Morgunblaðið - 03.01.1963, Page 23

Morgunblaðið - 03.01.1963, Page 23
Fimmtudagur 3. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 23 Gott síldveiðiútlit í nótt Mikil síld og göð hjd þeim fdu, sem reru um hdtíðarnar f NÓXT sem leið leit mjöff vel1 út um síldveiði. Voru bátar þá að kasta í Miðnessjó og eins á Norðurköntunum, um 38 sjómíl- um NV af V frá Reykjavík, en þar fann síladarleitarskipið Guð mundur Péturs síld í gærdag. Er hún talin jafnari og betri en sú, sem veiðist sunnar. Aðfaranótt 30. des. fengu 34 bátar 30.680 tunnur aðallega í Jökuldjúpi, en síldin stóð anzi djúpt þá. Aðfaranótt 31. des. voru fáir á veiðum, enda hættu móttöikustöðvar snemma móttöku þann dag. Allir öfluðu þó vel, sem reru. Aðfaranótt 1. jan. reru eng ir, sem vitað er um, og aðfara- nótt 2. jan. fóru fóir út. Aðal- lega voru það bátar fró Snaefells nesi og öðrum höfnum, sem voru að leita fyrir sér í Miðnessjó, en fáir eða engir heimabátar frá hinum syðri Faxaflóahöfnum voru þá á sjó. Aflinn var góður og síldin allgóð. Banaslysið á Seyðisfírði Morgunblaðinu hefur borizt skýrsla frá Ólafi Þorlákssyni vegna andláts Magnúsar Ólafs- sonar, sem lézt þar í fangaklefa eins og áður hefur verið skýrt frá hér í Mbl. í skýrslunni segir svo: „Niðurstaða réttarkrufningar liggur fyrir, og er hún á þá leið, að Magniús heitinn Ólafsson muni hafa látizt af köfnun vegna kol- sýringseitrunar. Við rannsóikn málsins hafa 35 menn gefið skýrslu fyrir dómi, sumir oftar en einu sinni. Auk þess hefur verið farið á vettvanig í gæzlu- klefum í kjallara sundhallar Seyðisfjarðar. Þá hafa verið kvaddir til sérfróðir menn til að athuga aðstæður þar. Niðurstaða þeirra er, að eldsupptök muni hafa verið frá opnuim eldi, þ.e. eklki frá rafmagni eða siíku. í brunaleifum á slysstað fundust ytra hyiki af eldspýtustokk, tvær brunnar eldspýtur og ein óbrunn in. Rannsóknin beindist aðaliega að því að upplýsa, hvernig eld- færi höfðu borizt á slysstað, en þetta atriði fékkst ekki upplýst. Bftir er að Ijúka vettvangssikýrsl um að fullu og gera útskriift af diómsrannsóknuim. Að fengnum þeim gögnum, verður rnálið sent saksóknara til meðferðar, að hiætti slíkra mála“. Fyrir framan rúm hins létna var teppi, talsvert brunnið, og mun hann hafa kafnað vegna reykjarmökks frá því. 1. des. sl. var sami maður fangi lögreglunnar á Seyðisfirði en silapp úr gæzlunni um nótt- ina. Talið er, að utanaðkomandi aðstoð hafi þar kornið til greina. - Iþrótfir Framhald af bls. 22 gegn dönsku meisturunum Skov- bakken. Leikurinn fór fram í Árósum og tapaði Fram naum- lega, eftir framlengingu. Aðra leiki í þeirri ferð vann Fram. Lið Fram vakti mikla athygli og fékk mikið lof í dönskum blöð- um — varð þessi ferð íslenzkum handknattleik til mikils álits- auka. Þjálfara í handknattleiknum voru þeir Karl Benediktsson, Sveinn Ragnarsson og Hilmar Ó1 afsson. Formaður handknattleiks nefndar var Jón Þorláksson. Verkefni framundan. Aðaláhugamál félagsins um þessar mundir — og það verkefni sem félagið hefur mesta þörf fyr ir að hrint verði í framkvæmd, er uppbygging hins nýja félags svæðis, sem Borgarráð úthlutaði félaginu endanlega 20. nóvember sl. Hið nýja félagssvæði, sem er 4,4 ha. er norðan Miklubrautar nærri Kringlumýri. Þar er ráð- gert, að reist verði stórt og vand að félagsheimili, auk ' þriggja valla. Öll aðstaða félagsins til æf inga er óviðunandi eins og sakir standa — og er hvergi nærri hægt að koma öllum æfingum fyrir á þeim eina velli, sem félagið hefur til umráða. Allar líkur benda til þess, að hafizt verði handa, strax á næsta vori að vallargerð á nýja svæðinu. Stjórnarkosning. Sigurður E. Jónsson var ein- róma endurkosinn formaður fyrir næsta ár, en aðrir í stjóm með honum eru Guðni Magnússon, varaformaður, Jón Sigurðsson, kaupm., ritari, Jón Friðsteinsson, gjaldkeri, Birgir Lúðvíksson, spjaldskrárritari, Gunnar Ágústs son, formaður handknattleiks- nefndar og Rúnar Guðmannsson, formaður knattspyrnunefndar. í varastjórn eiga sæti Alfreð Þor- steinsson, Björgvin Árnason og Ingibjörg Jónsdóttir. UTAN ÚR HEIMI Oddsúlan á Péturstorgi frá fyrstu öld f. Kr. EINN AF stærstu