Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐÍÐ
Sunnudagur-fS. janúar 1963
Eggert Stefánsson
söngvari - Minning
FRBGNIN um andlát Eggerts
Stefiánssonar kom ekki á óvart
en hún var möngum hryggðar-
efni. Engum, sem þekkti hann,
gat diuiliist, að tvö síðustu árin
geklk hann ekki heill tiil slkógar
þótt hann reyndi að láta lítið
á því bera. Eldurinn í skapinu
logaði ekki eins glatt og áður
og hans meðfædda bjartsýni var
tekin að fölna. Haustdagarnir
voru gengnir í garð.
Eggert var faedidur listaanaður
og hann var trúr köllun sinni
tiil síðustu stundar. Með honum
er horfinn einn sérstæðasti lista
maður þjóðarinnar, sem hafði
mikinn persónuleika til að bera
og var hverjum manni hugstæð
ur sem kynntist honum.
Listabrautin færði honum ekki
veraldieg gæði. Harnn var fiá-
tækur alla æfi en hafði sjaldan
áhyggjur af morgundeginum.
Hann hafði meðfædda sannfær
ingu fyrir því, að sá, sem ann-
aðist fiugla hiiminsins og sá fyrir
þörfum þeirra, mundi einnig
greiða götu hans. Hann var bjart
sýnn og trúði á hið fagra og
góða í ti'lverunni, sem aldrei
brást honum.
Þegar ég kynntist honum
fyrst, fyrir rúmlega fjörutíu ár-
um, var hann á bezta skeiði ævi
sinnar. Hann var orðinn verald-
arvanur maður, stór og glæsi-
legur með barnshjarta og við-
kvæma sál, sem oft gat særst
djúpu sári af lítilli orsök. Hann
hafði stundað söngnám í Ítalíu
um nokkurt skeið og rödd hans
hafði um þetta leyti náð há-
marki sínu í fegurð og styrk.
Bem söngmaður átti hann á
þeim árum miklum vinsældum
að fagna. Hvar sem hann fór
eignaðist hann vini. Á ferðum
sínum um landið með bróður
sínum Sigvalda Kaldalóns, var
honum frábærlega vel tekið er
hann söng hin fögru lög Sig-
valda, sem mörg voru þá lítt
þekkt en eru nú hverju manns-
barni kunn.
Sem söngmaður var hann
nokkúð umdeildur og sætti oft
gagnrýni, sem hann tók mærri
sér, ef honum fannst með ósann-
girni á sig ráðist. En hann átti
jafnan stóran hóp vina og að-
dáenda, sem aldrei brást hon-
um og hélt tryggð við hann til
æviloka. Þessi hópur kunni að
meta manninn Eggert Stefáns-
son, einlægni hans, hreinskilni
og vitsmuni og hans saklausu,
óflekkuðu listamannssál.
IJtsala — Ltsala
Allskonar nærfatnaður á karlmenn, konur og böm.
Barnapyesur frá kr. 25, drengjapeysur, kvenpeysur
margskonar, sloppar, kjólar, kápur og nælon-gallar
vatteraðir kr. 450.
Verzlunin KLÖPP, Klapparstíg 40.
í Grindavík
5 herb. íbúð til leigu frá 1. febr. n.k. — Uppl. í síma
92-8039 og 16345 Reykjavík.
Góð viðskipti
Höfum kaupendur að góðum og vel tryggðum verð-
bréfum. Þið, sem viljið sinna þessu, hafið sam-
band við okkur, sem fyrst. Póstleggið nafn og heim-
ilisfang ásamt sima í lokuðu bréfi, merkt:
MGóð viðskipti — 999“ — Box 58.
UTSALA
Á morgun mánudaginn 14. janúar hefst
hin árlega vetrarútsala á kvenkápum
og drögtum.
MIKIL VERÐLÆKKUN.
BERNHARÐ LAXDAL
Kjörgarði.
Inn- og útflutningsfyrirtæki óskar eftir
meðeiganda eða sölumanni
sem gæti orðið meðeigandi seinna. Þagmælsku heitið.
Tilboð merkt: „Framtíð — 3842“ óskast sent Morg-
unblaðinu sem fyrst.
Þolinmæði var ekki ætíð hans
sterka hlið, ef honum fannst mat
manna á þeim andlegu verð-
mætum er hann setti hæst, vera
brenglað og takmarkað. Fyrir
það var hann oft dæmdur af
þeim sem lítið þekktu hann. En
til þess að geta skilið hann og
d'«mt hann réttilega, þurftu
menn að þekkja lífsskoðun hans
og hið heilsteypta og sanna lista
mannseðli, sem mótaði allt líf
hans. Hann flaug ekki ætíð hátt
í tjáningu listar sinnar en hann
reis hátt í auðmýkt sinni og
lotningu gagnvart hreinni og
sannri list, í hvaða formi sem
hún var tjáð. í þeim heimi
skildi hann allt með hjartanu.
Einn sterkasti þáttur í lífi hans
var ást hans til ættjarðarinnar en
fjarri henni þurfti hann að dvelj
ast langar stundir. Honum var í
blóð borin frændsemi og ást til
alls sem Íslenzkt var en landið
sjálft var í huga hans sem holdi
klædd vera með sama blóð í
æðum og hann sjálfur. En þrátt
fyrir þessi sterku bönd, sem
tengdu hann við ættlandið, eign-
aðist hann annað fósturland, sem
einnig varð sterkur þáttirr í lífi
hans. f Ítalíu kynntist hann konu
sinni, Leliu, og eftir að hann
kvongaðist henni varð þetta sól-
fagra land, hans annað föður-
land.
