Morgunblaðið - 19.01.1963, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.1963, Side 1
24 slðuv Gaitskell látinn London, 18. jan. (AP-NTB) HIJGH GAITSKELL, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, er látinn. Fékk hann hægt andlát í Middlesex-sjúkrahúsinu í London, en þar hafði hann legiö þungt haldinn frá 4. þ.m. Gaitskell var 56 ára. Gaitskell hefur verið leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1955, og var sjálfkjörið forsætisráðherraefni flokksins við næstu þingkosningar. Kona Gaitskells, frú Anna Dora Gaitskell, var ein hjá manni sínum er hann lézt kl. 20,10 í kvöld (ísl. tími). — Reyndi hún að ná í hjartasérfræðinginn Walter Somerville er hún sá að manni hennar elnaði sóttin, en Gaitskell var látinn er læknirinn kom. Percy Clark, talsmaður Verkamannaflokksins, til- kynnti fréttamönnum, sem voru saman komnir í Middlesex- sjúkrahúsinu, lát Gaitskells tveimur mínútum eftir að það har að höndum. Kom hann fölur og móður inn í setustof- nna, þar sem fréttamennirnir biðu, og sagði: „I»að var fyrir tveimur mínútum“. Síðan las hann upp opinbera tilkynn- ingu um látið. Gaitskell þjáðist af vírus-sjúkdómi í hjarta og lungum, og hafði sjúkdómurinn einnig lagzt í nýrun. Lá hann í gervinýra í nótt sem leið, og dró það nokkuð úr eitruninni í blóðinu, en hafði slæm áhrif á hjartað. Var hann tekinn úr gervinýranu í morgun. Ekki er vitað hver verður eftirmaður Gaitskells í Verkamannaflokknum. Aðallega koma þar þrír menn til greina: George Brown, varaformaður flokksins og talsmað- ur í varnarmálum, Harold Wilson, talsmaður flokksins í ut- anríkismálum, og James Callaghan, sérfræðingur flokksins í fjárhagsmálum. Wilson hefur undanfarið verið í heimsókn í Bandaríkjunum, en fór heimleiðis í dag. Framlh á bls. 10 Sjá grein um Hugh Gaitskell á bls. 11 iIIIilÉI Einar Olgeirsson, leiðtogi íslenzkra kommúnista (t.v.) við komuna til Schönfeld-flugvallarins í A-Þýzkalandi. Einar Olgeirsson kom til A-Þýzkalands til þess að sitja sjötta flokksþing kommún- istaflokks landsins og á flugvellinum tók á móti honum Gerhard Griineberg, meðlimur pólít- búros a-þýzka kommúnistaflokksins. — (AP) Morgunblaðið fékk mynd þessa símsenda í gær. Fulltrúar á kommúnistaþinginu í A-Berlín fiauta, stappa, hrópa og fussa með- an fulitrúi Kínverja heldur ræðu Fundarstjóri lét hætta að tú!ka orð hans Berlín, 18. janúar. (AP-NTB) I DAG hélt Wu Hsiu Chuan, fulltrúi kínverska kommúnista- flokksins, ræðu á 6. flokksþingi kommúnistaflokks Austur- l»ýzkalands í Austur-Berlín. Ræða Wus og viðtökurnar, sem hún hlaut af hálfu þingfulltrúa, eru taldar benda til þess, að ágreiningur sá, sem risið hefur innan kommúnistaflokka beimsins, fari sívaxandi. í ræðu sinni kallaði Wu júgóslavneska kommúnista handbendi heimsvaldasinna, sakaði Krúsjeff forsætisráð- herra um að ala á missætti með kommúnistaflokkum hinna ýmsu landa og gagnrýndi stefnuna um friðsamlega samhúð. Ræða Wus fékk mjög slæmar viðtökur á flokksþinginu. Fundarmenn flautuðu, stöppuðu og hrópuðu og þegar Wu sagði, að Kínverjar óskuðu eftir