Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 17
Laugardagtrr 24. nóv. 1962
MOItnr’TKTti 4 fílÐ
17
Þorbjörg Björnsdóttir
M
F. 10. 8. 1868 — d. 16. 11. 1962. |
Dauðinn bí5ur við dyraþrepið
dregur sig þar í hlé:
skotrar spyrjandi augum yfir '
iðjukonunnar vé,
— athugar hvort að æfiþráður
orðinn að bláþræði sé.
H. H.
ÞETTA erindi Borgfirzka skólds-
•ns friá Ásbj a r nar s tö ðuim kom
mér í íhiug er ég fyrir nokikrum
dögum frétti, að Þorbjörg vin-
ikiona mín ihefði verið flutt í
sjúlkrahús. Mér var vel_ kunn-
uglt um að ævilþráður ihennar
var orðinn óvenjulaagur. Hitt
vissi ég líika, að þessi óvenju-
lega iðjukona hafði aldrei hlíft
eér um dagana, svo að ekki var
lað undra þótt líkami hennar
væri orðinn mótstöðulítill. Það
fór líka svo, að dauðinn fann
Ibláþráð i æviþræði hennar, sem
hann sleit þann 15. þ.m. Og í
dag fer fram útför hennar fram
£rá Possvogskapellu.
öÞorbjörg Björnsdóttir var
fædd að Stóra-Bakka í Tungu-
Ihreppi, Norður-Múlasýslu, 10.
ágúst 1868. Hún var barn að
(aldri er faðir Ihennar dó, og
dvaldist hún hjá skyldmennum
sínum mörg næstu ár. Rúmlega
tvítug stundaði hún nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík
Einnig lærði hún fatasaum, sem
varð aðalatvinna hennar næstu
árin, enda mjög eftirsótt til
þeirra starfa.
(Hún átti lengi heima i Firði
I Seyðisfirði og var af ýmsum
Ikennd við þann stað. Á þessum
árum d'valdi hún oft langdvöl-
uim á Dvergasteini og tengdist
því heimili órjúfandi vináttu-
böndum.
Þegar Halldór Vilhjálmsson
fók við skólastjóm og búi á
Hvanneyri vorið 1907, flUttist
Þorbjörg þangað og gerðist ráðs-
ikona hjá honurn á þessu mikla
höfuðhóli. Var þetta mikið færzt
S fang, en hún var þá orðin
nnjög þroskuð kona og leysti þetta
starf svo vel af hendi, að frá-
bsert þótt.
Er Halldór giftist frændkonu
Binni, Svövu Þórhallsdóttir, frá
OUauíási, var að vísu miklum
vanda létt af Þorbjörgu, þótt
verkefni hennar væru enn ærin,
Ibæði utanhæjar og innan. En
nokkurn ugg mun hún þó hafa
Iborið í brjósti gagnvart þessari
glæsilegu húsmóður sinni, sem
fluttist £rá hinu nafnkennda
hiskupssetri. Þetta reyndist þó
éstæðulaus kvíði, því mi'lli þess-
ara tveggja kvenna skapaðist
innileg vinátta sem entist Þor-
björgu til leiðarloka og varð
henni til ómetanlegrar hamingju.
ég Ikynntist Þodbjörgu ekki
ifyrr en ég fluttist að Hvanneyri,
árið 1922. Vorum við næstu ár-
in að ýmsu leyti mjög nánir sam
starfsmenn og tel ég mig því dóm
bæran um störf hennar á Hvann-
eyri þetta tímabil. Er þar skemm-
st að segja, að ekki hef ég kynnzt
neinum, sem unnið hefur- hús-
bændurn sínum af meiri trúmenn-
sku en hún. Fór saman 'hjá henni
óvenjumikil starfsorfka og hag-
sýni. Var þessi trúmennska henn-
ar líka metin að verðleikum, því
hún tengdist Hvanneyrarfjöl-
Skyldunni óvenjulega sterkum
böndum, sem ekki biluðu hvað
sem á reyndi.
Halldór Villhjálmsson andaðist
vorið 1936 og árið eftir fluttist
Þorbjörg frá Hvanneyri eftir að
hafa verið þar ráðskona í 30 ár.
Hún yfirgaf þennan stað og
marga vini þar og í nágrenni
hans með sölknuð í huga, og
fluttist ti'l Reykjavíkur. Bjó hún
lengst r.f hjá frú Svövu, en einn-
ig öðrúhvoru hjá 'börnum hennar,
Síðustu mánuðina hjá elzta barn-
inu, Valgerði.
Þorbjörg bjó enn yfir mikilli
starfsorku er hún fluttist til
Reykj'arvíkur og því sístarfandi.