Eggert og Lelia voru jafn ólík
og lönd þeirra voru langt frá
hvort öðru. Hún var suðræn, með
heitt blóð, ört skap og hlýtt
hjarta. Hann var norrænn, ró-
lyndur, hæglátur og oftast þolin
móður. Hjúskapur þeirra var
byggður á ást og gagnkvæmum
skilningi. Hún hafði það sem
hann skorti. Hún færði honum
kjölfestuna í skip hans og hún
hélt um stjórnvölin þegar andi
hans sveif ofar skýjunum.
Alla ævi var hann forsjóninni
og Ítalíu innilega þakklátur fyrir
að honúm hafði hlotnast sú gæfa,
að hafa Leliu við hlið sér. Þau
dvöldust oft hér á landi á síðari
árum og . eignaðist Lelia hér
marga vini.
Á síðari árum skrifaði Eggert
nokkrar bækur, sem fengu hér
góðar viðtökur. Hann ritaði í
léttum og sérkennilegum stíl og
hefði vafalaust orðið snjall rit-
höfundur, ef hann hefði tekið
upp ritstörfin fyrr á ævinni. —
Sjálfur gerði hann lítið úr rit-
höfundarhæfileikum sínum. En
eitt þótti honum vænt um. Það
var óðurinn til ársins 1944, sem
var lofsöngur hans til ættjarðar-
innar og frelsisins. Þetta var
kvæði í óbundnu máli, sem nú er
flestum landsmönnum kunnugt.
Það er sterk hvatning til þjóðar-
innar, innblásin af þeim eldlega
áhuga sem fyllti huga listamanns
ins þegar landið endurheimti
frelsi sitt.
Eggert varð þjóðkunnur mað-
ur fyrir söng sinn og ritstörf.
Með söng sínum bar hann uppi
hróður landsins víða erlendis og
hvarvetna var hann góður sonur
ættjarðar sinnar. Nú hefir hann
verið lagður til hvíldar fjarri ætt
jörð og æskustöðvum, sem hann
unni framar öðru. En Fjallkon-
an gleymir ekki sínum. „Fjarst
í eilífðar útsæ vakir eylendan
þín: nóttlaus voraldar veröld, þar
sem víðsýnið skín“.
Björn Ólafsson,
Ingibjörg
Þorsteinsdóttir
75 órn
í dag er 75 ára frú Ingibjörg
iÞorsteinsdóttir, frá Strönd á
iStokikseyri, nú búsett að Klepps
veg 2 í Reykjavfk.
Ingibjörg er fædid á Ragnheið-
arstöðum í Gaulverjabæjar-
hreppi, dóttir hjónanna Jóhönnu
Jónsdóttur og Þonsteins Odds-
sonar, sem þá bjuggu þar. Hún
ólst upp með foreldrum sínum og
íluttist síðan með þeim til Stokks
eyrar. Þar giftist hún, 11. nóv.
1911, Ingimundi Jónssyni, ættuð-
■um úr Landeyjum, og reistu þau
toú á Stokkseyri. Ingiimundur var
sjómaður, og gerðist hann
snemma formaður á bátum þar
og var með afbrigðum heppinn
og aflasæli alla sína formanns-
tíð. Á Stokkseyri bjuggu þau
ihjónin öli beztu ár æfi sinnar, 36
ér alls, og ólu upp börn sín, fjórar
idætur og tvo syni, en til Reykja-
víkur flutust þau 1947 og hafa
ibúið hér síðan.
Stokkseyri er erfið og hættu-
söm verstöð, og reynir oft á and-
legt og líkamlegt þrek kvenn-
■anna, sem í landi eru, engu síð-
ur en atgervi karla þeirra, sem
Hjúkrunarkonur óskast
í Landsspítalanum er laus staða fyrir 1 deildar-
hjúkrunarkonu og 4 aðstoðarhjúkrunarkonur frá
1. paríl að telja. Laun verða samkvæmt reglum um
laun opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalann, Klappar-
stíg 29 fyrir 12. febr. n.k.
Reykjavík, 12. janúar 1963
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
6jóinn stunda, en Ingibjörg er
dugandi og tápmikil kona, sem
6tóðst hverja raun með sóma.
Eitt af einkennum Ingiibjargar
er féiagslyndi, og starfaði hún
mikið í Kvenfélagi Stokkseyrar,
sem ætíð hefur haft hvers konar
líknarmáil ofarjega á stefnuskrá
■sinni. Voru ótaldar þær vöku-
stundir, sem hún, ásamt félögum
sínum, fórnaði þeim málstað,
enda er hún mjög hjálpfús og
hefur möngum liðsinni veitt í
einni og annarri mynd, þar sem
■hún hefur vitað þess þörf, dug-
lega til þesis studd af manni sín-
um. Hún er nú heiðursfélagi i
Kvenfélagi Stokkseyrar.
Ingibjörg er- myndarleg korua
og skemmtileg í viðmóti, glaðleg
og frjálslynd, en kann vel að
stjórna skapi sínu. Eru slíkir eig-
inleikar prýði hvers manns og
hið bezta veganesti hverjum og
einum.
Ég vM með þessum fáu orðum
þakka Ingibjörgu fyrir langa og
trausta vinátu, um leið og ég
óska henni til hamingju með af-
mæilið og ólifuð æfiár, og sendi
heimili hennar beztu kveðju
Stokkseyringur.