Morgunblaðið - 03.01.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 03.01.1963, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIO Fimmtudagur 3. janúar 1963 Nýársbarnið var 17 marka stelpa FYRSTA barnið, sem fæddist á árinu 1963 — svo vitað sé — kom í þennan heim í Fæðing- arheimilinu við Egiisgötu, að- eins klukkustund eftir að Reykvíkingar heilsuðu nýju ári með flugeldum og stjörnu Ijósum. Móðir þess er tvítug að aldri, Kamilla Sveinsdótt- ir, Hafnarfirði, en faðir þess Kristján Ólafsson, leigubíl- stjóri. númer 2 á fæðingardeildinni, fyrsta barnið sem fæddist þar var herramaður, ættaður frá Ólafsvík, sonur Guðrúnar Þuríðar Sigurðardóttur og Sigurðar Valdimarssonar, sjó- manns. Hafði Guðrún komið í bæinn daginn fyrir gamlárs- kvöld, farið inn á fæðingar- deildina kl. hálf sjö á gamlárs dag og eignast son sinn kl. hálf ellefu morguninn eftir. PA 60 AR HAR REYKJAVIK VOKST fra 2000 innbyggere til 80 000 og' ufgjor I dag nesfen haivparten arr Isiands befolkning. Boligproblemene er voldsomme, og framleis bor flere hundre familier i brakker fra krig*> lida, «Nissen-brakker« som de kalles. Þetta er eina myndin (fyrir utan mynd af Hannibal). sem norska blaðastúlkan sá ástæðu til að birtist með viðtali sínu við Hannibal um ástandið á íslandi í dag. Hannibal Valdimarsson heimildarmaður að róg- skrifum um Island í norsku blaði 12. DBS. sl. kom út svonefnt „juibileumsnuimmer“ af nors'ka blaðinu „Orientering". Blað þetta hefur nú komið út í tíu ár og er málgagn eins konar þjóðvarnarmanna í Noregi, eða manna á borð við Karl Evang, sem eru nú of „penir“ til þess að játa kommúnisma opinber- lega, en þykjast hafa fundið heppilega útrás með því að játa það, sem þeir kalla hlutleysis- kenningu. í júbileumsnúmerinu sér þetta h 4 "•'ÉP mmmmm Kamilla og dóttirin. Barnið er meybarn, 17 merkur á þyngd og 55 sm langt. Það stakk hnefanum upp í sig, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins bjóst til að taka af því mynd, og aflagaði hanakambinn, sem búið var að bursta svo vendilega. Móð- ir þess haghræddi því í fangi sér og brosti móðurlega. Hún sagðist nú eiginlega ekki hafa búizt við að halda upp á gaml árskvöld á þennan hátt og var afskaplega ánægð yfir að byrja árið svona skemmti- lega. í sama streng tók her- bergisfélagi hennar, Kolbrún Sæmundsdóttir, sem eignað- ist 15 marka stelpu klukkan hálf sex á nýjársdagsmorgun. Faðir þess er Björn Árdal. Þetta voru fyrstu börn hinna ungu mæðra. í fæðingardeild Landsspít- alans fæddist hjónunum Mar- gréti Jóhannesdóttur og Sig- urði Sigurðssyni, trésmið, Njörvasundi 1, tvíburar rétt eftir hádegi á nýjársdag. Voru það myndarstúlkur, önnur rúmar 18 merkur á þyngd en hin tæpar 14, og liðu ekki nema tíu mínútur á milli þeirra. Margrét sagði, að hún ætti fimm börn fyrir, það elzta 17 ára. Kvaðst hún hafa vitað að tvö börn væru á leið- inni, þó aðrir hefðu ekki bú- izt við þvL Fæðing tvíburanna var Er þetta annað barn þeirra hjóna. —♦— Það vakti eftirtekt okkar, að flest börnin, sem vitað er um að fæddust í kringum ára mótin, voru meybörn. Síðasta barnið, sem fæddist i fæðing- ardeildinni, ól Gréta Gunn- arsdóttir kl. 21.30 um kvöldið og var það telpa, rúmar 9 merkur. Var barnið sett í súr- efniskassa. Síðasta barnið, sem fæddist í Fæðingarheim- ilinu kl. 20.20 vajf einnig stúlka, svo og þrjú fyrstu börnin, sem fæddust þar á ný- ársdag. