Morgunblaðið - 13.12.1962, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.12.1962, Qupperneq 16
16 MORGUNBT. 4niB Fimmtudagur 13. des. 1962 xöuo.n S K E E GJ AG O T U I 5 í rvi I I >2 9 • 2 3 Skip hans hátignar ÓDYSSEIFUR Æsispennandi bók, sem segir frá sjóhernaðinum í síðustu heims- styrjöld og gerist að langmestu leyti á hafinu norðan og norð- austan við ísland. ÓDYSSEIFUR er bókin, sem aflaði höfundi sínum héimsfrægðar á fáum mánuðum og hratt öllum fyrri sölumetum. Hvarvetna um heim hefur þessi bók hlotið frábærar viðtökur og einróma lof. „Þér leggið hana ekki frá yður, fyrr en að lestrinum loknum“. — Hakon Stangerup. ,,Þér sofnið ekki, fyrr en undir morgun. Maður verður að ljúka lestrinum — og iðrast þess ekki“. — Xom Kristensen. „Bezta bók um sjóhernaðinn, sem ég hef lesið“. — Stig Alhgrein. „Bók sem tekur mann heljartökum". — E. B. Garside. „Afburða snjallar og ógleymanlegar lýsingar". — Observer. Áður eru komnar út á íslenzku tvær bækur eftir Alistair MacLean: Byssurnar í Navarone og Nóttin langa. Örfá eintök af þeim fást ennþá, en þær eru alveg á þrotum. Sígildar sögur IÐUNNAR - I. bók BEN HLR Eftir Lewis Wallace. — Sigurbjöm Einarsson biskup þýddi. BEN HÚR, kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1880. Þau rúm áttatíu ár, sem síðan eru liðin, hefur saga þessi farið slíka sigur- för um allan heim, að algert einsdæmi er. Hún hefur verið þýdd á fleiri tungumál og komið út í fleiri útgáfum en nokkur önnur bók á þessu tímabili, að biblíunni einni undanskilinni. Þrjár kvik- myndir hafa verið gerðar eftir sögunni, og hefur aðsókn að þeim hvarvetna verið fádæma mikil. Nýjasta myndin, sem er tekin í litum, er dýrasta kvikmynd, sem gerð hefur verið í heiminum til þessa. — Sextán myndasíður úr þeirri kvikmynd prýða þessa útgáfu sögtmnar. Vinsældir og útbreiðsla BEN HÚRS er engin til- viljun. Sagan er litrík og margslungin, afar áhrifa- mikil, mjög spennandi og vel rituð. Bakgrunnur sögunnar eru átökin milli Rómverja og Gyðinga. Sögusviðið er Gyðingaland og stórborgirnar Róm og Antíokkía. Aðalsöguhetjan, Ben Húr, líf hans og örlög, gleymast engum, sem söguna hafa lesið. BEN HÚR er fyrsta bók í flokki skáldsagna, er valið hefur verið hið sameiginlega heiti SÍGILDAR SÖGUR IÐUNNAR. í þeim flokki verða einvörðungu víðkunnar úrvalssögur, sem um áratuga skeið hafa verið vinsælasta lestrarefni fólks á öllum aldri. En til bóka- flokksins er ekki hvað sízt stofnað í þeim tilgangi að gefa æsku landsins kost á að lesa þessar vinsælu og sígildu bækur í góðum þýðingum og vönduðum útgáfum. I Ð U N N — Skeggjagötu 1 — Sími 12923. Þjónn á hverjum fingri... NILFJSK heimsins bezta ryksuga. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. O. KORNERUP• HANSEN Sími 12606. Suðurgötu 10. (16 kiri ír FrSrihkir) Siiigsij.: Jii hgtirum Ciil gat nir ■)« Giigin ili i kriigta IMý hljómplata Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar Ómissandi fyrir litlu börnin yfir jólin FÁLKINN H.F. Shrifstoíustúlho Shrifstoiustúlho sem góða æfingu og kunnáttu hefir í bókhaldi,. enskum, dönskum og íslenzkum bréfaskriftum, óskast nú þegar, eða 1. janúar næstkomandi. GOTT KAUP. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka — Skrifstofustörf — 1956“ óskast lögð á skrifstofu Morgunblaðsins, ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmælum, ef fyrir liggja, fyrir 27. þessa mánaðar. Mótavir Múrhúðunarnet H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4 Sími 38300 BOTAGREIÐSLUR almannatrygginga í Reykjavík Áuk venjulegs útborgunartíma verða bætur almannatrygginga í Reykjavík greiddar fyrir jólin sem hér segir: Fimmtudaginn 13. des. hefjast greiðslur fjölskyldubóta fyrir 3 börn eða fleiri, en greiðslur til eins og tveggja barna hefjast þriðjudag- inn 18. þessa mánaðar. Laugardaginn 15. desember verða allar bætur, aðrar en fjölskyldubæt- ur fyrir eitt og tvö börn greiddar óslitið frá kl. 9,30 til 3 e.h. Þriðjudaginn 18. desember verða allar bætur greiddar óslitið frá kl. 9,30 f.h. til kl. 0 e.h. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári kl. 12 á hádegi mánudaginn 24. þessa mánaðar (aðfangadag) og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutíma í janúar. Ársgreiðsla bóta eru sem hér segir: Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga kr. 17.465,00 Elli og örorkulífeyrir hjóna — 31.438,00 Barnalífeyrir — 8.385,00 fyrir hvert barn Fjölskyldubætur — 3.028,00 fyrir hvert barn Tryggingastofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.