Morgunblaðið - 22.11.1962, Side 6
6
MORCVISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 22. nóv. 1962
Sr. Sveinn Víkingur:
Rök prdfessorsins
VEGNA þess að óvenjulega
mikið hefur veiið spurt og
spjallað um umræðuþáttinn í
Ríkisútvarpinu 4. þ. m. og hann
gerður að blaðamáli, tel ég mig
ekki geta hjá því komizt að
leggja þsir örfá orð í belg.
Eins og hlustendur muna full-
yrti próf. Dungal, að lækningar
framkvæmdar af framliðnum
mönnum með aðstoð miðla væru
blekking einber og svik. Ekki
færði hann þó önnur örk fyrir
þessari fullyrðingu en þrjú dæmi,
og snerti þó aðeins eitt þeirra
lækningu. Hin tvö voru út í hött
og komu ekki því máli við, sem
um var rætt. Ég leiddi þess
vegna hjá mér að svara þeim.
Það mun og hafa vakið athygli,
hve einkennilega langt var seilzt
eftir þessum dæmum, þar sem
tvö þeirra voru milli 50 og 60 ára
gömul, eða lítið eitt yngri en
prófessorinn sjálfur og hið þriðja
milli 10 og 20 ára. Auðvitað er
prófessornum frjálst að notast
við gamlar munnmælasögur í
stað frambærilegra raka. Hitt er
prófessor ekki samboðið að rang-
færa slíkar sögur í þeirri von,
að menn séu búnir að gleyma því
rétta. Og það er þess vegna, að
ég er knúinn til að víkja að sög-
um hans nokkrum orðum.
Ein „sönnun“ prófessorsins
gegn andalæknirrgum var sú, að
Gísli nokkur á Elliheimilinu
Grund hefði séð Jesúm Krist „og
snarlæknuðust á honum hendurn
ar“. En Matthías Einarsson hefði
sagt, að hann hefði skoðað karl-
inn, og hefðu hendurnar verið
jafnkrepptar eftir sem áður.
Gallinn á þessu vottorði hins
ágæta látna læknis er sá, að það
mun aldrei hafa verið gefið. Og
það af þeirri einföldu ástæðu, að
það voru ekki hendur heldur fót-
leggir gamla mannsins, sem hér
var um að ræða. Öllum heimild-
um blaðanna frá þessum tíma ber
saman um það, að hin skyndilega
lækning hafi verið í því fólgin,
að gamli maðurinn, sem áður
staulaðist við hækjur, varpaði
þeim frá sér og gekk uni einn
og óstuddur. Að þessu voru mörg
vitni. Hefði óneitanlega verið
skynsamlegra og vísindalegra af
prófessornum að kynna sér
þetta mál áður, það hefði sparað
honum að fara með staðlaust
fleipur í áheyrn alþjóðar.
Önnur „sönnun“ prófessors
Dungals fyrir fánýti lækninga
framliðinna lækna fyrir milli-
göngu miðla var sú, að á fundi
hjá Indriða miðli fyrir 50—60
árum hafi verið mælzt til þess
að handan eða að minnsta kosti
samþykkt, að tekin skyldi ljós-
mynd af líkamninga-fyrirbæri.
Var Magnús Ólafsson ljósmynd-
ari, sem nú er löngu látinn, feng
inn til þess að taka myndina, en
Ijósmyndin sýnt, að líkamningur
þessi var ekki annað en hvítt lak,
sem hengt var á kústskaft. Hefði
mynd þessi síðan verið sýnd próf.
