Morgunblaðið - 13.12.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 13.12.1962, Síða 20
20 r MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1962 Marílyn Monroe ____eftir Maurice Zolotov |Qj — Þetta er andstygr:'""rb Þessi dóni hefur elt okkur heila klukkustund. sho've: „Kuleshov náði i nær- mynd, þar sem Mozhukin kom fram algjörlega sviplaus. Þessa sömu mynd setti hann svo inn í aðra mynd, hér og þar — einu sinni í sambandi við súpudisk og í annað sinn hjá krakka, sem var að leika sér með björninn sinn, og loks með gamalli konu, sem lá dauð í kistunni sinni. Áhorfendur, sem fengu að sjá sýnishornið hrósuðu leik Moz- hukins — sultarsvipnum hjá súpudiskinum, gleði hans yfir barninu, og sorg hans yfir dauðu konunni“. Hámark þeirrar skoðunar, að kvikmynd sé list leikstjórans kemur fram í þeirri skoðun, að leikstjórinn noti myndavélina á sama hátt og málarinn notar pensilinn og að leikararnir séu dauðar fyrirmyndir, sem sitji fyrir hjá listamanninum. Þetta gat staðizt hvað þöglu myndirn- ar snerti, en talmyndin er ekki eingöngu plastisk list heldur dramatisk list. Þessvegna er texti handritsihöfundarins og leikatriðin tillag til myndarinn- ar — leikkoma, sem getur skap- að persónu er mikilvæg, og Ijós- myndarinn er heldur ekki dautt verkfæri Sá pensill á líka sína sál. Ljósmyndun Milton Krasn- ers í „Bus Stop“ og „Seven Year Itoh“ og Jack Cardiffs í „Hhe Prince and the Showgirl" voru snar þáttur til að fá ljóma Monroes til að njóta sín. . En stundum verður stjörnunni það á að halda, að fyrst áhorf- endurnir safnast saman til að sjá hana, þá sé hún kvikmyndin, en ekki leikstjórinn, myndarefn- Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hlíðarvegi 35, sími 14947. ★ Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess í Garða- hreppi, er að Hoftúni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. ið, hugmyndirnar.. Bara hún ein. Hún getur valið myndir ein- göngu með tilliti til síns eigin hlutverks, án þess að taka tillit til myndarinnar í heild. Hún get- ur heimtað leikstjóra, sem gera ekki annað en smjaðra fyrir henni, í stað þess að heimta með harðneskju stranga vinnu. Á þessum 50 árum kvikmynd- anna var aðeins einn leikari, sem átti svo risavaxna persónu, að hann sky.ggði á alla hina, og aðeins snilligáfa eins manns var svo gífurleg, að hún var aldrei í hættu í samkeppni við aðra. Þetta var Chaplin. Hann var stjarna sem lék. Hann gerði upp- kast að leiksviðinu og söguefn- inu, hann samdi samtalið, hann bjó til tónlistina, hann lagaði og klippti myndirnar, sem teknar höfðu verið. Chaplin hefur ímynd unarafl leikarans, en hann getur líka hugsað eins og rithöfundur og tónskáld og hanri getur málað eins og málari. En hvaða Chaplins-eiginleika sem Marilyn kann að háfa á tjaldinu, þá er hún ekki alhliða kona — ekki enn, að minnsta kosti. Þrátt fyrir alla tilfinningu hennar fyrir tónlist, málaralist og bókmenntum, hefur Marilyn enga tilfinningu fyrir leikrits- formi eða myndarheild. Og kvik- mynd getur nú ekki verið ein- tóm lofdýrð um stjörnuna — hún er ekkert ef ekki dramatisk heild, þar sem stjarnan er bara einn liður, leikandi hlutverk, sem höfundurinn hefur fundið upp og leikstjórinn útfærir. Það var samkeppnin, sem lá til grundvallar fyrir ósamkomulagi hennar og Oliviers — stjarna, sem ögraði annarri stjörnu. Þann ig varð „The Sleeping Prince“, sem fékk nafnbreytingu í „The prince and the Showgirl“ — að leikstjóralausri kvikmynd. Hún varð vonbrigði fyrir aðdáendur beggja. • Hún kom fyrst fram í Radio City Music Hall, 13. júní 1957. Dómarnir um hana voru fyrir neðan allar hellur. Crov/ther fundust „báðar aðalpersónurnar hundleiðinlegar". Zinsser fann að því, að Marilyn léki Elsie, án „fíngerðra smáatriða. Þetta er bara heimsk og vingjarnleg sýn- ingarstelpa og ekkert þar út yfir“. Og John McCarten var al- veg í vandræðum með skammar- yrði: Þegar frá er talið það uppátæki að tjóðra saman helzta leikara Englands