Morgunblaðið - 20.12.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 20.12.1962, Síða 20
20 MOKCUNBLAÐIÐ eftir Maurice Zolotov Fimmtudagur 20. des. 1962 — Ert þetta þú, Fétur? Ég þekkti þig ekki af því að þú ert með hendurnar í þínum eigin vösum. Myndin varð vinsæl í Englandi, /o og á meginlandi Evrópu og Suður-Ameríku og Austurlönd rm nær, Miðausturlöndum og Astur-Asíu. En fegurðarímynd fólks er nú svo misjöfn í hinum /msu löndum með mismunandi menningu, og því má það heita furðulegt, að hinir dularfullu eiginleikar Monroe skuli hafa jöfn áhrif á dökkleitan Tyrkjann í Istanbúl, iðjuleysingjann í Paris, rómantískan Pólverja losta fullan ítala, blóðheitan Spán- verja og hæggerðan Norðurlanda búa. Áhrif hennar á karlkynið í sér engin landamæri. í febrúar 1957 hafði verið lagt ann á „Bus Stop“ í írak, vegna ess, að myndin væri „hættu- eg fyrir drengi og unga menn“. Múhameðsmaðurinn var jafn varnarlaus fyrir töfrum hennar og hinn kistni. Það hafði komið í ljós nokkrum árum áður, er ungur Tyrki varð svo brjálaður af að horfa á hana í „How to Marry a Millionaire", að hann skar á slagæðina á sér. Eintak af nektarmyndinni frægu — kölluð Gullni draumurinn — hafði ver- ið hengt upp í borgarstjórnarsal- inn í Mogi, Japan til þess að yngja upp borgarfulltrúana“. Og kvikmyndaeftirlitið í Kansas hafði klippt 105 fet úr „Some Like It Hot“, vegna þess að myndin hafði svo æsandi áhrif á ungu mennina — rétt eins og í írak. Og ef þessir 2600 meðlimir í Listaráði kvikmyndanna höfðu gleymt henni við verðlaunaút- hlutanir (þeir höfðu reyndar líka gleymt Garbo og Chaplin í sam- bandi við Oscarsverðlaunin), þá kom að minnsta kosti förmleg viðurkenning á sigri hennar frá Evrópu. Hún gat sér eilífðar- frægð í nóvember 1957 þegar mynd í fullri stærð af henni í gervi Elsu Marinu var sett upp í vaxmyndasafni frú Tussaud í Londor*. Kvilkmyndaleikarar í Frakklandi og Ítalíu útnefndu hana „beztu útlendu leikkonuna" árið 1958, fyrir leik hennar í „Prinsinum". ítalska menninga- stofnunin veitti henni David di Donatello-verðlaunin —_ gull- skjöld með mynd Donatellos af Davið. Og Georges Aurie, þekkt- ur tónhöfUndur og forseti frönsku kvikmyndaakademíunn- ar, veitti henni Krystalstjömuna, geysistóra og fagra handunna stjörnu úr krystal — sem svarar til „Oscars" hjá okkur. XXXII. Kalmenn vilja tilbreytni. Er þá eitthvað alveg sérstakt við m'yndina af Monroe í kvik- myndum? Er hún bara kyn- iþokkaímynd manna á öld brjósta dýrkunar? Er Monroesýkin merki um Ödipusarfaraldur? Það er margt fleira, sem felst í fyirbærinu Monroe. í einu ritverki sínu útskýrir Schopenhauer kjarna ástarinnar sem aðdráttarafl kynjanna — hjá karlmanninum er þráin til 'konunnar tengd henni sem móð- ur, þar af leiðir, að aðdráttarafl könunnar er fólgið í hæfileika henna til að vera móðir, í brjóst- um hennar og mjöðmum. En listin og reynslan eru á öðru máli. Tæringarveikar nektar- myndir Cranachs, eða flatbrjósta Og flatmjaðmaðar stelpur í list- inni eftir 1920, gefa til kynna, að einu sinni hafi mönnum þótt jafnvel brjóstalausar og mjaðma- lausar konur girnilegar. En á okkar tímum, Monrúe-tímabil- inu, vöktu einnig glettnislegar stúlkur eins og Audrey Hepburn og grísk-klassisk fegurð eins og á Grace Kelly, aðdáun. En ég held ekki, að nein einstök kona geti orðið ímynd kynþokkans á sínum tíma. Og ég er ekki einusinni viss um, að ég viti, hvað „ímynd kyn- þokkans“ er í raun og veru. Það nafn, ásamt „ástargyðju" hefur stanzlaust verið notað, og það ekki einasta í sambandi við Mon roe heldur líka Ava Gardner, Ellísabetfh. Taylor, Gina Lollo- brigida og Brigitte Bardot. „Ást argyðja", eins og ég skil það orð, á við guðdóm, hjáguð, eða þá kvenprest, sem fremur frjósemis- helgisiði, og frjóvgar jörðina eða legið með einhverjum töfra- brögðum. Hér kemur trúarlegi þátturinn til skjalanna í mynd einhverrar yfirnáttúrlegrar veu, bæði