Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1962, Blaðsíða 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. des. 1962 Samkvæmt textanum átti hún að opna dyrnar og segja: „Hvar er viskíið?" og opna síðan skúffur og loka þeim, í leit að hitabrúsa, sem viskí var í. En hún gat ekki haft orðin rétt. Hún sagði ýmist: „Hvar er brennivínið?“, „Hvar er viskíið?" eða „Hvar er flask- an? I örvæntingu sinni festi Wilder miða á hverja skúffu með áritaðri réttu setningunni. Hann breytti þannig til, að hún átti fyrst að opna skúffurnar og segja síðan setninguna. Og enn fór hún skakkt með! Leikvenjur hennar eru býsna dularfullar. Atriði, sem yrðu flestum leikkonum erfið, svo sem atriðið í efri kojunni, leikur hún fyrirhafnarlaust. fægar hóp- urinn fór í ferðalag til að leika atriðin, sem eiga að gerast á ströndinni í Miami, lék Monroe öll útiatriðin án þess að missa stafkrók úr eða komast í nein vandræði — og það enda þótt þarna væru margir glápandi á- horfendur. En svo getur ein einasta einföld setning, eins Og sú áðurnefnda um viskíið, komið henni í vandræði. Wilder lét alltaf framkalla margar af fyrstu upptökunum og svo margar af þeim síðari. Hann segir þessu til skýringar: „Þegar ég fer að klippa mynd- ina, athuga ég fyrstu upptökurn- ar. f>ar er Curtis góður en Monroe lakari. í síðari upptök- unum, er þessu alveg snúið við. Sem leikstjóri, verð ég að meta meira að nota beztu upptökur hennar. Og þetta gerir Curtis bálvondan við hana. En maður verður að halda með Monroe, hvað sem hinir leikaramir segja, vegna þess, að þegar hún er á tjaldinu, horfa allir fyrst og fremst á 'hana.“ Eitt kvöld voru nokkrir leik- endanna — þó ekki Monroe — að horfa á sýnishorn af atriðun- um, sem gerast á skemmtibátn- um. Curtis flatmagar sig þar á legubekk í rauðviðarklædda saln um í skemmtibátnum og leikur atriðið með skrítinni stælingu af Cary Grant. Hann er auðmanns- sonur. sem þjáist af kuldalegri girnd. Stelpur geta ekki komið honiim til. Monroe ákveður að lækna hann af þessu með því að kyssa hann og láta vel að hon- um. Við fimmta koss, tekst til- raunin, svo að ekki verður á betra kosið. Þarna í dimmunni sagði ein- hver við Curtis: „í>að var alveg eins og þú hefðir ánægju af að kyssa Marilyn“. En hann svar- aði, svo að allir máttu heyra: „f>að er alveg eins og kyssa Hitler'*. Þegar ljósin vöru kveikt, var Paula Strasberg grátandi. „Hvernig geturðu sagt annað Full taska af sælgæti kr. 25.00 eins og þetta, Tony“, sagði hún. „Reyndu að leika móti henni sjálf og vita hvernig þér finnst það“, hvæsti Curtis á móti. Lengst af meðan á upptökun- um stóð, var Monroe að lesa „Mannréttiddi", eftir Paine. Einn daginn fór annar aðstoðarleik- stjórinn, Hal Polaire, til búnings herbergis hennar og barði að dyrum. „Við erum tilbúin“, sagði hann. „Æ, farðu til fjandans", svar- aði hún: Þegar Wilder var bent á and- stæðuna milli aðdáunar hennar á Paine og ruddalegrar fram- komu hennar við Polaire, yppti 'hann bara öxlum: „Kannski hún haldi, að leikstjórar og aðstoðar leikstjórar eigi engan „mannrétt indi“, sagði hann. Svo hugsaði hann sig um og bætti við: „Eða kannske kallar hún okkur ekki menn“. Miller skipti sér ekkert af upptökunni á myndinni, hvorki stakk hann upp á breytingum á handritinu né heldur fann hann að