Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1S. januar 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sr. Bjarni Jónsson flytur ræðu. Við enda borðsins situr forseti islands herra Ásgeir Ásgeirsson. Stúdentafagnaður >. ripi • a tlliheimilinu (1909) Finnbogi R. Þorvalds- son, prófessor, (1912) Jón Guðnason, fv. þjóðskjalavörð- ur, (1912) Árni Árnason, dr. med., (1906) Björgúlfur Ólafs- son, læknir, (1904) Bjami Jóns son, dr. theol. vígslubiskup, (1902) Sigurður Norðdal, dr. pbil. prófessor, (1906) Sigur- björn Á. Gíslason, fv. sókn- arprestur, (1897). Glatt er á hjalla við kaffi- borðið og fljúga brandararn- ir óspart. Flestir eru frá Menntaskólaárunum, ýmist um kennara eða nemendur eða hvortveggja í senn. Ýmsir flytja ávörp og stuttar ræður og síðan er staðið upp frá borð um. Við hittum að máli elzta .gestinn, séra Sigurbjörn Á. Gíslason, föður Gísla, forstj. Elliiheimilisins. Hann segir Okkur, að fjórir aðrir stúdent- ar frá fyrri öld séu á lífi, Karl Einarsson, fv. bæjarfógeti (1895), Halldór Júlíusson, fv. sýslumaður (1896), Jóhannes Jóhannesson, lækni í Seatle (1897) og Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður (1900). Mjög margir þekktir borg- arar hafa helzt úr lestinni síð- an 1950, er slík samkoma var haldin í fyrsta skipti á Elli- heimilinu, en nýir menn hafa einnig bætzt í hópinn. — Kem ur einn, þá annar fer, ungur sveinn í staðinn. ELLI'HEIMH.H) Grund í Reykjavík hefur næstum ár- lega síðan 1950 boðið öllum 50 ára stúdentum og eldri til kaffidrykkju um jólaleytið. Síðastliðinn miðvikudag komu gömlu stúdentarnir saman í samkomusal Elliheimilisins. Aðeins 16 voru mættir, en á la-ndinu munu alls vera 53, sem náð hafa 50 ára stúdents- aldri, allmargir eru búsettir utan Reykjavíkur. Eftirtaldir menn sátu hófið: Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, (stúdent 1912) Stein- dór Gunnlaugsson, lögfræðing ur, (1911) Lárus Sigurjónsson, rithöfundur, (1903) Guðmund- ur Thoroddsen, prófessor, (1905) Ólafur Þorsteinsson, læknir, (1903) Halldór Jónas son frá Eiðum, fv. fulltrúi, (1902) Þorsteinn Þorsteins- son ,fv. hagstofustj. (1902) Ingvar Sigurðsson, fv. sókna- arprestur, (1909) Halldór Þ. Halldórsson, fv. bankafulltrúi, Forsetinn heilsar tveim öldungum Sprengja Frakkar vetnissprengju París, 11. janúar, NTB-AP. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í París, að Frakkar hafi nú þegar hafið stöðuga fram leiðslu á kjarnorkusprengjum. Herma þessar fregnir, að fyrir- hugað sé að nota flugvélar af gerðini Mirage-4 til flutninga þessara vopna, en um fimmtíu flugvélar af þeirri gerð verði teknar í notkun að um það bil ári liðnu. Frönsku dagblöðin segja á hinn bógiinn í daig, að fyrsta vetnis- sprengja Frakka verði titbúin tiil framleiðslu eftir fiiman ár. Segir támaritið „Minute“, að Frakkar muni sprengja fyrstu tilrauna-vetnissprengju sína í tók febrúar n.k. og verði tiiraun- in gerð í Hoggart-eyðiimörikinni, sem er uan 100 km. fyrir norðan Tamanrasset í Sahara. S* NA /5 hnútar y SV 50 hnútar ¥ Snjókoma 9 06/ SJ Skúrir K Þrumur ms$ KuUaskH ZS* HiUskH H Hml l UíL Sr. Jónas Gíslason: Trúin finnur