Morgunblaðið - 24.11.1962, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.11.1962, Qupperneq 8
IUORGVTSBLAÐ1Ð Laugardagur 24. nóv. 1962 « Ríður á miklu, að rðdd okkar heyrist innan EBE ar lausnar. Hyggilegast verður að fylgjast náið með athugunum og samningum annarra og meta eft ir framvindu þeirra, hvenær tíma bært sé að kanna til úrslita, hvort við getum fengið aðgengileg kjör“. sagði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á Alþingi í gær Á FUNDI sameinaðs þings í gær béldu áfram umræður um skýrslu ríkisstjórnarinnar um efnahags- bandalagsmálið. Vék dómsmála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, þá m.a. að því, að riðið gæti á mjög miklu fyrir okkur, að rödd okkar heyrðist innan EBE. Við skyldum hugleiða, að eina ráðið, til að eftir okkur verði munað, er að við látum sjálfir í okkur heyra. Þótt vinátta Vesturveld anna sé mikil, þá sé hún samt ekki svo mikil, að þau gerist tals menn íslenzkra hagsmuna á kostn að hagsmuna sinna eigin manna, ef íslendingar hafa ekki aðstöðu til þess að vera sjálfir sínir mál- flytjendur. Vili lýsa ánægju sinni. Eysteinn Jónsson (F) kvað svo líta út, sem innleiða ætti í heims viðskiptin hærri viðskáptatolla og meiri viðskiptahöft, sem þó væri andstætt þeirri þróun, sem verið hefði undanfarið. Kvað hann framsóknarmenn vona, að í fram kvæmdinni yrði ekki haldið á þessum málum eins og útlit væri í dag, svo að með margs konar samning- um og ráðstöfun um yrðu ytri tollar bandalags- ins lækkaðir. — Kvað hann aldrei of varlega far ið í þessu máli. Framsóknarflokk urinn hefði frá fyrstu tíð viljað tengjast bandalaginu með samn- ingum um tolla og viðskiptamál og væri annað algjörlega á mis- skilningi byggt, þó mætti út af fyrir sig til sanns vegar færa, að sé það rétt, sem haldið hefur verið fram, að aukaaðild geti ver ið frá 1% upp í 99%, þá getur hún undir vissum kringumstæð um verið hið sama og tollasamn ingur. Ríkisstjómin hefði nú ein mitt gert ráð fyrir, að önnur leið in, sem til greina komi, sé að fera tollasamningaleiðina og kvaðst alþingismaðurinn vilja lýsa ánægju sinni yfir, að ríkis stjórnin hefði þessa leið opna. íslendingar gætu ekki gengið und ir samstjórn í einu eða öðru formi og yrðu að halda fast við, að það ■*«væri á þeirra valdi, hvort og í hvaða formi erlendir aðilar reki atvinnurekstur hér á landi. Fram sóknarmenn telji, að unnt sé að ná haghvæmuim tolla- og við- skiptasamningi, ef við berum gæfu til að standa saman, enda beri hiklaust að taka þá leið fraim yfir og taka málið síðan upp, er það þykir tímabært. Fyrir þessu höfum við fær „pottþétt rök“. Enginn eðlismunur á aukaaðild og tollasamningi. Bjarni Benediktsson, dómsmála ráðherra, kvað þetta mál að von um hafa mjög skýrzt við þá rækilegu athugun, sem gerð hefði verið hin síðustu misseri, svo að umræður ættu að geta orðið með nokkuð öðrum blæ en í upphafi málsmeðferðar. Um margt, sem deilt er um, mætti segja, að það þyrfti nánari skýringar við; en hins vegar virtist stundum, sem deilt væri um keisarans skegg, en svo væri t.d. um hinn mikla mun, sem framsóknarmenn vilja gera á aukaaðild að EBE og við skipta- og tollasamningi. Ey- steinn Jónsson hefði réttilega sagt, að í raun og veru mætti kalla aukaaðild með tolla- og við- skiptasamaning nokkrum rétti, eða a. m. k. ef rétt væri, að aukaaðild gæti verið frá 1% upp í 99%. Kvaðst ráðherrann honum alveg sam- mála um, að það væri nánast orðaleikur, hvort tollasamningur væri kallaður visst form aukaað- ildar eða þriðja sjálfstæða leið- in. I>ar væri enginn eðlismunur á, ef aukaaðildin er nógu óveru leg, en þó virtust framsóknar- menn í öðru orðinu gera þar meg in mun á og magna sem allra