Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 13. januar 1963 MORG VNBL AÐ1Ð DEFA-hreyfilhitari með hitastilli er nauðsynlegur á allar vökvakældar vélar. Gangsetning í köldu veðri verður örugg og vélarslit minnkar verulega. — 2ja ára ábyrgð. Örvarnar sýna hvernig upphitaður kælivökvinn stígur frá hreyfilhitaranum og fer hringrás um vélablokkina. Þegar kælivökvinn hefir náð því hita- stigi, sem hitastillirinn er stilltur á, rofnar straum- urinn, og óþarfa straumeyðsla er þannig útilokuð. Þegar hitinn lækkar aftur niður fyrir innstillt hita- stig fer kerfið sjálfkrafa í gang á ný, og svo koll af kolli. Smiðjubúðin við Háteigsveg. — Sími 10033. Sjötugur / dag: Ólafur Bjarnason verkstjóri Nú skal skrifa um mætan mann Mega verk hans sanna. Allt sitt líf æ hefur hann hylli notið manna. ÓLAFTJR er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, kominn af mann- dóms- og sómafólki. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Bjarni Jóns- son, er bjuggu allan sinn bústkap á Eyrarba'kka. Bjami stundaði aðallega sjóinn og alla algenga landvinnu, eins og tíðkaðist á ævi skeiði hans. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum við trúrækni og þá gömlu og góðu dyggð að vinna öll sín störf af vandvirkni og samvizku semi, og hafa þessir góðu kostir fylgt honum trúlega langan strafs dag, enda reynst honum hollt vegnanesti. Ólafur var bráðþroska og fljótt þéttur á velli og þéttur í lund, samfara ríkri sanngirni og drenglund. Hann var því ekki gamall er hann gekk að allri al mennri vinnu, eða innan við ferm ingaraldur. Hann lét aldrei sinn hlut liggja eftir ef hann lenti í hópi kappsamra og dugmikilla drengja. Árið 1916 kvæntist Ólafur Jenn ýju Jensdóttur, ágætri og mikil hæfri konu, eins og hún á kyn til. Hún er fædd og uppalin á Eyrarbakíka, eins og Ólafur, enda munu hugir þeirra snemma hafa leiðzt saman, fæðingarbyggð og fósturjörð til blessunar. Jenný hefur reynzt manni sín um samtaka og þrekmikill föru nautur. Það segir sig sjálft, að oft mun hún hafa átt annasamar stundir, því þau hjón hafa átt ekki færri en 12 mannvænleg börn og tvö fósturböm, er öll komust á legg, og eru fyrirmynd ar- og dugnaðarfólk. Börn þeirra eru: Bjarni, bifreiðarstjóri, kvæntur Margréti Friðriksdóttur. Búsett á Selfossi. Sigurður, útvegábóndi, kvnæt- ur Málfríði Matthíasdóttur. Bú- sett í Vestmannaeyjum. Ólafur, húsasmiður, kvæntur Arndísi Þórðardóttur. Búsett í Reykjavík. Eggert, skipsmiður, kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Búsett í Vest mannaeyjum. Sigurður, dó innan við tvítugt. Sigrún, gift Stefáni Jónssyni bifreiðastjóra. Búsett á Selfossb Margrét, gift Ragnari Böðvars- syni. Búsett á Eyrarbabka. Guðbjörg, gift Guðbirni Frí- mannssyni, bifreiðastjóra. Búsett á Selfossi. Bryndís, ógift í Reykjavfk. Guðrún, gift Herði Thoraren- sen. Búsett á Eyrarbakka. Sigríður, ógift í foreldrahúsum. Áslaug, gift Halldóri Kristins- syni. Búsett í Reykjavík. Margrét, fósturdóttir, ógift í heimahúsum. Gunnar, fóstursonur, fluttur að Selfossi. Börn þeirra hjóna hafa fengið í.arf frábæran dugnað og hæfi- leika foreldra sinna. Þau hafa öll komið sér vel fyrir og búa mjög vel og munu gera garð sinn fræg an. Það veitir Ólafi og Jennýju ósegjanlega ánægju, eftir þrot- laust strit og baráttu í önn hins daglega lífs, að skiia þjóðfélag- inu jafn nýtu og glæsilegu fólki, sem börn þeirra eru. Ólafur var verkstjóri