Morgunblaðið - 13.12.1962, Síða 10
10
r
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. des. 1962
TeUaúngin er gerð eftír lýsingu Uffe Jensen, skipstjóra á Bulbjerg, á þvi, hvernig stálbáturinn valt skyndiiega á hliðina.
Sjóhæfni sfálbáta
þykir ekki örugg
MIKIL skrif hafa verið i
dönsku blöðunum undanfarn-
ar vikur um sjóihæfni stál-
báta og slys sem hafa orðið
á þeim á þessu ári. Rannsókn
hefur verið fyrirskipuð á sjó-
hæfni þeirra.
Á þessu ári hafa danskir
stálbátar lent í sjö sjóslys-
um.
Hinn 16. febrúar hvarf bát-
urinn Torövig frá Hirtshals
sporlaust í hafið. Sex menn
fórust með honum og hefur
aldrei spurzt til báts né á-
hafnar.
Hinn 17. febrúar hvolfdi
Karna Schröder frá Esbjerg
í miklum sjógangi. Fimm
fórust með bátnum. Brak rak
í nokkra daga á vesturströnd
Jótlands.
Hinn 17. febrúar fórst
þriðji stálbáturinn. Það var
Lorentz Nielsen frá Hirtshals.
Þrír af áhöfninni fórust, en
tveim var bjargað af fleka
32 tímum síðar .
Hinn 7. nóvember sökk
Nina Nordfisk frá Skagen í
stormi við Noregsstrendur.
Sökk báturinn 5 m‘ín;tum eft-
ir að hann fékk hnút á sig.
Þrír fórust og þrem var bjarg
að. Nina Nordfisk var stærsti
stálbátur Dana.
Hinn 18. nóvember valt
Nilan frá Esbjerg á hliðina,
eftir að hafa fengið á sig
hnút í slæmu veðri. Áhöfn-
in fór í bátana, en flakið var
á floti í tvo sólarhringa áð-
ur en það sökk í hafið.
Hinn 8. desember varð á-
höfnin að yfirgefa Jette Marie
frá Esbjerg. Leki kom að bátn
um í stafni hans. Einum og
hálfum sólaihxing síðar sökk
báturinn.
Hinn 8. desember valt Bul-
bjerg frá Hirtshals skyndilega
Nákvæm líkön af stálbátum verða reynd í vatnsþró til að
reyna þan við mismunandi aðstæður. Myndin sýnir líkan,
sem oltið hefur á hliðina, eins og hinir raunverulegu stál-
bátar hafa gert áður en þeir sukku.
á hliðina. Báturinn var við
akkeri og riðu á hann tveir
hnútar. Fimm minútum síðar
tók báturinn að rétta sig við
faægt og Sígandi.
Þannig hljóðar raunasagan.
Það er ekki að undra, þó<tt
Dönum lítist ekki á blikuna
og hafi fyrirskipað rannsókn
á sjóhæfni stálbátanna. Enda
eru þeir 90 talsins í fiskiskipa
flotanum.
Ef til vill getur skipstjór-
inn á Bulbjerg, Uffe Jensen,
hjálpað til að leysa gátuna
um hin tíðu slys á stálbátun-
um.
Uffe Jensen var í stýridhúsi
Bulbjerg, þegar báturinn fékk
hnútinn á sig og lagðist á hlið
ina.
— Við vorum öruggir um,
sagði skipstjórinn, að tæki
báturinn á sig sjó aftur sykki
Uffe Jensen hefur lýst sig
reiðulbúinn til að fara aftur
út með Bulbjerg, en hann er
samt faxinn að finna til nokk
urs öryggisleysis.
— Ég veit ekki favers vegna
Buibjerg lagðist é hliðina og
ég veit ekki favers vegna hann
rétti sig við aftur. En það er
klárt, að eitthvað er ekki eins
og það á að vera. Ég hef ekki
viljað viðurkenna það til
þessa, en eftir ferðina á laug-
ardag er ég ekki í vafa leng-
ur. Það er eitthvað að bátn-
um, sagði Uffe Jensen.