mest. Þannig hélt Þórarinn Þór arinsson því fram á dögunum, að eðlismunur væri á þessu tvennu, sem hann byggði á því, að auka- aðild hlyti ávallt að leiða til fullr ar aðildar, þótt sú fullyrðing sé raunar þegar afsönnuð. Hlut- lausu þjóðirnar, Svíþjóð, Austur- ríki og Sviss, eru allar ákafar í aukaaðild og hugsa sér, að slíkt standi til langframa, en breyti ekki um eðli eða leiði til fullrar aðildar. Stefna ríkisstjórnarinnar óbreytt. Þá kvað ráðherrann fjarstæðu að halda því fram, að nokkur væri ámælisverður fyrir að skipta um skoðun að vel athuguðu máli og eftir rækilega íhugun; þvert á móti væri það vítavert, ef menn lærðu ekki af þeim athugunum, sem átt hefðu sér stað. Hins veg ar mótmælti hann þeirri skoðun ÞÞ, að ríkisstjómin hefði skipt um skoðun í Efnahagsbandalags málinu, þvert á móti staðfestu þær athuganir, sem átt hefðu sér stað, að ríkisstjórnin sá þegar í upphafi rétt um meginatriði máls ins. Hrakti ráðherrann síðan þær ályktanir, sem ÞÞ vildi draga af ýmsum tilvitnunum, m.a. í Mbl. frá 19. ágúst 1961, en þar sleppti ÞÞ bæði upphafi og endi tilvitn unarinnar. Af þessu tilefni kvað ráðherrann þó sérstaka ástæðu til að benda á, að á þessum tíma töldu menn og ekki að ástæðu- lausu, aðeina ráðið eða a.m.k. öruggasta leiðin til að kanna til hlítar þá kosti, sem fáanlegir væru á tengslum við EBE, væri að sækja um aðild að því, þar sem ella væru nauðsynlegar upp lýsingar og viðræður naumast fá anlegar. Þó athuganir ríkisstjórn arinnar hafi leitt í ljós, að þessu er ekki svo varið, kvað ráðherr- ann ekki þar með sagt, að um misskilning hefði verið að ræða, heldur væri sér nær að halda, að forráðamenn EBE hafi breytt um afstöðu. Enda hefði engin skuldbinding verið fólgin í slíkri umsókn um aðild, heldur hefði þar einungis verið um könnunar viðræður að ræða og mönnum al- gjörlega frjálst að meta afstöðu sína til málsins, eftir að hinar nauðsynlegu upplýsingar hefðu fengizt. En til að taka allan vafa af um það, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn og ríkisstjórnin hefðu skipt um skoðun í þessu máli, vitnaði ráðherrann loks til ræðu sinnar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í sept. 1961, sem hann hélt þá sem forsætisráðherra: Hér ríður á, að rétt sé á haldið. „Efnahagsbandalag Evrópu, sex veldin, hefur nú þegar styrkt svo afstöðu sína með ótrúlega skjót- um framförum og almennri vel- megun, er skapast fyrir sameigin leg átök og stóran markað, að aðra fýsir til samvinnu við þá. Sennilega geta íslendingar með engu móti tryggt sér örari um- bætur á lífskjörum né tryggari grundvöll fyrir efnalhag sinn en með því að gerast aðili banda- lagsins. En málið er ekki svo ein falt. í Rómarsamningnum, stofn skrá bandalagsins. eru ýimis á- kvæði, sem eru skynsamleg frá sjónarmiði þeirra þjóða, sem búa í þéttbýlum, fullnýttum löndum, en skapa mikinn vanda fyrir fá menna þjóð, sem lifir í stóru, lítt nýttu landi. Af þeim sökum getur skilyrðislaus aðild íslands að þessu bandalagi ekki komið til mála og hætt er við, að skilyrðin verði svo mörg og skapi slíkt fordæmi, að aðrir aðilar eigi erf- itt með að una þeim. En með því að hafna samstarfi við banda lagið, missum við ekki einungis af möguleikunum til bættra lífs kjara og aukins öryggis, er því kynni að vera samfara, heldur mundum við og eiga á hættu, að við misstum markaði okkar í þessum löndum. Að því yrði ó- bætanlegt tjón. Kommúnistar horfa ekki í það, því að með þessu eygja þeir enn einn mögu- leika til að einangra okkur fyrst og hrekja okkur síðan í faðminn á sínum austrænu húsbændum. En svo kemur hiklaus andstæða þeirra, ekki einungis gegn aðild okkar að Efnahagsbandalaginu, heldur og samstarfi við