leyndardóm um á sviði fornleifafræðinnar — uppruni oddsúlunnar á torgi heilags Péturs í Rómaborg — hefur verið ráðinn. „L’Osservatore Romano“, fréttablað Vatikansins, skýrir frá því hinn 27. desember, að fomleifafræðingum hafi tekizt að lesa fornar áletranir á fót- stalli oddsúlunnar og af þeim megi ráða, að oddsúlan sé frá fyrstu öld fyrir fæðingu Krists. Oddsúlan, sem staðsett er á miðju torginu, var flutt til Rómaborgar frá Egyptalandi í í keisaratíð Caligula, sem réð ríkjum á árunum 37—41 e. Kr. Hún er frábrugðin öðrum odd súlum, sem fluttar vom til Rómar, að því leyti, að á henni vom engin híróglýfur (mynd letur Forn-Egypta). Prófessor Filippo Magi skýr ir þetta í greininni í „L’Oss- ervatore" þannig: Oddsúlan var upphaflega reist í Egypta- landi fyrir rómverskan lands- stjóra en ekki Egypta. Lands- stjórinn, Gaius Cornelius Gall us, framdi sjálfsmorð árið 26 f. Kr., eftir að öldungaráðið hafði gert hann útlægan. Hann var orðinn illræmdur fyrir svall Gaius Comelius Gallus reisti nokkra pýramída og oddsúlur sér til heiðurs í Heliopolis, fornri höfuðborg Egyptalands, sem er ekki langt frá Kairó. Ekkert var vitað um oddsúl una fyrir daga Caligula, áður en Magi prófessor — yfirmað ur fomleifadeildar Vatikans- ins — hóf rannsóknir sínar. Rétt ofan við fótstall hennar er latnesk áletrnn, þar sem sagt er að Caligula hafi flutt hana frá Heliopolis. Önnur latnesk áletrun hafði rispazt út, og það er sú áletrun, sem prófessomum hefur tekizt að ráða, eftir margra ára bar- áttu. Þar segir, að oddsúlan hafi verið höggvin Caius Cornelius Gallus til heiðurs. Caligula reisti hina nálar- löguðu oddsúlu á íþróttasvæði innan Vatikansins, en árið 1586 flutti Sixtus V páfi súluna á mitt Péturstorg. Við það tækifæri, þegar hin 320 tonna súla hafði verið reist með að- stoð kaðla og blakka, voru all ir viðstaddir beðnir um að vera hljóðir. En það var of mikil þensla í köðlunum. Sjómaður nokk- ur, sem var meðal hinna 800 verkamanna, rauf þögnina og hrópaði: „Berið vatn á kaðl- ana“. Ráðleggingu hans var fylgt og vatnið kom köðlunum í lag. Flestir bjuggust við að sjó- manninum yrði refsað, en í stað þess var hann heiðraður. Heiðurslaun hans vom þau, að sjá Péturskirkju fyrir pálma- grein á hverjum pálmasunnu- degi. Afkomendur hans njóta þessa réttar enn í dag. Mynd frá 18. öld af Vatikaninu, sem sýnir oddsúluna á miðju torginu. Sunnudaginn 30. des. fóru ungar skátastúlkur í h ringferð um Reykjavík með gamla fólkinu í Elli- heimilinu Grund. Þessi mynd sýnir, þegar telpur nar voru að hjálpa hinu aldraða fólki út í bílana. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ, Flugmaður þotunnar, er nauðlenti á Grænlands- jökli, talinn af Einkaskeyti til Mbl. frá AP, 30. desember. LEITINNI að flugmanni þot- unnar frá bandaríska flughern- um, sem nauðlenti á Grænlands- jökli 15. des. sl., er nú hætt og hann talinn af. Flugvélar fljúga þó enn yfir staðinn þar sem talið er að slysið hafi orðið, þegar veður leyfir. En veður hefur ver- ið mjög slæmt frá því að slysið varð. Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. nauðlenti þotan, sem var af gerðinni F 102, ekki langt frá flugstöðinni í Thule 15. des. sl. Eftir að þotan nauðlenti var haft lofskeytasamband við flug- manninn, svo vitað er að hann var á lífi eftir slysið. Þegar var gerður út leiðangur til þess að bjarga flugmanninum. — Fóru þrír menn áleiðis til slysstað- arins í þyrlu, en hún hrapaði áð- ur en hún komst á leiðarenda. Með þyrlunni voru þrír menn og komust þeir allir lífs af. Þegar fréttist um afdrif þyrlunnar, veit flugvél af gerðinni DC 3, bú- in skíðum, send á vettvang. — Lenti hún á jöklinum við stað- inn þar sem áhöfn þyrlunnar hafðist við, en hlekktist' á og fór- ust tveir af fjórum mönnum, sem með henni voru. Síðan var snjó- bíll sendur á vettvang, en hann hvarf og ekkert hefur til hans spurzt. Er talið að hann hafi fall- ið í jökulsprungu. Loks var send flutningaflugvél frá bandaríska flughernum og tókst henni að bjarga áhöfn þyrlunnar og þeim tveimur, sem eftir lifðú'af áhöfn skíðaflugvélarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.