hjá rík- BIFREIÐAEIGENDUR Frá upphafi hafa Samvinnufrygglngar lagt megináherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjónustu og ýmiss- konar frœðslu- og upplýsingasfarf- semi. f samrœmi við það hafa Sam- vinnufryggingar ráðizt í útgáfu bókarinnar,, Bíllinn minn'.' f hana er hœgt að ?krá nákvœmlega allan rekstrarkostnað bifreið- ar í heilt ár, auk þess sem f bókinni eru ýmsar gagn- legar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. Bókin hefurþegar verið send endur- gjaidslaust, til allra bifreiðaeigenda sem tryggja bifreiðir sínar hjá Samvinnutrygging- um, en ef einhver hefur ekki fengið hana vegna bústaðaskipta, er hann vin samlega beðinn að hafa sam- band við aðalskrifstofuna og mun bókin þá verða send í póstí SAMVINNUTRYGGINGAR Bifreiðadeild - Sími 20500 S AMVINNUTRYGGIN GAR inu um 16 ára tímabil, m.a. flokks stjóri við Flóaáveituna, vegalagn ingar í Skaftafells- og Rangár- vallasýslum og einnig við vörzlu garða Markafljóts. öll verkstjórn fórst Ólafi vel úr hendi og naut hann trausts og virðingar þeirra, sem með honum störfuðu. Hann hafði raunhæfa þekkingu á starf inu og meðfæddan hæfileika til að stjórna. Ólafur er ekki margmáll og hugsar því meira. Gagnorður er hann og rökfastur, ráðhollux þeim, sem til hans leita, og vin- um sínum er hann traustur og einlægur. Loforð hans öll eru fullkomlega áreiðanleg og standa eins og stafur á bók. Ekki er að efa, að traust það, sem hann hef- ur áunnið sér meðal samferða- manna sinna, hefur verið honum meðbyr á lífsleið hans. ^ Þegar ekið er um þjóðvegl landsins, hugsar maður gjarnan með hlýjum og þakklátum huga til þeirra manna, er störfuðu og starfa að þeim þjóðnytjaverkum — vegalagningum og vegavið- gerðum. Eitt sinn ók ég sem oftar á sól björtum sumardegi um veg, er Ólafur lagði. Hann var beinn og fallegur. Það fór einstaklega vel um okkur. Vagninn rann um ný heflaðan veginn. Útsýnið var dá- samlegt og við stönzuðum til að njóta betur fegurðarinnar. Eyja fjöllin k>ma manni til að horfa hátt og líta yfirbragð þeirra með hrifningu, er þau gnæfa í himin blámann. Og þarna hafði náttúr an sýnt Ólafi þann sóma, að skreyta vegkantana með blágresi, fíflum og sóleyjum. — Þennan sama dag gekk ég með vörzlu- garði Markafljóts. Fljótið féll1 með öllum sínum þunga á nokk urn hluta varnargarðsins svona til að reyna þol hans og nöldraði sáran út í Ólaf, því frá ómunatíð hafði það fengið að rása óhindrað, hvert sem því sýndist. Það hefur verið erfitt verk að hlaða í alla þá ála, sem vatns- miklir voru og straumþungir. Þá hefur reynt á verkstjórn Ólafs og dugnað þeirra manna, sem við verkið unnu, því hvíldarlaust varð að halda áfram, þar til áll- inn var stíflaður. Óiafur var langdvölum fjarri heimili sínu. Þá hefur reynt á þol húsfreyjunnar — ein með all an barnahópinn — en hin trausta skapgerð hennar og dugnaður gerði henni fært að ráða fram úr öllum erfiðleikum. Það er ánægjulegt að koma á hið snyrtilega heimili þeirra hjóna. Þar mætir maður hinni gömlu og góðu einlægni, er þau hjónin eru svo samtaka í að auð sýna hverjum sem að garði ber —. og kalla má hjónaprýði. i Ég veit, að þeir verða margir, sem senda Ólafi hlýjar kveðjur og árna honum og heimili hans heilla á þessum merkisdegi í lífi hans. Vinir vilja þér í dag þina verkstjóm þakka. Þú vildir alltaf landsins hag og líka Eyrarbakka. , Nói Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.