Morgunblaðið - 22.11.1962, Page 10
10
MORCVNBLAÐ1Ð
Flmmtudagur 22. nóv. 196!
Skálar Sveins
eftir
öí*P GRÖFTUR hinna miklu her-
búða við Trelleborg í Dan-
mörku bindur enda á margar
fyrri hugmyndir um víkingana
og tímabil þeirra. Víkingaferð-
irhar vpru ekki skipulagslausar
ránsferðir, þær voru hernaðar-
aðgerðir, framkvæmdar eftir ná
kvæmri áætlun og við Trelle-
borg fengu 3000 málaliðar
stranga og góða þjálfun, áður en
þeir voru sendir til bardaga.
— ★ —
Við Trelleborg, á stormasamri
strandsléttu Vestur-Sjálands, má
finna einhverjar athyglisverð-
ustu fornleifar á Norðurlöndum.
Þetta eru leifarnar af fimbul-
stórum herbúðum frá víkinga-
öld, sem lágu gleymdar í þúsund
ár, en hafa nú komið í dags-
ins ljós við skófluvinnu forn-
leifafræðinga. Þetta einstæða
mannvirki, sem er stórt, jafnvel
á nútíma mælikvarða, varpar
ljósi á ýmsa hluti, sem lítið hef-
ur verið vitað um á einhverju
forvitnilegasta tímabili Norður-
landasögunnar.
Víkingaherbúðirnar, því þetta
mannvirki er herbúðir, voru
reistar um 950 á rústum heiðins
hofs. (Við uppgröftinn hafa fund
izt leifar eftir dýra- og mann-
fórnir í herbúðunum). Þetta átti
sér stað á stórveldistímabili
Danmerkur, þegar Sveinn tjúgu-
skegg var að kalla til vopna til
að hertaka England, þar sem
sonur hans, Knútur, ríkti síðar.
Trelleborg var vel staðsett
hernaðarlega og auðvelt að verja
hana, á breiðu nesi milli ánna
Tude og Várby, þar sem þær
renna í lítið vatn í nágrenni við
Stórabelti. Herbúðirnar, sem bú-
ið er að grafa upp og endurreisa
skeggs rísa
IMihlén
að nokkru leyti, ná yfir nærri 10
hektara svæði, og eru myndað-
ar af hringlaga innra virki, sem
er 136 metrar í þvermál. Kring-
um þær er 17 metra þykkur og
sex metra hár veggur úr mold-
arklæddum plankagirðingum og
steinfyllingu. Utan við aðalvirk-
ið er annað hringlaga ytra virki,
sem einnig er girt með virkis-
vegg. A innri girðingunni voru
fjögur hlið, sem vissu í höfuð-
Rétt utan við innra virkið,
landmegin, var grafinn virkis-
gröf, sem var nærri 20 metra
breið og fjögurra metra djúp.
Tvær brýr lágu yfir virkisgröf-
ina og tengdu aðalvirkið við
ytra virkið.
f ytra virkmu voru einnig
hús, sem var reglulega raðað
(þau voru fimmtán) á þann hátt,
að mænisás þeirra benti í átt að
miðju virkisins eins og pílárar í
hjóli (fjarlægðin frá göflum
húsanna að miðju virkisins var
nákvæmlega jafnmikil og þver-
Þessi eftirlíking af víkingabústöðunum sýnir vel, hvernig
húsunum var komið fyrir.
áttirnar og milli þessara hliða
lágu upphækkaðar götur úr trjá-
bolum, þvert yfir herbúðirnar.
Þrjátíu og einn skáli
Göturnar skiptu innra virkinu
í fjóra jafnstóra hluta. í hverj-
um þessara hluta voru fjögur
hús eða skálar, sem voru reist
kringum ferhyrndan, lokaðan
húsagarð.
LONDOIM
dömudeild
Ódýrir saumlausir nylonsokkar svartir og
brúnir aðeins 28 kr. parið.
L O N D O N dömudeild.
Austurstræti 14 sími 14260.
TRELLEB0RG
GÓLFFLÍSAR "nyl asbest
endmgargoíSar
falleg mynztur
stuttur afgreitSslufrestur
GUNNAR ÁSOEIRSSON ?
Suðurlandsbraut 16 Simi 35200
mál innra virkisins, þ. e. 136
metrar).
Grafreitur
Kringum ytra virkið var einn-
ig virkisveggur og virkisgröf.
Eina hliðið á virkisveggnum
vissi til suðurs og rétt hjá því
var grafreitur herbúðanna.
Fundizt hafa hundruð beina-
grinda í gröfunum. Þær eru
flestar af ungum mönnum á
aldrinum 20 til 30 ára.
Skálarnir voru sérlega vel
smíðaðir úr bjálkum og breiðum
eikarplönkum, sem timburþak
hvíldi á. Kringum hvert hús var
röð af stoðum, sem báru þakið,
er skýldi gangbraut kringum hús
ið. öll húsin litu eins út. í innra
virkinu voru þau 29,5 metrar á
lengd, og hliðar þeirra bunguðu
út eins og á skipi. Að innan
var þeim skipt í stóran skála,
18 metra langan og 8 metra
breiðan, og tvö smærri herbergi,
sitt í hvorum enda. Útlit hús-
anna sést vel á nákvæmri eftir-
líkingu í fullri stærð, sem stend-
ur hjá virkinu. Þessi eftirlíking
hefur verið reist eftir þeirn leið
beiningum, sem holurnar eftir
stoðirnar gáfu, og af öðrum leif-
um sem fundizt hafa.
