Morgunblaðið - 22.11.1962, Page 17

Morgunblaðið - 22.11.1962, Page 17
Fimmtudagur 22. nóv. 1962 ÍUORCV NBLAÐ1Ð 17 Friðgerður Guð- mundsdótt ir - W:nning Prófessor Niels Bohr og frú með prófessor Alexander Jóhannessyni og frú í garði Alexanders er Bohr var hér á ferð 1951. Niels Bohr KÁSKÓLINTSr hafði margsinnis óskað að sjá Niels Bohr meðal gesta sinna og hafði hann lengi hlakkað til þessa.rar ferðar og loks varð úr því 3. ág. 1951, ao hann kom hingað með Gullfossi ásamit kionu sinni í skínandi veðri. Ég tók á móti þeim sem þáverandi rektor háskólans, þau divöldust á heiimili sendiherra Dana frú Bodil Begtrup og höfðu hér 8 daga viðdvöl. Fóru þau til Þingvalla og Fljótshlíð'ar, til Geysis og norður í land uim Borg- arfjörð að Reykholti og yfir í Skagafjörð. Niels Bohr flutti fyr- irlestur við háskólann, heimsótti forseta íslands herra Svein Björnsson að Besscstöðum, sat veizlur htóskólans og annarra, m.a. kennslumálaráðherra, sem þá var Björn Ólafsson og heils- aði upp á forsætisráðherra, sem þá var Steingrímur Steinþórsson, í Konungsbústaðnum á Þing- völlum. Ég fór með honum og frú hans til Þingvalla og þar skýrði próf. Einar Ól. Sveinsson frá sögu staðarins. Niels Bohr var mjög vel mjög vel að sér í íslendinga- sögum og lærði að meta gildi þeirra m.a. vegna þess, að fað- ir hans lagði stund á lestur sagn- anna. Hann kvaðs. hafa tasmið sér að leita hugsvölunar við þann listabrunn og hvíldar frá alvar- legum störfum. Hann las íslend- ingasögurnar í þýðingu Niels M. Petersens. , Á Láskólafyrirlestrinum \oru eins margir og þar komust fyrir og hafði verið settur upp hátalari svo að allir gácu heyrt, því að ræðumanni lá lágt rómur. Allir vildu sjá þennan heimsfræga imann og hlýða á mál hans, er tfjalliaði um otómvísindi vorra tím., en hann hafði gert stór- merkar uppgötvanir á því sviði og var talinn meðal helztu atóm- vísindamanna veraldarinnar. Á háskólafyrirlestrinum minntist (hann á íslendingasögurnar og eagði hann, að það hefði vakað fyrir sér að benda á að sögurn- ar gætu hjálpað til að sjá gömul viðfangsefni í nýju Ijósi. Ný vís- indi hefðu gert þörfina brýnni é því að skilja afstöðu manna til tiiverunnar yfirleitt. í því sam- bandi væri það mikils virði að meta að verðieikum gamla þekk ingu, sem sögurnar geyma. Nýj- or rannsóknir hefðu kennt oss, að sjóndeildarhringur vor hefði verið alltof takmarkaður þegar hin nýju reynsluvísindi komu til ekjalanna, sem sé reynsla vor, er fengin er úr heimi atómanna, er hafði áður verið lokað land fyrir mannkyni. Áður héldu menn, að þeir hefðu fundið grund vallarreglurnar fyrir alli, vis- minning indalegri þekikingu, en þetta reyndist ebki á rökum reist. En vegna þess, hve óviðjafnanleg- ur skáldskapur í íslendingasög- unum er, hafa þær reynzt vera sígildar. Þekkingin á manneðlinu í allsbonar umhverfi og í vanda- málum lífsins, einkum í Njálu, hafa vakið aðdáun manna. í norðurförinni kom Niels Bohr meðal annars í Vatnsdal er hann varð mjög hrifinn af, og þegar hann sá yfir Skagafjörð, leit hann Drangey í fjarska, þar sem hann minntist síðasta þátt- ar í harmsögu Grettis. Þegar vér komum í Fljóts- hlíðina, var svo ráð fyrir gert, að vév skyldum matast að Hlíð- arenda, oö fengum vér þar nýjan lax og skyr, og hafði Niels Bohr mjög gaman af að ræða við Helga bónda. Honum var á ferðum sínum um landið mjög tíðrætt um, hve landslc.gið var fjölibreytilegt og skipti um í sífellu. Hann kvað sér mikla ánægju að þvi að fara um landið, þar sem ættir íslend- ingasagna lifðu lífi sínu. Um leið lét hann í Ijós ánægju sína yfir því, hve framfarir virtust mikl- ar í landinu, er háskólinn bæri m.a. vitni um, og kvað hann íslenzku þjóðina myndi eiga í framtíðinni að gegna mikils- verðu hlutverki í þágu mann- kynsins, í samvinnu við aðrar þjóðir, vegna menningar þeirrar er þjóðin .efir til varðveizlu, ef heiminum auðnast að koma þeirri samvinnu á. sem mannkyninu er nauðsynleg. Það kom fyrir á einni bilferð- inni til Reykjavíkur, að