Morgunblaðið - 22.11.1962, Síða 1
24 slður
49. árgangur
262. tbl. — Fimir.tudagur 22. nóvember 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
LÓG
RETT
Framsóknarmenn stóðu að ofbeldisverk-
um með kommúnistum á ASI-þingi
Bættu gráu ofan á svarf
með fláræði og brigðum
ÞAU TÍÐINDI gerðust á Alþýðusambandsþingi, þeg-
ar gengið var til afgreiðslu um kjörbréf Landssam-
bands íslenzkra verzlunarmanna, laust eftir mið-
nætti í nótt, að Framsóknarmenn snerust á sveif
með kommúnistum og stóðu með þeim að ofbeldis-
verkum þeim og lögbrotum, sem kommúnistar höfðu
boðað, en Framsóknarmenn höfðu þótzt vera andvíg-
ir. Fluttu þeir, ásamt kommúnistum, tillögu um
það, að kjörbréf LÍV yrðu ekki afgreidd og fulltrúun-
um yrði meinaður atkvæðisréttur á þinginu. Þessa
málsmeðferð reyndi þjóðfylking kommúnista og
Framsóknarmanna að verja með því, að ekki gæfist
tími til að rannsaka gögn þau, sem kjörbréf fulltrúa
LÍV byggðust á, enda þótt þessi gögn hefðu verið í
höndum félagsdóms frá því í sumar og meira að
segja skorað á Alþýðusambandið að gera athuga-
semdir við þau, án þess að það treysti sér til þess.
Enda þótt engin athugasemd væri gerð við gögn
Landssambandsins frá kjörbréfanefnd né öðrum,
stóðu Framsóknarmenn við nafnakall að samþykkt
þessarar endemistillögu. Atkvæði féllu þannig, að
177 greiddu tillögu kommúnista og Framsóknar-
manna atkvæði, og gerðust þannig berir að svikum
við lög og rétt. Á móti voru 151. Á bls. 24 í blaðinu
í dag eru birt nöfn allra þeirra fulltrúa, sem stóðu
að þessu gerræði.
Segja má að hlutur Framsóknarmanna sé verri
en kommúnista í þessu máli, með tilliti til fláræðis
þess og brigðmælgi, sem þeir hafa viðhaft. Um það
er fjallað í ritstjórnargrein hér á síðunni.
Hér fer á eftir frásögn af störfum þingsins í gær:
meiritalutann leggja til, að gögn-
unum verði vísað til væntanlegr-
ar miðstjórnar ASÍ, en fulltrúar
L.ÍV fái leyfi til þingsetu á þessu
þingi með málfrelsi og tillögu-
r.'tti ( ekki atkvæðisrétti).
Þá tók til máls framsögumað-
ur minnihluta kjörbréfanefndar,
Óskar Hallgrimsson. Sagðist hann
fyrst vilja bæta úr þeim mis-
tökum, sem þingforseta hefðu orð
ið á, er honum láðist að bjóða
hina nýkomnu fulltrúa LÍV vel-
komna á þing og í launþega-
samtökin. Bauð Óskar þá síðan
velkomna, og tóku fundarmenn
undir það með lófataki.
Óskar rif jaði síðan alla forsögu
þessa máls. Kvað hann hér vera
um að ræða launþegasamtök, sem
ættu lögvarinn rétt á því að
tengjast heildarsamtökum laun-
þega. Þegar þeim var varnað
þessa frumréttar, áttu þau ekki
annars úrkosti en leita til dóm-
stólanna. Óskar kvaðst persónu-
lega harma það, að þessa leið
hefði þurft að fara, en það hefði
ekki verið sök LÍV, heldur meiri
hluta síðasta þings ASÍ. Nú lægi
fyrir ótvíræður efnisdómur í mál
inu, og meirihluti þings hefði
kvöldið áður viðurkennt og stað-
fest, að LÍV er löglegur aðili
ASÍ. Af þeirri staðreynd hlyti af-
greiðsla kjörbréfanna að mark-
ast. Hins vegar virtist meirihluti
kjörbréfanefndar enn ætla að af-
neita staðreyndum, því að hann
vildi láta réttkjörna fulltrúa
meðlimasambands ASX vera sem
gesti á þinginu, eins og fulltrúa
Stéttarsambands bænda. Óskar
minnti á, að ASÍ hefði vanrækt
skyldu sína og ekki haft neina
forgöngu um að mynda félög
launlþega í stétt verzlunar- og
skrifstofufólks. Félögin hefðu
engu að síður verið stofnuð, og
hefði ASÍ átt að bjóða þau vel-
komin fyrir löngu. Flest væru
þau veik og vanmegnug nema
Verzlunarmarmafélag Reykjarvik
Framh. á bls. 2
ÞEIR LÖGÐU Á RAÐIN
Einar Olgeirsson.