og unga stúlku, sem hefur litið annað til síns ágætis en lendavagg í litmynd- um frá Hollywood, hefur myndin upp á litla skemmtun að bjóða“. En minnihluti dómaranna var á öðru máli. Tveir hinna gleggstu þeirra, Archer Winsten frá POST og Justin Gilbert frá MIRROR. voru ánægðir. Gilbert skrifaði: „Þessi mynd er bezta gamanmynd ársins". Winsten, sem hafði hingað til verið ónæm- ur fyrir töfrum Marilynar, sagði: „Hvað snertir Marilyn Monroe, iþá virtist hún hafa betra vald yfir sjálfri sér, bæði sem per- sónu og leikkonu. Henni tókst að vekja sinn.hlátur, án þess að ógna hinni raunverulegu Marilyn í leiknum. Þessu getur maður auðvitað búizt við hjá miklum hæfileikamönnum með langa æf- ingu, en það kemur eins og fjand- inn úr sauðarleggenum hjá Mari- lyn, sem hingað til hefur verið hálf-leikkona, hálf-stjarna.“ eÞgar ég lít til baka, finnst mér slæmu dómarnir ósann- gjarnir. Myndin er fyrsta flokks skrautmynd af léttara taginu með miklum kvikmyndatöfrum. Jafnvel fyrst þegar ég sá hana, var ég hrifinn af næmum leik Marilynar til að sýna vitsmuna- legar og tilfinningalegar breyt- ingar á persónu stúlkunnar. Fyrsta kvöldverðaratriðið var hámark gamanleiks í kvikmynd- um það árið. Olivier með klaka- stimaðan andlitssvip og ein- glyrnið klemmt í augað lék hinn hofmóðuga Balkanhöfðingja snilldarlega. Monroe lék með mikilli tibreytingu og nákvæmni og amerískum klókindum ágæt- lega á móti honum. Hún var ágæt þar sem hún varð meir og meir drukkin af vodka og kampavíni og ýtti undir Olivier til þess að sjá, hvernig svona höfðingjar færu að. Von/brigði hennar þegar þarna voru engin kertaljós og rómantísk músík, var dásamlegur leikur. Skap- vonzka Oliviers og þegar hann lét í snatri draga úr ljósunum og fékk fiðluleikinn fyrir utan sviðið var afskaplega hlægilegt og eins var þegar Marilyn „dó“ á legubekknum eftir áflogin við Olivier. Kvöldið eftir er annað kvöldverðaratriði, en nú er skipt um hlutverk. Það er Monroe, sem er að leita til við Olivier! Bæði þessi forfæringaratriði, eru að mínu áliti hámark gamanleiks í kvikmyndum. Það kann vel að vera, að sem heild sé m-yndin nokkuð sjálfri sér ósamkvæm, en þegar Marilyn fær að sleppa við- kvæmni sinni og gamansemi lausri — eins og í milliþættinum með Sibyl Thorndyke og syni höfðingjans — er hún alveg á hámarki. Ef persónurnar hafa virzt leið- inlegar. þá er það af því, að 30% af myndinni eru leiðinleg og leiðindin hafa smitað hin 70%, sem voru ágæt. En þetta verður ekki gefið að sök leikaranum Olivier, heldur leikstjóranum, útgefandanum og klipparanum með sama nafni. Til þess að gera myndina sem allra raunveruleg- asta, var ákveðið að fella inn í hana fréttamyndir frá krýningu drottningarinnar, en myndin er látin gerast 1911, þegar Georg V. var krýndur. Þessar skrautsýn- ingar og myndir úr sögu Eng- lands, eru vitanlega ekkert annað en aukaskraut á mynd um mann og konu, sem eru gripin á- kafri ástríðu. Krýningarmyndirn- ar draga úr sögulega blænum á leikriti Rattigans. Bæði kvikmyndahandritið og leikstjórnin voru um of þræl- bundin upprunalega leikritinu. Olivier hætti til að setja upp leiksviðin eins og hann væri að stjórna í leikhúsi. Myndin verð- ur að einni halarófu af hreyf- ingarlausum sviðum. Og þrátt fyrir allan þann óhreyfanleika mun myndin lifa, fyrir hið raf- magnaða samræmi, sem er með þessum tveim persónuleikum. Til að sjá hafði Marilyn aldrei verið jafn glæsileg og sakleysis- leg, líkust jurt, sem er að breyta blómhnappi sínum í blóm — eins og rós, sem er að opnast í júnímánuði, með fáeina daggar- dropa á ilmandi krónublöðunum. Monroe kynni einhverntíma að finnast félagsskapurinn við Greene vera líti1. virði fjármuna- lega séð, en hitt gat hún ekki efazt um, að það var hann, sem ihafði séð ungmeyjarljóma henn- ar, árið 1953, og hjálpað leik- stjórum og Ijósmyndurum að festa hann á mynd fyrir alla framtíð, í „Bus Stop“ og „The Prince and the Showgirl". XXX. Sorg á sjávarbakka. Snemma sumars 1957, var það algengt, að íbúarnir í Amang- sett, friðsömu þorpi lengst úti á austurenda Long Island, fóru með gesti sína út á skemmti1- göngu um þorpið sitt. Þegar þeir stönzuðu við veðurbarið hús með dökkum þakhellum, sáu þeir oft ljóshærða stúlku með sólgler- iHtltvarpiö Fimmtudgur 13. desember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni**; sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 14 40 „Við, sem heima sitjum“ (Sírt’- ríður Thorlacius). 