Morgunblaðið - 22.11.1962, Qupperneq 12
12
MORCVTSBIAÐIÐ
Fimmtudagur 22. nóv. 1962
JMrogpustMtaMfe
Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónssor
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
ÞJOÐIN HAGNAST
Á VIÐREISNINNI
UTAN ÚR HEIMI
viku heimsótti Adenauer Kenncdy forseta. Myndin er tekin á fundi þeirra.
Listamenn hjálpa
flóttamönnum
— og aðrar fréttir frá Sameinuðu
þjóðunum
¥ Tm þá staðreynd verður
ekki lengur deilt, að nú
hefur tekizt að rétta við fjár-
hag þjóðarinnar, sem var orð-
inn þannig eftir langvarandi
óstjórn, að gjaldeyri slcorti til
kaupa á brýnustu lífsnauð-
synjum. Alþjóðlegar lána-
stofnanir voru okkur gjör-
samlega lokaðar og venju-
leg viðskiptalán þýddi hvergi
að nefna. Nú horfa málin
þannig við, að við höfum
safnað verulegum gjaldeyris-
varasjóðum, samhliða því
sem innflutningur hefur ver-
ið gefinn frjáls á fjölmörgum
vörutegundum og framboð
nauðsynjavara aukizt meir
en dæmi eru til. Þetta hefur
tekizt, án þess að nokkurs
staðar örlaði á samdrætti,
sem hefði atvinnuleysi í för
með sér, enda eru fram-
kvæmdir nú hvarvetna eins
miklar og vinnuafl frekast
leyfir.
M.a.s. málgagn Framsókn-
arflokksins slysast til að við-
urkenna þetta í ritstjórnar-
grein í gær, og hafði það þó
margsinnis fullyrt, að við-
reisnin væri fyrir löngu far-
in út um þúfur, hér væri í
uppsiglingu kreppa, sam-
dráttur, atvinnuleysi og móðu
harðindi af mannavöldum. í
gær segir Tíminn hins vegar:
„Á þeim fjórum árum, sem
eru liðin síðan vinstri stjóm-
in fór frá völdum hafa þjóð-
artekjurnar stóraukizt“.
En síðan bætir blaðið því
við, að „viðreisnin hefur
breytt tekjuskiptingunni al-
þýðu manna stórkostlega í ó-
hag, enda takmark hennar að
draga auðinn sem mest í fáar
hendur.“
Þetta er raunar ekki í
fyrsta skipti, sem Framsókn-
armenn halda því fram, að
tekjuskiptingin í hinu ís-
lenzka þjóðfélagi sé að verða
mjög óréttlát. Fyrst sögðu
þeir, að viðreisnin myndi
leiða til þess ,að allir töpuðu,
ekki sízt atvinnufyrirtæki, en
síðan drógu þeir í land og
sögðu að það væri bara „al-
menningur", sem tapaði.
Mbl. hefur margspurt Tím-
ann að því, af þessu tilefni,
hverjir það væru, sem of
mikið bæru úr býtum; ein-
hverjir hlytu það að vera, úr
þvi að tekjuskiptingin væri
óréttlát. Svar hefur ekki
fengizt við þessari spurn-
ingu, og er hún því endur-
tekin enn einu sinni:
Eru það t. d. menntamenn,
iæknar, verkfræðingar og
aðrir, sem of mikið fá. Er það
útgerðin, sem ber of mikið úr
býtum. Er það landbúnaður-
inn, sem græðir óhóflega, eða
er það iðnaðurinn og verzl-
unin. Hafa sjómenn eða iðn-
aðarmenn of hátt kaup, og
þannig mætti lengi spyrja.
Það er Tímans að svara því,
hverjir þessir menn eða fyr-
irtæki séu, sem svo óhóflega
græða að auðsöfnun þeirra
sé „alþýðu manna stórkost-
lega í óhag.“
Sannleikurinn er auðvitað
sá, að það er rétt, sem Tím-
inn segir, að þjóðartekjurnar
hafa stóraukizt, og sú tekju-
aukning hefur komið öllum
landslýð til góða. Líklega
hefur afkoma manna aldrei
verið betri en nú að undan-
fömu, og þó fer mjög stór
hluti tekjuaukningarinnar til
þess að treysta fjárhag þjóð-
arinnar, svo að stórauka
megi framkvæmdir í fram-
tíðinni og svo hins vegar til
þeirra miklu framkvæmda,
sem þegar er unnið að.
