Morgunblaðið - 03.01.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.01.1963, Qupperneq 12
12 MORClllS ni/ÁÐlÐ Fimmtudagur 3. janúar 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustj óri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. RÖDD RAUNSÆIS OG FRAMFARA ¥ eiðtogar Sj álfstæðisflokks- ^ ins, þeir Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Bjami Benediktsson, formaður flokksins, hafa báðir flutt þjóðinni boðskap við þessi áramót, samkvæmt venju. — Forsætisráðherra ávarpaði þjóðina á gamlárskvöld, en formaður Sjálfstæðisflokks- ins ritaði áramótagrein í Morgunblaðið, þar sem hann ræddi vandamálin af hófsemi og ábyrgðartilfinningu. — Bjami Benediktsson komst stæðisflokksins að orði á þessa leið: „Verkefnin framundan em óþrjótandi. Þau verða ekki leyst nema menn sjái hver þau eru og hafi vilja og getu til þess að leysa þau. Valda- togstreita og sjálfhelda, þar sem enginn hefur afl til úr- skurðar, má ekki leiða til að- gerðaleysis". I lok áramótahugleiðinga sinna kemst fórmaður Sjálf- stæðisflokksins að orði á þessa leið: „Núverandi stjórnarflokk- ar eru síðm- en svo fullkomn- ir. En þeim hefur nú tekizt lengur en öðrum að sjá land- inu fyrir stjórn, sem megnað hefur að leysa þetta aðkall- andi vandamál með skapleg- um hætti. Sjálfri vegnar þjóðinni nú mun betur en nokkm sinni fyrr og vegur hennar út á við hefur aldrei verið meiri. Það sem íslend- ingar þurfa að gera upp hug sinn um á komandi ári, er, hvort þeir vilji heldur að hér haldist samhent stjóm eða við taki stefnuleysi, ringul- reið og hrossakaup". Þetta er kjami málsins. Það er um þetta sem íslendingar velja í þeim kosningum, sem fram eiga að fara á komandi sumri. Ólafur Thors, forsætisráð- herra, varpaði í upphafi ræðu sinnar fram þeirri spurningu, hvort viðreisnar- stefna ríkisstjómarinnar hefði tekizt eða ekki og komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hennar hefði tekizt „betur en björtustu vonir stóðu til“. Hinsvegar kvaðst hann játa hispurslaust, að enn hefði ekki tekizt að ráða niðurlögum verðbólg- unnar, enda þótt þjóðin standi nú í dag betur að vígi en fyrir þremur ámm í við- ureigninni við' hana. „En tak- ist ekki að sigra verðbólg- una“, sagði forsætisráðherra, „gleypir hún fyrr eða síðar ávexti þess sem bezt hefur tekizt. Er þá unnið fyrir gýg og beinn voði fyrir höndum“. Forsætisráðherra rakti síð- an nokkrar tölur, sem sanna á ótvíræðan hátt þann mikla árangur sem náðst hefur með starfi Viðreisnarstjómarinn- ar. Hann vakti athygli á, að þegar stjórnin tók við völdum skulduðu bankamir erlendis um 216 millj. kr. Um síðustu mánaðamót hefði þessi skuld hinsvegar verið greidd að fullu en í stað hennar komin 1010 millj. kr. inneign. Gjald- eyrisstaðan hefði þannig batnað um hvorki meira né minna en 1226 millj. kr. frá upphafi viðreisnarinnar. Forsætisráðherra skýrði einnig frá því, að í febrúar- lok 1960 hefðu allar innstæð- ur landsmanna í bönkum og sparisjóðum landsins numið 1825 millj. kr. Um síðustu mánaðamót hefðu þær hins- vegar verið orðnar 3287 millj. kr. Aukningin hefði þannig orðið 1462 millj. kr. Það er ekki of djúpt tekið árinni, að engin ríkisstjórn síðari ára hafi á jafn skömm- um tíma unnið jafn heilla- drjúgt starf og Viðreisnar- stjórnin hefur gert. NÝJAR LEIDIR /Vlafur Thors rakti einnig í ” áramótaávarpi sínu þær hættur, sem vofa yfir efna- hagslífi þjóðarinnar af völd- um sífellds kapphlaups milli kaupgjalds og verðlags. í því sambandi minntist