Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 20
20 MOKCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 13. januar 1963 PATRICIA WENTWORTH: » MAUD SILVER KPMIIB I HEIMSÓKN Henry jánkaði þessu. — Nei, það er hann sennilega ekki. Hann virðist hafa grætt mikið. Það er mynd af honum í ein- hverju blaðinu. Hann kveðst vera nýbúinn að hrinda af stað einhvrju gróðafyrirtæki. Ég verð að athuga, hvort ég get haft nokkuð út úr honum í orgelsjóð- inn okkar. Hurðin skall í á eftir honum, en þessir hurðaskellir voru einn af þeim ávönum Henrys, sem minntu síður á engil en eitthvað annað, — en einmitt í sama vet- fangi hringdi síminn inni í borð- stofunni. Um leið og Rietta fór til að svara í símann, tók hún eftir, að Carr rétti út höndina, til að ná í eitt myndablaðið. Hún lokaði hurðinni, tók sím- ann og heyrði röddina í Katrínu, ráma og skjálfandi. — Er þetta þú, Rietta? — Já. Hvað er að? Það er eins og þú.... — Ef það væri nú ekki annað en það.... Hún þagnaði, eins og tekið væri fyrir kverkar henni. — Hvað er að, Katrín? Hún var farin að verða alvar- lega hrædd. Þetta var svo gjör- ólíkt Katrínu. Hún hafði þekkt hana í meira en fjörutíu ár og aldrei hitt á hana svona. Þegar eitthvað var í ólagi, var Katrín vön að láta það eins og vind um eyru þjóta. Jafnvel dauði Ed- wards Welby hafði í hennar aug- um verið ónærgætnin ein en alls ekki sorgarefni í venjulegum skilningi. Og allsleysið, sem á eftir kom hafði alls ekki hindrað hana í því að fá sér sorgarklæðn- að af smekklegustu og dýrustu tegund. Rietta hafði hlustað á ásakanir hennar og kvartanir.. En hér var eitthvað annað um að I vera. —■ Rietta..það er þetta, sem við vorum að tala um. Hann hringdi mig upp.... hann hef-r fundið þetta andskotans minnis- blað. Mildred frænka hlýtur að hafa verið viti sínu fjær. Það var skrifað skömmu áður en hún dó. Þú veizt hvað hún var gleym- in. — Var hún það? Tónninn í Riettu var þurrlegur. 72 Síminn skalf af hneyksluninni í Katrínu. — Þú veizt ósköp vel, að hún var það. Hún gleymdi bókstaflega öllu! — Þér þýðir ekkert að fara að biðja mig um að vitna það, þv£ að það get ég ekki. Hvað stendur í þessu minnisblaði? — Það stendur, að þetta hafi allt verið lánað. Hún hlýtur að hafa verið vitlaus! — Eru hlutirnir nefndir á nafn? — Já. Og það er það bölvað- asta við þetta allt. Ég get ekki skilað þeim, eins og þú veizt — og það held ég, að hann viti líka. Það er það, sem ég er svo hrædd við, að hann vit, það — og ég veit að hann hefur ánægju af því. Hann hefur einhverja óbeit á mér, þó að ég viti ekki ástæð- una til þess. Rietta.... hann sagðist hafa snúið sér til hr. Holderness. — Holderness fer aldrei að ýta undir hann að vekja hneyksli. — Nei, en hann getur heldur ekki haldið aftur af honum. Það getur yfirleitt enginn, þegar James hefur tekið eitth'vað í sig — það veizt þú eins vel og ég. Það er bara eitt í þessu, Rietta.. að ef þú færir til hans.. ef þú vildir bara segja honum, að hún mamma hans hafi aldrei getað munað nokkurn hlut, deginum lengur.... Rietta svaraði hörkulega: — Nei! — Rietta! — Nei, Katrín, það vil ég ekki. Og það kæmi heldur ekki að neinu gagni þó að ég gerði það.. því að bæði hr. Holderness og læknirinn, að nú ekki maður nefni Mayhewshjónin og frú Fellows — vita mætavel, að frú Lessiter var fullkomlega með- vitandi gjörða sinná. Ég vil ekki fara að Ijúga neinu um það. Það varð dauðaþögn. Þegar hún hafði staðið í heila mínútu, sagði Katrín: — Jæja, þá verður hvað sem ske kann, þér að kenna. Ég er í fullkominni örvæntingu! XII. Þegar Rietta kom aftur inn í hina stöfuna, stóð Carr Robert- son þar. Hugur hennar var upp- fullur af samtalinu við Katrínu — því sem hún sjálf hafði sagt og því, sem Katrín hafði sagt, og því sem James Lessiter kynni að taka fyrir. En þá sá hún framan í Carr og allar þessar hugsanir hurfu samstundis. Eitt blaðið sem Henry Ainger hafði komið með, lá opið á borðinu Nú stóð hann yfir því með höndina á því og benti á það, með hvern vöðva í andlitinu strengdan, en eldur brann úr augunum. Fancy stóð við hlið hans, með galopinn munninn Og laut fram, dauð- hrædd. Rietta gekk til hans og nefndi nafn hans. Þegar hún snerti handlegginn á honum, var það eins og að koma við stálstöng. Hún leit þangað sem hann benti Og sá þá myndina af James Lessiter, sem hann hafði verið svo hreykinn af — þessa sömu, sem hún hafði séð hjá Katrínu, kvöldinu áður. Carr sagði og röddin var lítið hærri en hvísl: — Er þetta James Lessiter? — Já, svaraði Rietta.' Carr talaði enn í þessum sama rólega tón og sagði: — Þetta er maðurinn, sem ég hef verið að leita að. Maðurinn, sem tók Marjorie frá mér. Þarna hef ég fundið hann! — í guðs bænum, Carr! Hann sneri sig lausan og stik- aði út úr stofunni. Hurðin skellt- ist í og síðan útihurðin. Hann heyrðist stika eftir hellunum úti á stígnum og svo skall hliðið aftur. Fancy sagði eitthvað, en Rietta vildi ekki gefa sér tíma til