Morgunblaðið - 03.01.1963, Side 3

Morgunblaðið - 03.01.1963, Side 3
Fimmtudagur 3. janúar 1963 MORGVNBLÁÐIÐ 3 Séð yfir Reykjavík um miðnættið. í fyrra voru keyptir flugeldar fyrir rúmlega eina milljón kr Syngjum dátt og dönsum, því nóttin er svo löng Á GAMLARSKVÖLD ríkti að venju mikill gleðskapur í Reykjavík. Mátti vart á milli sjá, hvorir voru kátari — ungir eða gamlir. Geysilegum fjölda flugelda var skotið á loft, blys brennd og má segja, að um miðnættið hafi borgin litið út eins og eitt ljóshaf. Brennur voru um alla borg- ina, bæði smáar og stórar. Hin stærsta þeirra var á Klambratúni og stóðu borg- aryfirvöldin að henni. Laust fyrir kl. 11 yar kveikt í brennunni. Höfðu þá þús- undir manna safnazt saman á túninu. í fyrstu reyndu lög- reglumenn að bægja fólkinu frá bálkestinum, en varð lít- ið ágengt 1 því starfi. Hins vegar varð brátt svo mikill Þær eru kátar og hressar í bragði, álfameyjarnar þrjár. hiti af brennunni að mönn- um var ekki vært nálægt henni og myndaðist þá stór hringur um hana. Allir virtust í sólskins- skapi, enda var veður hið á- kjósanlegasta — logn, hiti rétt undir frostmarki og heið- ríkt. Meðan eldurinn logaði glatt í brennunni á Klambra- túni, söfnuðust menn saman í smáhópa — sungu, gerðu að gamni sínu og brenndu blys. Margir voru glímuklæddir og aðrir í smóking, svo að hópurinn var ærið marglitur. Nokkrir höfðu með sér pyttl- ur og var óspart fengið sér í staupinu. Við þessa hress- ingu ágerðist söngurinn mjög, og settu menn ekkert fyrir sig, þótt ekki syngju allir sama lagið. Undirleik annað- ist eldurinn með aðstoð kín- verja' og púðurkerlinga. — Indíánar eru víðar en í Amer- íku. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Fengu tónverk þessi hinar beztu undirtektir áheyrenda. Sjáðu, hvernig eldurinn læsist um brennuna! UM nýárið hefur verið há- þrýstisvæði frá Noregi tii Baffínslands vestur af Græn- iandi. Veður hefur verið með afbrigðum stillt og fagurt, en allihart frost á Norðurlandi, endia nær heiðríkt. Austanátt- in, sem borið hefur fannkyngi yfir England, er heldur í rén- un; þó snjóaði þar víða á hádegi í gær. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 85 milij. VÖRUSKIPTA J ÖFNUÐURINN til nóvemberloka 1962 varð óhag stæður um 85 milljónir króna. Út voru fluttar vörur _ fyrir 3.225 millj. kr. en inn fyrir 3.310 millj., þar af skip og flugvélar fyrir 69,3 millj. kr. Árið 1961 varð vöruskiptajöfn uðurinn til nóvemberloka óhag- stæður um 155,9 millj. kr. Út voru fluttar vörur fyrir 2.662 millj., en inn fyrir 2.818 millj., þar af skip og flugvélar fyrir 90,7 millj. kr. í nóvembermánuði 1962 varð vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 526 þús. kr. Út voru flutt ar vörur fyrir 322,5 millj., en inn fyrir 323 millj. kr. í nóvembermánuði 1961 varð vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 61,6 millj. kr. Út voru flutt- ar vörur fyrir 313,2 millj., en inn fyrir 251,6 millj. kr. Verðmæti inn- og útflutnings 1961 hefur verið fært til samræm is það gengi, sem tók gildi 4. ágúst 1961. Kadua 2. jan. (NTB) Tilkynnt hefur verið að um 2 þús. menn hafi misst heim- i'li sín í flóðum í Nigeríu. Óttast árargur viðreisnarinnar Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki treyst sér til að rita áramótahug- leiðingar að þessu sinni öðru visi en að viðurkenna árangur við- reisnarinnar. Ver hann miklu rúmi í að telja upp ýmislegt það, sem áunnizt liefur að undanförnu og er helzt á orðum hans að skilja, að hann telji það allt Framsóknarflokknum að þakka! J»egar viðreisnarráðstafanirnar hófust 1960 sögðu Framsóknar- menn, að hér myndi skapast kreppa og hverskyns óáran ganga yfir landslýðinn. Síðar töl- uðu þeir um, að viðreisnin væri hrunin, þá að hún myndi hrynja o.s.frv. Nú kveður sem sagt við allt annan tón, og er það út af fyrir sig ánægjulegt, að stjórn- arandstaðan skuli ekki treysta sér til annars en viðurkenna ár- angurinn og reyna um leið að eigna sér hann. Hitt er svo annað mál, að sannleikurinn er sá, að Fram- sóknarmenn hafa gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að torvelda viðreisnina og sízt ver- ið eftirbátar kommúnista í þeirri iðju. Menn brosa því góðlátlega, þegar þessir sörr.u menn ætla nú að þakka sér hinn mikla árang- ur, sem náðst hefur. Samstarf í Efnahags- bandalagsmálinu Eins og kunnugt er hafa stjórn- arflokkarnir leitazt við að hafa sem nánast samstarf við stjórn- arandstöðuna í Framsóknar- flokknum varðandi málefni Efna- hagsbandalags Evrópu. Er þetta eðlilegt, því að lýðræðissinnar eiga að leitast við að standa sam an í mikilvægum millirikjamál- um. Á þennan hátt var Fram- sóknarflokknum gert unnt að hafa svipuð áhrif á gang þessa máls, eins og hinum. lýðræðis- flokkunum, þótt hann væri utan stjórnar. En það sýnir bezt á- byrgðarleysi Framsóknarflokks- ins, að hann rýfur þetta sam- starf með ótímabærum og órök- studdum yfirlýsingum. Síðan er reynt að láta liggja að því, að hinir lýðræðisflokkarnir standi ekki eins vel á verði um mál- stað landsins. Ef sú væri raunin bar Framsóknarflokknum ein- mitt skylda til að halda samstarf- inu áfram og leitast við að fá sín sjónarir.ið fram. En það er eins og fyrri daginn, að Fram- sókn fellur alltaf í þá freistni að gleyma hagsmunum þjóðar- innar, þegar foringjarnir halda að flokkurinn geti unnið fylgi. Tekur ábyrgðina á sig Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu reyna Framsóknar- menn að breiða það út, að for- ingjar flokksins hafi verið and- vígir lögbrotum þeim, sem fram- in voru á Alþýðusambandsþingi. Hefur Morgun- blaðið ástæðu til að ætla að þetta muni rétt, að því er Her- mann Jónasson varðar, en hins- vegar hefur Ey- steinn Jónsson nú sjálfur tekið af skarið um það, aö hann telji aðgerðirnar á Alþýðusam.bandsþingi eðlilegar. í áramótagrein sinni segir hann: „Framsóknarmenn sem mættir voru á Alþýðusambandsþingi beittu sér fyrir því að farið var að lögum og dómsniðurstöður virtar og björguðu með því sam- tökunum". Eysteinn Jónsson reynir þann- ig að verja þessar aðgerðir og tekur þar með á sig persónulega ábyrgð á þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.