Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 16

Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 16
16 MORCUNBLAÐIB Laugardagur 24. nóv. 1962' GUNNAR ASGEIRSSON H. F. Ti! sölu eru 5 herbergja glæsilegar íbúðir við Ægissíðu. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480. Jón Kr. EEéasson sextugur EINHVER mesti heiðursmaður í Bolungarvík, Jón Kr. Elíasson, skipstjóri, á sextíu ára afmæli í dag. Jón hefur verið annálaður dugnaðarmaður um árabil, sótt sjóinn af hörku og reynzt hér nýtur þjóðfélagsþegn. Jóni hafa verið falin mörg trúnaðarstörf í þágu byggðarlagsins á undan- förnum árum, m. a. setið í hreppsnefnd Hólshrepps um ára- bil Og starfað mikið að málefn- um sjómanna hér. Jón er vinsæll maður hér um slóðir og hjálp- samur, og ekki er að efa, að vinir hans senda honum hugheil- ar óskir á þessum merkisdegi. Um svo góðan mann er óþarft að geta, að hann er einlægur Sjálfstæðismaður og hefur verið alla tíð. — Ég undirritaður þakka Jóni og fjölskyldu hans vináttu á liðnum árum við heimili mitt og óska honum allra heilla á þessum degi. Friðrik Sigurbjörnsson. UTAN ÚR HEIMI Framh. ai. bls. 12. andi lista og bókmennta. Það ei ekki gott að segja, hvað af því hefði hlotizt, ef Tyrkir hefðu ekki verið sigraðir að þessu sinni á völlunum fyrir utan Vínarborg. Sennilegt, að margt hefði þá orð- ið öðruvísi í henni gömlu Evrópu. Én næsta dag, 8. október, fljúg- um við íslendingarnir á vit Tyrkj ans, sem er nú meinlaus orðinn og stórveldin gerðu að dyraverði við Bospórus eftir fyrri heims- styrjöld. Ferðin gengur að ósk- um. Tyrkland heilsar með hvolf- þökum og mjóturnum bænahús- anna í Istambúl. Við erum sýni- lega komin í land Múhameðs- trúarmanna. Hálfmáninn er kom- inn í stað krossins. LOGSIiÐUTÆKI OG VARAHLUTIR G. Þorsteinsson & Johnson Rif. Grjótagötu 7. — Sími 2-4250. Skrifstofustúlka Góð skrifstofustúlka óskast strax. Þarf að kunna vélritun og ensku. — GOTT KAUP. Tilboð merkt „Gott starf — 3228“ leggist á af- greiðslu blaðsins fyrir næstkomandi miðvikudag. EinbýEishús Stórglæsilegt einbýlishús 177 ferm. með bílskúr í nýja hverfinu í Garðahreppi, selst fokhelt með miðstöð. Húsið er 6—7 herb. Austurstræti 14 3. hæð símar 14120 og 20424. Síldarstúlkur vantar nú þegar til síldarsöltunar í Reykiavík. Upplýsingar í síma 34580 og 13802. GUNNAR HALLDÓRSSON. t/pp^ýsingar gefur i 2 LESBÖK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 ofan í vasann á hvítu skyrtunni minni.“ „Rétt er það,“ svaraði Agnarögn, „en svo vakn- ég við það, að mér var svo kalt á rófubroddin- um, að ég flutti mig í þennan hlýja ullarvasa. En af hverju ertu svona æstúr? Er nokkuð að? Klumpur lyfti Agnar- ögn varlega upp úr vas- anum og strauk henni. „Nei, nú er allt gott aft- ur,“ sagði hann og hló. „Nú skulum við flýta okk ur heim og fá morgun- matinn og þá skal ég segja þér, hvað litlu mun aði að þú lentir í þvotta- vélinni." Endir. öxl og sá tvo krúnurak- aða svartmunka laumast í áttina til mín. Ég eyddi engum tíma í að hugsa um, hvað þeir ætluðust fyrir, en spratt á fætur og tók umsvifalaust til fótanna. Ég heyrði mennina kalla eitthvað og fótatak þeirra, þegar þeir hlupu á eftir mér. Um þrjátíu metra spölur var á miili okkar og það reyndi ég áð færa mér í nyt. Ég þaut út gegn um undir ganginn, hljóp síðan eft- ir trjágöngum nokkrum og yfir götuna og var þá aftur staddur á mark- aðstorginu. Kveikt hafði verið á kynd:lum, sem vörpuðu mildri birtu um torgið, og ég flýtti mér að hverfa inn í mann- þröngina. Þegar ég leit um öxl, gat ég hvergi komið auga á þá, sem eltu mig. Ég var svo hræddur og flýtti