Haraldi Nielssyni og Einari Kvar
an rithöfundi, og var að skilja á
prófessornum, að þeir hefðu
þagað og hylmað yfir svikin. Ég
tel þessa aðdróttun að tveimur
ágætustu andans mönnum þjóð-
arinnar, báðum látnum, algjör-
lega ósæmilega. Og ég leyfi mér
að spyrja prófessorinn. Hvar er
þessi ljósmynd? Hvað varð .um
línlakið og kústskaftið? Er það
álit prófessorsins, að miðillinn
hafi gleypt bæði línlakið
og kústskaftið, — eins og sumir
„fræðimenn“ hafa haldið fram
sem skýringum á líkamninga-
fyrirbærum? Og telur prófessor-
inn það eðlilegt og sennilegt, ef
miðillinn var vísvitandi svikari,
sem hafði með sér hvítt línlak og
kústskaft inn á fundinn til þess
að blekkja með því fundargesti,
hafi ekki aðeins samþykkt, held-
ur beinlínis farið fram á það,
að fenginn yrði maður til þess
að ljósmynda svikin?!! Og að lok
um þetta. Ef prófessorinn er
sannfærður um, að þarna hafi á
óyggjandi hátt verið sönnuð svik
á miðilinn, hvers vegna hefur
hann þá hylmað yfir þau í öll
þessi ár?
Þriðja „sönnun" prófessorsins
hafði þó það sér til ágætis að hún
snerti það málefni, sem um var
rætt. Það var rúmlega hálfrar
aldar gömul saga um það, að
framliðinn læknir, norskur, hefði
með aðstoð Indriða rniðils tekizt
á hendur að reyna að lækna sjúkl
ing af krabbameini. En ekki tókst
betur til en svo, að maðurinn
lézt nokkru síðar, og við krufn-
ingu líksins komið í ljós, að mein-
ið var enn fyrir hendi. Vel má
þetta vera rétt. En það hefur
hent fleiri lækna en þá fram-
liðnu að geta ekki læknað
krabbamein. Veit ég heldur eng-
an hafa haldið því fram, að lækn-
ar yrðu almáttugir eftir líkams-
dauðann. Þá yrði líka lítið úr
okkar ágætu læknum hérna meg-
in, og mannlegt að þeir óskuðu
lagaverndar gegn svo skæðum
keppinautum, eins og sálfræðing
urinn var að drepa á í umræð-
unum. En ef próf. Dungal telur
þessi mistök framliðna læknisins
varðandi lækningu eins krabba-
meinssjúklings vera gilda sönn-
un þess, að allar lækningar fram
liðinna lækna séu svik, þá er
naumast þess að vænta, ef hann
er sjálfum sér samkvæmur í rök-
Marjory vísar blindum foreldrum sínum leið yfir götuu
foreldra sinna
I GLASGOW í Skotlandi býr
lítil fjölskylda, hjón og
þriggja ára dóttir þeirra,
Marjory. Það sem gerir þessa
fjölskyldu frábrugðna öðrum
litlum f jölskyldum, er að fað-
irinn er blindur, móðirin sér
mjög illa og getur ekki
ferðazt um einsömul, en dótt-
irin hefur fulla sjón.
Þegar hjónin þurfa að ferð-
ast um borgina fer dóttir
þeirra Marjory með þeim.
Foreldrarnir hafa litlu stúlk-
una í beizli og gengur hún á
undan þeim, vísar leiðina og
lætur ekki koma sér úr jafn-
„Sjón“
vægi þó yfir umferðargötur
sé að fara.
Faðir Marjory Ted Proffitt
segist ekki vera fullkomlega
öruggur um, að litla stúlkan
sé þessu ábyrgðarmikla hlut-
verki vaxin, en til þessa hetf-
ur dómgreind hennar aldrei
brugðizt.
Móðir Marjory, Ohristine
Proffitt segir, að litla stúlkan
sé mikil blessun fyrir þau
hjónin. — Ég gæti t. d. ekki
farið í verzlanir án þess að
hafa hana mér til aðstoðar.
Þegar Marjoiry gengur um
göturnar í Glasgow með for-
eldrum sínum, vekur hún
mikla undrun og aðdáun veg-
farenda.
Þó að Marjory sé ekki nema
þriggja ára eru foreldrar
hennar byrjaðir að kenna
henni að stafa og gengur litlu
stúlkunni vel að læra það.
Hjónin nota stafakubba við
kennsluna og eru þeir útbúnir
sérstaklega með blindraletri á
einni hliðinni, en venjulegum
bókstöfum á annarri.
