Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 3

Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 3
Laugardagur 24. nðv. 1962 MÓntlNBLAÐIÐ LErKARARNlIR tínast inn einn eftir einn, setjast niður og fara að rabba saman. Enn- þá er allt í lagi, og menn geta verið þeir sjálfir. Gísli Hall- dórsson leikstjóri, kemur inn, iþáttuxinn er enin ekki nógu sefður að hans dómi, og það er bezt að lesa hann saman enn einu sinni kringum borð. Fyrsti parturinn af síðasta Ihlutanum er lesinn, leikararn- ir vinna sig smám saman inn í andrúmsloft leikritsins, berja jafnvel í borðið, þar sem ekk- ert borð á raunverulega að ■— Gráttu hærra, Erlingur, segir Gísli Halldórsson, og Eringur grætur hærra, en Helga horfir á hann með vorkunmsemi. (Ljósm. Sv. Þ.) enn og ofurmenni í Utvarpssal vera. Leikstjórinn leiðréttir, það er betra að hafa meiri áherzlu á þessu orði en hinu, héma verður að bíða ofurlítið milli orða og á öðrum stað ekki eins lengi, Þegar þessi yfirferð er búin, er borðunum rutt af miðju gólfi, svo að nóg pláss er kringum hljóðnemann, sem hangir eins og ljósastæði nið- ur úr loftinu. Leikararnir, sem eiga að byrja þáttinn stilla sér upp skammt frá hljóðneman- uim Oig fyrsta aefing við raunverulegar kringumstæð- ur hefst. Fljótlega stöðv- ar Gísli leikinn og segir leikurum að standa fjæx hljóðnemanum. Gegnum allan þennam hluta, þar sem per- sónurnar eru að koma og fara, er leikurinn stöðvaður hvað eftir annað, leikendunum sagt að fjarlægjast hljóðnemann meir eða fyrr, minna eða seinna. Allan þennan tíma stendur leikstjórinn í upp- tökuherberginu og fylgist með Gisli Halldórsson fylgist með í upptökuklefanum, tilbúinn ti að gripa fram L leiknum gegnum stóra, hljóð- einangraða glerrúðu, en talinu gegnum upptökutækin, og heyrir hvemig þau munu koma út í útvarpinu. Leið- beiningarnar til leikendanna segir hann gegnum sérstakt .. þá fussa ég bara og fer mina leið. hátalarakerfi: — Kristbjörg, þú verður að fara lengra frá þetta verður of hátt. — Mal- one, þú verður að fara frá með Ramsden. — Rúrik, þú verður að segja þessa setn- ingu lœgra, en koma nær í staðinn. Leikendurnir ekki aðeins segja orðin, heldur leika þeir um leið eins og þeir væru á sviði. Þegar feðgarnir, Valur og Róbert, eru að rífast mun- ar engu að þeir rjúki saman, Og augu Kristbjargar skjóta ígneistum. Á meðan Erlingur virðist raunverulega gráta af ástarsorg brosir Helga Baeh- mann sínu blíðasta brosi og Helga Valtýsdóttir huggar hann raunverulega á eftir. En samt réttir Eóbert Val ekki þúsund punda seðil heldur 'bögglar hann eitt blað hand- ritsins, það dugar, það er sama hljóðið. Rúrik á rólegan dag, þetta er eina hvíld hans í leikritinu. Það er ekki laust við að það eigi eftir að reyna á hann samt. Eftir þessa æfingu er gengið að þvi að taka upp þennan hluta. í rauninni er ekki neinn mun að sjá á upptökunni og æfingunni á undan. Leik- ararnir mismæla sig og Gísli hefur enn út á nokkur atriði að setja. Þá eru endurteknar ein eða tvær setningar, og magnaraverðirnir sjá svo um á eftir að klippa bandið þann- ig að hlustandinn tekur ekki eftir neinu. Upptakan stóð yfir nærri hálfan þriðja tíma, Og þetta hefur verið æft oft áður. Þó var þetta aðeins helmingur þess sem verður flutt í kvöld, hinn helmingurinn var tekinn upp í gærkvöldi. Það liggur mikil vinna margra manna að baki þeirri skemmtun, sem hlustendurnir njóta í kvöld. — Þegar land er fullt af mat og flytur út mat þá er ekki hægt að tala um hallæri. Flestir leikendanna höfðu verið á æfingum í leikhúsun- um áður en þeir komu niður í Útvarp pg margir þeirra eiga ennþá eftir að leika um kvöld- ið. Það er ekki tekið út með. sældinni að vera fjórar per- sónur sama daginn. STAKSTEINAR Ife — Það er óvænt að hitta yður. anægja Ævisaga Eyjasels-IUóra skráð af Haildóri Péturssyni KOMIIN er út ævisaga Eyjasels Móra, sem Halldór Fétux’sson hefir tekið saman. Hefir bókin að geyma margar frásagnir