Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 15
I >> Sunnudagur 13. januar 1963 MORCVNBLAt>1ÐA 15 ENSKI aðalsmaðurinn Arth- ; ur E. D. Dillon dvaldist a íslandi 1834—35 og skrifaði j ferðalbók, sem síðar kom út . Jj í Englandi undir nafninu; „A \ Winter in Iceland“. Ferða- £ bókin vax ekki eini árangur- j inn af komu Dillons, því að j hann lét hér eftir sig dóttur, Henriettu, sem hann átti með maddömu Sire Ottesen. Á meðan hann dvaldist hér, lét hann einnig reisa hið svo- nefnda Dillonshús, sem hann gaf barni sínu og Sire að skilnaðL Forstöðumaður Minjasafns | Reykjavíkur, Lárus Sigur-1 björnsson og Skúli Helgasons safnvörður í Árbæjarsafnií hafa unnið að því að safna heimildum um Dill- Dillonshús. Hvað varð um afkqmendur Dillons lávarðar á íslandi? Erfðaskrá sú, sem haitn gerði fyrir brottforina, fundin on Og afkomendur hans, og var það_ því kærkomið, ear Sig urður Ólason hæstaréttarlög- maður gaf Minjasafninu með al annarra hluta erfðaskrá þá, sem Dillon gerði áður en hann steig á skipsfjöl í Reykja vík ög fór héðan alfarinn. Mbl. sneri sér því til Sigurð- ar og spurði hann hvernig erfðaskráin hefði borizt hon- um í hendur. Fer hér á eftir svar hans: — Það var þannig, að þeg- ar ég kom í fjármálaráðu- neytið fyrir 20 árum var í skrifstofu minni gamall járn- skápur, sem lengi hafði ver- ið ónotaður, nema að hent var í hann dóti sem ekki, þurfti að vanda til geymslu á. Svo var það, að ég fór að taka til í skápnum Og hreinsa út úr skúffum, sem í honum voru. Rakst ég þá á blað þetta, samankrumpað, og hafði það einhvernveginn lent á bak við skúffurnar og auðsjáanlega legið þar um árabil og enginn um það vit- að. Þegax ég rannsakaði blað ið nánar sá ég hvers kyns var, og að hér var komið skjal, með undirskrift Dillons og áritun land- Og bæjar- fógeta (um þinglýsingu). Sýndi ég Páli Eggert skjalið, og spurði hann einnig um sögu skápsins, en hann hafði áður verið skrifstofustjóri í ráðuneytinu. Sagði hann, að þetta væri skápur jarðabókar sjóðsins gamla, og líklega í fyrstu fjárhirzla Skúla fó- geta. Skápurinn er enn til, og er geymdur í kjallara- geymslum ráðuneytisins. — Síðan fékk • ég leyfi Magnúsar Gíslasonar þáver. ráðuneytisstjóra til að hirða skjal þetta, — enda var það ráðuneytinu óviðkomandi sem slíku, — en vitanlega hafði ég í huga, að koma því á opinbert safn. Þegar Minja- safn Reykjavíkur lét flytja hús Dillons héðan úr Mið- bænum irm að Árbæ, gerði ég Lárusi Sigurbjörnssyni aðvart um skjalið, og fannst bezt fara á, að það yrði með nokkrum hætti látið fylgja húsinu. Við leitum okkur upplýs- inga í Minjasafni Reykjavík- ur hjá Lárusi Sigurbjörns- syni, og verðum þess visari, að Dillon kom til Islands 22 Erfðaskráin. ára að aldri, í júlí 1934 með enska herskipinu Najaden. Veturinn áður hafði hann verið í Lapplandi og náði ekki vorkaupförunum, svo að hann fékk far með flöta hans hátignar. Najaden fór til ís- lands þeirra erinda að sækja son krónprinsins, sem síðar varð Friðrik 7. En áður varð hann fyir svipaðri reynslu og Dillon, er hann giftist konu§ af borgaraættum, sízt fremri§ að metorðum en Sire. Hann átti hana tij vinstri handar, þannig að hún varð aldrei drottning og eftir hans daga kom til valda nýr ættliður konungsættarinnar í Dan- mörku (Kristján 9.) svo sem kunnugt er. Samskipa Dillon til íslands var Tómas Sæmundsson, á heimleið að lokinni Evrópu- ferð sinni. Ræddu þeir Tómas og Dillon mikið saman á ít- ölsku, sem Dillon segir í ferðabók sinni, að Tómas hafi talað reiprennandi. Fór vel á með þeim, og þegar til Re'ykjavíkur kom, itvegaði Tómas hinum enska vini sín- um bústað hjá kaupmanni nokkrum. Sire (Bergmann) Ottesen hafði þá fyrir nokkru tekið við forstöðu KJúbbsins, þar sem nú stendur Herkastalinn. Hún var 12 árum eldri en Dillon. Jón Thoroddsen notar Sire sem fyrirmynd að einni Reykj avíkurfrúnni í Pilti og stúlku og sýnir hana í nokk- uð afskræmdu ljósi. Hún var fædd og alin upp í Danmörku (grunur leikur á, að hún hafi átt að heita Sigríður, því svo hét móðir hennar, en danski presturinn gert úr því Sire. Sigríður er hún nefnd oft í sóknarmanntölum). I daglegu tali byrjaði hún flest ar sínar setningar á dönsku, en þýddi þær síðan á ís- lenzku og varð þessvegna mjög einkennileg í talsmáta og margmál. Má nærri