• ERU SKAUTAR
UÚXUSVARA?
Kæri Velvakandi!
Undanfarið hefur mátt líta
fjölda manna á tjörninni, sem
hafa fært sér í nyt ágætt skauta
svell og skemmt sér vel við
hollla íþrótt.
En sá er bara hængurinn á
að mi'klu færri eiga þess fcost
að fara á skautuim en vildu.
Kemur þetta fyrst og fremst
til af því að fólk hefur ekki
efni á því að gefa börnum sín-
um skauta.
Skautar skrúfaðir á stígvél,
eins og nú tíðkast kosta um
og yfir 800,00 kr. og mér er
sagt að þetta óheyrilega verð
stafi að nokkru leyti af þvi
að skautar eru flokkaðir sem
lúxusvara og þannig tollaðir.
Eins og það nád nokkurri
átt!
Er það ekki fyrst og fremst
í þágu sjálfs samfélagsins að
hér vaxi upp heilbrigð og lifs-
glöð æska? Og hver er svo
alvaran að baki, þegar menn
eru að tala um að hlúa að
„Hugarfóstur hófu mál
og hikstuðu rim um útvarps-
. spjalL
Enginn fann þar anda og sál,
en aumlegt raus varð mikið
ííaU“.
færslunum, að hann telji lækn-
ingar sjálfs sín eða læknanna
yfirleitt vera upp á marga fiska,
þar sem vitað er, að þeir verða
að gefast upp við að lækna
krabbamein ekki einu sinni held-
ur oftsinnis á hverju ári.
En skynsamir menn sjá, að
þetta eru engin rök. Þeim kemur
ekki í hug að telja störf lækna
hégóma, þótt þá enn bresti kúnn-
áttu og getu til að lækna alla sjúk
dóma, né heldur kemur þeim til
hugar að trúa því, að í dæmum
þeim, sem prófessorinn bar fram
í útvarpsumræðunum, sé nokkur
snefill af sönnun fyrir því að
lækningar framliðinna lækna,
með aðstoð miðla, séu blekking-
ar og svik.
Sveinn Víkingur.
Velvakandi getur gjarnan
tekið undir þessar frómu ósk-
ir Jóthannesar. Okkur er kunn
ugt að ekki einasta skautar
heldur og vel flest íþróttatæ'ki
skoðast sem lúxusvarningur.
T.d. skíði, sem nú munu vera
einhver allra dýrustu fþrótta-
tæki, sem fáanleg eru. Þó munu
það vera tæki, sem ekki síð-
ur stuðla að heilbrigði og
hreysti en sbautarnir. Vel flest
iþróttatæki eru til þess eins
að efla og styrkja hrausta æsku
og . ttu því að skoðast sem
heilbrigðis og menningartæki
og tollast sem slík.
• AUMLEGT RAUS.
Oft kemur það fyrir að Vel-
vakanda eru send ljóð og stök-
ur. Minna er -s vegar u*n
það að Velvakandi birti slíkan
kveðskap. Oft er um að ræða
kesknikveðskap og tíðum fá-
t .ma leirburð. Ein vísa barst
okkur nú fyrir skemmstu og
má e.t.v. segja að hún mætti
fljóta með hinum í ruslakörf-
una. Ástæða er kannski til að
halda henni til haga þar sem
hún er sögð eftir einn af sál-
fræðingum landsins. En vísan
’hljóðar þannig:
þroska og manndómi uppvax-
andi kynslóðar?
í Bandaríkjunium þar sem
laun manna eru hekningi
hærri en hér kosta venjulegir
skautar ekki meira en 300 kr.
Væri ekki hægt að fá þvi
tframgengt að þe'. hlutir, sem
stuðla að heilbrigði manna,
séu ekki tollaðir sem óhófs-
vara?
Eða er það orðinn lúxus að
eiga heilbrigða sál i hraustum
líkanma?
Með þökkum.
Jóhannes Sveinsson.