Dýflissur
Hver braggi gat rúmað um 75
menn, er sváfu á bekkjum með-
fram veggjum skálans. Á miðju
gólfi, sem var leirgólf, var eld-
stæði úr steini. Lýsingin í skál-
anum kom frá þröngum.opum í
veggjunum. Dyr voru á báðum
Svona litu skálarnir í Trelleborg út.
göflum og langveggjum, svo
komast mátti í flýti til langskip-
anna, er lágu við akkeri framan
við virkið. Undir sumum hús-
anna voru- auk þess kjallarar,
sem sennilega hafa átt að vera
dýflissur. Herforingjarnir eða
höfðingjarnir bjuggu í öðrum
húsum og hafa leifar af þeim
einnig fundizt.
Athyglin beinist fljótt að því
hve reglulega húsin voru reist
og þeirri nákvæmni, sem ríkti í
öllum smáatriðum. Við nánari
athugun á hlutföllum húsanna
kemur sú athyglisverða stað-
reynd í ljós, að húsin í aðalvirk-
inu eru nákvæmlega 100 róm-
versk fet á lengd. Húsin í ytra
virkinu eru nákvæmlega 1/10
styttri (rómverskt fet er 29,5
cm).
Þess vegna er augljóst, að
mælieiningin sem notuð • var,
þegar herbúðirnar voru reistar,
var hið gamla, rómverska fet.
Þetta staðfestir, að víkingarnir
höfðu mikið samband við hið
volduga rómverska keisaradæmi,
meðal annars gegnum England,
og ennfremur að þeir höfðu orð-
ið fyrir miklum áhrifum af
skipulagshæfileikum og tækni
Rómverja.
Skálarnir eru hátindur húsa-
gerðarlistar víkingaaldarinnar.
Smíði þeirra hlýtur að hafa
krafizt talsverðrar fjárfestingar
og ekki sízt mannafla. Reiknað
hefur verið út, að hér um bil
tíu þúsund valin eikartré hafi
verið notuð við smíðina.
Skipshöfn í hverju húsi
Eftir öllu að dæma var Trelle-
borg bækistöð málaliða af öllum
Norðurlöndum. Hvert hús var
bersýnilega heimili einnar skips-
hafnar og herbúðirnar hafa hlot-
ið að veita um 3000 víkingum af
40 skipum húsaskjól. Heræfingar
hafa án efa verið strangar og
erfiðar. Sveinn tjúguskegg vildi
einungis nota þrautþjálfaða
menn til hinna miklu hernaðar-
aðgerða sinna handan hafsins.
Fornleifafundirnir við Trelle-
borg gefa hinni fyrri skoðun, að
víkingaferðirnar hafi verið
skipulagslausar ránsferðir, bana-
höggið. í raun og veru var að
minnsta kosti kjarni víkinga-
hersins þrautþjálfaður og skipu-
lagður til að vinna sitt blóðuga
verk.
Konur til starfa og skemmtunar
Með hjálp hinna mörgu vopna
og annarra hluta, sem fundizt
hafa við Trelleborg, getum við
gert okkur allgóða mynd af lífi
mannanna í þessum herbúðum.
Ungu mennirnir æfðu sig mest-
allan daginn með sverð og boga
og auk þess æfðu þeir sjó-
mennsku og lögðu stund á lík-
amsrækt. Ásamt þessu stunduðú
þeir einnig svolítinn landbúnað
(meðal annars hafa fundizt plóg-
ar, sem bera vitni um þetta), og
nutu félagsskapar kvenna, sem
einnig virðast hafa búið í virk-
inu, til starfa og skemmtunar.
Skrautmuriir og klæðaleifar,
sem fundizt hafa, benda til að
konur þessar hafi lagt mikla
rækt við að ganga í augun á vík-
ingunum, ef til vill hefur það
verið aðalstarf þeirra.
Herbúðirnar í Trelleborg voru
notaðar í um það bil hundrað ár,
fram á miðja 11. öld. Þá voru
þær yfirgefnar af óþekktum á-
stæðum, urðu hrörnuninni að
bráð og gleymdust að lokum. Nú
hafa herbúðir Sveins tjúgu-
skeggs risið á ný, eftir 900 ár,
og bera stórfenglegt vitni um
vald hins forna konungs og þær
eru voldugur minnisvarði um
stórveldistímabil Danmerkur.
(Bulls Presstjanst —
öll réttindi áskdlin)
Gegnum hliðið á ytri veggnum kringum herbúðirnar sést
hinn endurreisti skáli.
,Sonur minn og ég'
eftir Söru Lidman í íslenzkri þýðingu
KOMIN er út í íslenzkri þýð-
ingu bók Söru Lidman, Sonur
minn og ég (Jag och min son),
þar sem fjallað er uon kynþátta-
vandamálið, og sögusviðið er
Suður-Afríka. Hefur bókin vakið
mikla athy "li og htotið lof rit-
dómara.
Sara Lidman komst skyndilega
á forsíðua: dagblaða víða um
heim í hitteðfyrra vegna þess að
stjórnarvöld í Suður-Afriku létu
taka hana fasta og höfðuðu mál
á hendur henni fyrir of náið
samband við þeldökka menn.
Hún hafði þá dvalizt um skeiS
í Jóhannesborg til að viða að sér
efni í skáldsögu og ekki hirt um
að hlýða þarlendum lögum, sem
setja sérstakiega hörð viðurlög
við samskiptum karla og kvenna
af gagnstæðum litanhætti.
Einar Bragi Sigurðsson hefiir
þýtt söguna.
BRAGI BJÖNSSON
Málflutningur — Fasteignasala.
Sími 878.
V estmannaey jum.