Að sjálfsögðu gætu menn
borið enn meira úr býtum,
ef þeir vildu þegar eyða öll-
um fengnum, en skoðun ís-
lenzks almennings er og hef-
ur verið sú, að fjárfesta þurfi
mikið og búa í haginn til
þess að okkar harðbýla land
geti orðið betra með hverju
árinu, sem líður.
HAGUR
LOFTLEIÐA
ITíða á Norðurlöndum hafa
" blöðin snúizt til varnar
Loftleiðum, vegna þess að
þau hafa talið aðför SAS að
hinu íslenzka félagi órétt-
mæta. Ólíklegt er þess vegna
að SAS geti fengið almenn-
ingsálitið meðal frændþjóða
okkar í lið með sér. Af því
leiðir að aðförin getur varla
heppnazt.
Fjarstætt er líka, að Loft-
leiðir sameinist hinni skandi-
navísku samsteypu, eins og
stungið hefur verið upp á.
Loftleiðamönnum hefur gef-
izt bezt að treysta á sjálfa
sig, dugnað og útsjónarsemi,
svo að þeir hljóta að hafna
samnrna við SAS.
Eini árangur aðfararinnar
virðist þannig verða sá, að
SAS hefur tekizt að auglýsa
Loftleiðir betur en hinu litla
félagi hefði nokkurn tíma
auðnazt af eigin rammleik.
Er það út af fyrir sig góðra
gjalda vert, en skynsamlegt
væri fyrir SAS að lægja öld-
umar, áður en nafn Loftleiða
Helmingur skuldabréfa
S. Þ. seldur
Bretland hefur keypt skulda-
bréf Sameinuðu Þjóðanna fyrir
12 milljónir dollara, og Banda-
ríkin hafa keypt samskonar bréf
fyrir 44,1 milljón dollara. Hafa þá
29' ríki keypt skuldabréf fyrir
100,9 milljónir dollara. Auk þess
er komið á hvers manns var-
ir í nágrannalöndunum.
BÆ NDAHÖLLIN
¥Tmræður eru á ný hafnar
um Bændahöllina og er
tilefnið, að óskað er að lög-
fest verði á ný gjaldheimta á
bændur til að standa undir
kostnaði við þessa fram-
kvæmd. Er ekki undarlegt
þótt mönnum hrjósi hugur
við að standa að slíkri lög-
gjöf, þegar hliðsjón er höfð
af því, að bygging þessa húss
mim kosta á annað hundrað
milljónir og líklega um
hundrað milljónir fram yfir
það, sem upphaflega var á-
ætlað.
Bændur munu sjálfir þurfa
til afnota eina hæð þessarar
byggingar. Sams konar hæð
leigja þeir Flugfélaginu fyrir
650 þús. kr. á ári, þannig að
í rauninni er það sú upphæð
árlega, sem þeir þurfa að fá
til eigin reksturs, en ekki
milljónir eins og farið er
fram á.
Auðvitað er gott að fá full-
komið hótel í höfuðborginni,
og vel tókst líka til um val
forstjóra og nafns á hótelinu,
en hins vegar er skelfilega
hvimleitt, þegar farið er að
tala um Astra-bar, Saga-grill
og hvað það nú allt er, sem
vistarverur byggingarinnar
eru nefndar.
hafa 17 ríki skuldbundið sig til
að kaupa skuldabréfin, og nemur
þá upphæðin alls 117,9 milljón-
um dollara.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá
S. Þ., Adlai Stevenson, hefur til-
kynnt að Bandaríkjaþing hafi
samþykkt heimild til kaupa á
skuldabréfum Sameinuðu Þjóð-
anna fyrir 100 milljónir dollara,
að því tilskildu að upphæðin fari
ekki fram úr samanlagðri upp-
hæð annarra ríkja. Lét hann í
ljós von um, að þetta mundi örva
önnur ríki til að kaupa skulda-
bréfin, þannig að alls yrðu lagð-
ar fram 200 milljónir dollara.
