Morgunblaðið - 24.01.1963, Síða 4

Morgunblaðið - 24.01.1963, Síða 4
4 MORGXJ N BL ÍÐIÐ Fimmtudagur 24. janúar 1963 Hafnarfjörður ibúð óskast til leigu í Hafnarfirði eða nágrenni. í>rennt í heimili. — Sími 51447. Bókhald Tökum að okkur bókhald Og uppgjör. Getum bætt við nokkrum fyrirtækjum. Bókhaldsskrifstofan Þórs- hamri við Templarasund. Sími 24119. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Seijum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301. Húsgagnasmíðanemi óskast nú þegar. Húsgagnavinnustofa Árna H. Árnasonar Laugavegi 42. Unglingsstúlka óskast í létta vist. Uppl. í síma 33366. WILLYS JEPPI sem var nýstandsettur, er til sölu, eins og hann er eftir veltu. Uppl. Laxnesi. Sími Brúarland. 3ja herb. íbúð til sölu í Hlíðunum, jarðhæð. Þeir, sem hafi áhuga, sendi nafn til afgr. Mbl., merkt: „X - 13 — 3922“ fyrir sunnudag. Ungur maður óskar eftir herbergi strax. I Vogum eða nágrenni. Góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 32422 í kvöld kl. 8—9. Verzlunarmaður óskast. Reglusemi og bók- haldskunnátta áskilin. —• Framtíðarmöguleikar. Tilto. með uppl., merkt: „Bóka- verzlun — 3926“ sendist afgr. Mbl. fyrir 30/1. Saumanámskeið er að hefjast. Innritun í síma 34730. Bergljót Ólafsdóttir. Húsgagnameistarar Ungur maður óskar eftir að komast að sem nemi í húsgagnasmiði. Uppl. í síma 14232. Islands Kortlægning E. Munksgaards til sölu. Ógallað eintak. Verðtilboð, merkt: „Landabréf - 3926“ afhendist Mbl. fyrir 1. febr. Staðgreiðsla áskilin. Ungur og ábyggilegur maður ósk- ar eftir hreinlegri atvinnu fyrri hluta dags. Tilboð sendist Mbl. merkt: „3126“. 3—4 herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 24613. Trésmiðir Til sölu. lítil sambyggð trésmíðavél sænsk, hefill, hjólsög, bandsög og bor. Uppl. í sima 17328. Komið, töllum fram og krjúpum niður, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum, pví hann er vor Guð. — (Sálmur 95, 6). í dag er fimmtudagur 24. janúar. 24. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 4:43 Síðdegisflæði kl. 17:01. • Næturvörður vikuna 19. til 26. janúar er í Vesturbæjar Apóteki. (Sunnudag í Apóteki Austurbæj- ar). Næturlæknir í Hafnarfirði vik una 19. til 26. janúar er Eiríkur Björnsson, simi 50235. Læknavörzlu í Kefiavík hefur i dag Björn Sigurðsson. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 Iaugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Orð lífsins svarar í síma 10000. Helgafell 59631257. VI. 2. n Mímir 59631247 = 6 I. O. O. F. 5 = 1441248*4 == 9. 0. FRETIIR Sjómannastofan Hafnarbúðum er op- in alla daga og öll kvöld. Óskilabréf til sjómanna má vitja þangað. Áfengisvarnarnefnd kvenna heldur aðalfund í Aðalstræti 12 kl. 20,30 1 kvöld. Málfundafélagið Óðinn. Skrifstofa félagsins í Valhöll við Suðurgötu er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8.30 til 10, 9ími 17807. Stjórn félagsins er þá til viðtals við félagsmenn og gjald keri tekur við ársgjöldum þeirra. Málfundafélagið Óðinn. Trúnaðarráð Óðins er beðið að hafa samband við skrifstofu félagsins föstudagskvöld kl. 8.30—10 sími 17807. Málfundafélagið Óðinn. Stjóm Óðins biður félagsmenn að hafa samband við skrifstofu félagsins föstudagskvöld kl. 8.30—10, sími 17807. Frá Náttúrafræðifélaginu Á fundi í Hinu ísl. náttúrufræðifé- lagi í 1. kennslustofu Háskólans, mánudaginn 28. janúar kl. 20,30, mun fil. cand. Haukur Tómasson, jarðfræð- ingur Raforkumálaskrifstofunnar, flytja erindi: Niðurstöður jarðfræði- rannsókna vegna Búrfellsvirkjunar. Vegna áætlunar um virkjun i»jórs- ár nálægt Búrfeili í Þjórsárdal, hafa þar hin síðustu misseri farið fram stórfelldar jarðfræðirannsóknir á veg- um raforkumálastjóra, og hefur Hauk- ur Tómasson unnið að þeim og haft umsjón með þeim. Löngum hafa jarðfræðingar, ekki sízt íslenzkir, orðið að gera sér að góðu að rannsaka sjálft yfirborð jarð- ar og draga af því ályktanir um það, sem undir liggur. En á hugsanlegum virkjunarstöðum við stórár, eins og Þjórsá undir Búrfelli — þar sem jarð fræðin er augljóslega orðin „hagnýt vísindi" — er ekki aðeins yfirborðið kannað gaumgæfilega og kortlagt, heldur einnig þreifað djúpt og þétt niður í berglögin með jarðborun og grefti. í erindi