einingu innan kommúnista- flokkanna, mætti honum hæðnishlátur þingfulltrúa. Izvestija, málgagn Sovét- stjórnarinnar, gagnrýndi ræðu Wus harðlega og sagði að andinn í henni hefði verið óþolandi. — Er það í fyrsta skipti, sem blað í Sovétríkj- unum segir frá því að kín- verskur fulltrúi á flokksþingi kommúnista sé andvígur Sov- étríkjunum. í lok fundar flokksþings- Ins í A-Berlín í dag, hélt Walter Ulbricht, leiðtogi a- þýzkra kommúnista, ræðu og gagnrýndi kínverska komm- únista fyrir að vilja ekki framfylgja stefnunni um frið samlega sambúð. Krúsjeff forsætisráðlierra var viðstaddur, þegar Ul- bricht flutti ræðu sína, en í morgun, þegar Wu flutti sína ræðu, var hann í heimsókn í sjónvarpsverksmiðju. — Wu hlýddi ekki á ræðu Ulbrichts. Meðal fulltrúa á flokks- þingi kommúnistaflokks A- Þýzkalands er Einar Olgeirs- son, formaður íslenzka komm únistaflokksins, Sameiningar- flokks alþýðu — sósíalista- flokksins. (Sjá mynd) Aukinn ágreiningur Ef dæma á eftir viðtökunum, sem ræða Wus hlaut á fundi flokksþingsins í dag, virðist sem ágreiningurinn innan kommún- istaflokkanna hafi aukizt. í ræðu sinni á flokksþinginu sl. miðviku dag skoraði Krúsjeff á fulltrú- ana, að gera sitt ítrasta til þess að jafna ágreininginn, en þrátt fyrir það réðist Wu harkalega á Júgóslava og stefnuna um frið samlega sambúð og þingfulltrú- arnir létu óspart í ljós andúð sína á ræðu hans. Fundarstjór- inn gerði ítrekaðar tilraunir til Framh. á bls. 6. ,Við sit- um hjá‘ VH) munum sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um SAS-mál- ið og niðurstöðu Parísarfund- arins, sagði Örn Ó. Johnson, forstj. Flugfélagsins, er hann var spurður um afstöðu fé- lagsins á blaðamannafundi í gær. Flugfélag íslands hefur aldrei greitt atkvæði innan IATA nema um hafi verið að ræða mál, sem snert hafi hagsmuni félagsins. Og þann- ig held ég að sé farið með önnur flugfélög, bætti hann við. Það er okkar skoðun, að þegar hlutaðeigandi flugfé- lög hafa afgreitt mál innan IATA þá sé atkvæðagreiðsla annarra félaga um málið að- eins formsatriði. Þannig hef- ur það komið út í fram- kvæmdinni. I\!ær fargjaldalækkunin aðeins til SAS? Einkaskeyti til Mbl. Frá því var skýrt í Montreal í dag, að féllu atkvæði á þann veg í atkvæðagreiðslu þeirri, sem nú fer fram innan IATA (Alþjóða- sambands flugfélaga), að leyft yrði flug með skrúfuvélum yfir Atlantshaíið á lágum fargjöld- um, þá myndi það leyfi aðeins ná til flugfélagasamsteypunnar SAS. í tilefni þessarar fréttar átti Mbl. í gær stutt símtal við Sir William Hildred í Montreal, aðal forstjóra IATA, og innti hann eft ir því, hvort endanleg ákvörðun þessa efnis hefði verið tekin. Sir William vísaði til yfirlýsing ar, sem gefin var út að loknum Parísarfundi IATA 10. þ. m. og sagði málið nú vera til athugun- ar. . í yfirlýsingunni, sem gefin var út í París, segir, að lág fargjöld myndu aðeins verða leyfð með flugvélum af gerðinni DC7C, á leiðinni New York — Skandinav ia, og þá því aðeins, að samþykki fengist í atkvæðagreiðslunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.