Morgunblaðið - 03.01.1963, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.01.1963, Qupperneq 24
f Lögreglan beitti táragasi gegn óróaseggjum í miðbænum TÖLUVERÐ ÓLÆTI urðu í mið bænum á gamlárskvöld og beitti lögreglan að lokum táragasi til þess að dreifa nokkrum hundruð- um unglinga, sem létu ófriðlega umhverfis lögreglustöðina. Var það laust fyrir kl. 2 á nýársnótt. Voru þrjár litlar táragassprengj- ur sprengdar samtímis beggja vegna Xögreglustöðvarinnar, í Austurstræti og Hafnarstræti, en síðan stuggaði sveit lögreglu- þjóna, sem búin var kylfum, við skaranum. Ekki kom þó til þess að beita þyrfti kylfunum. ölvun var mjög mikil, tugir manna tekn ir úr umferð og lögreglan var hvað eftir annað kvödd til þess að skakka leikinn í heimahúsum. Þá bar mikið á ölvun unglinga. í miðbænum sáust jafnvel 13—14 ára unglingar, sem voru all- drukknir. Töluvert var um smá- slys á fólki, bæði vegna hálku, flugelda og kínverja, en umferð- arslys urðu engin. í viðtali við Mbl. í gær sagði Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn, að mikið annríki hefði ver ið hjá lögreglunni um áramótin, þó ekki jafnmikið og daginn fyrir Þorláksmessu, þegar verzanir voru opnar til miðnættis og um- ferðin hvað mest. Tiltölulega fátt fólk hefði verið á ferli í mið- bænum, því brennurnar, sem voru um 100 víðsvegar um bæinn, drógu að sér þúsundir manna, því veður var með eindæmum gott. Fór allt vel fram þar og um ferðin gekk snurðulaust og voru lögregluþjónar þá víða við um- ferðarstjórn. Áramótadansleikir fóru líka friðsamlega fram. Ó- hætt er að segja, að lögreglan hafi haft í mörg horn að líta. Það var laust fyrir miðnætti, að unglingar fóru að safnast sam an í miðbænum og bar þar fyrst og fremst á ölvun, en einnig var sprengt mikið af kínverjum. Tók lögreglan kínverja af mörgum strákum, sem voru yfirheyrðir og síðan fluttir heim til sín. Einn var með 400 kínverja á sér, en hann játaði að hafa þá selt og sprengt 1.600 stykki. Var hér um smyglvarning að ræða. Upp úr miðnætti var þarna í miðbænum fjöldi unglinga, á að gizka 200 eða rúmlega það, í grennd við lögreglustöðina, mest Lögregluþjónn við einn af stöðumælunum, sem eyðilagðir voru. £ Austurstræti. Þetta voru piltar, flestir á aldrinum 12—17 ára, og voru þeir með ólæti á götunni. Gluggar voru brotnir í fimm verzlunum við Austurstræti og sex stöðumælar eyðilagðir, en lög reglan hafði hendur í hári margra sökudólganna strax eftir að verkn aðirnir voru framdir. Margir vegfarendur svo og þeir, sem óku um miðbæinn, urðu fyr ir óþægindum vegna ólátaseggja á götunni, bæði vegna kínverj- anna — og svo urðu víða stymp- ingar. í eitt sinn réðist ungur mað ur á friðsaman vegfaranda með barsmíð og tóku lögregluþjónar árásarmanninn þegar í stað, en hann er lögreglunni gamalkunn ugur. Þegar lögregluþjónar færðu manninn til lögreglustöðvarinnar gerði mannfjöldi á götunni aðsúg að lögreglunni sem stuggaði fólk inu frá sér. Var þröng í götunum næst lögreglustöðinni og voru Framhald á bls. 11 AKRANESI, 2. janúar. — KI. 10 í morgun komust allir í vígahug í Sementsverksmiðj- unni. Óboðinn gestur hafði þotið inn fyrir verksmiðju- múrana, þótt vel víggirt sé. Gesturinn valdi loftleiðina, því hér var fálki á ferð. Fyrstu fómardýrin valdi hann sér úr dúfnahúsi á sementsgeymi nr. 1. Fálkinn er göfugur fugl, hugrakkur og stoltur, eins og sjá má af Akranesfálkanum, því að þótt hann sé í fangelsi er hann hnarreistur og nennir varla að hafa fyrir því að horfa á ljós- myndarann. Slegizt við fálka áAkranesi Handsamaður, en