Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnucfagur 13. janóar 1963
Kommúnistar hrifsuðu
völdin samstundis, væri
aðstaða fyrir hendi
— sagði Áki Jakobsson, fyrrv. ráðherra,
á fjölmennum Varðbergsfundi í gær
Á KI Jakobsson, fyrrv. ráð-
herra, flutti ræðu urn eðli
konunúnismans og svaraði
fyrirspumum á fjölmenniun
hádegisverðarfundi Varð-
hergs í Þjóðleikhússkjallar-
anum í gær. Sagði hann m.a.,
að samband íslenzku komm-
únistaforingjanna við Kreml
væri náið og á sama stigi og
samband kommúnistaflokka
leppríkjanna við Moskvu
var áður en valdatakan fór
fram í leppríkjunum.
Sagði Áki ennfremur, að is-
lenzku kommúnistaforingjamir
mundu á sama hátt vera reiðu-
búnir til þess að þjóna hagsmun-
um Rússa í hvívetna án tillits
til hagsmuna íslenzku þjóðarinn
ar. Komm únlstar mundu ekki
hika við að hrifsa hér völdin
Dregið í happ-
drætti Styrktar-
f él. vangef inna
DREGIÐ hefur verið í happ-
drætti Styrktarfélags vangefinna
Eftirtalin númer voru dregin út:
21610 Volkswagen bifreið.
22579 Flugfar til Florida.
29234 Fax með Gullfossi tii K,-
hafnar.
2067 Flugfar til Kaupmanna-
hafnar.
5501 Far með SÍS-skipi til V-
Evrópu.
4921 Far umihverfis landið.
5677 Mynd eftir Kjarval.
12933 Mynd eftir Kjarval.
Styrktarfólag vangefinna.
Sigurður Jónasson
bóndi, látinn
ÞTDFUM, 11. janúar: — Sigurður
Jónasson, fyrrum bóndi í Svans-
vík, andaðist 9. þ. m. á Sjúkra-
húsi ísafjarðar. Hann var fæddur
4. júní 1886.
Sigurður var um langt skeið
einn traustasti bóndi sveitar sinn
ar, vinsæll og vel metiim. Kona
hans, Bergþóra Jónsdóttir, lifir
mann sinn. — P.P.
ef þeir fengju færi á. Þeir mundu
gera það á samri stundu, ef að-
staða væri fyrir hendi. Og það,
sem m.a. mundi skapa þeim að-
stöðu, væri nálægð rússnesks
herafla. Kommúnistar hefðu ekki
undirbúið valdatöku hér þar
sem hagstæðar aðstæður hefðu
ekki skapazt.
Síðan sagði Áki, að hann teldi
dvöl vamarBðsms á felandi
mjög nauðsynlega. N-Atlantshaf
væri morandi af rússneskum
skipum og ef engar vamir væru
hér á landi gætu Rússar gripið
hagstætt tækifæri, sem skapazt
gætí í alþjóðamálum, tíl þess
að taka hér völd.
Kom þetta fram i svari við
fyrirspum, en þær vora fjöl-
margar. Ein var m.a. þess efnis
hvað hann vildi segja um fjár-
stuðning þann, sem íslenzkir
kommúnistar fengju frá kommún
istaríkjunum.
Eg ætla ekki að fara út í það
hér, sagði Áki Jakobsson en hitt
get ég fuilvissað menn um, að
það er mjög lítil hætta á að
útgáfa Þjóðviljans stöðvist vegna
fjárskorts.
Áki ræddi um eðli kommún-
ismans og sagði m.a., að fræði-
kenningin hlyti að leiða af sér
einræði og kúgun af verstu teg-
und. Ekki væri til nein fullkom-
in leið til þess að leysa ÖU
vandmál eins þjóðfélags. Komm
únistiskt þjóðfélag væri dænt
tíl að lenda í þeim þrengingum,
sem það er í — einmitt nú á
tímum. Kommúnisminn stenzt
Áki Jakobsson flytur ræðu sína.
ekki friðsamlega samkeppni við
lýðræðið Einræðisríki getur
ekki veitt þjóðinni þau kjör og
þá reisn lífsins, sem lýðræðið
getur, þó jafnan fari eitt og
annað öðru visi en ætlað er hjá
okkur, sagði Áki Jakobsson.