En hin síðustu ár var hún mjög
þrotin að 'kröftum. Uppskar hún
þá rikuleg laun fyrir erfiði fyrri
ára, því að frú Svava, börn henn-
ar og þeirra nánustu reyndust
henni eins og hún væri móðir
þeirra. Og það hafði hún líka
kappkostað að vera.
Þorbjörg bar engan kvíðboga
fyrir komu dauðans. Og það er
gott til þess að hugsa, að feðg-
inin, Halldór, sem hún dáði og
vann það er hún mátti og Sigga,
er allir unnu er henni kynntust,
skuli taka á móti henni í hinum
nýju heimkynnum og styðja hana
fyrstu skrefin.
Ég og kona mín færum Þor-
björgu innilegar þakkir fyrir ó-
rofa vináttu um tugi ára og biðj-
um guö að blessa hana .
Þorgils Guðmundsson,
Gamla konan sem ekki varð
gömul er búin að kveðja okkur
og leitar nú til ókunnra landa í
barnslegri trú og einlægni hug
ans.
. En því var sálin ávalt ung í
gamalmenninu 94 ára? Var það af
því að þar var fögur sál, er
ávallt var ung, undir silfurhær
um, eins og skáldið, Steingrímur
Thorsteinsson, segir svo fagur
lega? Eða var það líka og þá enn
frekar að kærleiksglóðir eliífrar
manngæzku loguðu ávallt í
hjartanu og héldu því ungu?
Kærleiksglóðir, sem loguðu
skírar og skírar eftir því sem
árin færðust yfir, eins og loginn
hinn helgi sé með þeim stór
merkjum, að hann dragi æ meir
og meir að sér og efli sig, sé hann
tendraður í mannssálinni og
sé hlúð að honum með þjónustu
semi og sívakandi alúð, og verði
svo er tímar líða innri eldur er
ljómar í augum og gefur hlýju og
umönnun í starfsömum og vinnu
lúnum höndum.
Við höfum svo mörg hlýjað okk
ur við hjartaeldinn hennar Tobbu
sem alltaf logaði, skær og bjart-
ur.
Ég má þar sjálfsagt mest um
mæla, því lengst hefi ég notið
návistar hennar umönnunar af nú
lifandi fólki. Starfið 1 þágu
heimilisins á Hvanneyri í nærri
30 ár var náttúrlega alveg ómet
anlegt. Eins verkfær kona og
Þorhjörg var og marghæf. Kunni
öll verk úti og inni og skyldu-
rækni og trúmennska var svo að
af bar. Ótal margir velunnarar og
vinir minnast hennar þaðan auk
fjölskyldunnar, sem mest naut
hennar.
Eftir flutning okkar beggja til
Reykjavíkur höfum við verið
saman í blíðu og stríðu, sem nánir
ættingjar og vinir og ávallt verið
bjart yfir sambúðinni. Hún hefur
ávallt verið meira þjónandi, en
ég hefi tekið meira á móti þjón
ustunni, en ég vona bara að ég
hafi getað veitt eitthvað í stað
inn. Ef til vill og að líkindum
hefur forsjónin verið mín megin,
í mínum höndum. Aldrei gat
herini verið fullnægt í því sem
hún vildi fyrir mig gera bæði í
hversdagslífinu og líka í veik-
indum og þá ekki síður í gleði
stundum lífsins með börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
og vinum. Hún uppskar það fyrir
veru sína og starf á Hvanneyri
að hún fékk stóran hóp til þess
að elska. Hún unni mínum börn-
um eins og hún ætti þau sjálf,
ekkert var þeim of gott og þeim
er það ómetanlegt að hafa notið
kærleika hennar og aðhlynningar
í svona langan tíma.
Ég hefi oft huggað mig við það,
þegar mér hefur fundizt að hlut
verik þjónustuandans, kæmi of
mikið í hennar garð að hún hafi
fengið í staðinn börnin mín' til
þess að elska og það hefur auðg-
að hennar sál og veitt henni þá
þróun að geta fundið til og geta
elskað. Yið erum öll hér í þakkar
skuld sem við viljum minnast.
Gott er að hugsa til þess hve
ein mannvera getur afkastað á
lífsleiðinni, getur hlúð að mörg-
um og glatt marga og unnið
margt starfið öðrum mönnum og
fósturjörðinni til heilla og fram-
þrifa. Og er við gerum okkur
grein fyrir hve miklu mannlegar
hendur geta komið til leiðar og
hve miklu mannlegur góðvilji
getur áorkað, ættum við að trúa
því, að mannlegur góðvilji sam
einaður í góðvilja og algæsku
Guðs, geti miklu komið til leið
ar og valdið straumhvörfum þeg
ar hætta steðjar að mannkyninu
eins og nú. Viljum við öll, sem
unnað hafa Þorbjörgu Björnsdótt
dóttur og elskum hennar minn-
ingu helga minningu hennar með
því að beina bæn okkar og vilja
til algóðs skapara okkar að láta
logann helga umlykja hjörtu
mannanna og alla jörð og veita
enn sem áður frið á jörðu og
blessun yfir mannkyn.
