Morgunblaðið - 19.01.1963, Page 11

Morgunblaðið - 19.01.1963, Page 11
Laugardagur f#. JanfSar 1##S MORCVNBLAÐIÐ: 11 *<K:i k- li-i'.'o.iv.f■UUR..-' i' » ö > S >1 Vi G ú '|S ' S : Hugh Gaitskell látinn ANDLÁT Hug'h Gaitskell, foringja brezka Verkamanna- flokksins, á vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á stjórnmál Bretlands og samstarfið inn- an Atlantshafsbandalagsins; jafnvel þótt aðeins sé haft í huga, að enginn getur nú sagt til um, hver verður næsta forsætisráðherraefni flokksins. Hæglátur og íhugandi hef- ur Gaitskell gegnt störfum sínum, og allt frá árinu 1959 hefur hann unnið að því markvisst að leiða brezka sósíalista af braut Marxisma, frá úreltum hugmyndum um stéttaskiptingu — og e.t.v. um fram allt reynt að bægja frá þeim óttanum við umskipti. Honum hafði næstum tek- izt að ná settu marki, er hann veiktist í miðjum des- ember sl. Margir eru nú á þeirri skoðun, að hefði Gaitskell haldið áfram að stjórna Verkamannaflokkn- um, jafnvel aðeins í 6 mán- uði í viðbót, þá hefði hann getað leitt flokk sinn fram til sigurs í kosningum. Frá- fall hans breytir miklu. Vara- formaður flokksins er George Brown, er kjörinn var í það embætti á flokksþinginu sl. haust. Brown er einkum þekktur — og dáður — fyrir óskammfeilni sína við Krús- jeff og Bulganin, hörku, hug- rekki og fyrir sumar skoðanir sínar á heimsmálum — en síð ur fyrir dómgreind, vizku eða reynslu á stjórnmálasviðinu. Brown nýtur mikilla vin- sælda, en það varð ekki sagt um Gaitskell. Áhrif frá- falls Gaitskells á stjórnmálin í Bretlandi gætu orðið þau, að nýjar kosningar yrðu háð- ar mjög fljótlega, kosningar sem leiddu til algers sigurs Macmillans og íhaldsflokks- ins. íhaldsflokkurinn hefur ver ið við völd frá árinu 1951, eða þrjú kjörtímabil. Undan- farna 18 mánuði hefur stjórn Maemillans leitað eftir að- ild að Efnahagsbandalaginu. Margir hafa talið Gaitskell eina manninn, er gæti komið í veg fyrir, að íhaldsflokkur- inn fengi því máli framgengt. Sumir munu því vafalaust telja, að með fráfalli Gait- skells kunni að hafa orðið kaflaskipti, ekki aðeins í sögu Bretlands, heldur og í sögu Evrópu. Hugh Todd Naylor Gait- skell, hét hann fullu nafni, fæddur 1906. Faðir hans var í opinberri þjónustu, Hann gekk í skóla í Winchester, en fór fyrst að láta stjórnmál til sín taka, er hann nam í New College í Oxford. Það var árið 1926. Næst lét hann að sér kveða sem lærdómsmaður, er hann lét til sín taka á sviði hag- fræði við háskólans í London. í seinni heimsstyrjöldinni tók hann að gegna opinberum störfum, og var um skeið mjög náinn samstarfsmaður sir Hugh Dalton, sem þá gegndi ráðherraembætti. Það samstarf leiddi til þess, að Gaitskell fór að láta stjórn- mál til sín taka, sivo að nokkru næmi. Hann varð þingmaður neðri deildar í aukakosningum 1945, skömmu eftir aðalkosn- ingarnar, sem fært höfðu Verkamannaflokknum sigur. Frá þeim degi má segja, að hróður Gaitskells innan flokksins hafi aukizt með ótrúlegum hraða. Innan tveggja ára var hann orðinn ráðherra í stjórn Clement Attlees, Og fjármálaráðherra var hann orðinn innan fimm ára frá þvi, að hann tók sæti á þingi í fyrsta sinn. Er sir Stafford Cripps sagði af sér, tók Gaitskell við af honum. Efnahagsástandið var þá mjög slæmt, og horf- ur langt frá því góðar. Þótt ekki verði sagt, að Gaitskell hafi gert mikið til þess að láta brezku þjóðina vita, hvað framundan var í þeim efnum, þá minnast starfs- menn fjármálaráðuneytisins hans fyrir þær ákvarðanir, er hann tók, og einkenndust yfirleitt allar af skynsemi Gaitskell naut ekki hylli allra flokksbræðra sinna. Þannig má minna á, er Aneurin Bevan sagði af sér, eftir að Gaitskell hafði lagt fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt. Baráttan milli þeirra stóð mörg ár, en Gaitskell hélt fast við sína stefnu, en hún var yfirleitt mjög svipuð stefnu Attlees. Er Verkamannaflokkurinn beið ósigur í kosningunum 1951, varð Gaitskell að beita kunnáttu sinni og þekkingu til að halda einingu innan flokksins. Hann hélt því fram, að flokkurinn yrði að halda fast við skoðun sína í ákveðnum málum, m. a. standa gegn því, að Þjóð- verjar hervæddust á nýjan leik; sörriuleiðis var hann á móti öilum aðgerðum í efna- hagsmálum, sem gætu kömið illa við kjósendur í miðstétt- unum. Gaitskell fékk fullan stuðning hægrisinna í flokkn- um — og bar sigur úr býtum yfir Bevan, er kosið var um stöðu fjármálaritara flokksins 1954. Hins vegax fór gagn- rýni vinstrisinna á Gaitskell vaxandi. 