Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. nóv. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 l)r heimsborg í Grjdtaþorp Ævisaga Þorláks O. Johnsons Luðvík Kristjánsson: IJK HEIMSBORG 1 GRJÓTAÞOBP Ævisaga Þorláks Ó. Johnsons — Fyrra bindi — tJtgefandi: Skuggsjá. O F T hefi ég heyrt talað um prófastshjónin séra ólaf E. Johnson og frú Sigríði á Stað. Þar var oft hátíð í rausnargarði, en þangað kom einnig sorgin. Mér er í barnsminni, er ég oft heyrði þess getið, að sex af börn- um þeirra hefðu í sama mánuði dáið úr barnaveiki, þar af tvö sama daginn. Nokkru síðar misstu þau fjögur börn. En fjög- ur komust til fullorðinsára, Þor- lákur f. 31. ág. 1838, Ingveldur kona séra Matthíasar, Guðrún kona séra Steingríms í Otrardal og Jóhannes sýslumaður, faðir dr. Alexanders. Jón Sigurðsson forseti var mágur séra ólafs. Var með þeim hin traustasta vinátta. Má í bók þessari lesa um margt það, er þeim fór á milli. Geyma bréf þeirra margvislegan fróðleik. Oft er í bréfum þessum talað um Þorlák. Próastinum, sem var höfuðklerkur og héraðshöfðingi, var um það hugað, að Þorlákur næði góðum þroska, er veitti honum stuðning að fögru marki. Mörg bréfin eru send Jóni vegna Þorláks. „Hvað verður um Láka?“ spyr áhyggjufullur fað- ir. Bók þessi svarar því. Þorlákur fer ungur til ann- arra landa, en hugur hans er ætíð bundinn við ísland. Miklar mæt- ur hefir hann á Jóni Sigurðssyni, og spyr hann oft ráða í ýmsum vandamálum. Um bréfdn frá Jóni segir Þorlákur: „Þau hafa einhvers konar endurlífgunar- kraft við sig og hressa mig.“ Þorlákur dvelur og starfar hjá Peacock í Englandi, og um xnargra ára skeið hjá Pile í Hartlepool og í London. Á unga aldri eignast hann mikinn fróðleik. Auk Norður- landamála lærir hann ensku og frönsku, og kynnist athafna- og framfaralífi. En margt er það, sem honum fellur ekki, og segir í bréfi til Jóns: „Þetta luntalíf é ekki vig mig.“ Heimþráin er í brjósti hans, hann langar heim til framkvæmda. Það fær hon- um mikillar gleði, er hann frétt- ir, að barnaskóli er tekinn til starfa í Reykjavík, og væntþótti honum um að lesa um Þjóðgripa safnið, og segir: „Vonandi eign- umst við fallegt Musæum.“ Snemma á árinu 1865 byrjar hann starf í Manchester, en seg- ir: „Þetta er einstakt sóðalíf og á mjög illa við mig.“ Nokkru síðar ber fundum þeirra Jóns og Þorláks saman, og Þorlákur segir: „Ég vona með Guðs hjálp að koma einhverju í gang á þessu ári.“ Föður Þorláks leizt ekki vel á, að Þorlákur skrölti of lengi um veröldina. Þorlákur er í stöðugu sam- bandi vdð Jón. Hann tekur það áform að flytja lifandi búpen- ing frá Islandi, og segir í bréfi til Jóns: „Ef allt fer vel, yrði það ætíð „nice pocket money“ fyrir okkur báða“. Um nokkurt skeið er Þorlák- ur agent fyrir kaupmannafélag í Englandi og ferðast hér um iandið, og kemst í kynni við marga ágæta menn, segir t. d. um Tryggva Gunnarsson: „In fact he is a first rate fellow.“ í starfi Þorláks skiptist á bjart- 6ýni, vonbrigði, barátta, en ávallt kjarkur þess manns, er vill ekki leggja árar í bát, þó að hann verði fyrir margs konar áföll- um. Hann hlakkar til að tala við Jón „um verzlun og stjórnmál og ennfremur eflingu okkar ást- kæra föðurlands.