Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. nóvember 1963 s paradís skíðamannanna Aldrei fyrr hafa reykvískir skíðamenn fengið snjóinn jafn snemma og nú og sjald an jafn gott samíellt skíða- færi fyrri hluta vetrar. Fréttamanni blaðsins fannst því kjörið tækifæri að bregða Þessi unga stúlka er komin á ferð með Iyftunni og ætlar upp á toppinn. sér eina helgi upp í Hveradali og eyða henni á skíðum með skemmtilegu fólki í paradís snjó dýrkenda. Um kl. 7 á lauigardagskvöldið rennum við í hlaðið hjá Skíða- skálanum i Hveradölum. Við hittum strax hjónin Óla Olason og frú hans, þar sem þau voru önnum kafin í eldhúsinu að búa sig undir að taka á móti 30 manns sem sitja áttu veizlu þar um truflandi áhrif á ferðir okkar. ,7;.ð fengum okkar veizlumat, en spenntum síðan á okkur skíðin og héldum út í brekkurnar, þar sem Ijósin blikuðu. Fjöldi manns hafði verið þama um daginn, en nú var farið að fækka og þeir síðustu renndu gér heim rétt í þann mund er við komum út. Það var unaðslegt veður, ofur lítið frostkul og svalandi gola stóð af og til ofan úr giljunum rétt til að strjúka heitan vangann eftir að hafa plampað upp brekk urnar. Fallið í far.g móður jarðar. Ungur þjónn í skálanum var svo vingjarnlegur að lána frétta manni bæði skó, skíði og stafi. allt af hinni fulíkomnustu gerð. Nú var að athuga þessar nýtízku gripi og vita hvort hægt væri að standa á þeim snúning. Ekki hætti maður sér hátt til að byrja með. Það þvældist nokkra stund fyrir okkur að finna jafnvægið og læra að beita skíðunum. Við höfðum ekki reynt þessa íþrótt í áratug eða svo. Furðu fljótt tókst allgóð samvinm. milli frétta mannsins og skíðanna hans Elías ar, þótt ekki væri hætt á nein stórræði til að byrja með. Svo fór þó, að fréttamaðurinn neydd ist til að falla í mjúkt en svalt fang móður jarðar en hvorki jörðin né fréttamaðurinn hafði af því varanlegt tjón. Hins vegar fengu bindingarnar á skíðunum þolraun og stóðu sig með ágæt- um, því öryggisútbúnaðurinn lét undan og hefir það að líkum bjargað ökla fréttamannsins. Þar með bjargaði tæknin örþreyttum læknum Slysavarðstofunnar frá því að þurfa að binda um aum an ökla. Þannig leið tíminn í þessari mjallarhöll veturnæturinnar allt fram til miðnætt Plampa brekkur og bruna nið ur, reyna að beygja og rembast við að standa. Um miðnætti var ákveðið að hætta að sinni, í byrja heldur hafa farið í gufubað, sem var frábær hressing að loknu erfið- inu, settumst við á tal við þau skálahjón og bar margt skemmti legt á góma. Þau sögðu okkur frá atviki, sem þau lentu í í sum ar, er þau fóru á skíðanámskeið inn í Kerlingarfjöll. Kom þeim saman um að slíkt ævintýr hefðu þau aldrei lifað fyrr. Sunnudagurinn rann upp bjart ur og fagur, eins og í sveitaróm an. Sólin gyllti fjallatindana og stirndi á mjöllina. Vel hvild og endurnærð héldurn við á ný út í brekkurnar. Hundruð skíða- fólks var komið á kreik. Stór- meistararnir renndu sér ofan af efstu toppum í tignarlegum sveigum og sveiflum. Þeir sem Áhrifamikil þrenning innart skíðasamtakanna: Valdimar örn- ólfsson, hinn kunni skíðakappi og kennari í Kerlingarfjöllum, lengst t. v., ifrú E.len Sighvatsson, formaður Skíðaráðs Reykja- víkur, og Sigurjón Þórðarson, formaður IR, ræða hér saman um væntanleg mot skíðamanna í vetur. minna máttu sin fóru skemmra áleiðis en höfðu eigi að siður á- nægju af íþróttinni. kvöldið. Þetta hafði þó engin | í bíti næsta morgun. Eftir að Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, tekur sér lyftunni. skíða- .Skiðaskógur fyrir framan Skíðaskálann í Hveradóium. •sSSSA mMmml m Enn aðrir renndu sér á sleða og voru það fyrst og fremst börn og unglingar. Þá sáum við hugul saman pabba með lítinn hnokka í kerrupoka. Hann settist á skíð in með strákinn í fanginu og svo renndu þeir sér feðgarnir og höfðu báðir gaman af að því er okkur sýndist. Nú var skíðalyftan komin í gang og frú Ellen Sighvatsson hinn óþreytandi formaður Skíða ráðs Reykjavikur liðsinns mönn um við að fá belti og kort til þess að flestir gætu komizt af stað með vélarkrafti upp í brekk una. Allir vildu vera sem fyrst ir upp á toppinn og auðvitað tók það ekki nema mínútubrot að renna sér niður. Við sáum Ey- stein Jónsson frv. ráðherra bruna upp með lyftunni og að vörmu spori kom nann einnig brunandi niður. Við höfðum orð á því við hann að munur væri nú að njóta tækn innar við að komast upp á við Tók hann undir það og sagði að víða mætti hafa þessi þægindi, þax sem til þeirra mætti nota venjulegar heimilisdráttarvélar. Eysteinn virtist öllum skíðamönn um kunnur og ræddi af fjöri við þá um getu þessa eða hins, fram för Jóns og frækn Páls. Margir okkar fræknustu skíðamenn. Þarna mátti kenna margra okkar frægnustu skíðamanna og þjálfara þeirra Otto Rieder, Austurríkismanninn, sem „leið beint hefur strákunum okkar í hálfan mánuð“, eins og frú EUen Sighvatsson komst að orði. í hópnum voru þeir Kristinn Benediksson og Árni Sigurðsson báðir frá ísafirði og Reykvíking- arnir Valdemar Örnólfsson, Guðni Sigurðsson, Ásgeir Úlfars son, Hukur Hergeirsson, Harald ur Pálsson sem raunar var Sigl firðingur þegar við þekktumst fyrst á skíðum, Magnús Guð- mundsson, Sigurður Einarsson og Kristinn Þorkelsson frá Siglu firði, svo nokkrir séu nefndir. Ekki má heldur gleyma skíða konum okkar, því þarna komu einnig þær Jakobína Jakobsdótt ir og Karolína Guðmundsdóttir. Þá mátti einnig sjá ungar. upp rennandi stjörnur svo sem Björn Bjarnason og Siglfirðinginn 10 ára, Tómas Jónsson auk sona Haralds Pálssonar þá Eyþór og Harald. Við höfðum einnig spurnir af þvi að þennan sama dag voru um 100 manns hjá skála Í.R. í Hamra gili og svipaður fjöldi við skála Ármanns í Jósepsdal. Þá hefir áður verið skýrt frá því hér í blaðinu að nokkrir kappar brugðu sér á sunnudaginn upp á Skálafell og fengu sér verulegt brun ofan af toppi þess. Heit faðmlög Meðan við fylgjumst með snill* ingunum fer okkur að kitla í iljarnar að halda hærra upp og þar kemur að fréttamaður eltir Valdemar Örnólfsson efst upp í brekkuna Ekki er fyrir það að synja að hjartað iækkaði í búkn um blaðamannsins, þegar horft var niður, og hefði að likindum verið hyggilegast að spenna af sér skíðin og ganga niður. En vitlausa leiðin var auðvitað valin og skiðin brunuðu af stað. Allt gekk vel í fyrstu, en svo fór hrað inn að verða ískyggilegur og lok* kom þar að hryggurinn sneri niður, og hausinn fór á undan allgóðan spöl meðan sólin gældi við neðri flöt skíðanna. Svo kom hnykkur, snúningur og sitthvað fleira, sem allt gerðist með slík um hraða að vart varð greint, en staðar nam blaðamaðurinn með annað skíðið fast við vinstri fót, hausinn á kafi í fönn, en hitt skíði Elíasar þaut stjórnlaust niður hrattann. Hóf er bezt á hverjum hlut. „Þarna reisturðu þér huröaraa um öxl karl minn“, tautaði blað* Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.