195ð varð Gaitskell launað- ur foringi brezku stjórnar- andstöðunnar, og tók þá við af Attlee. Frá þeim tíma hef- ur hann haft svipuðu hlut- verki að gegna innan flokks síns og Anthony Eden og síð- ar Macmillan hafa gegnt inn- an íhaldsflokksins. Allt frá þeim tíma hefur Gaitskell unnið bug á marg- víslegri og oft mikilli and- spyrnu vinstrisinna. Verka- mannaflokksins. Þar má nefna afstöðuna til hervæð- ingar Þýzkalands, hvort Bret- ar skyldu búast kjarnorku- vopnum og loks stefnu sjálfs flokksins, afstöðuna til sósía- lismans. Gaitskell stóð nærri því að vinna sinn stærsta sigur, er hann dó. Allan sinn feril hafði hann reynt að koma á sættum milli atvinnuveitenda og launþega, og honum varð mikið ágengt í þeirri bax- áttu. Það má segja, að sigur- inn hafi verið á næsta leiti, er Gaitskell féll frá, þótt sig- urinn hafi e.t.v. ekki verið alveg vís. Observer: William Clark). Ingiríður að Dagverðará látin ÞRIÐJUDAGINN 15. þ. m. var Ingiríður Bjarnadóttir húsfrú að Dagverðará jarðsett að Hellnum í Breiðuvík. Sóknarpresturinn sr. Þorgrímur Sigurðsson flutti ræðu í kirkju og jarðsöng og sr. Magnús Guðmundsson prófastur flutti frumort ljóð við kistu hinnar framliðnu í Hellnakirkju. Margt fólk var mætt við jarðar förina úr ýmsum hreppum sýsl- unnar og frá Reykjavík. Ingiríð- ur hafði lifað 100 jól. Var hún gáfuð kona og naut virðingar og vinsældar allra sem henni kynnt- ust. — Borgarsf]órn Framhald af bls. 8. þykkti borgarstjórn þá tillögu: „Með tilvisun til skorts á vinnuafli í Reykjavík og fjár- hagsástæðna BÚR, og með tilliti til fjárfestingar, sem fram hefur farið á hennar vegum í landi, telúr borgarstjórn till. Guð- mudar Vigfússonar ótímabæra og vísar henni frá, — og bendir á, að það er í verkahring út- gerðarráðs og BÚR að fylgjast með nýjungum í tækni á sviði útgerðar og fiskvinnslu, og gera tillögur um framkvæmdir í þeim efnum, er bætt geti hag BÚR og útgerðar almennt í Reykjavík". Lénliarður fógeti á Dalvík DALVÍK, 17. jan. — Leikfélag Dalvíkur hefur undanfarið sýnt sjónleikinn Lénharð fógeta á Dalvík, ávallt við góða aðsókn og undirtektir. Næstkomandi laugardag verður níunda og síð- asta sýning og rennur ágóðinn til Lionsklúbbs Dalvíkur. Leik- stjóri er Steingrímur Þorsteins- son — Kári. Fundur í Eyja- firði AÐALFUNDUR í félagi ungra Sjálfstæðismanna í Eyjafjarðar- sýslu verður haldinn í skrifstofu Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, Hafnarstræti 101, í dag, laugar- daginn 19. janúar, kl. 2 e.h. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf og síðan önnur mál. Eru félagar hvattir til «ð mæta vel á fundinum. Jktök ósýnilsgra máttarvalda í heimi vorum Guðmundui Jónsson óperusöngvari syngur með leik Fritz Weisshappel. Allir velkomnir. Júlíus Guðmundsson flytur erindaflokk fyrir al- menning í Aðventkirkjunni á sunnudögum kl. 5. Fyrsta erindið verður flutt sunnudaginn 20. janúar og nefnist: SELFOSS OG NAGRENIMI „Ekki barátta við blóð og hoId“ nefnist erindis, sem Svein B. Johansen flytur í Iðnaðarmannahúsinu sunnudaginn 20. jan., kl. 20:30. Garðar Cortez og Birgir Guðsteinsson syngja ein- söng og tvísöng. Vefnaðarvöruverzlun Lítil vefnaðarvöruverzlun í úthverfi til sölu af sérstökum ástæðum. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Verzlun — 3206“ fyrir þriðjudagskvöld. Menn vantar við fiskaðgerð. Fiskverkunarstöð Jóns Gíslasonar Hafnarfirði — Sími 50865. Þennan bát byggðum við á síðastliðnu ári, og hefur hann reynzt vel í alla staði — farsæll og fengsæl1. Nú eru í smíðum bátar sömu tegundar og geta væntanlegir kaupendur valið um, hvort stýrishús verður staðsett að framan eða aftan. Stærð bátanna er um 14 smálestir. — Verð hagstætt. Kaupendur geta ákveðið vélartegund og stærð, svo og öll hjálpartæki. Talið við okkur sem fyrst Keilir h.f. sími 3-45-50.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.