“ Þorlákur var þaulkunnugur brezkri verzlun, og ávallt er hann áræðinn heimsborgari og stórhuga hugsjónamaður. Hann er í sambandi og samstarfi við hina dugmiklu samtíðarmenn. Það má með sanni segja, að hann er sendifulltrúi þjóðar sinnar á erlendri grund og hugur hans ávallt opinn fyrir margvíslegum framförum íslandi til heilla. Þorlákur er alkominn heim. Hafði verið erlendis í 17 ár. Al- kominn heim. Nú lifnar yfir mér við lestur þessarar ágætu bókar. Þorlákur býr hjá séra Matthíasi í Grjótaþorpinu. Fríður, fjörug- ur og vel klæddur, gáfaður frels- isvinur og allra hugljúfi. Þann- ig var hann þá, og þannig man ég Þorlák. Hér hlotnaðist honum hin mesta hamingja, er hann trúlofaðist Ingibjörgu frá Esju- bergi. Nú fagnar hann gleði og farsæld og verður frumkvöðull menningarmála Reykjavíkur. Oft heyrði ég foreldra mina tala um Sjómannaklúbbinn í Glasgow. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks. Þar var líf og fjör og Þorlákur lífið og sálin í klúbbnum. Þar predik- uðu þeir séra Matthías og séra Lárus Halldórsson, og þar fylktu liði hinir fróðustu menntamenn. Um þetta má lesa í minningum Guðrúnar Borgfjörð. Þar var mannval og mannvit. Þar störf- uðu þeir Egill Egilson, Árni landfógeti, Steingrímur Thor- steinsson, Benedikt Gröndal og Grímur Jónsson frá ísafirði. Margt manna var þar saman komið. Karlar og konur áttu þar indælar stundir. Þar héldu þeir ræður og fyrirlestra Grímur Thomsen, Björn M. Olsen, Björn ritstjóri, Páll Briem, Hannes Hafstein, Gestur Pálsson, séra Guðmundur í Gufudal, bæði í klúbbnum og í Góðtemplarahús- inu. Þar hélt ung stúlka, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, fyrirlestur 30. des. 1887. Söngmennirnir voru einnig kallaðir fram undir stjórn Jónasar Helgasonar, Stgr. John- sens, séra Bjarna Þorsteinsson- ar, Brynjólfs Þorlákssonar og Björns Kristjánssonar. Mikið umtal vöktu fyrirlestrar Gests um „Lífið í Reykjavík." Heyrði ég oft foreldra mína og ná- granna tala um Gest og ræður hans. Umræðufundir voru oft haldnir og voru ræðumenn af ýmsum flokkum og stefnum, t.d. Jón Ólafsson, Indriði Einarsson, séra Fr. Friðriksson, séra ólafur fríkirkjuperstur og Bjarni með- hjálpari. Eftir fyrirlestra og um- ræður komu margir inn á veit- ingastaðinn „Hermes". Þangað kom ég, er ég var lítill dreng- ur, í fylgd með fullorðnum. Vel man ég söngfélagið, er nefnd ist „Vonin“, og mikið var látið af söng Kristjáns læknis Kristj- ánssonar. Mörgum veittist á þennan hátt andleg hressing, enda var kjörorð Þorláks: „Fyr- ir fólkið“. Flestir fyrirlestrarnir voru fluttir samkvæmt beiðni Þorláks, og var aðgangseyrir 50 aurar. Lýsir Lúðvík þessu prýði- lega í hinni fróðlegu bók. En skemmtanir voru einnig ókeypis. Þessa minnist ég með þakklæti. Myndasýningar Þor- láks og fræðandi erindi, allt er þetta mér ógleymanlegt. Ég var uppi á loftinu á Hala á Bræðraborgarstíg hjá Sigurði Eiríkssyni, er kenndi mér að lesa. Leit ég oft út um glugg- Þorlákur Ó. Johnson. ann, því þar var verið að af- henda börnum aðgöngumiða að sýningu Þorláks. Ég þorði ekki að biðja um útgönguleyfi, en húsfreyjan sagði: „Sigurður, sérðu ekki, hvernig drengnum líður.“ Þá var mér hleypt út og ég náði í miða hjá Birni á Litla- velli. En hve ég man vel hinn barn- góða mann, hinn göfuga „gentle- man“ og hjartagóða mannvin. Fyrr á öldum sögðu hinir vitru menn: „Æskunni ber hinn mesti heiður.