Bulbjerg var byggður í
Hollandi að nokkru, en lokið
við smíðina í Danmörku. Tveir
hinna sokknu stálbáta voru
einnig smíðaðir í hollenskum
og dönskum skipasmíðastöðv-
um, tveir eingöngu í Dan-
mörku og tveir í Hollandi.
Erik Kristensen, skipstjóri
á Esbjergbátnum Nilan, sem
sökk 18. nóv., lýsti yfir því,
að þrátt fyrir slysið hefði
hann mikla trú á stálbátun-
um og sjófaæfni þeirra. Hann
kvaðst treysta stálinu .
Rannsókn
í Dan-
hann samstundis.
— En báturinn rétti sig við
eftir 4—5 mínútur. Við höfð-
um 300 kassa af fiski, sem
hlaðið var í botn bátsins, svo
ekki faefði átt að vera neitt
í ólagi með jafnvægið.
vegna 7
slysa í ár
Eftir síðustu stálbétaslysin
keypti Kristensen nýjan bát,
Helsing, sem er byggður úr
tré.
Danska skipaeftirlitið hefur
fyrir nokkru hafið rannsóknir
á sjóhæfni stálbáta. Svo und-
arlega vildi til, að einn af
þeim bátum, sem hafði ver-
ið skoðaður og nota átti við
rannsóknirnar, Jette Marie,
sökk í desemberbyrjun.
Leki kom að bátnum á sama
hátt og getur hennt venjulega
trébáta. Skipaeftirlitið faefur
lýst yfir því, að ekkert athuga
vert hafi fundizt við sjóhæfni
Jette Marie.
Danska skipaeftirlitið hefur
ekki enn gengið frá áætlun-
um sínum varðandi rannsókn-
ir á stálbáturium. Það verð-
ur að gera eftir því sem þeir
koma til faafnar faver af öðr-
um.
í rannsóknarstöð skipaeft-
irlitsins í Lyngby verða not-
uð nákvæm 1-íkön af stáibát-
um, sem höfð verða í stórri
vatngþró til tilrauna á sjó-
hæfni bátanna við mismun-
andi aðstæður (sjá mynd).
Skipaeftirlitið varar við
því, að menn láti móðursýki
ná tökum á sér vegna stál-
bátanna.
Það bendir á, að Höllend-
ingar hafi varla byggt 600 stál
báta, ef sjóhæfni þeirra væri
í rauninni langt fyrir neðan
allar hellur.
1 miklum öldugangi fylgja trébátarnir öldunum, en stálbátarnir brjótast í gegn um þær
vegna þunga síns, eins og teikningin sýnir.
Vandaðar
kommóður
hentugar til jólagjafa.
Hrrotan, húsgagnaverzlun
Þórsgötu 1. — Sími 20820.
Vinna óskast
Ábyggilegur maður óskar eftir aukavinnu eftir kl. 6
á daginn og um helgar, t.d. við iðnað, innheimtu,
akstur o.fl. Upplýsingar í síma 10634.
Oddgeir Þorkels-
son, Asi, Carðahr.
F. 27. 5. 1880 — D. 16. 11. 1962
Kveðja frá
Sigurði Rúnari Jónassyni
Hér skiljast lífsins leiðir
og 1-ausninn himnesk breiðir
sín blóm að beði þínu
með bænar orði mínu.
Þig leiddi herrans hendi
þinn hugur gott mér kenndi
mín hönd í hendi þinni *
var heij á barnsleið minni.
Nú fagrar þakkir færi
þér fóstri minn hjartkæri,
þín ljós mér lifa og skína
og lýsa vegi mína.
L. S.
Ráðskona
óskast að mötuneyti á Suðurnesjum. Ágætt húsnæði.
Tilboð merkt: „Reglusöm — 3990“ sendist á afgr.
Mbl. fyrir 18. desember.
Við Ægissíðu
eru til sölu 5 herb. efri hæð og rishæð í sama húsL
• Málflutningsstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.