að hlusta á það. Hún greip gamla regnkápu í ganginum og þaut siðan út um bakdyrnar gegnum garðinn og út um hlið- ið, sem lá að Melling-húsinu. Hún kom einhvernveginn hand- leggjunum í ermarnar og hljóp svö áfram. Hversu mörgum sinnum hafði James Lessiter beðið hennar í skugga þessara sömu trjáa! Án þess að loka á eftir sér hliðinu, hljóp hún gegnum skógarblettinn og yfir á auðu jörðina handan við hann. Fætur hennar þekktu þarna hverja þúfu, svo hún þurfti ekki neinn- ar birtu við. Hún þaut í gegnum runnana og út á brautina og stóð þar kyrr, til þess að ná andanum og hlusta. Ef Carr væri á leið í húsið, hlaut hann að koma þessa leið. Hann gat ekki verið kom- inn undan þar sem hann varð að fara miklu lengri leið en hún hafði farið. Hún hlustaði og heyrði sinn eigin andardrátt og hjartslátt, en þegar því sleppti, aitltvarpiö Sunnudagur 13. janúar . 8.30 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: Árni Kristjánsson talar um hávaða. 9.35 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Laugarneskirkju (Presfur: Séra Garðar Svav- arsson. Organleikari: Krist- inn Ingvarsson). 12.15 Hádegisútarp. 13.15 Tækni og verkmenning: XI. erindi: Steinsteypa (Stefán Ólafsson byggingaverkfræð- ingur). 14.00 Miðdegistónleikar: a) Fiðluleikur í útvarpssal: Béla Detreköy leikur són ötu fyrir einleiksfiðlu eft- ir Béla Bartók. b) „Wesendonck-söngvar“ eft ir Richard Wagner (Eileen Farrell syngur með Fíl- harmoníusveitinni í New York; Leonard Bernstein stjórnar). c) Konsert fyrir píanó og hljómsveit eftir Arthur Bliss (Trevor Barnard og hljómsveitin Philharmon ía í Lundúnum leika: Sir Malcolm Sargent stjórn- ar). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- fregnir). a) Óskar Cortes og félagar hans leika. b) Burl Ives syngur lög eft- ir Irving Berlin. 16.30 Endurtekið efni: „Tilbúið undir tréverk": At- riði úr áramótaþætti Svavars Gests. 17.30 Barnatími (Anna Snorradótt ir): a) Framhaldsleikritið „Ævin týradalurinn“ eftir Enyd Blyton; V. og síðasti hluti Steindór Hjörleifsson býr1 til flutnings og stjórnar. b) Sígildar sögur: „Robin- son Crúsó“ eftir Daníel Defoe, í þýðingu Stein- gríms Thorsteinssonar; 8, lestur. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „í birkilaut hvlldi ég: Gömlu lögin sungin og leikin. Tilkynningar. — Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Spurt og spjallað I útvarpsal. — Þátttakendur: Gísli Hall- . dórsson verkfræðingur, Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri Magnús Már Lárusson próf- essor og Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur. Stjornandi: Sigurður Magnússon. 21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pét- ursson). 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrálok. Mánudagur 14. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Ásgeir L. Jóns son ráðunautur talar um framræslu mýra. 13.35 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við sem heima sitjum: Jó« hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Grétu Garbo (5). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axelsson). 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust endur (Stefán Jónsson rit- höfundur). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Lög úr kvikmyndum. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Ingólf ur Kristjánsson rithöfundur), 20.20 Sellótónleikar: Janos Starker leikur. vinsæl lög, við undir- leik Geralds Moore. 20.40 Spurningakeppni skólanem- enda (5): Gagnfræðaskólinn við Lindagötu og Vogaskól- inn keppa. Stjórnendur: Arni Böðvarsson cand. mag. og Margrét Indriðadóttir. 21.30 Útvarpssagan: — Felix Krull — eftir Thomas Mann; XXI. (Kristján Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðundsson). 23.00 Skákþáttur (Ingi R. Jóhanns son). — 23.35 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði virmur.að meðaltafil Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur* Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Orðsending til íbúa við Árbæjarbl. og Selás HAFSTEINN ÞORGEIRSSON, Árbæjarbletti 36, befur tekið að sér að vera umboðsmáður Morgun- blaðsins fyrir Árbæjar- og Selásbletti. Tekur hann að sér dreifingu og innheimtu blaðsins þar í byggðinni. Til Hafsteins skulu þeir snúa sér er óska að gerast áskrifendur að Morgunblaðinu og fá það borið heim. Enn sem komið er hefur Hafsteinn Þorgeirsson ekki síma og mun því afgreiðsla Morgunblaðsins, sími 22-4-80, einnig annast móttöku áskrifenda. í ráði er að hin skipulega dreifing Morgunblaðsins hefjist í Árbæjar- og Selásbyggð hinn 15. jan. næstk. mörpsuM&Míb KALLI KÚREKI —- iK — 'K — Teiknari; Fred Harman *— Þokkaleg tilraun að tarna, Halli síður. Hefur þú eitthvað að segja nú Nú ætla ég að komast að raun um u minn, þótt hún mistækist engu að að síðustu? það, hvort ég hafi gleymt að nota A meðan sveiflaði Halli kaðlinum. kaðalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.