“ Þorlákur starfaði í anda þessara orða. Það skal sannast, að sá, sem tekur hlý- lega í hönd barnsins, snertir hjörtu foreldranna. Bókin um Þorlák er skemmti- leg, fróðleg, skipulega og vand- lega samin. Prýðir það bókina mjög, hve margar fagrar myndir (47 að tölu) eru í henni. Þekki ég marga þeirra, sem myndir eru af. Var ég þeim mörgum mál- kunnugur og hefi jarðsungið nokkra þeirra. Ég man þá stund, er ég kvaddi Þorlák, þegar jarðarför hans fór fram frá Dómkirkjunni 3. júlí 1917. Dvaldi ég þá með þakklæti við hugljúfar Reykjavíkurminn- •ingar. Oft átti ég tal við gamla manninn og minningarnar um hann verma hjartað. Ég þekkti mikilhæfa konu hans og börnin hans; Bjarni og Ólafur synir hans voru skóla- bræður mínir, og kunnugur hefi ég verið tengdabörnum hans og barnabörnum. Minningarnar um kæra vini eru mér dýr fjársjóður. Þess vegna þykir mér vænt um, að þessi bók er komin út. Þakka ég Skuggsjá og Lúðvík Kristjánssyni góða bók, sem áreiðanlega verður mörgum til ánægju, því að hér er um vekj- andi fróðleik að ræða. Þegar ég minnist Þorláks, kemst ég ávallt í gott skap. Bj. J. Hálfrar aldar afmæli REYKJAVÍKURSTÚKA Guð- spekifélagsins átti hinn 17. þ.m. 50 ára afmæli. Var þess minnzt á hátíðafundi að kvöldi sama dags. Heiðursgestir fundarins voru þeir séra Jakob Kristinsson og Sigurður Ólafsson, rakara- meistari. Sigurður var í nokkur ár formaður stúkunnar, en Jakob var fyrsti forseti hins íslenzka landssambands guðspekinema, og er nú sá, sem lengst hefur verið í félaginu, eða því sem næst 50 ár. Báðir þessir menn töluðu á fundinum. Minnzt var á fundin- um Sigurðax Kristófers Péturs- sonar, en hann var einn af mikil hæfustu brautryðjendum guð- spekistefnunnar hér á landi. Sig- valdi Hjálmarsson, sem nú er for seti íslandsdeildar Guðspekifé- lagsins, talaði og á fundinum um guðspekina í fortíð, nútíð og fram tíð. Núverandi formaður Reykja- víkurstúkunnar er frú Helga Helgadóttir. Stúkunni bárust kveðjur frá forseta allsherjarfé- lags guðspekinema og frá stúk- um í Reykjavík, en þær eru nú 6 að tölu, auk Reykjavíkurstúkunn ar. Á öllu landinu eru 14 stúkur. Guðspekifélagið sækir nú fram undir ötulli forustu Sigvalda Hjálmarssonar, og er það vel, því að félagið er fyrst og fremst menningarfélag. Sumt fólk virð- ist halda, að það sé trúfélag, þar sem tönglazt sé á ýmsum útlend- um orðum og allir verði að hugsa eins, en ekkert er fjær sannleik- anum. — Líklega er það frjála- asti andlegur félagsskapur, sem til er. Gretar Fell*. „Ég varð hissa, hrökk í kút“ — F&étlabréf um menn og málefni frá Vík í Mýrdal SUMARIÐ var heldiur erfitt, en þó eru bændrur sæomilega birgir af heyjum. Upp á síðkast- ið hefur verið hór rosi og snjór og klaki. Ekki var alls staðar búið að taika upp jarðávexti, þeg- ar fyrsta snjókoma vetrarins brast á. Eins og þegar er ljóst af fréttum, var snjórinn miklu meiri austan Mýrdalssandis heid ur en hér í Mýrdalnum. Austan Sandisins hafa þegar nofckrir fjárskaðar orðið. Nú síðustu dag ana hefur hlánað, en samt segja Skaftártungumenn, að enn séu öll gil þar full af snjó. Alautt er orðið í Mýrdalnum og í dag var t.d. 8 stiga hiti. Hér hefur orðið tjón á tveim- ur bæjum vegna heybruna, að Garðakoti og Höfðabrekku. Slátrun. Slátrun er nú lokið hér i Vík og mun hafa verið slátrað lið- lega 20.000 fjár af svipuðum vænleik og í fyrra. „Hrökk í kút.