hann á nauðsyn nýrra leiða til þess að sætta vinnu og fjármagn og komst þá m.a. að orði á þessa leið: „Ég held að nauðsynlegt sé að samtök launþega og at- vinnurekenda sjálf, í samein- ingu eða þó kannski heldur hvort í sínu lagi, ráði yfir stofnunum, sem séu færar um að kanna og meta allar upplýsingar og safna sínum eigin gögnum, eftir því sem ástæða reynist til, en leið- beini síðan umbjóðendum sín- um og láti þeim í té öll nauð- synleg gögn í málinu. Myndu þá stórum aukast líkurnar fyrir því, að kröfurnar yrðu nokkurn veginn í samræmi við gjaldþolið og yrði þá auð- vitað að sama skapi oftar gengið að þeim án átaka“. Allir hugsandi menn hljóta að taka undir þessi ummæli forsætisráðherra. Á því er höfuðnauðsyn að launþegar og atvinnurekendur samein- ist um það að hafa jafnan til- tækar upplýsingar, sem sýni raimverulega greiðslugetu bjargræðisveganna. Þær upp- lýsingar ættu síðan að vera sú loftvog um greiðsluþolið, sem farið yrði eftir í stórum dráttum. 1 þessu sambandi má minna á það, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu fyrir fáum árum á Alþingi til- lögu um rannsókn á greiðslu- getu atvinnuveganna. Var sú tillaga samþykkt. Kjarni hennar var einmitt sú hugs- un, sem kom fram í fyrr- greindum ummælum Ólafs Thors. í áramótahugleiðingum leið toga Sjálfstæðisflokksins hljómar rödd hinna raunsæu framfaraafla í þjóðlífinu. Sjálfstæðismenn hika ekki við að segja þjóðinni sann- leikann á hverjum tíma um ástand og horfur í málum hennar. Sá er og jafnan hátt- ur ábyrgra og mikilhæfra st j órnmálaleiðtoga. ÖRLAGAÁR ¥ ræðum þjóðarleiðtoga um allan heim um þessi ára- mót, kemur fram sú skoðun, að árið 1962 hafi verið mikið örlagaár. Valdi þar fyrst og fremst um atburðirnir á Kúbu í október- og nóvem- bermánuði og þau átök, sem gerðust í sambandi við þá. Mannkynið stóð þá augliti til auglits við þá hættu að kjarn- orkustyrjöld skylli yfir. Sov- étríkin höfðu komið sér upp árásarstöðvum við hjartastað Vesturheims. — Bandaríkin lýstu því yfir, og nutu þar stuðnings allra þjóða Suður- og Norður-Ameríku, að þau mundu ekki þola tilvist þess- ara árásarstöðva. Leiðtogar Sovétríkjanna gerðu sér þá ljóst, að þeir höfðu gengið of langt, Krúsjeff beygði af og flutti árásartækin burtu. Hér var vissulega inn ör- lagaríka viðburði að ræða. Annað mesta stórveldi heims- ins, Sovétríkin játaði, að hafa gerzt sekt um ógnun við heimsfriðinn og tók þá á- kvörðun að flytja árátartæk- in burtu. í kjölfar þessarar ákvörð- unar Rússa hafa vaknað nýj- ar vonir um bætta sambúð Rússa og Bandaríkjamanna. Rússnesbu geimfararnir fjórir skála fyrir nýja árinu í veizlu í Moskvu. — Talið frá vinstri: Gherman Titov, Yuri Gagarin Pavel Popovich og Andrian Nikolayev. Á jóladagsmorgun heimsótti þessi tekin af páfa viö rúm Jóhannes XXIII barnasjúkra- eins sjúklingsins. hús í Vatikaninu. Var mynd Er nú einnig svo komið, að svo virðist sem Sovétríkjun- um standi stuggur af ófrið- legum aðförum kínverskra kommúnista. Má gera ráð fyrir að á næstunni verði margt skýrara um innbyrðis afstöðu þessara tveggja for- ysturíkja heimskommúnism- ans. — Þeir eru vígalegir þessir her-1 menn stjómarinnar í Suður- i Vietnam, búnir hríðskota- byssum al nýjustu gerð. —' Myndin var tekin við heræf- I ingar í fjallaþorpi þar sem í- búunum er kennd meðferð ýmiskonar vopna, en ein- kennisbúninga verða þeir i sjálfir að útvega sér. Kennir | þar margra grasa, eins og sjá má.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.