sýnishornunum. Seint í nóv- em/ber kom hann til Wilders. Marilyn var aftur orðin barns- hafandi. Hann sagði: „Könan mín er orðin ófrísk. Heldurðu ekki, að þú vildir fara varlega með hana, Billy? Gætirðu ekki sleppt henni klukkan hálffimm á daginn?" Wilder þaut upp. „Sjáðu nú til, Arthur. Nú er klukkan orðin fjögur. Ég er ekki enn farinn að ná einni einustu mynd. Hún kom ekki til vinnu fyrr en klukkan hálftólf og var ekki tilbúin fyrr en eitt. Nú skalt þú, Arthur, sjá um, að hún komi á réttum tíma, og þá skal ég sleppa henni — ekki klukkan fjögur heldur strax á hádegi“. Arthur leit á Wilder. Hann neri á sér hökuna. Opnaði munn inn, eins og hann ætlaði eitthvað að segja. Svo kingdi hann munn- vatni. „Ég skil“, sagði hann. Síð- an gekk hann burt, sorgmæddur á svip. Mónroe missti aftur fóstur 17. desember 1958, og í þetta sinn var hún á þriðja mánuði. En hún vildi ekki gefast upp. í júní 1959 fór hún í Lenox sjúkrahúsið, til þess að láta gera á sér aðgerð, sem gæti komið þessu í lag. Sú þrá, sem hélt henni mest fang- inni var sú að eignast dóttur, sem hún gæti verið móðir fyrir — samskonar móðir og hún hafði sjálf þráð þegar hún var lítil. Og hún vildi ekki gefast upp, heldur leggja á sig hvað sem væri þangað til þessu marki væri náð. — Er ekki bezt að ég hringi á bíl, það væri hræðilegt ef móðir þín missti af lestinni? „Some Like it Hot“ fór hundr- uð og þúsundir dala fram úr á- ætlun. Walter Winchell áætlaði upphæðina hálfa milljón dala, en heildarkostnaðurinn varð 2.800.000 dalir. Wilder átti blaða- viðtal við Joe Hyams, þar sem hann fann að óstundvísi Monroe. Hann sagði: „Ég er aleinasti leik stjóri, sem hefur gert tvær mynd ir með Monroe. J>að væri ekki úr vegi, að leikstjórafélagið veitti mér verðlaun“. Hyams spurði, hvort heilsan hefði skán- að hjá honum, eftir að mynd- inni var lokið. „Já, ég hef betri matarlyst“ svaraði Wilder, „og ég hef ekki lengur bakverk. Og ég er farinn að geta sofið, í fyrsta sinn í marga mánuði. Og ég get horft á konuna mína án þess að langa til að berja hana fyrir það eitt að vera kvenmað- ur“. Hvort hann vildi gera aðra mynd með Monroe? „Ja . . . ég er nú búinn að tala við lækninn minn og sálfræðing- inn, og þeir eru á einu máli um, að ég sé bæði of gamall og of ríkur til að leggja út í slíkt aft- ur“. Þegar Miller las þetta viðtal, sendi hann leikstjóranum skeyti Hann hefði móðgað konuna sína. Hann yrði að beiðast afsökunar. Wilder sendi skeyti á móti, og sagði, að sér þætti þetta leitt, en hann hefði ekki ætlað að særa tilfinningar eins eða neins. Mill- er heimtaði, að hann beiddist opinberlega afsökunar. Alls fóru milli þeirra sex símskeyti. í því síðasta — sem Miller svaraði ekki, sagði Wilder: „Kæri Arth- ur, til þess að sættir geti komizt á sem fyrst viðurkenni ég hér- með, að konan þín er einstök persóna og ég er ófreskjan frá Belsen, en samkvæmt ódauðleg- um orðum Joe E. Brown er eng- inn alfullkominn, þinn einlægur Bily Wilder“. „Some Like It Höt“ varð strax feikilega vinsælt kvæði hjá al- menningi og leikdómurum. Svo vinsælt, að áður en árið var lið- * * * SAGA BERLINAR * -x -K SrSIB Nálægt múmum, þar sem Fechter dó, var honum og öðrum fórnar- lömbum hinna ómennsku stjórnvalda reistur kross. Þetta minnti einnig á það, að Vesturveldin mættu ekki yf- irgefa