Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 24. nóv. 1961 Oddur Andrésson bóndi á Neðra -Hálsi 50 ára ÞAÐ hefur stöku sinnum borið við, að ég stingi niður penna til þess að minnast sveitunga minna, sem náð hafa 70 og 80 ára aldri. Nú ætla ég að bregða út af vana mínum og minnast eins nágranna míns og kunningja, sem um þess- ar mundir er að ná fimmtugs- aldri. Geri ég þetta vegna þess að Oddur hefur komið dálítið meira við sögu þessarar sveitar, en sumir samferðamenn hans, að minnsta kosti á hans aldri. Og svo geri ég ekki ráð fyrir, að vera til staðar, þegar hann fyllir næsta tuginn, hvað þá heldur meira. Oddur er fæddur í Bæ í Kjós 24. nóvember 1912. Foreldrar hans voru Andrés ólafsson, hreppstjóri, og Ólöf Gestsdóttir. Hún dvelst nú hjá Gísla, syni sínum, og Ingibjörgu, konu hans, á Neðra-Hálsi, en Andrés lézt 1931. Þau hjónin eignuðust 14 börn. Lézt eitt þeirra í æsku, en tvö síðar, uppkomin: Gestur, hreppstjóri, sem fórst í Meðal- fellsvatni, ásamt konu sinni, Ólafíu Þorvaldsdóttur, og Guð- björg, sem látin er fyrir stuttu. Vel má gera sér í hugarlund, að ekki hafi alltaf verið alls- nægtir í búi hjá foreldrum Odds með svo stóran barnahóp á þeim árum er hann var að al- ast upp á frekar ldtlu býli og litlar umbætur á þeim árum. Erida óhægt um vik að hefja stórfelldar umbætur með fá- breyttum handverkfærum. En ekki sá það á Bæjarsyst- kinunum að þau lifðu við skarð- an hlut, því öll eru þau mann- vænleg og hafa komizt til góðs þroska, og hefur Oddur ekki orð- ið þar afskiptur, hvorki til sálar né líkama. Er Oddur sérstaklega vörpulegur á velli og eftir hon- um tekið þar sem hann fer, eins Og reyndar fleiri þeir bræður. Oddur og Gísli, hafa búið félags- búi á Neðra-Hálsi síðan 1947, en þar áður með móður sinni, eftir að faðir þeirra féll frá. Hafa þar verið gerðar feikimiklar um- bætur, bæði að ræktun og húsa- bótum. Þar eru nú stór og víð- lend tún, sem áður voru lélegar mýrar. Liggur Neðri-Háls við þjóðbraut, þar sem Vestur- og Norðurlandsvegur liggur mitt í gegnum túnið. Er staðarlegt London, 22. nóv. NTB-Reuter Harold Mcmillan hafnaði í dag tillögu þingmanns brezka verkamannaflokksins, John Stone house, þess efnis, að forsætis- ráðherrann bjóði forsætisráð- herrum aðildarríkja Fríverzlun- arsvæðisins til fundar I London. Stonehouse sagði, er hann gerið grein fyrir tillögunni, að tilgang- ur þess fundar skyldi vera sá, að ræða aðstöðu aðildarríkjanna gagnvart Efnahagsbandalaginu og jafnframt styrkja aðstöðu Breta við samningaviðræðurnar um inngöngu í bandalagið. Mc- millan kvaðst þeirrar skoðunar að fundur, sem þessi væri ástæðu laus, brezka stjórnin væri í stöð ugu sambandi við ríkisstjórnir aðilldarríkja Fríverzlunarsvæðis- ins. þangað heim að líta. Ber þar oft gest að garði, sem að líkum lætur og er öllum vel tekið. Á tímabili var heilsu Gísla þannig varið, að hann gat ekki unnið fulla vinnu, og lá þá stundum þungar legur. Hvíldu þá búsforráðin meira á herðum Odds. En nú hefur Gísli fengið mikla heilsubót og getur því hugsað um sitt. En þó að Oddur hafi haft all- mikil umsvif við búskapinn á þessum árum hefur það ekki hamlað honum frá þvi að taka virkan þátt í almennum félags- málum, bæði innan sveitar og utan. Og skal nú fátt eitt af því talið. Oddur hefur verið organ- leikari við Reynivallakirkju í hart nær 30 ár. En faðir hans hafði verið organleikari í Reyni- valla- og Saurbæjarsókn í 40 ár. 1 Jull 20 ár stjórnaði Oddur karlakór í sveit sinni, Karlakór Kjósverja. Og einnig um nokk- urt árabil stjórnaði hann karla- kór í Mosfellssveitinni, Karla- kórnum Stefni. Einnig kenndi hann um nokkurt skeið söng við héraðsskólann á Núpi í Dýra- firði. Formaður skólanefndar í sveitinni, formaður dýravernd- unarfélags í sveit sinni. For- maður bræðrafélags, sem mun vera annað elzta starfandi félag í sveitinni, rúmlega 70 ára, auk ýmissa annarra félaga, sem hann er í stjórn eða starfandi í á annan hátt. Skal ekki lengra út í það farið hér. Má segja að mest af þessu, sem hér hefur verið talið, hefur Oddur unnið í