Morgunblaðið - 22.11.1962, Síða 2
2 rMORGFJVBTAÐ1Ð Fimmtudagur 22. nóv. 1962
— ASÍ Jb/ng
Framihald ai bls. 1.
ur. Óskar vitnaði í þau orð
Snorra Jónssönar, að ekki Isegi
nein inntökubeiðni fyrir frá LÍV.
Virtist honum því ekki vera
kunnugt um, að LÍV er þegar
aðili að ASÍ. Óskar kvað ljóst
af öllu, að hér væri einungis
borin fram tylliástæða, enda
hefði gagnarannsókn þegar farið
fram. Skrár félaganna hefðu ver
ið sendar ASÍ þegar árið 1960 og
aftur nú í september.
Lagði Óskar að lokum til, að
kjörhréf fulltrúa LÍV yrðu sam-
þykkt. og fengju þeir sömu rétt-
indi og aðrir þingfulltrúar.
Nsestur tók til máls Pétur Sig
urðsson. Sagði hann umsókn
LIV hafa verið jynjað um sinn.
meðan skipulagsmál ASÍ væru
í deiglunni. Þó hefði þá, sem
þá sóttu um inngöngu, ekki varð
að minna um framtíðarskipulag
samitakanna en hina, sem þegar
voru aðiljar að ASÍ. Það hefði
verið hagsmunamál allra laun-
þega í landinu. Nú væru liðin
tvö ár og ekíkert benti til þess,
að skipulagsmálin væru að kom
ast úr deiglunni.
Fétur átaldi þau sýndarröik,
sem meirihluti kjörbréfanefnd-
ar beitti í málinu. Inntökubeiðni
hefði legið og lægi fyrir frá LÍV
Hún hefði verið lögð fyrir sein
asta þing, en meiriihluti þess hefði
fellt óréttlátan og ólögmætan úr
skurð, er skotið hefði verið til
Félagsdóms. Æðsti dómstóll ís-
lendinga. Hæstiréttur íslands,
hefði kveðið upp samhljóða dóm
um það, að Félagsdómi bæri að
kveða upp efnisdóm í málinu.
Sá domur lægi nú fyr-, os eft-
ir honum væri ASÍ skylt að veita
LÍV inngöngu „með fullum og
óákertum réttindum". Meirihluti
þings ASÍ hefði í gær viðurkennt
þennan d' í og gildi hans. Þá
minnti Pétur og á það, að for-
sendur minnihluta Félagsdóms
væri allt aðrar og óskyldar þeim
sem forraðamenn ASÍ nota í mál
flutningi s- -m. Forseti ASI
hefði lýst því yfir, að . >mi
Féla. dóms v^a - .ðizt á íélags
frelsið og stjórn_— áin brotin
Forstöðumenn
Vetrarhjálp-
arinnar
Á FUNDI borgarráðs 20. nóvem
ber, skýrði Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri frá því að hann
hefði falið Skúla Tómassyni yfir
framfærslufulltrúa, sr. Óskari
Þorlákssyni og Kristjáni Þorvarð
arsyni lækni að veita v trar-
hjálpinni forstöðu á þessu ári.
Jafnframt 1 íði hann falið Magn
úsi Þorsteinssyni framkva .nda-
stjórn.
Pétur Sigurðsson rakti sögu
þessa máL og ræudi lagalega
hlið þess. Þá gat hann þess, að
engar brigður hefðu varið á það
bornajr. *ð IJjV væri samtök
launþega sem gættu hagsmuna
félaga sinna um kaup og kjör.
Að því leyti sem öðru uppfylltu
þau fullkomlega lagaskilyrði.
Hinir lögvörðu hagsmunir LÍV
af því að ganga í ASÍ væru einn
ig mikils verðir, því að ASÍ réði
mestu um kaup oa kjör í landinu
og hefði óumdeilanleg áhrif á
þjóðanheildina. Vitnaði hann t.d.
til þingtíðinda frá 25. þingi ASÍ,
þar sem því er lýst yfir, að ríkis
stjórn hafi orðið til vegna ihrifa
ASÍ, sem hefði gensiö ú hólm
við ríkisvaldið og sigrað. Annað
þing hefði fellt ríkisstjórn. Væri
af þessu og öðru ijóst, að mi'kið
væri í hiúfi fyrir alla launþega
í landinu að vera aðili að ASÍ.