16.00 Síðdegisútvarp. • 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzktti 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 í>ingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Á vettvangi dómsmálanna (Há- Guðmundsson hœstaréttarritari) 20.20 Tónleikar: Ballettsríta op. 130 eftir Max Reger (Sinfóníuhljóm sveitin í Bamberg leikur; Joseph Keilberth stjómar). 20.40 Erindi: Vísindin í þjónustu frið- ar og öryggis (Ólafur Gunnars- son sálfræðingur). 21.10 Tónleikar: Tríó fyrir klarínettu fiðlu og píanó eftir Aram Khatsj atjúran (Sorokin, Bonderenko og Valter leika). 21.30 Leikhúspistill frá Norðurlöndum (Sveinn Einarsson fil. kand.) 21.50 ..Vor í Vínarborg": Robert Stolz og hljómsveit hans leika. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rotschild-ættarinnar eftir Frederick Morton; XIV. og síð- asti lestur (Hersteinn Pálsson ristjóri). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason) 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 14. desember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna*'; Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum**: Svan- dís Jónsdóttir les úr endurminning- um tízkudrottningarinnar Schiap arelli, í þýðingu Sigríðar Ingi- marsdóttur (20). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla I esperanto og spænsku. 18.00 „I>eir gerðu garðinn frægan“j Guðmundur M. Þorláksson tal- ar um Árna Magnússon. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 I>ingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Roussau; fyrra erindi (Dr. Sim- on Jóh. Ágústsson prófessor). 20.25 Tónleikar: Sinfónía í D-dúr (Kll) eftir Mozart (BrUhlallar- kammerhljómsveitin leikur; Hermut Miller Briihl stj. 20.35 í Ijóði, — þáttur í umsjá Bald- urs Pálmassonar. Jóhanna Norð- . fjörð les kvæði eftir Sigurð Sig- urðsson frá Arnarholti og Þor- steinn Ö . Stephensen Ijóð eftir Tómas Guðmundsson. 20.55 Tvísöngur: Isobel Baille og Kath leen Ferrier syngja tvo dúetta úr óperunni „Ottone*4 eftir Hándel. 21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th. Bjömsson listfræðingur velur efnið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull*' eft- ir Thomas Mann; XIV. (Kristj- án Ámason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi CBjörgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 22.40 Á síðkvöldi: Frá „viku léttrar tónlistar" í Stuttgart í okt. sil, Caerina Valenti syngur og suð- þýzka útvarpshljómsveitin leik- ur undir stjórn Willye Mattes. 23.15 Dagskrárlok. SAGA BERLIIMAR r Yfirlýsing Krúsjeffs, að Rússar mundu undirskrifa sérstakan friðar- samning við Austur-Þýzkaland, þýddi það, að austur-þýzkir kommúnistar fengju full yfirráð yfir land-, sjó- og loftleiðum þeim, sem tengja Vestur- Berlín og Vestur-Þýzkaland. Ul- bricht gæti lokað þeim leiðum hve- nær, sem honum sýndist. (Ath. að norður er til vinstri). 13. ágúst 1961, þegar rússneskar hersveitir umkringdu borgina, lokaði Ulbricht landamærunum í Berlín. Þungvopnaðar sveitir Alþýðulýgregl- unnar gættu þess vandlega, að Vest- ur-Þjóðverjar kæmu ekki til Austur- T3^u„ar 0g Austur-Þjóðverjar ekki til Vestur-Berlínar. Ef þeir reyndu að komast yfir, notuðu lögreglumenn bysSur sínar. Samt komust nokkrir vestur yfir. Maður nokkur synti yfir skipaskurð með kornunga dóttur sína á bakinu. Aðrir fleygðu sér út um glugga á „landamærunum", en brátt var hár steinveggur reistur gegnum borgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.