það. Öll- um öðrum er ljóst, að hér er um mikið vandamál að fjalla, e.t.v. hið mesta af mörgum stórum, sem okkar kynslóð hefur þurft og þarf að leysa úr. Hér ríður mjög á, að rétt sé á haldið og aflað sé skilnings á sérstöðu okkar, þannig að við komumst í eitt- hvert það samstarf eða samband við þetta bandalag, að hagsmunir okkar verði ekki fyrir borð born ir. Enn er of snemmt að segja með hverjum hætti þetta verður bezt gert. Meira að segja, hvort það er yfirleitt framkvæmanlegt. Til þess að það verði kannað, verður vafalaust fyrr eða síðar, þegar tímabært þykir að taka upp samn inga við bandalagið. Vil ég um það segja það eitt, að jafn frá- leitt væri að hafna umleitunum fyrirfram eins og að fullyrða, að það mundi leiða til aðgengilegr- Við erum ekki einir í heiminum. Þá kvaðst ráðherrann verða að segja, að Framsóknarflokkurinn ynni illt verk með því að telja mönnum trú um, að okkur hag kvæm lausn á þessu máli væri auðfengin; við þyrftum ekki ann að en sýna okkar góða andlit og vitna til smæðar okkar, til að okk ur stæðu allar dyr opnar. Það gæti verið æskilegt fyrir okkur, að veröldin væri svona, en hún er bara á allt annan veg eins og við þekkjum af okkar litlu reynslu og aðrir þekkja miklu betur, sagði ráðherrann. Víst er það rétt hjá ÞÞ og EJ, gagnstætt því sem talsmenn Alþýðubanda- lagsins halda fram, að þjóðir V- Evrópu eru okkur yfirleit vin- veittar og vilja flesta hluti fyrir okkur gera. En við erum ekki einir í heiminum. Jafnvel þó þær vildu veita okkur margs konar hlunnindi og fríðindi, sem þær veittu ekki öðrum, þá er erfið- leiki þeirra við að veita okkur einum slíkt sá, að til þess yrði vitnað sem fordæmis. Það er sá mikli vandi, sem hér er við að etja, auk þess sem við skulum fúslega viðurkenna, að þótt mörg um af þessum mönnum sé vel til okkar, meinlaust og jafnvel hlýtt, þá stendur flestum þeirra eða mörgum mjög á sama um okkur. Valdamenn margra þessara þjóða þekkja lítið til íslenzkra þjóð- hátta og séreðlis okkar þjóðfélags og er vissulega ekki auðhlaupið að því, að koma þeim í skilning um, að við þurfum á sérmeðferð að halda. En einmitt í þeim efn- um hefur gegn ráðum Framsókn- arflokksins verið unnið mjög gott verk af viðskiptamálaráðherra og aðstoðarmönnum hans á sl. ári með því að vekja skilning og kunnugleik á okkar sérstöðu. Hvort það dugar, er þar að kem ur, er allt annað mál. Verðum að láta hlunnindi í staðinn. Þá vék ráðherrann að þeirri skoðun framsóknarmanna, að við mættum ekki sækja um annað en viðskipta- eða tollasamning, þar sem annars mundu umræðurnar berast að okkur óþægilegum efn um. Spurði ráðherrann, hvort þessum mönnum dytti virkilega í hug, að viðsemjendur okkar hefðu ekki rænu á að taka upp öll þau efni, sem þeir vilja ræða um og telja sínum hagsmunum nauðsynlegt eða æskilegt í sam- bandi við aðild íslendinga að EBE. Kvaðst ráðherrann segja að ild, þar sem með því ætti hann alveg eins við tolla- og viðskipta- samning, þar sem hann eðli sínu samkvæmt væri ekkert annað en aðild að bandalaginu. Nei, auðvit að fer það ekki eftir því formi, sem við höfum á okkar umsókn, hvað viðsemjendur okkar tala um, sagði ráðherrann. Þ. j er al- veg öruggt, að fulltrúar hinna ríkjanna og efnahagsbandalags- ins fitja upp á því, að ef fs- lendingar vilja fá hlunnindi hjá sér, verði þeir að láta hlunnindi í staðinn. Slikt er eðii a..ra milli ríkjasamninga og ekki einungis milliríkjasamninga, heldur og allra samninga milli manna frá örófi vetra. Það er vegna þess, að ríkisstjórnin gerir sér þetta ljóst, sem hún telur, að það sé ótíma bært í þessu stigi málsins ið binda okkur þannig fyrirfram, að við íslendingar viljum ekki eiga aðild að bandalaginu nema