Mikill fjöldi sótti Varðbergsfundina og hér er hlutí fundarmanna.
2 aðstoðarbankastjórar
við Iðnaðarbankann
Þeir eru Pétur Sæmundsson og
Bragi Hannesson
Á ÞESSU ári verða liðin 10 ár
frá því, að Iðnaðarbankinn tók
til starfa. Jafnframt verður nú í
þessum mánuði gengið frá aukn-
ingu hlutafjár bankans, er sam-
þykkt var á síðasta aðalfundi
hans.
Til þess að annast aukin störf
í sambandi við fyrirætlanir um
framtíðarvöxt bankans, hefur
bankaráðið ráðið tvo aðstoðar-
bankastjóra við bankann, þá Pét
ur Sæmundsen viðskiptafræðing,
framkvæmdastjóra Félags ís-
lenzkra iðnrekenda, og Braga
Hannesson lögfræðing, fram-
kvæmdastjóra Landssambands
iðnaðarmanna.
Segja frá IMýfundnalands-
ferð á kvöldvöku F.í.
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 16.
janúar, efnir Ferðafélag íslands
til kvöldvöku í Sj álfstæðishús-
inu í Reykjavík. Húsið verður
opnað kl. 8. Á þessari kvöld-
vöku munu þeir Kristján Eld-
jám, Gísli Gestsson og Þórhall-
ur Vilmundarson segja frá ferð
sinni til Nýfundnalands síðast-
HAFNFIRZKT Sjálfstæðisfólk,
drekkið síðdegiskaffið í dag kL
3—5 í SjáifstæðishúsinuL _______
liðið sumar og sýna skugga-
myndir úr ferðalaginu.
Eins og mönnum er kunnugt
fóru þeir félagar þessa ferð til
þess að taka þátt í fornleifa-
rannsókn með hjónunum Helge
Ingstad og Anne Stine In^stad
fornleifafræðingi, en þau hjón-
in hófu þessar rannsóknir sum-
arið 1961 og töldu fullar líkur
til að þarna hefðu verið vistir
norrænna manna í fornöld. ís-
lendingarnir tóku þátt í þessum
rannsóknum nær mánaðartíma
en kynntust auk þess landi og
þjóðlífi og hafa frá mörgu að
segja um það. Tóku þeir marg-
ar litmyndir í ferðalaginu öllu
og verður sú myndaröð uppi-
staða þeirrar frásagnar, sem
þeir flytja á kvöldvökunnL
BRAGI Hannesson var stúdent
fm Menntaskólanum í Reykja-
vík 1953 og lauk lögfræðiprófi
við Báskóla íslands 1958. Réð-
ist hann þá framkvæmdastjóri
til Landssambands iðnaðarmanna
og varð jafnframt framkvæmda
stjóri Meistarasamlbands bygg-
ingamanna 1960.
Bragi varð héraðsdómslögmað
ur 1959. Hann hefur verið endur
skoðandi Iðnaðarbankans og
gegnt fleiri trúnaðaratörfum
fyrir iðnaðarmenn.
Pétur Sæmundsen er Hún-
vetningur, fæddur á Blönduósi.
Hann varð stúdent frá Verzlun-
arskóla íslands árið 1946 og
lauk prófi í viðskiptafræðum við
Háskóla íslands 1950 og hefur
síðan starfað hjá Félagi íslenzkra
iðnrekenda, verið framkvæmda-
stjóri þess síðan 1956 og gegnt
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir iðnrekendur. Hann var end
urskoðandi Iðnaðarbankans frá
stofnun bakans til 1956 og í
stjórn verzlunarsparisjóðsins frá
stofnun og í bankaráði Verzlun-
arbanka íslands hf. til 1962.
Ilríngurinn
þakkar
FJÁRÖFLUNARNEFND Kven-
félagsins „Hringurinn" þakkar
hér með innilega öllum þeim, sem
á einn eða annan hátt stuðluðu
að því, að svo vel tókst til með
bazar félagsins og kaffisölu 2.
desember sl. En nettó hagnaður
var samtals yfir 160.000 krónur,
sem lagðar hafa verið í barna-
spítalasjóðinn. _
Eldur í vara-
hlutageymslu
AKUREYRI, 10. jarnúar.