Guð „Og þegar hann var orðinin tólf ára gamall, fóru þau upp til Jerúisalem eftir hátíðarsiðn um. Og er þau hiöfðu verið þar út hátíðisdagana og sneru heimleiðis, varð sveinninn Jes ús eftir í Jerúsalem, og vissu foreldrar hans það eigi. En af því að þau ætluðu, að hann vœri með samferðafóikinu, fóru þau eina dagleið og leit- uðu að honium meðal frænda og kunnirugja. Og er þau fundu hann ekki, sneru þau aftur til Jerúsalem og leituðu hans. Og það var ekki fyrr en. eftir þrjá -da>ga, að þau fundu hann í helgidómnum, þar sem hann sat mitt á meðal læri- meistaranna og gerði hvort tveggja, að hlýða á þá og spyrja þá. En alla, sem heyrðu tiil hans, furðaði á skiiningi hans og andisvörum. Og er þau sáu hann, urðu þau forviða, og móðir hans sagði við hann: „Bam, hví gerðirðu okkur þetta? Sjá, faðir þinn og ég leituðum þín harm|þrunigin.“ Og bann sagði við þau: Hvers vegixa voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem míns föður er?“ En þau skildu ekki það, er hann talaði við þau. Og hann fór heim með þeirn, og kom til Nazaret, og var þeim hlýðinn. Og móðir hans geymdi all þessi orð í hjarta sínu. Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum." Lúk. 2, 4&—52. I. Það var miannmangt í Jerúsa- lem á hátíðnn. Gyðingar flykkt- ust að hiyaðanæva tiil að geta haldið hiátíðina í musterinu. þess um mifcla mannifjöida voru María og Jósef með Jesúm, tólf ára. Og þá gerist það, að litli dreng urinn varð viðskila við þau. Þau héldu, að hann væri með sam- ferðafólkinu, en þegar þau finna hann ekki þar, verða þau ótta- slegin. Og þau finna hann ekki fyrr en á þriðja degi uppi í must- erinu í Jerúsalem. Þar sat hann mitt í hópi lögvitringanna, h/lýdidi með athygli á kenningu þeirra og varpaði fram spurningum, sem vöfctu undrun þeirra. Þetta var óvanalegur drengur. En kemur öfckur við í dag, þótt tólf ára drengur hafi týnzt suður í Jerúsalem fýrir hálfri tuttug- ustu öld? Kirikjan virðist álíta það, annans hefði þessi frásaga efcki verið vaiin sem guðspjall. Það er. annars undarlegt með kristindiómmn. Hann sýnist vera fullur af alls kyns hlutum, sem virðast ekki skipta okkur miklu. Guðshuigmynd hans virðist oft næsta torekilin mannlegri skyn- semi. Mörg diæmi mætti nefna þessu til staðfestingar. Hér vii ég að- eins minna á boðskap nýliðinnar hátíðar. Er það ekki óskynsam- legt að láta sér til hugar kcwna, að lítið barn í jötu í Betlehem skuli vera Guð sjálfur, kominn tl jarðar í mannlegu holdi? Og þessi Guð lifði sem umkomulítill farandprédikari og lét líf sitt á krossi sem óbótamaður. Jú, svo sannarlega. Það er und- arieg hugisun, að Guð skuli hafa gjörzt maður. Við getum ekki skiilið það. Og hivi valdi hann sér ekki bústað í holdi manns, sem hafði á sér meiri glæsileik í mann legum augum? En svona er þetta samt. Þetta er boðskapur Jesú Krists. Þetta er kristindómurinn. Og guðspjall ið í dag bætir inn enn einum ó- missandi drætti í þá mynd, sem Bihlían gefur okkur af Jesú Kriisti, Guði í mannlegu holdi. í öllu var hann eins og maður. Hann ólst upp eins og lítill dreng ur. Hann reyndi allt hið sama og við. Hann var maður í öllum greinum. Þessi frásaga