haft
stellingar, sem hún hefur aldrei
áður verið í. Ég held/að Marilyn
hafi alltaf hugsað um sjálfa sig
á einhvern hátt, sem enginn ljós-
myndari hefur getað séð. Og fyr-
ir leikkonu er útlitið mikilvægt.
Greene sá eitthvað meyjarlegt í
fari hennar, eitthvað hreint og
saklaust og náði því méð mynda-
vélinni. Svona var það sem hún
vildi sjá sig sjálf, og kannski er
það þessvegna sem henni finnst
hann vera snillingur. Það var
engin önnur ástæða til þess, að
hún gæti komizt á vald hans“.
En hver komst á hvers vald?
Og nú víkjum við sögunni aft-
ur til nóvembermánaðar 1953.
Joe Og Marilyn höfðu nú ákveð-
ið brúðkaupsdaginn á nýársdag
1954.
Og hvað gerði svo Marilyn á
þessum sex vikum frá því brúð-
kaupsdagurinn var ákveðinn og
þangað til hann kom? Var hún
að kaupa inn í búið? Var hún
að ráðgast við skreytingafyrir-
tæki um íbúðina sína? Var hún
að undirbúa önnur smáatriði
fyrir brúðkaupið? Fór hún úr
einu boðinu í annað hjá kunn-
ingjunum?
Nei, hún tók engan þátt í
þessu venjulega tilstandi eins
Og það gerist í Ameríku hjá til-
vonandi brúði. Jafnvel kvik-
myndastjörnur, sem ætla að farr
að gifta sig fara líkt að og aðr-
ar. En bara ekki Marilyn. Því
að til þess að taka þátt í öllu
þessu þurfti hún að eiga ein-
hverjar vinkonur, og þær átti
hún ekki. Það hafði fylgt henni
alla ævi að geta ekki stofnað til
varanlegrar vináttu við aðrar
konur. Hún stóð í sæmilega stöð-
ugu sambandi við leiklistarkenn-
arana sína, svo sem Natasha Lyt-
ess og síðar Paulu Strasberg. Og
svo lauslegan kunningsskap við
starfssystkin, meðan á upptöku
stóð, eins og Jane Russell og
Eileen Heckart. En sá kunnings-
skapur risti aldrei djúpt.
Á tímabilinu rétt fyrir gift-
inguna, komst Marilyn í alvar-
legar deilur við húsbændur sína.
Án þess að tala við hana, hafði
félagið látið það boð út ganga,
að næsta mynd þess yrði „The
Girl in the Pink Tights", og
skyldu upptökur hefjast 15. des-
ember. Frank Sinatra hafði verið
ráðinn fyrir 500C dali á viku til
að leika móti henni. Marilyn,
sem nú var komin á hámarks-
laun samkvæmt samningi sínum,
varð að gera sér að góðu vesæla
1500 dali, enda þótt hún ætti að
verða efst á leikendaskránni.
Marilyn tók það í sig að vera
móðguð og hneyksluð. Hún sagði,
að nafn myndarinnar eitt saman,
gerði hana taugaóstyrka. Hún
vissi ekki annað um efni hennar
en það, að þetta var söngútgáfa
af gamalli Betty Grable-mynd.
Hún skrifar: ,,Ég hafði verið að
þræla af öllum mætti til þess að
verða almennileg leikkona. Ég
vissi vel, að félagið mundi geta
grætt á því að sýna mig í ljós-
rauðum buxum, en það vildi ég
bara ekki“.
Hún kvaðst verða að lesa
handritið áður en hún gæfi kost
á að leika í myndinni. Aðalskrif-
stofán neitaði að lofa henni að
sjá það.
Marilyn sagði, að þetta síðasta
tiltæki væri beint fjandskapar
bragð af hendi Zanucks, „af þvi
að ég lét hann bíða í klukkutíma
við verðlaunaafhendingu".
En að baki missætti hennar við
félagið lá annað og meira en
fjandskapur við Zanuck og móðg
un yfir að vera á þrælalaunum.
„Vandræðin voru djúpstæðari en
það. Ég vildi láta fara með mig
eins og mannlega veru, sem hefði
unnið sér eitthvað til ágætis, síð-
an á munaðarleysingjaárunum".
Þessi munaðarleysingjaár henn
ar voru nú að vísu fimmtán ár
aftur í tímann op ekki hafði nú
Zanuck komið henni í munaðar-
leysingjahælið. En hvenær sem
eitthvað mikið lá við, veifaði
hún þessu munaðarleysi sínu og
heimtaði uppbætur fyrir liðna
tímann.
Marilyn lét hvergi bugast og
tilkynnti umboðsmanni sínum,
Charlie Feldman, að hún kæmi
ekki í kvikmyndaverið fyrr en
hún hefði fengið að lesa hand-
ritið og samþykkt það. Svo hvarf
hún. Enginn gat náð henni í
síma, hvorki umboðsmennirnir
né Inez Melson, nýi ráðsmaður-
inn hennar. Hún sást hvergi
þar, sem áður hafði verið hægt
að ganga að henjjú vísri. Cadillac-
bíllinn var horfinn af stæðinu
sínu. Jafnvel Skolsky og Lytess
vissu ekkert hvar hana var að
finna.