LAUST eftir hádegi í dag kom
upp eldur í verkstæði og vara-
hlutaigeymslu Útgerðarfélaigs
Akureyringa h.f. á Oddeyrar-
tanga. Þarna voru geymdir ýmsir
varahlutir úr vélum togaranna
m.a. rafmótorar o.fl.
Eldurinn var aðallega í þekju
hússins og tókst slökkviiliðiniu
fljótlega að ráða niðurlögum
hans.
Ekki er talið að varah/lutirnir
haf skemmst svo neinu nemi. —
St.E.Sig.
— Bátarnir
Frh. af bls. 24. *
um nýja báti og því hefði hann
leyft innflutning hans.
— Um báta, smíðaða fyrir ís-
lenzka aðila, gilda að sjálfsögðu
sömu reglur hvar sem þeir eru
smíðaðir. Það væri því auðvitaS
ekkert því til fyrirstöðu, ef hag-
kvæmt þætti fjárhagslega, að
smíða báta samkvæmt íslenzk-
um reglum í Rússlandi, að þvi
tilskyldu að þeir væru smíðaðir
samkvæmt teikningum, viður-
kenndum af Skipaskoðun ríkis-
ins, og undir eftirliti meðan á
smíði stendur, svo sem annars
staðar er, sagði Hjálmar Bárðar-
son.
Að síðustu spurði fréttamaður
blaðsins skipaskoðunarstjóra
hvort leyfi yrði veitt fyrir fyrr
greindum 20 bátum, sem þegar
hefðu verið pantaðir.
— Við munum ekki samþykkja
þessa báta óbreytta þannig að
þeir munu ekki geta fengið haf-
færnisskírteini og þar með er
ekki hægt að skrá þá sem íslenzk
skip, sagði skipasikoðunarstjári að
lokum.
85 ára í dag
ELINBORG Guðmundisdóttir,
Skólavörðustíg 15 hér borg, verð-
<ur 85 ára í dag.
Um áratuga skeið starfaði El-
ín'borg hjá Morgunblaðinu, og
vann hún ýmis störf, er hún
gekk að með miiklum dugnaði cxg
'samvizkusemi. Það mátti telja þá
daga á finigrum sér, sem Elínborg
ikom ekiki tiil vinnu sinnar, hress
í bragðL Hefur létt skapgerð
'hennar orðið henni mikiils virðL
Elínborg er þrátt fyrir háan
aldur, við allgóða heilsu, en
-----------------tSK
Fáskrúðs
fjörður
N Ú um áramótin tók frú
Þórunn Pálsdóttir, Efri
Haga, Fáskrúðsfirði, að sér
að vera umboðsmaður fyr
ir Morgunblaðið þar
kauptúninu. Mun Þórunn
því framvegis annast dreif
ingu og innheimtu Morg-
unblaðsins þar og til henn-
ar skulu þeir súna sér á
Fáskrúðsfirði, er óska að
gerast áskrifendur að blað
inu. Frú Þórimn mun einn
ig annast fyrirgreiðslu á
auglýsingum í Morgun-
blaðið. — Sími Þórunnar
Pálsdóttur er 23.
sjónin er tekin að daprast, og
hún er ekki lengur eins hröð í
ferðum, um Skólavörðustiginn,
þegar hún er að gera innikaupin
fyrir sitt litla heimili, sem hún
hefur alla tíð annast af kostgæfni
Enginn mun enn hafa komið í
eldihúsið til Elínborgar, og kom-
ið þar að tómri kaffikönnu.
í dag heldur hún daginn há-
tíðlagan á heimili bróðurdóttui
sinnar, frú Sigríðar, að Hraun-
teigi 18 hér í borginni.
Vinir og kunningjar Elínborgar
og samstarfsfólk hennar við
Morguniblaðið, senda Elínborgu
innilegar hamingj uóskir á afmæd.
isdaginn.