Svava Þórhallsdóttir.
+ + +
Þegar ég minnist æskudaga
minna á Hvanneyri, koma upp í
huga minn margar ljúfar myndir
og á flestum þeirra er hún Tobba.
Ef okkur strákana vantaði
snæri, þegar við áttum að sækja
hesta út í land, þá var leitað til
Tobbu, ef okkur vantaði nagla
eða hamar til að smíða skip til
að sigla í stokknum, þá var einn
ig leitað til hennar, og ef við
komum svangir eða kaldir heim
úr einhverjum leiðangri þá átti
Tobba æfinlega eitthvað tilbúið
handa okkur í eldhúsinu, eitt-
hvað gómsætt og hressahdi.
Annars etr þýðingarlaust að
telja allt það upp sem hún Tobba
gerði, það yrði allt of langt, en
ég get samt ekki annað en
minnzit á, hvernig hún virtist
skynja líðan og þarfir annarra.
Ef Tobba var beðin bónar, þá
var eins og hún væri þakklát
fyrir að geta gert manni greiða,
og hversu oft var það ekki sem
hún hafði framkvæmt óskir okk
ar, áður en við vorum búin að
gera okkur grein fyrir þeim sjálf.
Það má því með sanni segja,
að æðsta ósk Tobbu hafi verið
að gleðja aðra, hvort sem það
var með gjörðum, gjöfum eða á
annan hátt.
Orð eru svo fátækleg, þegar ég
ætla að kveðja þig og þakka þér
í nafni systkina minna og barna
okkar, fyrir þau 55 ár, sem þú
hefur verið hjá fjölskyldu okkar,
Tobba mín. Vertu sæl, ég þakka 6
þér þína ástúð, þína ljúfmennsku
og umönnun og bið góðan Guð
að blessa þig.
Þórhallur Halldórsson.
T rúlof unarhringcu
Hjálmar Torfason
gullsmiöur
Laugavegi 28, 2. hæð.
Njósnarar . . .
Framh. af bls. 10
reyndar að taka við áskrift
erlendra hernaðarfulltrúa, en
Monat og þeir félagar hans
sáu auðveldlega við því. Ann-
að hvort gerðust þeir áskrif-
endur í annarra nafni eða
þeir gengu inn á ritstjórnar-
skrifstofurnar og gátu keypt
þar gömiul eintök af ritunum
án þess að greina frá nafni.
Pólska sendiráðið og raun-
ar öll önnnur sendiráð Aust-
ur Evrópu ríkja voru áskrif-
endur að gríðarlegum fjölda
amerískra blaða og fengu með
því móti mikið magn af upp-
lýsingum. Monat segir t.d.
frá því, hvernig hann gat
fylgzt með endurðkipulagn-
ingu bandaríska hersins með
því að gerast áskrifandi að
litlum blöðum, sér í lagi frá
bæjum og héruðum þar sem
voru setuiið, flugvellir o.s.frv.
Bóik hans ,,Spy in the U.S.“
sem skrifuð er í samvinnu við
John Dill, hernaðarsórfræð-
ing tímaritsins Life, er þann-
ig fyrst og fremst aðvörun til
hinnar bandarísku þjóðar um,
að vera ekki hugsunarlaust
opinská við hvern sem er —
enda þótt Monat viðurkenni,
að sá eiginleiki bandarísku
þjóðarinnar sé einna mest að-
laðandi. I bókinni er einnig
lögð áiherzla á hinn gamla
sannleika, að lýðræðisrí'kin
standi iUa að vígi í hinu
kalda stríði við einræðisöfl.
Það er ein af meginhuigmynd-
um lýðræðisins að umræður
um deilur og erfiðlei'ka fari
fram fyrir oipnum tjöldum
og að þjóðin, sen. er hin raun-
verulegi váldhafi. eða ætti
að vera það, fái að fylgjast
með því hvað stjórnin aðhefzt,
líka þar sem um er að ræða
varnir • hennar og fjárútlát
þeirra vegna. En, þetta er
einnig einn af megingöllum
lýðræðisþjóðfélagsins, eink-
um í hinu Ikalda stríði.