Félagið auglýsti þá, að hún
væri rekin. Hún var ekki lengur
á kaupi. 15. desember kom engin
Marilyn. Þetta kostaði félagið um
25000 dali á dag, af því að bæði
Sinatra og aðrir urðu að bíða eft
ir henni — sem var álíka dægra-
dvöl og að bíða eftir Godot.
Þá hringdi Marilyn frá San
Francisco, þar sem hún hafði ver
ið í felum. Félagið sendi henni
handritið og lýsti því yfir, að
brottreksturinn væri úr gildi.
Hún las handritið, sem var um
dyggðuga kennslukonu um alda-
mótin, sem verður dansdræsa í
knæpu í Bowery.
Marilyn lýsir þessari
manneskju sem leiðinlegri upp-
tugguihrækjandi tusku — ómerki
legustu persónu, sem hún hefði
nokkurntíma rekizt á í kvik-
myndahandriti. Hún sagðist hafa
kafroðnað niður í tær, hvenær
sem hún hugsaði til þessarar
lendavaggandi kennslukonu vera
að fremja einhvern ósiðlegan
dans.
Félagið auglýsti þá brottrekst-
ur hennar í annað sinn.
Nú er það svo, að borgarlegu
fólki er ekki sama um þegar
einhver situr af sér 1500 dala
vikukaUp. Til þess hljóta menn
að vera hreinustu meinlætamenn.
Enda þótt Marilyn hefði skömmu
áður lofsungið dyggðina, var ekki
hægt að kaUa hana meinlæta-
manneskju. Hún sat í San Fran-
cisco og var gröm. En Di Maggio
hafði verið búinn að segja henni,
að hennar hæfileikar gætu ekki
verið þekktir fyrir það, og að
hún yrði að losa sig við þessar
ruslmyndir og stíga upp í þær
dramatisku hæðir, sem henni
væru samboðnar. Dansmeistar-
inn Cole sagði henni, að hún gæti
orðið ágætis Nana. Hún hafði les
ið söguna eftir Zola og reynt að
fá George Cukor, sem var þekkt-
ur ,,kvennaleikstjóri“ til að láta
hana reyna sig sem hina fraggu
ástmey. En Cukor var ekkert
hrifinn af þeirri hugmynd. Um-
boðsmennirnir höfðu vönað, að
ef hún snerist til varnar fyrir
Veiddu nú fisk!
alvöru, mundi félagið gera við
hana nýjan samning. En nú leit
ekki vel út með það. Hún var
með skjálfta. Kannski ætti hún
að láta updan og leika knæpudrós
ina?
Bull og vitleysa, sagði Joe. Nú
væri einmitt rétti tímínn fyrir
þau að gifta sig. Hann átti að
fara til Japan í febrúar, til að
kenna þar einhverjum knattleiks
flokki, og þau gætu átt rólega
daga eftir brúðkaupið, þar í
landi. En hvers vegna gætu þau
ekki farið til Japán, án þess að
vera gift? spurði Marilyn. Til
'hvers þurftu þau að gifta sig
strax? Ættu þau ekki heldur að
bíða með það? Kvikmyndaleik-
konur lytu ekki sömu lögum og
annað fólk. Rita Hayworth hafði
flækzt um alla Evrópu með Ali
Khan og síðan með Dick Hay-
mes, áður en hún giftisí þeim.
Lana Turner og Lex Barker, Ava
Gardner og Frank Sinatra höfðu
farið í langferðir saman, án allr-
ar blessunar klerkdómsins. Það
væri ekki rétt að ana svona inn
í hjónabandið.
En Di Maggio vildi ekki eiga
andir því að lenda í neinu
hneyksli. Þegar hann fór til
Banff að hugga hana, hafði hann
ekki gist í hennar gistiihúsi í
Banff Springs, heldur í öðru,
sem var í 40 mílna fjarlæigð. Nei,
iþað var ekki um það að tala —
þau urðu að gifta sig áður en
þau legðu af stað.
Hún lét svo undan firnmtu-
dagsmorguninn 14. janúar 1954.
Ákvörðun hennar kom næstum
snögglega. Ráðsmaðurinn í veit-
ingahúsi Di Maggios hringdi til
Charles S. Peery dómara. Hann
var þá 1 einhverju iögfræðinga-
samsæti. Ráðsmaðurinn bað dóm
arann að koma 1 snarkasti í
skrifstofuna sína, þar eð hann
hefði verið kjörinn til að fremja
hjónavígslu — og það hina eftir-
tektarverðustu á árinu. Peery
flýtti sér til ráðhússins og stóð
þar reiðubúinn klukkan eitt. Joe
og Marilyn komu, ásamt svara-
mönnum sínum kl. 1.25. En nú
hafði þetta þegar kvisazt út Og
mannsöfnuður kominn fyrir utan
ráðhúsið. Brúðhjónin og fylgd-
arlið þeirra urðu að troðast til
* * *
SAGA B £ RLIIMAR
-K -K -X
Þar sem engin sameining náðist,
urðu mörkin milli svæðanna, þar
sem herirnir höfðu numið staðar,
smám saman að landamærum hins
frjálsa og kommúnistíska heims. —
Brandenborgarhliðið varö tákn skipt-
ingarinnar.