Vestur-Berlín. Reiði Vestur-Berlínarbúa beindist gegn einu Rússunum í Vestur-Berlín, hermönnunnum, sem komu til þess að standa vörð við minnismerki rúss- neskra hermanna. Þeir urðu að nota brynvarða bíla og fá vernd amerískra hermanna. Vesturveldin stungu upp á fjórveidaráðstefnu og sagt var að þeir vildu sætta sig við alþjóðaeftir- lit í Beriín. En Rússar skipuðu Mal- inovski marskálk að hafa herinn allt- af til taks og virtist reiðubúinn að skrifa undir friðarsamning við Ul- bricht. Hann hafði aftur á móti, nokkrum mánuðúm áður......beðið um stórt lán frá Bonn. Ládeyðan í september var sennilega afleiðing þess. En seinna hópuðust að nýjar hótanir og framtíð Berlínar var áfram ráðgáta. E n d i r. ið voru kvikmyndaihús farin að panta það aftur til endursýning- ar. Wilder, sem hefur þó gert margar aðrar góða myndi, seg- ir. „Hún er bezt heppnaða mynd- in, sem ég hef nokkurntíma kom- ið nærri. Hún hefur þegar skilað tíu milljónum dala, og þegar skil eru komin fyrir hana utan úr heimi, verður upphæðin fimmtán ef ekki tuttugu milljónir. Ég held, að hvað tekjurnar snertir sé hún einhver bezt heppnaði gamanleikur, sem nokkurntíma hefur verið gerður.“ Jahn McCarten, var enn ekki alveg á því að hrósa Monroe. 1 löngum og vinsamlegum leik- dómi, var ekki minnzt á hana nema í þessari einu setningu: „Hr. Ourtis ..... er að reyna að hafa áhrif á drykkjusjúka söngkonu, sem er leikin fjörlega af Marilyn Monroe“. Söluskýrsl- urnar í Variety, sem er vikuiblað og málgagn kvikmyndaiðnaðar- ins, lét þess getið, að í apríl, maí og júni 1959, hafi þessi mynd verið sú vinsælasta í öllum Bandaríkjunum. Þetta var 23. mynd Monroe og sú lang-tekju- mesta vegna þess, að henni hafði verið tryggður ágóðahluti, 10% af brúttótekjunum, og átti því von á að græða tvær milljónir á fyrirtækinu. Variety minntist á hina einstæðu stöðu hennar í kvikmyndaiðnaðinum: „Hún er gamanleikkona með þetta ein- staka sambland af kynþokka og nákvæmni, sem ekki verður fram úr komizt“. ajíltvarpiö Miðvikudagur 19. desember. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 14.00 „Við sem heima sitjum'* Ævar R. Kvaran les söguna „Jólanótt" eftir Nikolaj Gogol (2). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. Útvarpssaga barnanna. Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir — 18.50 Tilkynningar. Fréttir. Varnaðarorð: Guðmundur Mar* teinsson rafmagnseftirlitsstjóri talar um rafmagnsnotkun um hátíðirnar. Létt lög: Ruby Murray syngur. Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; VIII. (Óskar Halldórs* son cand. mag.). b) íslenzk tónlist: Lög efttr Skúla Halldórsson. c) Benedikt Gíslason frá Hof« teigi flytur siðari hluta erind* is síns: Fjallalíf og leiðir. d) Páll H. Jónsson segir fré skáldkonunni Guðfinnu Jóns* dóttur frá Hömrum. e) Dr. Finnbogi Guðmundsson les úr „Mannfagnaði'* Guð« mundar Finnbogasonar. Fréttir og veðurfregnir. „Jólin hennar Karen", smásaga eftir Amalie Skram (Margrét Jónsdóttir þýðir og les). 22.30 Nœturhljómleikar: Frá Reek- hausen-tónl.hátíðinni í sumar Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 90 eftir Brahms (Sinfóníuhljóm- sveitin í Westhalen leikur; Hu- bert Reichart stj.). 23.10 Dagskrárlok. 18.00 18.20 19.30 20.00 20.05 : 20.20 22.00 22.10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.