Morgunblaðið - 13.12.1962, Page 17

Morgunblaðið - 13.12.1962, Page 17
Fimmtudagur 13. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 Jóhanna E. Briem FRÚ JÓHANNA Eggertsdóttir Briem, ekkja séra Einars Páls- sonar frá Reykholti, andaðist 4. desember sl. að heimili yngsta sonar síns, Vilhjálms bónda að Laugarbökkum í Ölfusi. Hún var fædd að Hjaltastöð- um í Skagafirði 2. febrúar 1872 og var yngst barna hinna þjóð- kunnu sýslumannshjóna Eggerts Gunnlaugssonar Briems og Ingi- bjargar Eiríksdóttur sýslumanns Sverrissonar, en þau hjón voru mjög barnmörg. Var frú Jóhanna 19. barn þeirra og hið 13. sem upp komst, en öll urðu þau systkin þjóðkunn og þóttu bera menningu æskuheimilis síns fag- urt vitni. Eggert sýslumaður lét af emb- setti 1884 fyrir aldurs sakir, þá 73 ára gamall, og fluttust þau hjón til Reykjavíkur með yngstu börn sín. Naut frú Jóhanna hér ágætrar menntunar, en að móð- ur sinni látinni tók hún við stjórn heimilisins og þótti farast það myndarlega, því að heimilið var allstórt. Auk fjölskyldunnar bjuggu þar nokkrir skólapiltar, og einn þeirra var Einar Páls- son (f. 1868). Tókust brátt með þeim ástir, og 27. júlí 1893 gengu þau að eigast. Var Einar þá ný- vígður, hafði fengið veitingu fyrir Hálsi í Fnjóskadal, og settu þau þar bú saman. Var þeirra mjög saknað, er þau fluttust það- on 1904, er séra Einari var veitt- ur Gaulverjabær, enda hafði þeim vel farnazt þar og orðið gott til vina. 1 Gaulverjabæ bjuggu þau til 1908, er séra Ein- ori var veitt Reykholt, en þar bjuggu þau sín beztu ár og voru jafnan síðan kennd við þann stað. Séra Einar var búhöldur mikill og einkar sýnt um alla verkstjórn. Lét húsfreyjan þar eigi sinn hlut eftir sem að lík- um lætur, enda þótti öllum gott hjá þeim að vera. Reykholti þjónaði séra Einar til vors 1930 en lét þá af emb- setti, og fluttust þau hjónin til Ingibjargar Eyfells, elztu dóttur Sinnar. En séra Einar gerðist féhirðir Söfnunarsjóðs íslands og ainnti því starfi á meðan heilsan leyfði um 10 ára skeið, en þá tók hann að þjást af sjóndepru og varð loks óvinnufær. Fluttust þau þá að Laugarbökkum til yngsta sonarins, og þar andaðist séra Einar 1951. Einar prestur var hámenntað- ur maður, og var einkum kunn- áttu hans í erlendum tungum við brugðið. Hann var ákaflega fróður og viðlesinn og söngvinn mjög, enda listaskrifari á nótur. Var það mál manna, að hann væri hið mesta göfugmenni. Þeim frú Jóhönnu varð sjö barna auðið, og líkjast þau for- eldrum sínum að mannkostum. Næst-elzta son sinn, Gunnlaug Briem guðfræðing, misstu þau ungan 1929, og varð hann öllum kunnugum harmdauði, enda fá- gætur drengskaparmaður. Hafði hann um langt skeið verið fyrir búi foreldra sinna. Elztur barna þeirra er Eggert, héraðslæknir í Borgarnesi, kvæntur Magneu Jónsdóttur, og eiga þau 7 börn. Næst er Ingi- björg, húsfreyja í Reykjavík, kona Eyjólfs Eyfells málara, og eiga þau 4 börn, þá Svanbjörg, ekkja Arna Björns Björnssonar gullsmíðameistara og kaup- manns í Reykjavík, eignuðust 4 börn, þá Valgerður húsfreyja, kona Stefáns bónda ólafssonar í Kalmanstungu, eiga 3 börn, þá Páll, forstjóri Stillis í Reykjavík, kvæntur Gyðu Sigurðardóttur, eiga einn son, og loks Vilhjálm- ur, bóndi að Laugarbökkum, kvæntur Jórunni Guðmunds- dóttur, eiga 5 börn. Frú Jóhanna átti hið fegursta ævikvöld í hópi sinna mörgu af- komenda og vina. Hún hafði í vöggugjöf hlotið það, sem for- feður vorir kölluðu byrði hina beztu, en það var mannvit og drengskapur. Fölnaði hvorugt, þótt aldur færðist yfir, enda hlotnaðist henni það hlutskipti, sem íslendingar hafa jafnan bezt talið, að hafa heilindi sitt og án við löst að lifa. Bjarni Guðmundsson. Loftpressa á bíl með vökvakrana til leigu. Vélsmiðjan Kyndill Sími 32778. velja það bezta til jólanna! Jarðarberjasulta A Bl. ávaxtasulta Hindber j asulta Bláberja- og sveskjusulta Ananas- og appelsínu-marmelaði. 3 teg. ávaxtahlaup 4 teg. saft 4 teg. íssósur Tómatsósa Efnagerðin Valur hf. Sími 19795. Tvær starfsstúlkur óskast til aðstoðar í eldhúsi frá 5. janúar. MÖTUNEYTI SKÓLANNA, Laugarvatni. Upplýsingar í síma 9, Laugarvatni. SPEGLAR - SPEGLAR Speglar í TEAK-römmum fyrirliggjandi. Margar stærðir og gerðir. Ennfremur: Baðspeglar, Handspeglar, Rakspeglar, Veggspeglar. Einnig margskonar smærri speglar í miklu og fjölbreyttu úrvali. Hentugar jólagjafir. SPEGLABÚÐIIM VerzSunarfólk Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efnir til félags- fundar í Iðnó í kvöld, fimmtudaginn 13. desember kl. 9. — Rætt verður um framkomna tillögu um lengingu af- greiðslutíma verzlana. Verzlunarfólk er hvatt til að mæta vel og stund- víslega. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Laugavegi 15. Sími 1-96-35. Atvinnuflugmenn Framhalds aðalfundur Lífeyrissjóðs atvinnuflug- manna verður haldinn föstudaginn 14. þ. m. í Tjarnarcafé, uppi, kl. 20:30. Stjórnin Skrifstofuherbergi til leigu 4 samliggjandi herbergi, ca. 57 ferm. til leigu í Miðbænum. Hentug fyrir skrifstofur. Upplýsingar í síma 16057 daglega frá kl. 10—12 f.h. PROGRESS Hárþurrkurnar eftirspurðu, eru komnar. — Glæsileg jólagjöf til konunnar eða unnustunnar. /»/« m-M-tr. VESTURGÖTUZ UUGAVKI10 ÖÍMI 20300 HIJDSOIM - perlonsokkarnir sem ekki fellur lykkja á, komnir aftur. Með góðri meðferð er hér um að ríeða margra vikna sokka. Tösku & hanzkabúðin Skólavörðustig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.