Þegar hér var komið, rændu Rúss-
ar sinn hluta Þýzkalands skipulega,
og neilar verksmiðjur voru fluttar
til Russlands. A vestursvæðinu voru
tilraunir til slíkra framkvæmda stöðv
aðar eftir samningsumræður milli
sigurvegaranna og hinnar sigruðu
þjóðar.
í Austur-Þýzkalandi voru vísinda-
menn og verkfræðingar oft vaktir
upp um miðjar nætur og fluttir aust-
ur á bóginn með tækjum sínum, til
hess að vinna fvrir Stalín.
þess að komast að lyftunni. Þeg-
ar komið var upp á þriðju hæð,
var Joe orðinn svo ringlaður, að
hann sneri í öfuga átt ög lenti í
gangi, þar sem engar dyr voru.
Það spáði ekki góðu, svOna ábrúð
ka-upsdaginn. Þau flýttu sér að
snúa við og koanast á rétta leið.
Marilyn gaf upp aldur sinn sem
25 ár, sem var óþarflega lágt,
þar sem hún hafði orðið 27 I
síðastliðnum júnímánuði. Brúð-
guminn var tólf árum eldri, en
unglegur samt. Blaðamennirnir
hnöppuðust nú að þeim með
spurningar.
„Ég er afskaplega spennt“,
sagði Marilyn. „Ég gæti ekki
hugsað mér að verða hamingju-
samari“. Hún kvaðst ekki ætla að
verða í kvikmyndunum meira en
tvö eða þrjú ár í viðbót, en þá
hlakkaði hún til að verða „ein-
göngu húsmóðir og móðir“.
„Já“, glumdi í Joe. „Við ætl-
um að eignast heilan hóp af
krökkum.
Nú benti dómarinn brúðhjón-
unum að koma og Joe þaut til,
eins og hann væri í kappleik,
eins og einn blaðamaðurinn orð-
aði það. Klukkan 1.48 stundvís-
lega voru þau orðin hjón. Joe var
í sólskinsskapi þegar hann sat
fyrir myndum með Marilyn.
Peery dómari notaði sér ekki
þennan venjulega rétt til að
kyssa brúðina.
„Ég hafði aldrei séð hana áður
og vildi ekki vera of nærgöng-
ull“, sagði hann síðar.
SHUtvarpiö
8.00
12.00
13.00
14.40
15.00
17.40
18.00
18.20
19.30
20.00
20.05
20.20
21.45
22.00
22.10
22.30
23.16
Miðvikudagur 7. uóvember.
Morgunútvarp.
Hádegisútvarp.
„Við vinnuna*: Tónleikar.
„Við sem heima sitjum“: Svan*
dís Jónsdóttir les úr endurminn
ingum tízkudrottningarinnar
Schiaparelli.
Síðdegisútvarp.
Framburðarkennsla í dönsku og
ensku.
Útvarpssaga barnanna: „Kusa 1
stofunni" eftir Önnu Cath.-
Westly; IV. (Stefán Sigurðs*
son).
Veðurfregnir. — 18.00 Þing«
fréttir. — 18.50 Tilkynningar.
Fréttir.
Varnaðarorð: Jón Oddgeir Jóns«
son fulltrúi talar í fjórða sinn
um fyrstu hjálp á slysstað.
Il>g úr söngleikjum: Melac«
hrino hljómsveitin leikur.
Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Ólafs sag*
helga; II. (Óskar Haldórssoa
cand. mag.).
b) Alþýðukórinn syngur lslenzlc
lög. Söngstjóri: Dr. Hallgrímur
Helgason.
c) Gunnar Benediktsson rithöf-*
undur flytur erindi: Loftur er
í Eyjum.
d) Andrés Björnsson flytur frá
söguþátt „Nóvemberdagur og
nótt“ eftir Stefán Ásbjarn-
arson á Guðmundarstöðum 1
Vopnafirði.
e) Þrjár skagfirskar húsfreyj^
ur raula við gítarinn sinn.
íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal
Magnússon cand. mag.).
Fréttir og veðurfregnir.
Saga Rothschild-ættarinnar eftlr
Frederick Mortan; n. (Her-
steinn Pálsson ritstjóri).
Næturhlj ómleikar:
Píanókonsert nr. 3 í d-moH efttr
RakhmaninoÆf (Van Cliburn og
Fílharmoníusveitin í New Yorlc
leika: Leonard Bernsteúa stj órn-
ar).
Dagskrárlok.