sjálfboða- vinnu, og þá mest innt að hendi í kvöld- og næturvinnu. Væri það allt metið til peninga, gæti það orðið drjúgur skildingur. Starfið hefur Oddi verið fyrir öllu, en ekki launin. Ekki hefur Oddur setið á skólabekk, utan barnaskóla. Hefur hann því leit- að sér fræðslu á annan hátt og orðið þó vel hlutgengur, eins og marka má af því, sem að framan er sagt. Mannsævin lengist nú óðum. Gætum við því hugsað okkur að Oddur hafi nú hálfnað sitt ævi- skeið. En hvort sem svo verður eða ekki á hann vonandi enn mikið óstarfað, fyrst og fremst fyrir fjölskyldu sína og þar næst sveitina, sem hefur alið hann fram að þessu og hann hefur viljað vinna fyrir. Oddur er drengur góður, ágæt- ur nágranni, eins og það fólk hans allt, hjálpsamur og greið- vi’kinn í bezta lagi. Kona Odds er Elín Jónsdóttir frá Gemlufalli í Dýrafirði. Hefur hún átt við nokkra vanheilsu að búa nú um tíma. Eiga þau sex mannvænleg börn. Að endingu iþessa spjalls þakka ég öll okkar góðu kynni og óska honum og fjölskyldu hans alls hins bezta, nú og ævinlega. St. G. * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVTKMYNDIR * ★ KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * Gamla bíó: ÞRIÐJI MAÐURINN ÓSÝNILEGI ALFRED Hitchcock, hinn enski leikstjóri, sem um langt skeið hefur starfað í Bandaríkjunum, er án efa einn allra snjallasti stjórnandi dularfullra sakamála- mynda. Má með fullum rétti segja að honum bregðist sjaldan eða aldrei bogalistin. Myndir hans eru alltaf spennandi og yfir þeim einhver skuggalegur blær, sem magnar áhrif efnisins. Marg- ar myndir Hitchcocks hafa verið sýndar hér og alltaf við mikla aðsókn. Mynd sú, sem hér er um að ræða, gerist í New York. Kvöld eitt, er Roger Thornhill forstjóri er staddur í veitingahúsi, ganga tveir náungar að honum og nema hann á brott með valdi. Honum er ljóst að þeir hafa tekið hann í misgripum fyrir annan mann, enda kalla þeir hann alltaf Cap- land. Roger reynir að koma ná- ungum þessum í skilning um mistökin, en árangurslaust. Þeir aka með hann á heimili stjórn- málamannsins Lesters Towns- ends. Húsráðandinn býður Roger upp á „samvinnu“, sem hann hafnar, enda veit hann ekki hver hún á að vera. Roger losnar þó úr klóm bófanna, reyndar dauða- drukkinn, en lendir þess í stað hjá lögreglunni. Lögreglumenn- irnir trúa ekki sögu hans og ekki vænkast ráð Rogers er hann í höll Sameinuðu þjóðanna hittir Townsend, sem reynist allt annar maður en „húsráð- andinn“ í húsi hans kvöldið áð- ur — og "Townsend er myrtur með hnífstungu þegar þeir eru að tala saman. Halda allir að Roger sé morðinginn og kemst hann með naumindum undan. Fyrir aðstoð ungrar stúlku, Eve Kendall, tekst Roger að komast undan til Chicago og kemur stúlka þessi síðan mikið við sögu. Bófarnir elta nú Roger hvert sem hann fer og gera margar tilraunir til að koma honum fyrir kattarnef, en hon- um tekst jafnan með snarræði sínu að komast undan þeim og munar þó minnstu síðast að þeir fái klófest hann. Er sá eltingar- leikur ofsalegur og spennandi, enda gerist hann utan í andlits- myndinni af Lincoln forseta, sem höggin er í risastærð í fjalls gnýpu þar vestra, svo sem marg- ir munu kannast við. Hér hefur ekki verið tæpt nema á örfáum atriðum í þess- ari efnismiklu og skemmtilegu mynd, enda ógerningur að rekja efni hennar í stuttu máli. Og sögulokin verða menn vitanlega að Sækja í bíóið sjálft. Eins og áður er sagt er hið snilldarlega hand'bragð Hitdh- cocks á allri gerð myndarinnar og hún er einnig mjög vel leik- in. Cary Grant fer með hlutverk Rogers, James Mason leikur for- ingja bófanna, en Eva Marie Saint leikur Eve Kendall. Allt eru þetta frægir og góðir leik- arar og er leikur þeirra eftir.