mér svo mikið, að ég vissi ekki fyrri til en ég rakst á einn vegfarandann og velti honum um koll. Þegar ég rétti fram höndina til að reisa hann á fætur, sá ég, að þetta var drengur á aldur við mig. Hann var fölur og vesældarlegur og með lík amslýti, sem gerðu hann að kryplingi. Ég var í öngum mínum út af þess- ari slysni og reyndi á allan hátt að gera honum skiljanlegt, hversu mjög mér þótti fyrir þessu. Vonandi hefði ég ekki meitt hann? Hann horfði á mig með vaxandi athygli.. David Severn: Við hurfum inn í framtíðina Skyndilega fann ég á| mér, að einhver hætta steðjaði að. Ég leit um Svo greip hann í hand- legginn á mér og sagði: „Já. Það hlýtur að vera þú. Þú ert annar af drengjunum —, loksins ertu kominn!" Rödd hans var hrein og hvell og titraði af á- kafa. Ég skildi hann án teljandi erfiðleika. Hann talaði rnína eigin tungu næstum því rétt. „En vinur þinn? Hvar er hann? Hvar er hinn drengurinn?“ eins og nú hefði hann fundið undankomuleið, gaf mér bendingu og hvíslaði: „Komdu á eftir mér?“ Án þess að hika fylgdi ég honum eftir út af torg inu. Heppnin var sann- arlega með mér. Fyrst þessi drengur var banda maður minn, mundi mér takast flóttinn frá ofsækj Ég var svo undrandí, að ég gat varla svarað. „Þú, — þú veizt hverjir við erum?“ „Auðvitað veit ég það. Það vita allir í borginni. Þeir eru að leita að ykk- ur.“ Hverjir voru „þeir“? Hverjir höfðu leitað okk-’ ar? Voru það mennirnir í svörtu kuflunum? Ég reyndi í flýti að segja honum, hvað skeð hafði. „Vertu svo vænn að hjálpa mér. Feldu mig einhvers staðar. Þeir eru að elta mig,“ bað ég. „Heldur þú, að verð- irnir hafi séð þig?“ Ég kinkaði kolli. „Það var nú verra,“ sagði hann og virtist hugsa sig um. En svo brosti hann endum mínum og máske fengi ég meira að segja húsaskjól yfir nóttina. Á morgun gætum við svo leitað að Dick. . . . Við hlupum fyrir horn og lentum beint í flasið á svartkuflungum. Það var þýðingarlaust að ætla að snúa við. Þeir höfðu þekkt mig og hróp uðu og bentu. Einn þeirra greip í handlegg- inn á mér, annar svipti ábreiðunni ofan af höfð- inu á mér og benti hróð- ugur á snöggklippt hár mitt. Þeir voru ógnandi og hrottafengnir. Ég barð ist um á hæl og hnakka, en miátti mín einskis. Drengurinn með krypp- una hafði horfið eins og jörðin hefði gleypt hann. Ég svipaðist um eftir hon um, svo að ég gæti sagt honum meiningu mína, hversu auðvirðilegur svikari hann væri. Tæp- lega var þetta nein til- viljun, hann hafði sjálf- sagt vitandi vits leitt mig beint í gildruna. Að því loknu hafði hann svo laumast í burtu, ég gat að minnsta kosti hvergi séð hann. Dálítill hópur af fólki hafði strax safnast saman til að horfa á okkur. Um leið og ég var leiddur á brott milli tveggja svart- kuflunga, heyrði ég dreng inn kalla. Rödd hans var há og hvell og barst úr talsverðri fjarlægð. Ég heyrði að í þetta sinn tal aði hann hina undarlegu ensku, sem ég skildi illa. Á næsta andartaki kom hann þjótandi út úr hliðargötu í fararbroddi fyrir fjölda af reiðuin mönnum. Eftir það tók heldur betur að færast lif í tuskurnar. Hópurinn kom á harða spretti í áttina til okkar. Sumir þeirra báru stafi eða lurka. Svartkuflung- ar reyndu fyrst að kom- ast undan á hlaupum og drógu mig með sér. Ég gerði ráð fyrir, að fólkið væri að Ojarga mér og á- kvað að tefja för okkar sem mest. Allt í einu kast aði ég mér áfram af öllu afli um leið og ég dró fæturna eftir mér. Annar kuflmaðurinn hnaut við og sleppti tökunum á mér. Hinn gat ekki einu haldið mér uppi. Ég féll og greip í fallinu utan Framhald í næsta blaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.