ein- ungis í formi viðskipta- og tolla- samninga. Þá benti ráðherrann á, að við hefðum mikla hagsmuni af fleiru í sambandi við EBE en a.m.k. eiginlegum to.’asamningi. En það er, hvaða stefnu þessir aðilar BOLZANO-rakbloðin jafnast á við þau dýrustu — en eru mikið ódýrari. fylgja yfirleitt í fiskveiðimálum, bæði um fiskveiðar og innflutn ing fisks í hið væntanlega banda lagssvæði. Ljóst sé, að ákvarð- anir bandalagsins í þessum efn- um geta ráðið öllu um okkar af- komu, jafnvel þótt við fengjum formlegan tolla- og viðskipta- samning. En þeir geta, eins og viðskiptamálaráðherra hefur vik ið að, gert slíka Samninga lítils virði með því t.d. að setja ákveon a reglur um landanir. Raunar megi segja, að ákvæði um land- anir og annað slíkt komi undir vlðskiptasamning, en þá eru a við komnir inn á það, að við- skiptasamningur sé ákaflega teygjanlegt hugtak, ekki síður <*n aðild, þannig að þetta tvennt hiýt ur algjörlega að mætast. * Ef viff gerum þaff ekki, gera þaff engir affrir. Að sjólfsögðu kvað ráðherr- ann alla sammála um, að ef við lægi, að við þyrftum að afsala okkur sjálfstæði til að gerast að- ili Efnahagsbandalagsins, mundi enginn okkar gerast talsmaður slíks. En við verðum einnig að muna, að það getur nú á dögum verið eina ráðið til að hafa eitt- hvað að segja um þau málefni, sem mestu máli skipta fyrir smá- ar þjóðir og stórar, að þær séu aðili í alþjóðasamtökum. Það er alveg víst, að þetta bandalag á eftir að taka margar ákvarðanir, sem geta haft úrslitaþýðingu um það, hvernig okkur vegnar í efna hagsmálum. Það er alveg víst, að það getur riðið á mjög miklu fyrir okkur að hafa einhvern að gang að því, að okkar rödd heyr ist þar, að við séum þar ekki al- gjörlega utan dyra. Og það er rétt fyrir okkur að hugleiða, að eina ráðið, til að eftir okkur verði munað, til að hagsmuna okk ar sé gætt, er að við látum sjálf ir í okkur heyra. Því að ef við gerum það ekki sjálfir, hverjir eiga þá að gera það? Þótt vinátta Vesturveldanna sé mikil, þá er hún þó ekki svo mikil, að þau gerist talsmenn íslenzkra hags- muna á kostnað hagsmuna sinna eigin manna, ef íslendingar hafa ekki aðstöðu til þess að vera sín- ir málflytjendur sjálfir. Þetta er vissulega eitt þeirra at riða, sem við verðum að hafa i huga, þegar við ákveðum okkar aðstöðu í þessu máli. Það má vel vera að það verði ekki hægt að sameina allt það, sem við sækj- umst eftir. En við eigum ekki á þessu stigi málsins að útiloka neina leið, sem fær kann að vera, þegar af þeirri ástæðu, að sú útilokun verður ekki virt af öðrum, aðrir tala um allt, sem þeim sýnist við okkur, og við eigum vitanlega sjálfir að sækj- ast eftir öllum þeim hlunnindum, sem við getum, sjálfra okkar vegna sjálfir, því að ef við gerum það ekki, gera það engir aðrir. Þ. e. a. s. ef framsókn fær aff koma í stjóra. Ég veit að Framsóknarmenn skilja þetta jafn vel eins og við hinir, og ég þekki þá nú svo vel, af margra ára samvinnu, að mér dettur ekki í hug að taka eitt augnablik gilda yfirlýsingu þeirra um það, að ekki komi annað til greina en tolla- og viðskipta- samningur af þeirra hálfu, ef annað betra væri fáanlegt. Það má vel vera, að þeir telji sér henta á þessu stigi málsins að halda slíku fram, eins og þeir hafa í ýmsum öðrum málum, sem ekki hafa minni þýðingu, t.d. varnarmálunum, haldið hinum fráleitustu hilutum fram fyrir kosningar, en síðan tekið upp skynsamlega afstöðu eftir kosn ingar þ. e. a. s. ef þeir fengu að koma í stjórn. Guðlaugur Einarsson málflutningsskrifstofa Freyjugötu 37. - Sími 19740. Magnús Thorlaeius Málflutnlngsskrifstofa. hæstaréttarlögmaffur. \ffalstræti 9. — Sími 1-1875

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.