þvL LÁTIÐ SÖNGINN HLJÓMA í ÚTVARPINU. Allmargir bæði ræða við Vel vakanda og skrifa honum um ýmsa dagskrárliði útvarpsins. Þykja mönnum þeir að sjálf- sögðu misjafnir, eins og eðlilegt er. Oft er Velvakandi beðinn að koma gagnrýni á einstöku þátt- um eða dagskrárliðum á fram- færi. Slíkt er ekki nema sjálf- sagt, þegar hógvær gagnrýni er fram sett og málið stutt með rökum. Ósjaldan kemur þó fyr ir, að Velvakanda berast bréf, sem þannig eru úr garði gerð að til einskis er að birta þau. En úr því að við erum farin að minnast á bréfin til Velv.tk- anda, er rétt að geta þess — að marggefnu tilefni — að bréf riturum ber jafnan að setja fullt nafn og heimilisfang á bréf sín, helzt símanúmer, þótt nafn þeirra verði ekki birt, ef þeir óska, að svo sé ekki gert. Geta þeir þá sett dulnefni í staðinn. Hins vegar er Velvakanda nauð synlegt að vita hver bréfrita.- inn er, þótt hann láti það ekki uppi. Velvakanda er mikil á- nægja að því að fá sem flest bréf c j væri óskandi að þau fjölluðu ekki síður um hinar já- kvæðu hliðar þjóðlífsins en hin ar neikvæðu. Hin sífelldu um kvartana- og aðfinnslubréf verða leiðigjörn, er til lengdar lætur. En höfum nú þennan inngang ekki öllu lengri. Að þessu sinni hefur borizt bréf, þar sem fund- ið er að tónlistarflutningi út- varpsins, enda mun sá þáttur útvarpsefnisins, tónlistin, vera það sem mest er gagnrýnt af öllu, sem í útvarpiðu kemur. En gefum bréfritara orðið: HLJÓMSVEITARVERK — ENN OG AFTUR. „Velvakandi. Það hefur oft flogið í hug minn að taka þátt í umræðum varðandi tónlistarflutning ríkis úsvarpsins, og nú læt ég verða af því. Ég opnaði viðtækið mitt í morgun. Þar var hljómsveitar- verk á ferðinni. Ég opnaði það um miðjan daginn, það var hljómsveitarverk. Ég opnaði það um kvöldið, og enn var hljómsveitarverk. Þetta var ekki ófögur tónlist, en hver hef ur stund og stað til að hlusta á hálfrar eða heillar klukku- stundar verk í vinnutíma sín- um? Á heimilinu? Þar er ys og þys. Á vinnustaðnum? Þar er enn meiri gauragangur. ÞRÁUM MEIRI SÖNG. Nei, góðir hálsar. Það er furðu leg þrjózka af þeim, sem ráða tónlistarflutningi útvarpsins, að láta þetta dynja sýnkt og heil- agt. f fyrsta lagi vegna þess að það getur varla nokkur maður notið þess sem skyldi, þótt hann hefði hæfileika til þess. Og í öðru lagi, þjóðin er ekki alin upp við slíka tónlist og hlustar ekki á hana, með undantekning um auðvitað. Nú má ekki skilja orð mín svo, að ég sé á móti hljómsveitarverkum í útvarp- inu, en ég vil að þeim sé ætlað ur alveg fastur tími, þannig að þeir, sem á slík verk hlusta, geti að einhverju leyti hagað sér eftir því. íslenzka þjóðin er mjög söng hneigð. Hún syngur og þráir að heyra söng. Hversvegna ekki að fá okkar ágætu söngvara til að syngja flest eða öll íslenzk lög inn á plötur, sömuleiðis er- lend lög við íslenzka texta. Og þá músík á útvarpið að flytja. Fólk klæðir sig í fljótheitum á morgni. Þá getur verið gott að heyra eitt lítið lag, eða ef mað ur skreppur heim í kaffi um miðjan daginn, og svona mætti lengi telja. Æsku nútímans veit ir ekki af að læra fleira en jazz og dægurlög. Hvað það snertir er enginn sterkari aðili til en útvarpið. Eitt lag, sem numið er vegna fegurðar þess, 'hefur hitt í hjartastað, og getur verið meira virði fyrri þann einstakl- ing en öll hljómsveitarverk heimsins, þó góð séu. Látið sönginn hljóma sem allra mest í útvarpinu. Þess nýt ur alþjóð fyrst og fremst. Og þó hljóðfærin séu fögur, á mannsröddin tónana, sem hjart að geymir lengst, enda syngur enginn vondur maður. ( Karl Halldórsson“. TÓNLISTARDEILDIN STENDUR SIG VE' Enda þótt VelvakancTi vilji á engan hátt andmæla þessari skoðun Karls Halldórssonar, þar sem hann er sjálfur aðdáandi söngs, getur hann ekki látið hjá líða við þetta tækifæri að lýsa trausti sínu á tónlistardeild út- varpsins. Það má furðulegt telja hve fjölbreytilegt og skemmti- legt dagskrárefni sú deild get ur framreitt. En almenningur verður að vera svo umburðar- lyndur og skilningsríkur, að honum sé ljóst, að af öllum þeim fjölbreytileeik, sem tónlist in hefur að geyma, er vart hægt og sjálfsagt alveg ómögulegt að flytja jafnan þá hljómlist, sem öllum fellur í geð. Sem sagt: þið ágætu tónlistar deildarmenn. Látið okkur Kalla Halldórs hafa vekjandi og hress andi sönglag, meðan við erum að smeygja okkur í buxurnar og krassandi kórlag til að renna niður kaffinu með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.