Pawel Monat var sannfærð-
ur kommúnisti alh frá barn-
æsku en samtímis pólskur
ættjarðarvinur. Hann efaðist
ekki um takmark kammúm-
ismans og loforð har og átti
því vísan skjó.tan fnama í
pólska hernum, en efinn tók
að gera vart við sig, þegar
herinn var iátinn hlíta yfir-
stjórn Rússa.
Efasemdirnar gerðust æ á-
gengari þegar hann var send-
ur til vígstöðvanna í Norður-
Kóreu og þær urðu eins og
skuggi í eimkalífi hans, þegar
hann sá með eigin augum líf-
ið í Bandaríkjumum og upp-
götvaði. að honum varð ó-
ljúft að gera það, sem hanm
áður haíði talið létt verk, að
bata, fyririíta og svíkja Banda
ríkjamenn.Eftir að hahn var
kominn 'heim og seztur í trún-
aðarstöður, varð efinn loks að
vissu um, að hanm gæti ekki
haldið áfram að vera svo klof
in persóna.
Hann sá hvernig allur pólski
herinn var þjálfaður fyrir ár-
ésaratríð og bann segir frá
'því, að áætlanir hafi verið
gerðar um, að pólski herinn
ætti. ef til stríðs kæmi, að
sækja fram fyrir norðan Ber-
lin og pólski flotinn að hafa
það hlutverk að hernema
Borgundarholm og auðvelda
sem Rússarnir töldu nauðsyn
þar með hertöku Svíþjóðar,
lega og óhjákvæmilega.
FLÓTTI TIL FRELSIS.
í desemiber 1958 tók Monat
ákvörðun. Þar sem hamn yar
trúnaðarmaður í leyniþjónust
unni var engum erfiðleikum
bundið fyrir hann að fá leyfi
til þess að taka fjölskyldu
sína með sér í eftirlitsferð
og sumarfrí til Austur-Evrópu
og Austurrí'kis. Er til Vínar
kom hélt bann ralkleitt til
bandaríska sendiráðsins og
sagði við majórinn, sem hann
náði tali af: ,,Ég er Pawel
Monat ofursti. Ég var pólskur
hermálafulltrúi í WaShington
þar til fyrir ári síðar.. Ég er
nú yfirmaður þeirrar deildar
pólsku leyniþjónustunnar,
sem hefur urosjón með starfi
hermálafulltrúa. Ég fer þess
á leit við stjórn yðar að hún
veiti mér hæli í Bandaríkj-
unum, nem pólitískum flótta-
manmi“.
,,Ég grandskoðaði andlit
hans meðan ég talaði", skriíar
Monat — „ég hafði alla leið-
ina frá gisti'húsinu velt þvl
fyrir mér hvernig viðbrögðin
yrðu. í fyrstu var ég ekki viss
trúaður á mig og hefði ég
ekki verið svona dauðþreytt-
um það. Majórinn starði van-
ur hefði ég vafalaust brosað
að undrunarsvipnum sem
breiddis’t yfir andlit hans,
Majórinn lagði greinilega hart
að sór til þess að finna hið
rétta svar við þessari óvæntu
yfirlýsingu. En svo birti yfir
honum — hann rétti mér höhd
ina og sagði: „Velkominn til
Bandarí'kjanna ofursti.
Sex klukkustundum eftir
að Monat kom til sendiráðs-
ins voru hann. kona hans og
þrettán ára sonur komim um
borð í flugvél, er flutti hann
áleiðis til Bandaríkjanna. En
það var ekki fyrr en ári seinna
að það var látið uppi í Banda-
ríkjunum, að hann hefði leit-
að frelsisins. Og nú er bók
hans, sem hefur verið tafin
af öryggisástæðum, komin út.
Bók Monats er oft spenn-.
andi og stundum kímim. Hún
segir frá himni stöðugu ref-
skák hinna austur-evrópsku
hermálafulltrúa og bandarísku
rí'kislögreglunnar. Hún gefur
afhyglisverða innsýn í njósna
tækni og sýnir hinar ótrúleg-
ustu öryggisráðstafanir, til
þess að gæta þeirra leyndar-
má-la, sem hermálafulltrúarn-
ir hafa stölið úr landi. þar
sem þeir dveljast sem opin-
berir sendisveitarmenm. En
fyrst og fremst er hún aðvör-
un — ekki aðeins íbúum
Bandarílkjanna heldur íbúum
allra lýðræðisríikja: Njósnar-
arnir eiga allt of hægt um
vik.
Selfoss og nógrenni
Undralækningar
nefnist erindið sem
SVEIN B. JOHANSEN
flytur í IÐNAÐARMANNA-
HÚSINU sunnudaginn 25.
nóvember kl. 20:30.
Söngur — Tónlist
.Allir velkomnir.