er eðlilegt framhald jólafrásögunnar. Sann- arlega var það satt, að Guð hafði gjörzt maður. II. Hér erum við kornnir að. hneykslunarhellu fjölmargra. Sá Guð, sem við mætum í Jesú Kristi, er andstæða þeirra hug- mynda, sem þeir hafa gjört sér um Guð. Þess vegna hafna þeir honum. Þeir sjá engan Guð i litla drengnum, sem vil'ltist fró móður sinni. Þannig var því farið með farí- seana og fræðimennina. Þeir hneyksluðust á Jesú og sner- ust gegn honum. Hann særði trúarhugmyndir þeirra. Og þannig hefur ýrnsum far- ið á öllum öldum. Boðskapur kristindiómsins hefur vakið sömu hneyfcsiun hjá þeim. Menn spyrja oft: Hvernig feer þetta e_ða hitt samrýmzt vilja Guðs? f stuttu máli sagt leggja þeir Guð undir mælikvarða mann legrar skynsemi. En hún fær alls efciki fullskilið Guð. Þá taka þeir hina görnlu af- stöðú, yppa öxiljum, snúa baiki við Guði og telja hann einskib virði. En þama sézt þeim 3?fir. Þeir ætla sér of mikið. Þeir gjöra of miikið úr mannlegri skynsemi. Þeir ætla að leggja mælifcvarða hins skapaða á sfeaparann. Það lánast aldrei Með sarna rétti gætu 7 ára börn farið að glíma við afstæðiskenn- inguna eða nýjustu kjarnorfcuvís indd, sem þaiu gætu á engan hátt skilið. Þau slkortir skilning og þekfcingu. Þess vegna gæfust þau fljótlega upp og sneru sér að öðrum verkefnium. Væri sú afstaða þeirra Sönnun þess, að þessi vísindi væru röng? Auðvitað ekkL En þau væru þeiim ofraun. En þannig er það einmitt með afstöðu okfcar til Guðs. Við get- um efcki skidið Guð með mann- legri skynsemi. Hvað þá? Ef við getum ekki skilið Guð með mann legri skynsemi, hvers virði er kristindómurinn þá? Óendanlega mdkils virði. Mað- urinn hefur efcki uppgötvað eða fundið Guð. Það er Guð, sem hefur opinberazt okkur í Jesú KristL Hann vill, að allir verði hólpnir og komist til þekfcingar á sannleifcanum. En við megum addrei gieyma því, að kristindóm- urinn er trú, en ekki vísindi. Guð befur ails ekki ætlað ofckur áð skilja eðli sitt og veru til hlítar með skynseminni. Hann hefur opinberazt okkur, svo að við mættum tiúa á hann, treysta náð hans og kærleika, sem hann hef- ur vei'tt ofckur í Jesú Kristi og krossdauða hans. Skynsemin getur engan mann frelsað. Það er Guð, sem frelsar fyrir trúna. Þetta verðum við að sæta okfcur við. Nú mLssikilji enginn orð mín þannig, að skynsemin sé þá af hinu iilla og hver kristinn maður verði að losa sig við hana, áður en hann getur trúað á Guð. Nei, skynsemin er ein af beztu gjöf- um Guðs. Við eiigum að nota hana af fremsta megni. En við exgum ekki að misnota hana eða setja hana yfir Guð. Skynseminni eru tafcmörk sétt, sem eru toundin við þennan heiim. Trúin á Guð er undirstaða allra guðsþekkingar. Sá, sem trúir ekki á Guð, getur aldrei skilið Guð. Hann skortir undirstöðuna til að byggja á, á sama hátt og ólæs og ósikrifandi maður gæti aldrei með árangri glímt við hin æðri vísindi. Trúin á Guð er undirstaða guðsþekkingarinnar, því að eng- inn þekikir Guð nema sá, sem Guð opinberast. Gg Guð opinber- iaist auigum tiúarinnar. Þá fæðist iguðsþekkingin af trúnnL Skynsemin finniur aldrei Guð. Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.