Um tímaleysið væri það að
segja, að skrárnar hefðu legið
hjá ASÍ síðan 1960. og hefði
verið nægur tími til aC rann-
saka þær og senda aftur til LIV
með athugasemdum.
Að lokum sagði Pétur Sigurðs
son, að yrði tillagan, sem fram
hefði verið borin, samiþykkt,
væri ekki aðeins verið að brjóta
rétt á fjölmennum launþegasam
tökum, heldur væn verið að
brjóta íslenzk lög.
Næstur tók til máls Jón Sig-
nrðsson. Rakti hann í ýtarlegu
máli, hvernig núverandi valda
menn í ASÍ hefðu brotið rétt og
lög á launþegasamtökum. sem
þeim væru ekki að skapi. Taldi
hann LÍV eiga skilyrðislaust rétt
til inngöngu í ASÍ. og væri þar
um sóma ASÍ að tefla.
Þá tók Hannibal Valdimarsson
til máls. Hélt hann langa ræðu
og taldi, að LÍV gseti vel beðið.
LÍV hefði „dæmt sig“ inn í
ASÍ með einstæðu.-. dómi. Kall
aði hann verzlunar- og skrifstofu
fólk „dæmda menn“ og .,hina
dæmdu hersingu“, og skv. sama
dómi gætu Oddfellowar fengið
sig dærnda inn í Frimúrararegl-
una! Einnig taldi hann, að óvið
eigandi hefði verið að bjóða full
trúa LÍV velkomna, og engin
ástæða til fagnaðarláta eða gleði
bragðs. — Engin tímasetning
væri í dóminum, og væri ljóst.
a-j ASÍ ætti að fullnægja honum.
Þá varði Hannitoal löngu máli í
per_I>nulega árás á Sverri Her-
mannsson formann LÍV. Að lok
um sagði hann, að hægt væri í
samræmi við lög og reglur að
reka fulltrúa LÍV heim, en rétt
væri þó að veita þeim „prímsign
ingu“, þannig að þeir gætu setið
þingið án þess að hafa atkvæðis
rétt.
Eftir ræðu Hannitoals var gert
þingihlé.
Eftir matarhlé hófst þingfund-
ur aftur um kl. 8.45. Fyrstur á
mælendaskrá varGunnar Jó-
hannsson, sem sagði, að skoðanir
væru að sjálfsögðu skiptar um
mál LÍV. Kvað hann 27. þing
ASÍ hafa fellt inngöngu LÍV,
þar sem skipulagsmál þess væru
í endurskoðun. Þessum úrskurði
þingsins hefði LÍV ekki viljað
Míta og leitað til dóimstólanna,
sem hefðu úrskurðað LÍV inn.
Benti Gunnar á, að það hefði
verið 3 manna meirihluti í Fé-
lagsdómi, sem hefði kveðið upp
þann dóm. Hins vegar hefði
minnihluti Félagsdóms, þeir
Benedikt Sigurjónsson og Ragn-
ar ÓlafssOn, sem ekki væru
minni lögfræðingar en meirihlut-
inn, ekki talið rök vera fyrir að
dæma LÍV inn í ASÍ.
Eggert G. Þorsteinsson ræddi
um framkomna tillögu um að
vísa máli LÍV til næstu sam-
bandsstjórnar. Hann sagði, að
núverandi stjórn hefði haft mál-
ið til meðferðar frá síðasta þingi
og ekki væri líklegt, ef hún yrði
endurkosin, að hún færi betur
með málið.
Sagði Eggert, að hann van-
treysti núverandi sambandsstjórn
Og tillagan um frestun á af-
greiðslu kjörbréfanna væri til
komin, vegna þess að sambands-
stjórnin væri á móti inngöngu
LÍV.
Mótstaðan gegn inngöngu LÍV
er eingöngu af pólitískum á-
stæðum og allar aðrar mótbár-
ur eru ly^pívaf, sagði Eggert,
sem benti a að lokum, að ekki
væri ný bóla, að sarmbönd hefðu
verið tekin inn í ASÍ, t.d. Sjó-
mannasambandið og Landssamto
and vörubifreiðastjóra. Þá hefði
ekki þurft að bera fyrir sig breyt
ingum á skipulagi ASÍ.
