Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. Janúar 1963 M OnGJlWntA&lÐ 11 1 >essvegna er haett við, að margir, sem ekki hafa neina þekkingu af eðli klausturlífs- ins, fái rangar hugmyndir um það, er þeir sjá þessa mynd, þar sem hún leggur mjög ríka áherzlu á það neikvæða, án þess að gera hinu jákvæða- nægileg skiL — í>að vill svo til, að mér hlotnaðist nýlega erlendis að sjá aðra mynd um klaustur- líf — „The Dialogue og the Carmelites", Sú mynd er gerð af leikstjóranum Philippe Agostini með aðstoð Dominik- anaprestsins og rithöfundar- ins Bruckberger, eftir hand- riti franska skáldsins George Bernanos; hlaut hún „Grand Prix“ á kvikmyndahátið í Cannes og mikið lof gagnrýn enda, mótmælaenda sem kaþóiskra. Hún skýrir á raun- sæan hátt frá daglegu lífi 17 Karmelsystra, gleði þeirra og sorgum, gamni og alvöru. í>ar er hvergi sneitt framhjá erfið- leikunum, en þeir eru skoðað- ir ljósi þeirrar trúarsannfær- ingar og köllunar, sem gefur mönnum styrk til að horfast í augu við þá. — Vildi ég óska, að landar minir fengju þráð- lega tækifæri til að sjá þá mynd og bera hana saman við „Nunnuna'*. nunnanna ekki minna en okkar Svanhildur Sigurðardóttir, Ægissíðu 26, nemandi 4. bekkj ar verzlunardeildar Hagaskól- ans: — Kvikmyndin er heillandi, ©g get ég ekkert sagt annað en fallegt og gott um hana, sér- staklega hreif hin mikla fórn- arlund ungu nunnunnar mig. Ég hef nú ekki mikið velt því fyrir mér hvernig klausturlífið væri í raun og veru, en þó datt mér aldrei í hug að regl- urnar væru jafn strangar og kom fram í kvikmyndinni. Áhrifamestu atriðin voru, að minum dómi, þegar aðal- persónan var að taka ákvarð- anir. í>að voru hinar stóru stundir. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það krefj- ist mikillar sjálfsafneitunar að gerast nunna og ekki á allra færi. Mér finnst skiljanlegra, að þeir sem verða fyrir miklu áfalli í lífinu, leiti sér hugg- unar í klaustrum en þeir, sem lífið brosir við. Það er galli á myndinni, að fortíð stúlk- unnar, áður en hún gekk í klaustrið, var ekki rakin; þá hefðu ákvarðanir hennar kannski verið skiljanlegri. í>ú spurðir, hvort ég geti hugsað mér að ganga f klaust- ur. Þeirri spumingu svara ég neitandi sennilega af því ég hef ekki verið alin upp til þess. Ég yrði að sjálfsögðu hissa, ef móðir mín tæki upp á því að banna mér að drekka vatn milli mála og krefðist þess, að ég ásakaði mig í tíma og ótíma fyrir smáyfirsjónir, en ef ég hefði verið vanin við það, geri ég ráð fyrir að mér þætti það eðlilegt. Ég hugsa að það sé hægt að venjast klaustursreglunum eins og öllum öðrum lífslögmálum, sem við búum við. En eitt er ég sannfærð um eftir að hafa séð þessa mynd, og það er að stúlkur, sem ganga í klaustur, eiga ekki í minna sálarstríði en við, sem fyrir utan múrana stöndum, nema síður sé. Rangt að brjóta lögmál náttúrunnar Krsitín Sveinsdóttir, Hagamel 2, nemandi í 3. bekk Verzl- unarskólans: Kvikmyndin „Nunnan“, sem um þessar myndir er sýnd í Austurbæjarbíói, er góð í heild sinni fremur langdregin, eink- um fyrri hlutinn, en til þess að skilja ástæðuna fyrir því, að systir Luke sagði sig úr reglunni verður hann að vera svona ítarlegur. Um klausturlífið hafði ég gert mér litlar hugmyndir, áður en ég sá myndina, en taldi, að þangað leitaði eink- um fólk, sem þörf hefði fyrir einveru af sálrænum orsökum eða þá fólk, sem einhverra hluta vegna vildi leggja á sig refsingu með því að ganga í kl&ustur. Til þess að vera fær um •ð geta lifað hinu stranga klausturlífi tel ég, að mann- eskjan þurfi að vera guð- hrædd og gædd miklum and- legum styrk og þrautseigju. Það er hægar sagt en gert að segja skilið við öll þau lífs- þægindi, sem manneskjan hef- ur vanizt. Nunnurnar virtust mér óhugnanlega ópersónulegar og allt að því ómannlegar. Að inniloka sjálfan sig og drepa þannig hluta sálar sinnar tel ég algjörlega rangt. Maðurinn er félagslyndasta veran á jörð unni og þess vegna mundi ég segja, að þetta væri að brjóta lögmál náttúrunnar — lífsins. Nokkuð fannst mér vanta á að taka myndarinnar væri nógu áhrifarífc, t. d. þegar nunnan vinnur heit sín, sem eiga þó að vera það mikil- vægasta. Somkomni Hjálpræðisherinn. Sunnudagur kl. 11, helg- unarsamkoma. Kapt Andréa- sen talar. Sunnudagaskóli kl. 2. kl. 8,30 hjálpræðissamkoma. Ofursti Jansson talar. Mánudag kl. 4. Heimilasambandið. Norsk foreining hjá deildarstjóran- um Hringbraut 37, miðviku- daginn kl. 8,30. Velkomin. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 8,30. Æskufólk talar: 5 stúlkur og 5 piltar. 2 stúlkur hafa sam- leik á fiðlur. Einsöngur, tví- söngur. Allir velkomnir. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1962, á hluta í húseigninni nr. 31 við Skaftahlíð, hér í borg, eign Guðbjargar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hrl. á eigninni sjálfri fimtudaginn 17. janúar 1963, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Hárgreiðslustofa í fullum gangi til sölu. Hárgreiðslustofan er á góðum stað við Laugaveg. Þeir sem hafa áhuga á málinu, gjöri svo vel og leggi nafn sitt inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Hárgreiðslustofa — 3884“. HANSA-glugga tjöldin eru frá: Opið alla daga Kalt borð með úrvals réttum á hádegi í dag. héUl 5A^A BÍLAR! Höfum kaupendur á biðlista að nýjum og nýlegum bílum. [HAHSAÍ Laugavegi 176. Sími 3-52-52. Camla bílasalan Rauðará, (Skúlagötu 55) Sími 15812. Enn er því tœkifœri til að gera góð kaup í Cuðrúnarbúð á Klapparstígnum Og svo til þess að þóknast viðskiptamönnum er gefinn af öllum nýjum vörum í búðinn. — Það er stór verzlunardagur á mánudaginn. — er á Klapparstíg 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.