bíllinn stöðvaðist vegna einihverrar bil- unar, sem tók nofckurn tíma að gera við. Próf. Niels Bohr vatt sér út úr bílnum og skreið und- ir hann til þess að ganga úr skugga um, hvað væri að. Menn furðuðu sig á því, að þessi heims Kindurnar vilja ekki brott ÞÚFUM, 21. nóvember. Bændur úr Grunnavík eru allir fluttir burt. — Þá vantaði nokkr- ar kindur, er þeir fóru. Sl. sunnu dag fóru þeir norður til leitar, og fundu eina kind í Grunnavík inni, sem Grímur Finnbogason átti en náðu henni ekki, og urðu svo frá að hverfa. En hún hefir hús til að fara inn í og hey á jötu. í Bjarnarnúp, sem er vestan Grunnavíkur, sáu þeir 6 kindur í klettum og náðu þeim ekki held ur, svo segja má að illa gangi að flytja__þaðan allar sauðkindur. — P.P. frægi vísindamaður, er þá var orðinn 06 ára, hafði excellence titil m.a., skyldi ráðast í bíla- viðgerð, þegar svo bar undir. þó að vé- auðvitað hefðum ágætan bílstjé.’a. Svo yfirlætislaus var hann í allri framkomu sinni. Mér varð því að orði, er ég síð- asta kvöldið sat veizlu hjá sendi herxa Dana og flutti honum litla þakkarkveðju gat þess, sem mér þá datt í hug, að við hann ættu þessi orð Goethes: edel sei der .Iensch hilfreidh und gut. — í sannleika virtist hann al- gerlega yfirlætislaus, hjartahlýr og góður maður. En betra verð ur varla sagt um nokkurn mann. Hann var mjög fcærkominn gestur meðal fslendinga, er munu minnast heimsóknar hans á ó- komnuim árum. Alexander Jóhannesson Fædd 19. marz 1874. Dáin 6. nóvember 1962. Það er vandi að minnast svo góðrar konu, sem Friðgerður var. Þegar hún nú er horfin frá okkur, leita ljúfar minningar fast á huga þeirra sem þekktu hana. Sá er þessar línur ritar, kynnt- ist Friðgerði ekki fyrr, en hún var komin á efri ár, og var þá sjálfur barn milli vita. Snauðari væri huigur minn nú, hefði ég ekki notið þeirrar viðkynningar. Þegar Friðgerður kom á hetm- ili foreldra minna, var eigin- maður hennar fyrir skömmu lát- inn. Tæpu hálfu ári fyrir and lát hans, hafði annar af tveim fóstursonum þeirra hjóna orðið hvíta dauðanum að bráð. Það hefur ekki verið sársaukalaust fyrir Friðgerði að bregða búi og flytja hingað suður á mölina, burt frá sveitinni sinni, sem hún unni svo mjög. En Friðgerður var ætíð sátt við skapara s’nn og henni varð allt að góðu. Fyrst um sinn var hún aðeins hér borginni á vetrum, en strax og vora tók, fór hún aftur austur í sveitina sína. Þar dvaldi hún síðan sumarlangt, því vildarvini átti hún þar á hverjum bæ. Það var jafnan mikið tilhlökk- unarefni hjá okkur á Skeggja götunni, þegar Gerðu var von að austan. Sérstaklega var þó smáfólkið óþreyjuful'lt. Oft frétt um við af henni á leiðinni til okkar. Ef við vissum, að hún var komin á Selfoss, þá gátum við farið að búast við benni hvað úr hverju. Hún átti alls staðar vini og flestir vildu þeir, að hún stanzaði lengur hjá sér en einn dag. Við systkinin vorum því oft orðin ærið óþreyjufull, eftir að fá hana Gerðu ok'kar, þegar hún kom á haustin. Frið- gerður var afar vinmörg kona, sjálf var hún vinur alls, sem lífsanda dró. Þegar hún kom á haustin var alltaf eins og birti í bænum, þótt það væri einatt í þann mund er svartasta skammdegið var að skella á. Það var ætíð birta í kring um hana Gerðu. Þegar hún hafði verið hjá okk ur nokkra vetur, dó faðir minn, sem var fóstursonur hennar. Hún hafði sannarlega reynzt hon um bezta móðir, og hann hafði reynt að vera henni góður sonur, og launa henni það sem hún gerði fyrir hann. Við sem, eftir lifðum reyndum að halda þessu áfram. Brátt kom að því, að heilsan leyfði ekki lengur, að Gerða færi austur á sumrum. Eftir það dvaldi hún hjá okkur árð um kring. Hún var ein af þeim, sem aldrei féll verk úr hendi. Væri hún ekki að spinna þá prjónaði hún, kembdi eða þæfði. Ég gleymi seint hve hissa éig varð, * KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ K HH O £3 p ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Nýja Bíó: SPRUNGA í SPEGLINUM ÞETTA er amerísk Cinemascope- mynd byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Marcel Haedrich, en sagan birtist á sínum tíma í Vísi sem framhaldssaga og nefndist „Tveir þríhyrningar“. Er það nafn vel valið, því að hér er um að ræða tvær konur, aðra sem býr með manni og á með honum börn, en heldur framhjá honum með ungum samstarfsmanni hans. Hin konan er gift þekkt- um málafærslumanni, rosknum, og einnig hún á sér elskhuga, v.ngan og glæsilegan lögfræðing. Auðvitað gerist myndin í Paris. Hin fyrrnefndu hjú Hagolin og Eponine og elskhugi hennar Larnier búa í einu af skugga- hverfum borgarinnar. Hin, mála- færslumaðurinn Lamorciere og Flu. once kona h_ns og elskhugi hennar Claude í virðulegra hverfi borgarinnar. — Hagolin er hrotti við sambýlisk_nu sína og hún og Larnier vinna dag einn á honum í sameiningu og fela líkið. En morðið kemst upp og þau eru bæði teki föst. Hinn ungi lögfræð ingur Claude er skipaður verj- andi Eponine, en Kerstner lög- fræðingur verður verjandi Larni ers. Lamorciere býðst til þess að aðstoða Claude við vörnina, en hann afþakkar boðið. Við það reiðist Lamorciere og gerist nú aðstoðarmaður Karstners. Þau Eponine og Larnier reyna við réttarhöldin að koma aðalsökinni hvort á annað og er um tíma ekki annað sýnna en að talið verði að Larnier eigi aðalsökina á morð- inu. Er Claude mjög hreykinn af þessu. Hann hittir Florence og segir henni sigri hrósandi hversu kor.úð er og hún faðmar hann að sér. En eiginmaður hennar sér þetta og verður mikið um. í fram haldi yfirheyrslunnar í dóms- salnum stendur nú Lamorciere upp og flytur mikla ræðu með þeim árangri að Eponine fær miklu _ yngri dóm en elskhugi hennar. Lamorciere hefur signð, en að loknu réttarhaldinu víkur Claude sér að Lamorciere í reiði sinni og svívirðir hann í orðum. Lamorciere, sem er hjartveikur, hefur ekki þolað hin miklu hjú- skaparvonbrigði og átökin í rétt- arsalnum og hnígur því niður örendur. Mynd þessi er efnismikil og í henni sterk átök. Aðalhlutverkin eru í höndum mikilhæfara leik- ara, þeirra Orson Welles, Juliette Greco og Bradford Dillman. Leika þau öll tvö hlutverk, Orson Welles Hagolin og Lamor- ciere, Juliette Greco Eponine og Florence og Dillman Larnier og Claude. Leikstjórinn, Darryl F. Zanuck hefur tekizt að gefa mynd inni mikla spennu og þann blæ, sem efninu hæfir. ungur snáðinn, er ég komst að því að Gerða gat prjónað þótt rökkur væri í herbergi hennar. Síðar tók sjón hennar að hraka, ag áður en yfir lauk varð hún al- blind. Meðan heilsa og kraftar leyfðu hélt hún áfram að prjóna, jafn- vel eftir að hún var orðin blind. Þá kam það sér vel að geta prjón að í myrkri. Móðir mín, systir, eða móðursystir hjálpuðu henni þá með erfiðustu handbrögðin. Síasta árið, sem Gerða lifði var hún alveg rúmföst. Aldrei æðraðist hún. Skömmu áður en hún dó, spurði hún hvernig veðr ið væri, því hún vissi gjörla að hverju dró. Hún hafði aðeins á- hyggjur af þvi, að erfitt yrði að komast með sig látna austur í sveitina sína, þar sem hún v‘ldi hvíla. Henni varð að ósk sinni með það. Það var ekki erfitt að gera Gerðu til hæfis. Oft átti hún varla orð til að lýsa þatoklæti sínu, ef eitthvert lítilræði var gert fyrir hana. Hún átti alltaf falleg orð og fallegar hugganir handa öllum. Aldrei heyrði ég hana hallmiæla nofckrum manni, hún sá aidre.i nema það góða og fann eitthvað gott í öllum og öllu. Hún var kona fróðleitosfús og minnisgóð svo að með afbrigðum var. Oft var það lokaúrræðið að fara til Gerðu, til að fá svör við ýmsum spurningum um menn og málefni. Hún kunni svör við flestu. Oft vissi hún betur um það er rætt hafði verið nýlega í blöðum og útvarpi, heldur en við, sem yngri vorum og allt þóttumst vita. Heldur finnast mér þessi orð mín fátækleg, af mörgu er að taka, minningarnar eru margar. Orðin bafa þann einn tiligang að vera þafcklæti'Svottur frá ofckur á Skeggjagötunni, sem vorum svo lánsöm að kynnast Friðgerði, og fá að hafa hana hjá okkur síðustu árin. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.