sleppt i dag Fálkinn stútaði 6—7 dúfum. Varð nú verkfall yfir alla Eina dúfuna drap hann þann- línuna hjá starfsfólki verk- ig að hann sló af henni haus- smiðjunnar og fjaðrafok með inn á fluginu. þvilíkum býsnum að dimmdi í Myndin var tekin í gær, þegar verið var að skipta um rúðu í verzl. Jóns Brynjólfssonar í Austurstræti. — Sú verzlun var meðal þeirra, sem urðu fyrir barðinu á óróaseggjunum á gaml árskvöld. Eggert Stefánsson látinn EGGERT Stefánsson söngvari lézt suður á ítalíu í bænum Schio, sem er skammt frá Fen- eyjum, laugardaginn 29. desem- ber. Ekki er enn vitað fyllilega, hvernig dauða hans bar að hönd- um, en talið er, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Eggert heitínn og kona hans, Lelia, née Cazzola Crespi, urðu bæði veik um miðjan sl. desem- ber. Fékk hún hjartaslag, en Eggert heilablæðingu og varð blindur í tvo daga. Fóru þau saman í sjúkrahús. Þetta var í fjórða skipti á undanförnum þremur árum, sem Eggert heit- inn fékk heilablæðingu, og í eitt skiptið varð hann blindur um Eggert Stefánsson stutt skeið. Þau hjón náðu sér eftir þessi áföll og voru komin heim í bústað þeirra í Schio, fæðingarstað frú Leliu. Ætluðu þau að koma heim til íslands í febrúar. Áramóíaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna Ljósm.: Magnús Oddsson lofti. Margir brugðu hart við til varnar saklausum dúfunum, en sóknharðastur var Svavar Elíasson. Hann kleif upp 35*metra há an sementsgeyminn og henti sér yfir fálkann, sem hafði flækzt í búrnetT dáfnanna, en sá var ekki á að láta sig. Fálkinn velti sér á bakið eins og skot og læsti klónum í jakka Svavars, sem greip haustaki á fálkanum. Síðan hefur fálkinn verið til sýnis í einum glugga verk- smiðjunnar. Hann verður í varðhaldi í nótt, en sleppt í fyrramálið út á loftsins víðu vegu. — Oddur. Sjúklingar flutt ir í nýjasta Landakotsspítala MIÐVIKUDAGINN 2. jan. voru sjúklingar fluttir úr gamla Landa kotsspítalanum (St. Jósefs spít- ala) í nýjasta sjúkrahúsið, sem stendur á bak við það gamla á horni Ægisgötu og Túngötu. Nokkrir sjúklingar urðu eftir i hinum gamla, þ.e. fólk, sem kom ið hefur í þessari viku. Einnig verður tekið á móti einhverjum sjúklingum fram eftir árinu i gamla sjúkrahúsinu, því að hörg ull er á sjúkravistum og margir á biðlista. í apríl verður gamli spítalinn annað hvort rifinn á lóðinni eða seldur í burtu. Vetrarvertíð hafin í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 2. jan.: — Vetrarvertíðin er hafin hér og fóru þrír bátar, Stígandi, Júlía og Gísli Johnsen, til róðra í dag með línu. — Bj. Guðm. Aramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykja vík verður haldið í kvöld í tveimur samkomuhúsum. Vel er til þeirra vandað að venju, og er búizt við miklu fjöl- menni eins og undanfarin ár. Spilakvöldið verður haldið bæði í Sjálfstæðishúsinu og á Hótel Borg. Á fyrri staðnum flytur Bjarni Bencdiktsson, dóms málaráðherra, ávarp, en á hin- um síðarnefnda Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra. Spiluð verður félagsvist og mjög glæsi- leg verðlaun veitt. — Frægt spánskt dansaratríó mun skemmta gestum með dansi. Að lokum verður dansað. Kópavogur Sj ál fstæ ð iskve nn afél agið Edda í Kópavogi heldur jólatrés- skemimtun fyrir börn í félags- heimili Kópavogis laugardaginn 5 janúar. Ball fyrir unglinga verð- ur í Sjálfstæðishúsinu, Borgar- holtsbraut 6 um kvöldið. — Að- göngutmiðar á barnaballið verða seldir í Sj ál fs tæð ishús inu í kvölid og næstu kvöld milld 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.