Eysteinn Jónsson.
MMMMI
FUNDUR á þingi ASÍ hófst kl.
16 í gær. Þar voru mættir full-
trúar LÍV, en eins og skýrt var
frá í Mbl. í gær, samþykkti þing-
ið í fyrrakvöld að taka kjörbréf
þeirra tii umræðu, og fenigu þeir
afhenta aðgöngumiða á gær-
morgun.
Forseti þingsins, Björn Jóns-
son, skýrði frá því, að kjörbréfa-
mefnd hefði lokið störfúm, og tók
eíðan til máls framsögumaður
meirihluta hennar, Snorri Jóns-
son, Sagði hann kjörbréfanefnd
hafa komið saman á fund um
morguninn, og hefðu þá legið
fyrir kjörbréf, útgefin af XjÍV.
Hins vegar hefði vantað lög sam-
bandsfélaga, félagaskrár o. fl.
gögn, sem form. LÍV, Sverrir Her
mannsson, hefði svo afhent nefnd
inni eftir beiðni hennar. Á félags
ekránum væru nöfn 3305 manna.
Sagði Snorri það álit meirihluta
nefndarinnar, að ekiki væri auð-
hlaupið að rannsaka þessi gögn
ó þessu þingi, svo sómasamlegt
gæti talizt. Vera mætti, að skrárn
ar væru í aðalatriðum réttar, en
tíminn væri of skammur, meðan
þingið stæði, til þess að athuga
þær.
Sagði framsögumaður síðan
Meö lögum skal land byggja
„ÞVÍ verður ekki trúað að ó-
reyndu, að Framsóknarmenn
standi með kommúnistum að
lögbrotum og ofbeldi í sam-
bandi við inngöngu Landssam
bands íslenzkra verzlunar-
manna í Alþýðusamband Is-
lands“, var viðkvæði lýðræðis
sinna allt þar til í gær, að á
daginn kom, að einmitt þetta
varð hlutskipti fulltrúa á
ASI-þingi, sem telja sig með-
limi lýðræðisflokks. En þótt
menn vildu ekki trúa því, að
Framsóknarmenn myndu
standa með kommúnistum að
lögbrotum, var þó ýmislegt,
sem benti til þess, að þeim
væri lítt treystandi.
Nær því vika leið frá því að
dómur Félagsdóms var kveð-
inn upp, þar til málgagn
Framsóknarflokksins lýsti því
yfir, en þó varfærnislega, að
hiýða ætti lögum og dómum.
Aldrei áfelldist blaðið komm-
únista, þótt þeir lýstu því op-
inberlega yfir, að þeir ætluðu
að fremja lögbrotin og ein-
læg samstaða var með komm-
únistum og Framsóknarmönn
um frá upphafi Alþýðusam-
bandsþings, þrátt fyrir yflr-
lýsingar hinna fyrmefndu
um fyrirhugaða ofbeldistil-
raun.
Nú liggur það fyrir, að á-
stæðan til þess að Framsóknar
menn sögðu að hlíta ætti
dómum, var sú, að þeir ótt-
uðust almenningsálitið en ekki
hin að þeir væru ekki reiðu-
búnir til að fylgja kommún-
istum í lögleysunum. Þeir
voru aðeins að þreifa sig á-
fram og reyna að finna þá
leið til að þóknast banda-
mönnum sínum, sem ekki
sýndi augljóslega, að þeir
væru reiðubúnir til að brjóta
gegn lögum og dómum ís-
lenzka lýðveldisins, ef það
þjónaði sameiginlegum hags-
munum flokks þeirra og
kommúnista.