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fæddist aftur á móti sveinbarn kl. 11.35, á nýjárs- dagsmorgun, sonur Guð- rúnar Sveinbjarnardóttur og Tryggva Höskuldssonar, Ból- stað í Bárðardal. Síðasta barn ið fæddist þar kl. 21.25 á gaml árskvöld og var það stúlka. blað í fyrsta skipti ástæðu til þess að fjalla um „litla frænd- ann í vestrinu", þ. e. ísland. Maðurinn, sem til er leitað, til þess að leiða lesendur blaðsins í allan sannleikann um ísland, er enginn annar en Hannibal Valdimarsson, og er það út af fyrir sig einkennandi fyrir blaðið Og stefnu þess. Ung stúlka er látin hafa samtal við hinn ís- lenzka júbílant. Heitir hún Torild Skard. Mun stúlka þessi hafa komið til íslands 1. des. til þess í orði kveðnu að vera viðstödd hátíðahöld stúdenta á fullveldisdaginn. Hins vegar grunaði menn fljótlega, að aðal- erindi hennar hlyti að vera af öðrum toga spunnið, þar sem hún dvaldist flestum stundum með ungkommúnistum á Tjarn- argötu 20 og sást aldrei öðru vísi en í fylgd dyggra gæzlu- jnanna, sem dreymir um að fá upptöku í SÍA. Nú er komið á daginn, hvers eðlis erindi frökenarinnar var. Það var að kynna ísland á svo einstæðan hátt í blaði sínu, að ekki minnir á annað en Blefken forðum. Og betri heimildarrr.ann en Hannibal Valdimarsson gat ( Blefken hinn nýi vitanlega ekki fundið. Til dæimis um það, hvern hug telpa þessi ber til Islands, má geta þess, að einungis tvær myndir eru birtar með grein 'hennar. önnur er af Hannibal Valdknarssyni, og þarf ekki orð- um að þvi að eyða, hver land- kynning íslendingum er í slíkri mynd. Hin er af „Reykjavík". Myndin, sem valin er til þess að sýna Norðmönnum höfuðborg okkar, er eldgömul mynd af auðu svæði, tekin um hávetur, en til hliðar og 1 baksýn eru gamlir braggar frá stríðsárunum. Norð- menn, sem sjá þessa „táknrænu" mynd af höfuðborg okkar, gætu haldið, að hún væri tekin í Longyearbyen á Spitzbergen. Munu Þjóðviljamenn hafa stung- ið þessari gömlu klisju sinni í púss ungmeyjarinnar í kveðju- gillinu. Skyldleikinn við Blefken leynir sér ekki. Því má þó bæta Margrét með tvíburana. Ljósm.: Sv. Þ. við hér; að ekki er vitað til þess, að Blefken hinn gamli hafi haft nokkurn „heimildarmann“ á íslandi, þegar hann ritaði hið fræga níðrit sitt. Það var líka ritað snemma á 17. öld, en um miðja þá 20. var hægt að finna einn. Hannibal Valdimarsson. Hér skal ekki rituð nein „E>e anatome Blefkiana", eins og Arngrímur lærði gaf út í Ham- borg árið 1613, en ekki verður hjá því komizt að minnast á örfá atriði landsmönnum til fróðleiks. „ísland ekki aðili að Efnahags- bandalaginu, segir „forseti“ Al- þýðusambandsins við hinn út- senda samverkamann Orienter- ings, Torild Skard". Þannig hljóðar fyrirsögnin, og þarf þá enginn að vera í vafa lengur um það, til hvers Þórhildur þessi var send út til Íslands. Síðan hefst viðtalið: „í Efnahagsbandalags- málinu hafa hinir tveir stjórn- arflokkar á íslandi, sósíaldemó- kratarnir og hinn íhaldssami Sjáilfstæðisflokkur, snúizt alger- lega í hring, segir forseti ís- lenzka Alþýðusambanrsins, — Hannibal Valdimarsson. Aður voru þeir fylgjandi’fullri aðild, en nú tala þeir aðeins um auka- Framhald á bls. 16. Agnar Ingólfsson Banaslys á Vopnafirði SÁ SORGLEGI atburður varð austur á Vopnafirði laugardaginn 29. desember, að ungur maður, Agnar Ingólfsson, drukknaði þar í höfninni. Agnar heitinn var loftskeyta- maður á m.s. Arnarfelli. Lá skip ið þar við bryggjú, en sakir þess að það hafði tekið lítilsháttar niðri, var því flotað frá bryggj- unni og stigi lagður milli skips og bryggju. Agnar gekk þar um, en'féll í sjóinn. Fólk var þarna viðstatt, og náðist Agnar eftir þrjár mínútur upp á land. Var þá ekkert lífsmark með honum. Lífgunartilrauniir voru þegar hafnar, og þeim haldið áfram á fimmtu klukkustund, án nokkurs árangurs. Agnar Ingólfsson var ættaður norðan frá Siglufirði, 36 ára gam all. Hann var einhleypur, en læt- i ir eftir sig foreldra á lífL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.