í heiðindómi frumstæðra manna og menninganþjóða. En nú hefur enginn haldið því fram, mér vitanlega, að það að horfa á Monroemynd geti læknað ófrjósemi kvenna eða fyrirbyggt þurrka og hresst upp á uppsker- una í Kansas. „Kynþokkaímynd" mundi held ur gefa til kynna eitthvað, sem er kynferðilegur kraftur, kynmök I eða kynkenndin. Það er álíka vit- legt að tala um girnilega konu sem „kynþokkaímynd“ eins og að tala um fallegt málverk, sem „listarímynd“. Og ef orðið er notað til að þýða „ákjósanlega konu“ eða „ákjósanlegustu hjá- svæfu“, verður notkun orðsins ennþá vitlausari. Ýmsir mismun- andi karlmenn hafa fundið vissar konur deyfandi, en aðrir menn hafa fundið sömu konur æsandi. Milli 1950 og 1960 hafa svo and- lega og líkamlega ólíkar konur eins og Susan Hayward, Judy Holliday, Doris Day, Brigitte Bardot, Elizabeth Taylor, Jeanne Woodward, Eva Marie Saint, Jeanne og Ingrid Bergman æst blóð karlmanns tuttugustu aldar- innar. Og ef það er satt, sem Freud segir, að „skapnaðurinn ráði ör- lögunum“ — hversvegna þá endi lega Monroe en ekki einhver önnur kona með jafnstór brjóst og mjaðmir eða jafnvel stærri? Kvikmyndaverin voru alltaf að leita að líkamlegum hliðstæðum við Monroe — Jayne Mansfield, Diana Dors, Sheree North, Mamie van Doren — en þessar eftirlíkingar gátu aldrei náð eins langt og fyrirmyndin. Og heldur ekki gátu þessar ítölsku stjörnur, sem voru svo vel búnar brjósbum — Sophia Loren, Silvana Mang- ano Og Gina Lollobrigida — náð iþessu dularfulla taki á áhorfend- um og jafnvel þeim, sem aldrei höfðu séð Monrœ á tjaldinu? SHÍItvarpiö Fimmtudagur 20. desember. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,Á frívaktinni**: sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum** (Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Sáðdegisútvarp. 17.40 Framiburðarkennsla í frönsku og þýzku. 16.00 Fyrir yngstu hlustenduma (Gyða Ragnarsdóttir ). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir 18.40 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 XJr ríki Ránar: Jakob Jakobs- son fiskfræðingur talar um siki og síldfiski. 20.25 „Grimudansleikur,** hl j ómsveitar þættir eftir Carl Nielsen (Sin- fóníuhljómsveit danska útvarps- ins leikur; Thomas Jensen stjómar). 20.4ö Erindi: Skattsins mynt (Helgi Hjörvar rithöfundur). 21.10 Kórsöngur: Gravenhaag-lögreglu kórinn 1 Hollandi syngur. Söng- stjóri: Jaan van den Waart. 21.26 ,,Helgríman“, samásaga eftir Elm borgu Lárusdóttur (Höf. les) 21.46 Organleikur: Steingrímur Sigfús son leikur á orgel Dómkirkj- unnar. a) „Heyr himnasmiður", frum- samið lag. b) „Líknargjafinn þjáðra þjóða*# eftir Skarphéðinn Þorkelsson* c) „í Betlehem er barn oss fætt", frumsaminn kóralfor- leikur. d) t»rjú frumsamin smálög: „Morgunstund", „Kvöldstef**, og „Draumur". 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Þýtt og endursagt: Dauðaskip í Suðurhöfum (Jónas St. Lúð- vfksson). 22.35 Harmonikuþáttur (Revnir Jóns- son). 23.05 Dagskrárlok. KALLI KUREKI - * * Teiknari: Fred Harman 7HAT S mue. ALL RI69T.- BUT YOU COULD SRAB MY SUW AN’ TAKE MY HORSE/ HOLP S-ni.L.» ÍLL JLiST LEAVE TH' END' OP TH7CARIAT TRAIUN’-' them i cam tie you to SOMETHIM6-AT NI6HT.' Á meðan Pétur gætir málarans, fer Ási Smith áleiðis hina löngu leið til borgarinnar, til þess að setja lausnar- bréfið í póst. — Ég ætla að tjalda núna og kom- ast snemma af stað í fyrramálið. Ég ætti að vera kominn annað kvöld. í fylgsninu á Illuvöllum: — Halli Hampur, ég ætla að binda þig. Ég þori ekki að hætta á, að þú komist undan, þegar Ási er elíki hér. — Þú veizt það, Pétur, að jafnvel Jón göngugarpur hefði ekki komizt yfir Illuvelli fótgangandi. — Það er rétt, en þú gætir náð í byssuna mína og tekið hestinn. Vertu kyrr! — Ég skil bara dálítinn enda eftir af reipinu. Þá get ég íest þig við eitt- bvað á nóttunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.