Svo óhönduglega tókst þó
til, að það mun allra manna
mál, að hlutur Framsóknar-
manna sé mun verri en komm
únista. Þeir bættu fláræði við
lögbrotin og það svo augljós-
lega, að hver maður sér, að
þeir standa ekki einungis uppi
sem lögbrjótar, heldur líka lít-
ilmenni, sem þora ekki að
horfast í augu við eigin gerð
ir.
Sá fyrirsláttur, að eigi hafi
verið tími til að athuga fé-
lagaskrár verzlunarmanna er
fráleitari en tali taki. Verka-
mannafélagið Dagsbrún eitt
er álika fjölmennt og
samtök verzlunar-
manna. Ekki vafðist þó sk á
þess félags frekar en ann-
axra fyrir kjörbréfanefnd.
Þar að auki er það sök banda-
lags Framsóknar og kommún-
ista sjálfs, að eigi var tekið
að ræða kjörbréf LÍV fyrr en
í gær. En síðast en ekki sízt
er það ómótmælanleg stað-
reynd, að félagsdómur skor-
aði á Alþýðusambandið þegar
í suraar að gera athuga-
semdir við félagaskrár LÍV, ef
þœr væru einhverjar, og
skrárnar lágu þá frammi í
dómi til afnota fyrir báða að-
ila.
í dómi félagsdóms segir, að
„Alþýðusamband íslands verði
dæmt skylt að veita stefnanda,
Landssambandi isl. verzlun-
armanna, inrugöngu í Alþýðu-
sambandið með fullum og ó-
skertum félagsréttindum sem
stéttarfélagssambandi.“ Þegar
þverbrotið er gegn dómi þess-
um, er því vegið að réttar-
skipan íslenzka lýðveldisins,
þá eru ólög í hásæti hafin, þá
er framið níðinigsverk, sem
varla verður valið vægara
heiti en þjóðsvik.
Njáll sagði: „Með lögum
skal land öyggja.“ Þessi orð
hafa verið Ieiðarljós íslenzku
þjóðarinnar. Þau túlka vilja
hennar til að búa við réttar-
öryggi lýðræðisþjóðskipulags
ins. Það er þvi ekki lítið áfall,
þegar leiðtogar „lýðræðis-
flokks“ falla í þá freistni að
beita sér fyrir því að lög og
dómar, grunévöllur réttarrik
is, sé þverbrotið — þegar þeim
gleymist saga landsins og sú
arfleifð, sem við í dag byggj
um allt á. „I'jð lögunn skal
land byggja — og ólögum
eyða.“ Þess hefði mátt vænta
að leiðtogar annars srtærsta
stjórnmfUaflokks landsins
héidu trúnað við þessi orð í
stað þess að verða vargar í
véum.
Það er svo mál út af fyrir
sig, að þessi svik við lýðræði
og rétt eru framin í nafni
fjölmennustu samtaka alþýð-
unnar. Með því atferli hljóta
þau samtök að verða stór-
sköðuð um ófyrirsjáanlega
framtíð. Meðan þeir menn
ráða þar, sem slíkum aðferð-
um beita, getur Alþýðusam-
band Islands ekki orðið neitt
einingartákn alþýðunnar, né
samtök, sem gætt geti hags-
muna hennar. Það er því mik-
il ábyrgð, sem þeir menm tak-
ast á herðar, sem jafnframt
lögbrotunum gera sér leik að
því að eyðileggja heildarsam-
tök islenzkrar alþýðu.
Hver sem framvinda þessa
máls verður, þá ber þó að
fagna því, að við þessi bola-
brögð Framsóknarmanna meff
kommúnistum munu augu
margra opnast fyrir því, að
lög og lýðréttindi munu lítils
virt, ef áform þessara banda-
manna um að ná sameiginleg
um þingmeirihluta tækjust og
sú vinstri stjórn yrði stofnuð,
sem samkvæmt orðum komm
únista sjálfra á að hagnýta
sér reynslu síðustu vinstri
stjórnar og herða þannig frá
upphafi tökin að landslýðnum,
„að vera alþýðustjórn eða
þróast upp í það“.
Níðingsverk Framsóknar-
flokksins getur því orðið
honum dýrkeypt um það er
lýkur, og ekki er ólíklegt, að
Eysteinn Jónsson, formaður
flokksins, sem aðförinni stjórn
aði í samvinnu við Einar Ol-
geirsson, eigi eftir að iðrast
gerða sinna.
«*r«
MTWM
m