sínu mun Haukur Tómas- son rekja ýmsa þætti í jarðsögu stað- arins og að nokkru leyti héraðsins allt frá myndun elztu berglaga í Þjórs árdalsfjöllum (á öndverðri ísöld eða fyrr) til þess usla, sem Tungnár- hraunin ollu í vatnakerfi Suðurlands, er þau flæddu þar yfir (fyrir aðeins 4—8 þúsund árum). Útivist bama: Börn yngri en 12 ára, til kl. 20,00; 12—14 ára til kl. 22,00. Börnum og ungl- ingum innan 16 ára aldurs er óheimill aðgangur að veitinga- og sölustöðum eftir kl. 20,00 Minningarspjöld Heimilissjóðs fél. ísl. hjúkrunarkvenna fást á eftirtöld- um stöðum: Landsspítalanum, forstöðukonan; Heilsuverndarstöðin, forstöðukonap; Vífilsstaðir, yfirhjúkrunarkonan; Hvíta bandið, forstöðukonan Ragnh. Jóhannsdóttir; Anna O. Johnsen, Tún- götu 7; Guðrún Lilja Þorkelsdóttir, Skeiðarvogi 9; Sigríður Eiríksd., Ara- götu 2; Bjarney Samúelsdóttir, Eski- hlíð 6a; Elín Briem Stefánsson, Herj- ólfsgötu 10 Hafnarfirði. Hinn 20. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Oddakirkju af séra Arngrími Jónssyni, ung- frú Sigurvina G. Samúelsdóttir Dröngum, Strandasýslu, og Er- lingur Guðmundsson, Uxahrygg Rangárvöllum. Heimili þeirra er að Hellu, Rangárvöllum. Nýr obstrafalmdlari EINHVER umdeildasta persóna í listaheiminuim í ár hefur án efa verið Sjimpansinn Congo í dýragarðinum í London. Mikið var um hann rætt og ritað og voru listaverk hans notuð til sönnunar staðhæfingum um fáránleika abstrakt- listar. Nýlega átti Congo 2 myndir á listsýningu í Institute of Contemporary Art í London og seldust allar myndirnar. Síðan hefur verið deilt um, hvort sýningargestir hafi vitað að myndirnar voru gerðar af apa, eða hvort þeir hafi verið gabbaðir Apinn Congo er orðinn frægur abstraktmálari víða um heim. í list sinni ekki lítilþægur hann líkist í fiestu mönnum þeim, dunda sér við að draga á blað dulbúna list og annað það. Sagt er að greina megi ei milli hvað manns eða apa sé þar iist. Allt er þar líkt um andans snilli og eins úr penslinum slett og hrist. Leið hins frjálsborna listamanns liggur þannig til upprunans. FÁFNIR. Ég er að velta því fyrir mér hvort brúnklukkur gangi rétt. I.æknar fiarveiandi Ólafur Þorsteinsson 7/1 til 22/1. (Stefán Ólafsson), Páll Sigurðsson yngri 16/1 til 25/1. (Stefán Guðnason). Victor Gestsson 14/1 til 28/1. (Eyþór Gunnarsson). Þórður Möller fjarverandi 21. til 26. jan. staðgengill Gunnar Guðmunds- son. fíULCtft Heyrðu, pabbi minn, mikið vær ir þú nú vænn, ef þú hjálpaðir mér með heimadæmin hans Pésa. Maður nokkur kom inn á rakarastofu til þess að láta klippa sig. — Viljið þér fá hárið aftur? spurði rakarinn. — Nei, takk, þér megið gjarn an halda því. — Já, en ég meina, hvernig viljið þér hafa það? — Alveg eins og hann föður- bróðir minn. — Hvernig hefur hann það? — Hann hefur það ágætt. — Sagði ég þér ekki að ta<ka eftir því, þegar súpan syði upp úr? — Jú, ég gerði það, klukkan var þá hálf ellefu. Árbæjarbl. og Selási Fyrir nokkrum dögum hóf Morgunblaðið skipulega dreif ingu blaðsins í Árbæjar- og Selásbyggðinni, og er blaðið nú borið árdegis til kaup- enda. Umboðsmaður MbL fyrir byggðina er Hafsteinn Þorgeirsson að Árbæjarbletti 36, og hefur hann á hendi alla dreifingu og innheimtu blaðs- ins. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla blaðsins í Kópa- vogi er að Hlíðarvegi 35, sími 14947. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir kaupendur þess i Garða- hreppi, er að Hoftúni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. JÚMBÓ og SPORI Teiknari J. MORA tj-j ■ e. runye3i\ — Vertu nú á svipinn eins og ferða- maður og hegðaðu þér í öllum bæn- um eðlilega, sagði Júmbó, þegar þeir flýttu sér burtu frá hótelinu. — Við vitum það ekkert ennþá, hvort við erum eltir, en við höfum þó ef til vill tækifæri til þess að komast undan. — Það vona ég sannarlega, svaraði Spori. En sú von hans gat þó ekki orðið að veruleika, því að nokkrum skrefum fyrir aftan þá gat á að líta Knb- xrírS rla rrVilíilrS pr fvlo'Hllst mjög vandlega með þeim. Skyndilega varð Júmbó þyrstur o? vinimir tveir gengu inn í litla kaffi- sölu. Þá nam maðurinn á bak við dagblaðið einnig staðar og tók sér stöðu rétt hjá dyrunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.