“ Héraðslæknirinn, Haraldur Jóns son, lét af störfum í haust og hafði þá verið hér upp undir 3 áratugi. Haraldur var leystur út með gjötfum, svo að hann lét þessa stöku fjúka, og er hún fest upp í báðum verzlununum í Vík: Ég varð hissa, hrökk í kút, hurðir féllu að stöfum, að lokum var ég leystur út með lofsyrðum og gjöfum. Gamla Iseknishúsið var orðið mjög’ hrörlegt. Hér í kauptún- inu er stórt og mifcið hús, sem hefur verið keypt handa nýja lækninum. Mannslát. 3. okt. s.l. létust tvær aldraðar konur í Mýrdalsþingaprestakalli og bar andlát þeirra beggja upp á sama klufckutímann. Þetta voru þær Kristín Bjarnadóttir í Vík og Arnþrúður Guðjónsdóttir að Suður-Hvoli, en hún var ekkja Eyjólfs rithöfundar og bónda Guðmundssonar. 6. okt. s.l. lézt svo sýslumaður Skaftfellinga, Jón Kjartansson. Nýir menn. Sigurður Br'em lögfræðingur, sonur Jóns heitins Kjartansson- ar, hefur verið settur sýslumað- ur, þar til öðru vísi verður á- kveðið. Vigfús Magnússon lækn- ir tófc við héraðslæknisembætt- inu, er Haraldur Jónsson læfcnir fluttist til Reykjavíkur. Séra Jóna- Gíslason fékk e'ns árs or- lof frá 1. sept. s.l. að telja, og hefur sá, er þetta ritar, verið ráðinn í hans stað. Gjöf. Eftir útför Kristínar Bjarna- dóttur, barst Víkurkirkju gjöf frá fjölskyldumeðlimum Kristín- ar í Reykjavík. Var það stór og fagur íslenakur fáni, er nota skal við jarðarfarir. Góður gestur. Kjartan Jóhannesson organ- isti var fyrir skömmu á ferð í Mýrdalnum og er nú fyrir aust- an Mýrdalssands. Kjartan á langt og merkilegt starf að baki, þar sem hann hefur t.d. æft hina ýmsu kirkjufcóra, enda er hann hinn mesti aufúsugestur. Nýjar brýr. Gamla brúin á Klifanda í Mýr- dal er orðin mjög léleg, skökk og skæld og hefur verið það undanfarin ár. Hún var bygigð árið 1933. Nýja brúin á Klifanda var tekin í notkun í október s.l., þótt hún væri reyndar full- gerð fyrir, en eftir var þá að ýta nýjum vegi að brúarsporðun um. Einn miaður hefur unnið við þessar brýr á Klifanda og er það núverandi brúarsmiður, Val mundur Björnsson í Vík. Nýja brúin er 104 m. á lengd og er hún steinsteypt. Staurar eru reknir undir stöplana. Brúarbit- arnir eru úr svonefndri strengjasteypu, 13 m. langir. og komu þannig úr Reykjavífc. Síðast í sept. s.l. var svo byrj- að á nýju brúnni á Skógá. Um tíma töfðust framfcvæmdir nokk uð vegna rosa, en er nú langt komið að því er steypuvinnu á- hrærir. Þessi brú er 36 m. löng og að öðru’ leyti af sömu gerð og nýja " ún á Klifanda. Brúin er byggð á þurru landi, en far- vegur Sfcógár verður færður úr stað og ánni veitt undir nýju brúna. Aðallega er þetta ' verk unnið með þessum hætti, til þess að fá þu.ra leið að Drangshlíðar dal. Brúarsmáður er Valmundiur Björnsson. Ný áætlunarbifreiff. Áætlunarbílarnir, sem hér eru í förum, eru orðnir gamlir og lé- legir. Þess vegna verður hin mesta bót að því, þegar nýi bíll- inn kemur. Það á að verða fyrir jól, en núna er verið að smíða húsið á hann. Þetta er enskur Bedford bíll, sem um er að ræða, og á að tafca 38 farþega í sæt1. Vík, 9. 11. ’62. Páll Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.