af Eyjasels-Móra ,sem er einn mik ilvirkasti draugur, sem frásagnir eru af .Bókin er tileinkuð minn ingu Sigfúsar Sigfússonar, þjóð sagnaritara frá Eyvindará. Höfundur segir m.a. í formála: „Íslendingar hafa átt herskara af draugum og suma svo kynngi- magnaða. að þeir hafa sjálfir leitt sig til sætis í þjóðsögunni og verður ekki þokað um set“. Þá segir ennfremur: „Draug ar okkar íslendinga eru af ýms um gerðum, enda ekki allir gerð ir eftir sama löigmáli. Margir voru vafctir upp úr gröf sinni eða dys, aðrir tilreiddir áður en líkin kólnuðú, og þeim þurfti að skammta. Enn aðrir voxru settir í líkami dýra, en hámarkið náðist á tímamótum tækni og vásinda, er kunnáttumaðurinn sameinaði vísindin og hina þjóð- legu list, enda báru slíikir draug ar af.. Bókin er 136 bls. að stæi-ð, skreytt teikningum. Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja hf. Rökfræði í lagi Tíminn byrjar mikla varnar- grein fyrir lögbrjótana á Alþýðu- sambandsþingi á þessum oröum: „Það er nú augljóst á öllu, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að kljúfa Alþýðusam- band íslands. Fyrirætlun sína um þetta byggðu þeir á þeirri von, að kommúnistum tækist að fá því framgengt á þingi ASÍ, að , .úrskurður meirihluta félagsdóms um inntöku LÍV yrði ekki tek- inn til greina“. Eins og allir vita var úrskurður félagsdóms „ekki tekinn til greina“ fyrlr tilverknað leiðtoga Framsóknarflokksins, sem sömdu um lögbrot við kommúnista. Sam kvæmt því hefði Alþýðusam- bandið átt að klofna, en Fram- sóknarmenn segjast nú hafa forð- að þessu með því að verða við kröfum kommúnista um að hindra framgang dómsins. Þetta er hægt að kalla rökfræði í lagi! Hannibal í VR? Eftirfarandi grein birtist í Al- þýðublaðinu í gær: „Á þingi ASÍ hefur Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, barizt harðlega gegn' því, að fulltrúar verzlunarmanna fengju setu á þingi ASf með fullum réttindum. Hefur Hannibal m. a. farið ýms- um óvirðingarorðum um forystu- menn verzlunarmanna. Allir full- trúar verzlunarmanna hafa þó verið kjörnir til forystu í félög- um sínum, með löglegum hætti og m. a. hafa þeir orðið sjálfkjörnir við kjör á þing ASÍ. Hannibal hef ur hinsvegar hvergi fengizt kjör inn sem fuUtrúi á þing Alþýðu- sambandsins. Hann mun vera á fé lagaskrá Baldurs á ísafirði, en ekki verið fulltrúi þess félags nm árabil, enda er Hannibal fluttur tU Reykjavíkur og orkar tvímælis, að hann eigi lengur heima á skrá Baldurs. En í hvaða verkalýðsfélagi ætti Hannibal þá að vera? Það skyldi þó ekki vera að hann ætti heima í VR? Það liggur jú beint við. Hannibal er skrifstofumaður í Reykjavík og sem slíkur á hann heima í VR. Ef til viU gæti Hannibal fremur sætt sig við aðild LÍV að ASÍ eftir að hann væri orðinn félagi í VR!“ Morgunblaðið er raunar þeirr- ar skoðunar, að það sé fyrst með inngöngu verzlunarmanna í ASÍ sem Hannibal hafi rétt til að vera í nokkru launþegafélagi innan samtakanna, áður hafi hann ekki átt þar heima af eðlilegum ástæð- um. Kokhreysti Eftirfarandi orð er að finna í Moskvumálgagninu í gær: „Þjóðviijinn sá ekki ástæðu til þess að taka þátt i þessum spá- dómum eða draga einstaka full- trúa verkalýðsfélaganna í flokks- dilka, enda iáta heiðarlegir menn málefni verkalýðssamtakanna vera í fyrirrúmi á Alþýðusam- bandsþingi“. Þetta er með því hreystilegra, sem Magnús Kjartansson hefur ritað síðan hann kynnti sér ræki- lega „heiðarleika" Castros og fé- laga hans á Kúbu. Kjörbréf þingmanna Kommúnistar eru að vonum kátir yfir því, að Framsóknar- leiðtogamir hafa lýst því yfir, að fullkomlega sé heimilt að neita að taka til afgreiðslu kjörbréf rétt kjörinna fulltrúa. Ekki er ama- legt fyrir kommúnista að geta átt von á því, ef þeir ná meiri hluta á Alþingi með Framsóknar mönnum, að njóta stuðnings þeirra við að senda aðra þing- menn heim þar sem ekki sé timi til að athuga kjörbréf þeirra!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.