Eðvarð Sigurðsson tók til máls
og sagði, að skipulag ASI væri
stóngallað. Tími yrði að fást til
að bæta úr því og ræða mörg
brýn mál á þinginu. Framkom-
in tillaga væri eðlileg og sjálf-
sögð, þar sem enginn tírni væri
til að sitja yfir þeim gögnum,
sem nauðsynlega þyrfti að kanna
í máli LÍV.
Kvaðst Eðvarð þykja úrskurð-
ur meirihluta Félagsdóms ákaf-
lega hæpinn, enda hefði minni-
Muti hans, sem skipaður hefði
verið færustu lögfræðingum
landsins ekki séð nein rök fyrir
inn.gön.gu LÍV. Enda hefði meiri-
Mutinn þurft að fara króikaleið-
ir til að lögjafna LÍV inn. „Ég er
ekki lögfræðingur, en mér finnst
þetta hæpinn dómur", sagði Eð-
varð.
Talaði hann um, að LÍV-full-
trúarnir gætu haft úrslitaþýð-
ingu á gang mála á þingum ASÍ
og þeir í framtíðinni jafnvel haft
fulltrúa fyrir 5—6 þúsund með-
limi.
Hér er verið að fara að eins og
í mörgum fasistaríkjum. Við get-
um orðið að sætta okkur við að
ráða engu um okkar mál“, sagði
Eðvarð.
Að ræðunni lokinni bar fund-
arstjóri fram tillögu um stytt-
ingu ræðutíma í 5 mínutur. Það
samþykkti þingheimur.
Pétur Sigurðsson fékk næstur
orðið. Hann kvað ekki þurfa að
deila um, áð LÍV væri komið inn
í ASí. Sagði hann, að Hannibal
hefði sagt Sverri Hermannsson
kalla sig, þ.e. Hannihal, lygara.
Það hefði Sverrir ekki gert að á-
stæðulausu, því erlendir gestir,
sem hefðu verið í boði ASÍ á ís-
landi sl. sumar, hefðu sagt
Sverri, að Hannibal hefði gefið
þá lýsingu á LÍV, að það væru
skipulögð samtök atvinnurek-
enda. Þessi ummæli Hannibals
væru lygi, ef nokkuð væri lýgi.
Orð Sverris hefði því ekki verið
út í bláinn.
Að lokinni ræðu sinni bað Pét-
ur um að vera settur á mæl-
endaskrá aftur, þar sem ræðu-
tími hefði verið styttur í 5 mín-
útur.
Björn Jónsson, fundarstjðri,
lýsti þá yfir, að fundarsköp
mæltu svo fyrir, að menn mættu
ek'ki tala oftar en tvisvar um
málið, nema framsögumenn.
Guðjón Sigurðsson talaði um,
að tímaskortur væri aðeins fyr-
irsláttur hjá stjórn ASÍ, því hún
hefði haft nægan tíma til að
athuga gögn LÍV.
Kvaðst hann ekki trúa því að
óreyndu, að Framsóknarmenn
gengju í lið með kommúnistum
gegn LÍV og létu þá „hnýta sig
aftan í hala rauðu kusu“ og
greiða atkvæði gegn kjörbréfun-
um.
Óskar Hallgrímsson, framsögu-
maður minnihluta kjörbréfa-
nefndar, kvaðst mega tala sam-
kvæmt fundarsköpum eins Oft
og hann vildi. Spurði hann fund-
arstjóra, hvort hann vildi leyfa
sér ag flytja ræðu sína alla í
einu, eða flytja hana í 5 mín-
útna köflum. Fundarstjóri sagði,
að Óskar mætti aðeins tala 5
mínútur í einu. Óskar lýsti þá
yfir því, að hann yrði að skipta
ræðunni niður og mættu fundar
menn búast við sér æði oft í
ræðustólnum.
f ræðu sinni benti Óskar á,
að ASÍ-stjórnin hefði haft næg
an tíma til að kanna gögn LÍV,
t.d. hefði Félagsdómur gefið
henni mánaðar frest til þess.
Benti Óskar á. að fjölmörg fé
lög hefðu verið tekin inn í ASÍ,
án þess að gögn þeirra hefðu ver
ið grandskoðuð og jafnvel án
þess að ganga úr skugga um
hvort viðkomandi félög hefðu
haldið aðalfundi. Öðru visi væri
farið að með gögn LÍV.
Hér varð Óskar að gera hlé
á ræðu sinni, en bað samstund-
is um að vera sebtur aftur á mæl
endaskrá.