Innistæður Alþjóðabankans juk
ust um 27,4 milljónir dollara
á fyrsta fjórðungi yfirstandandi
fjárhagsárs og eru nú orðnar
samtals 726,8 milljónir dollara.
Atkvæðagreiðslan
um aðild Kína
Þegar Allsherjarþingið felldi
tillögu frá Sovétríkjunum um, að
„fulltrúar Sjang Kaí-sjeks“
skyldu hætta störfum í öllum
deildum Sameinuðu þjóðanna og
fulltrúar Kínverksa alþýðulýð-
veldisins taka sæti Kína, greiddu
42 ríki atkvæði með sovézku til-
lögunnni. Þau voru:
Afganistan, Albanía, Alsír,
Arabíska sambandslýðveldið,
Bretland, Burma, Burundi, Búl-
garía, Ceylon, Danmörk, Eþíópía,
Finnland, Ghana, Guinea, Hvíta-
Rússhland, Indland, Indónesía,
frak, Júgóslavía, Kambódía,
Kúba, Laos, Mali, Mongólía, Mar-
okkó, Nepal, Noregur, Pakistan,
Pólland, Rúmenía, Sierra Leone,
Sovétríkin, Sómaiía, Súdan, Sví-
þjóð, Tanganyika, Tékkóslóvakía,
Túnis, Uganda, Ukranía og Ung-
verjaland.
56 ríki greiddu atkvæði gegn
tillögunni og 12 ríki sátu hjá.
Ríkin sem sátu hjá voru: Aust-
urríki, Holland, ísland, ísrael,
Kýpur, Líbanon, Malaja, Nígería,
Portúgal, Saudi-Arabía, Togo,
Trinidad—Tobago.
Atkvæðagreiðslan fór fram 30.
október. í fyrra var svipuð til-
laga felld með 48 atkvæðum gegn
36, og 20 ríkks sátu hjá.
Listamenn hljápa flóttamönnum
með hljómplötu.
Einir tíu af frægustu dægur-
lagasöngvurum heims munu
vinna saman að hljóplötu, sem
send verður á markaðinn í árs-
byrjun 1963 til að útvega flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
fjármuni til að veita flóttafólki
aukna aðstoð. Undir venjulegum
kringumstæðum mundu umrædd-
ir söngvarar ekki geta sungið inn
á eina og sömu.plötu vegna samn
inga við ólík fyrirtæki, en fyrir
tilstilli leikarans Yul Brynners
og annarra góðra manna var
unnt að ná samkomulagi við öll
fyrirtæki sem hlut áttu að máli.
í Evrópu einni eru enn 20.000
flóttamenn, sem þarfnast hjálpar.
Nöfnin á söngvurunum, sem
verða á plötunni, verða birt síð-
ar í þessum mánuði. Hljómplat-
an ber nafnið „All Star Festival“.
Það er hollenzkt fyrirtæki sem
sér um gerð hennar og dreifingu
í samvinnu við önnur hljóm-
plötufyrirtæki. Þar sem lista-
mennirnir hafa afsalað sér öll-
um launum í sambandi við hljóm-
plötuna, má búast við talsverð-
um hreinum hagnaði af hverri
seldri plötu.
„All Star Festival" ber merki
Sameinuðu þjóðanna og verður
ekki aðeins seld í hljóðfæraverzl
unum, heldur einnig hjá samtök-
um og stofnunum sem styðja
starf Sameinuðu þjóðanna og
flóttamannahjálpina.
Vantar 4,5 milljónir dollara. —
Forstjóri flóttamannahjálpar S.Þ.,
Felix M. Schnyder, tilkynnti i
lok október, þegar framkvæmda-
hefndin kom saman í Genf, að
á árunum 1962 og 1962 mætti
búast við að útgjöld flóttamanna-
hjálparinnar yrðu 11,8 milljónir
dollara, og vantar þá 4,5 milljón-
ir til að nægilegt fé sé fyrir
hendi. Ef aðildarríkin auka ekki
framlög sín eða aðrir aðilar
hlaupa ekki undir bagga með
okkur, munum við ekki geta ráð-
ið bót á þeirri flóttamannaneyð,
sem verið hefur í heiminum allt
frá lokum seinni heimsstyrjald-
ar, sagði forstjórinn.