geta, að í svo litlu bæjarféjagi, þar sem ríkjandi tun-a var hrærigrautur íslenzku og dönsku, leit kvenþjóðin horn- auga svo kynlegan kvist. Mjög fljótlega eftir komu sína til Reykjavíkur kynntist Dillon Sire. Virðist svo,- sem ást hafi tekizt með >eim við fyrstu sýn, því að strax í september sækir hann um byggingarleyfi og býst til að reisa hús það á horni Tún- götu og Suðurgötu, er síðar var nefnt Dillonshús. Bendir þetta til þess, að hann hafi þá þegar haft í hyggju að staðfesta ráð sitt hér ög ef til vill setjast að í Reykjavík fyrir fullt Og allt. Þegar komið er fram í nóvemlber þykir Dillon kalt í húsi kaupmanns, enda er herbergi hans ofnlaust. Flyt- ur hann þá í Klúbbinn til Maddömu Ottesen, sem þá er orðin barnshafandi af hans völdum. Mötunautur Dillons í Klúbbnum var Stefán Gunnlaugsson, sýslu- arprestsins, Gunnlaugs Odds- sonar, því að hann lézt fjór- um dögum eftir að bréfið er ritað, og var um skeið prest- laust í Reykjavík. Bréf Kansellísins er varð- veitt í „Islansk Lovsamling" og mun það sjaldgæft að ást- arævintýri séu skrásett þar. I bréfinu segir m. a. svo: „I denne Anledning skulde Cancelliet tjenstlig tilmelde Hr. Stiftamtmand til Bekj- endtgörelse for Supplikanten, at paa Grund af hans int- erimistiske Ophold paa Is- land, hans Stilling i hans Fædreneland og de övrige dette Collegium bekjendte Omstændigheder, kan Canc- elliet ikke bevirke ham Dis- pensation fra at legitimene sig, med Hensyn til de attraaede Ægteskab, paa den efter Lovgivningen sædvan- lige Maade.“ ★ í byrjun júní, skömmu eftir að þessi synjun barst hingað til lands, ól Sire dótt- ur, sem var vatni ausin og nefnd Henrietta eftir móður Dillons. Þeim tókst vitaskuld ekki að fá neina'svaramenn, til þess að bera ábyrgð á gift- ingu sinni. í sama mánuði yfirgaf Dillon mæðgurnar og lét þeim eftir Dillonshús, sem þá var næstum fullbúið. Áður en hann fór frá Reykjavík gerði hann erfða- skrá sína hjá Landfógeta. Hún hljóðar svo á íslenzku: Ég Arthur E. D. Dillon arf- leiði bróður minn, Constant- ine, að fimmtán hundruð pundum, dóttur mína, Hen- rietta, í Reykjavik á íslandi að fimmtán hundruð pund- um og móður hennar, Sire Bergmann á sama stað, að sjö hundruð pundum; bróður minn, Theobald, að fimm hundruð pundum, og n Kaffidrykkja í DiIIonshúsi. Á veggnum milli myndanna er gægjugat frá búri inn í gamla „píuballsalinn", því svo var fyrir mælt í reglugerð, að sá, sem stóð fyrir böllunum, varð að vera viðstaddur„ maður í Borgarfjarðarsýslu, síðar bæjarfógeti í Reykja- vík. Lýsing Dillons á Reykja- vík, sem fram kemur í ferða- bókinni, er mjög greinargóð. Lætur hann fremur illa af mataræði íslendinga, svo að ekki hefur hann haft matar- ást á Sire. Hann hefur aug- sýnilega kynnzt betri mönn- um staðarins og fræðzt um ýmsa hluti. Eitthvað ferðað- ist hann um nágrenni Reykja víkur og austur á bóginn. Hann ber íslandi vel söguna, en veturinn 1884—36 var harður, og riðu menn yfir Skerjafjörð á ís. Þótti Dillon því skammdegið langt. Einhverntíma um veturinn sneri Dillon sér til Stiftyfir- valdanna og sótti um leyfi til að ganga að eiga Sire án svaramanna. Stiftyfirvöldin treystu sér ekki til að skera úr um þetta mikilsverða mál, en skutu því tij Kansellísins með fyrstu ferð um vorið. Kansellíið synjaði umsókn Dillons með bréfi, dagsettu 28. apríl 1835. Það bréf hefur aldrei komið fyrir augu sókn hvora systra minna, Margar- et Louisa og Helena, að eitt hundrað pundum; ef einhver upphæð skyldi verða af- gangs, eða ef dóttir mín, Henrietta skyldi deyja í æsku, eftirlæt ég hana bróð* ur mínum, Constantine. undirskr. AEDDillon Reykevig Iceland Júní 26, 1885 Sama ár Og Dillon ritar þessa erfðaskrá eru íbúar Reykjavíkur 689 að tölu. Sár- an var kvartað undan útsvör- um á árinu sem þóttu há, en heildarupphæð þeirra var 510 ríkisdalir eða sem svarar til 72 sterlingspunda. Dillon arfleiðir mæðgurnar að 2200 pundum, sem svarar til 20 þúsund ríkisdala. Til saman- burðar má geta þess, að Menntaskólahúsið kostaði fujl gert, 8 árum síðar, u.þ.b. 12 þúsund ríkisdah. Þess er þó skylt að geta, að Dillon hef- ur sennilega gert aðra arf- leiðsluskrá síðar, og þessi fallið úr gildi, þótt ekki verði það vitað með vissu. Grei”ilega má sjá af erfða- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.