Þá tók Jón Sigurðsson til
máls. Sagði hann m.a. vegna um-
mæla ASÍ-forystunnar, að inn-
göngubeiðnin lægi ekki fyrir frá
LÍV, að í fyrsta lagi væri þetta
óþarfatal, því að LÍV væri þegar
inni í ASÍ skv. dómi, og í öðru
lagi lægi enn fyrir inntökubeiðni
frá 1960, sem Félagsdómur hefði
einmitt úrskurðað, að ASf væri
skylt að taka við. Kvaðst hann
mótmæla slíkum vinnubrögðum
í málflutningi, sem ASí-forystan
hefði gerzt sek um.
Hermann Guðmundsson sagð-
Valtýr sel-
ur vel
Sýning Valtýs Péturssonar |
í Listamannaskálanum hefur i
nú staðið yfir í 10 daga. Eins
og af viðtökunum má sjá hef-1
ur sýningin vakið mikla at-1
hygli, enda eru þar 54 myndir, i
sem listamaðurinn hefur unn
ið að sl. 3—4 ár, en nýjustu'
myndirnar eru frá þessu ári. I
Þessar nýju myndir Valtýs eru |
nokkuð frábrugðnar fyrri
myndum hans og gætir þar
hinna allra nýjustu viðhorfa
í myndlist. i
Eins og fyrr getur hafa við
tökur verið ágætar og 16 mál
verk selzt á sýningunni. —
Sýningin er opin dag hvern
til 25. nóvember nk. Er ekki
að efa að marga muni fýsa
að sjá sýningu Valtýs Péturs-
sonar.
ist hafa verið einn þeirra 165,
sem greiddu atkv. kvöldið áður
með því að taka kjörbréfin til
afgreiðslu. Ég hefði kosið, sagði
Hermann, að ASÍ hefði sjálft
tekið við LÍV, en LfV hefði ekki
þurft að leita til dómstólanna.
Hvað, sem því uði, þá væri dóm-
ur fallinn, sem yrði að hlýða,
því að fara ætti að landslögum.
Hann kvaðst telja það hagsmuna-
legt atriði, bæði fyrir LfV og
ASf, að verzlunar- og skrifstofu-
fólk gengi í Alþýðusambandið.
Ekkert væri eðlilegra, en ASf
veitti LÍV stuðning, og ASÍ vildi
styrkja sig með því að fá þessi
fjölmennu samtök til liðs við sig,
sem teldu hvorki meira né minna
en um 3300 manns. LÍV yrði auð
vitað háð væntanlegum skipu-
lagsbreytingum, en því mætU
ekki gleyma, að ASÍ hefði svik-
izt um það í áratugi að gera
skipulagsbreytingar, og því
væri óhugsandi að neita laun-
þegasamtökum um inngöngu á
þeim grundvelli, að þær væru
væntanlegar. Þær gætu enn
dregizt í áratugi, því að meðal
valdamanna ASf hefur sú skoð-
un verið ríkjandi, því miður, að
ekki megi breyta neinu, og staf-
ar það af ótta við röskun valda-
hlutfalla. Andstaðan gegn LÍV
er pólitísk, sagði Hermann, en
kappið, sem lagt er á af hálfu
forsvarsmanna LÍV nú, er líka
politiskt. En hér verða hagsmun-
ir að ráða, og hér er um hags-
muni beggja að tefla. Því bæri
að taka LÍV inn með fullum
réttindum. Það væru ekki fram-
bærileg rök, að athuga þyrfti
gögn.
Síðan tóku til máls Björgvin
Sigurðsson, Kristinn B. Gíslason,
Jón Sn. Þorleifsson og ólafur
Jónsson, sem m.a. sagði, að Fé-
y Framhald á bls. 23.
í GÆR var þíðviðri um nær
allt land, hiti 2 til 6 stig um
hádegið víðast hvar. Þó var
ira stiga frost á Egilsstöðum
g 7 í Möðrudal.
í Vestur-Evrópu er heldur
it, hiti yfirleitt nálægt
írostmarki. — í Frakklandi,
Belgíu og Suður-Þýzkalandi
snjóaði, eins og sjá má á kort-
inu.
Lægðin suðaustur af Hvarfi
er á leið norðaustur á Græn-
landshafið og má búast við
sunnanátt af henni hér á landi
í dag.