Morgunblaðið - 24.01.1963, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. janúar 1963
•v<úM•ySivjiivjáúb
Þessi mynd er tekin í blaðadeildinni í pósthúskjallaranum
seinni hluta dags á laugardag. Pósturinn hefur j>ó ekki tekið
hréfdúfur í þjónustu sína, heldur er þetta dúfa, sem villtist
utan úr portinu inn um dymar, og mun það ekki eins dæmi.
(Ljósm. Haukur Sigtryggs).
Reykjavík gefur Hull
27 eftirprentanir
Eiga að vera í íslenzku sjómanna-
íbúðunum þar
Ummæli Evtusjenkós í V-Þýzkalandi:
Styrjöld hefði orðið I okt.
hefði Stalín verið við völd
REYKJAVIKURBORG
sent fiskveiðiborginni Huli 27
málverkaeftirprentanir ef verk-
um þriggja íslenzkra málara, Ás-
gríms Jónssonar, Jóns Stefáns-
sonar og Jóhannesar Kjarvals.
Myndirnar eiga að vera í hús-
um þeim, sem byggð voru fyr-
ir 27 þúsund sterlingspunda gjöf
frá íslenzkum útgerðarmönnum
eftir stríðið .
Milligöngu um sendingu á
myndunum höfðu Þórarinn Ol-
geirsson ,ræðismaður, Grimsby,
og Bæjarútgerð Heykjavíkur.
Þórarinn afhenti borgaryfirvöld-
um Hull gjöfina.
Ákveðið hefur verið, að mynd
irnar verði sýndar í Hull Art
Gallery áður en þær verða flutt-
ar í íslenzku húsin.
Vorið 1960 fór borgarstjórinn
í Reykjavík til Hull til að vera
viðstaddur opnun á íslenzku hús-
unum þar. Gatan sem þau standa
við nefnist Icelandic Close og
eru íbúðirnar 27 talsins.
Ald. G. J. Hurley ,formaður
húsnæðisnefndarinnar í Hull,
sagði um gjöfina: „íslendingar
eru stoltir af þeirri þróun, sem
þeir hafa stuðlað að í Hull, og
þetta sýnir að við erum stöðugt
í huga þeirra. Gjöfin er visbend-
hefur ing um ósk þeirra um að hin
góða vinátta milli okkar hald-
ist“.
í íslenzku húsunum í Hull búa
sjómenn, sem hættir eru að
stunda sjómennsku,
SOVÉTSKÁLDH) Évgení Evtu-
sjenko dvaldist í síðustu viku í
V-Þýzkalandi og kom þá m. a.
til Bonn — sem áróðursmenn
sovézkra kommúnista hafa jafnan
kaliað miðstöð stríðsóðra og
hefndarþyrstra hernaðarsinna.
Lýsti skáldið því yfir í fjöl-
mennu samsæti, að hann væri
sannfærður um, að það sem í
Rússlandi væri sagt um Vestur-
Þjóðverja og íbúa Bonn væri
víðs fjarri hinu sanna. Átti hann
tæpast nógu sterk orð til þess
að lýsa hrifningu sinni á því, er
hann hefði séð og heyrt, og vin-
gjarnleika og gestrisni, sem hon-
um hefði verið sýnd.
Evtusjenko hélt til Parísar sl.
sunnudag, en átti síðan að fara
til Miinchen, þar sem hann bjóst
meðal annars við að kynnast
kvikmyndaleikurunum Maxi-
milian og Mariu Schell. Á ferð
sinni hefur Evtúsjenkó lesið upp
úr ljóðum sínum og talað víft
og breitt um Sovétríkin í dag.
Hann hefur lýst því, hvernig
lífið þar hefur breytzt á úndan-
förnum árum, — segir m.a., að
nú orðið geti bæði skáld og
venjulegt fólk sagt hvað sem er.
Um Kúbu-deiluna í október sl.
sagði hann: „Hefði Stalín verið
við líði í okóber sl. hefði hann
Erkibiskupinn af
Westminster
látinn
London, 22. jan
Yfirmaður kaþólsku kirkjunn
ar í Bretlandi, William Godfrey,
kardináli, erkibiskup af Westm-
inster, lézt í dag 73 ára að aldri
Bananr.sin hans var hjartaslag.
Godfrey, kardináli, hafði ver-
ið sjúkur nokkrar vikur og sl.
laugardag fékk hann aðkenningu
að hjartaslagi.
ugglaust tekið meira tillit til
metnaðargirni sinnar en hags-
muna mannkynsins, — þá hefði
þriðja styrjöldin brotizt út.
Hann sagði, að menn skyldu
ekki dæma sovézkt listalíf eftir
þeim sýningum, er sendar væru
frá Rússlandi á vegum stjórnar-
innar. Það væri yfirleitt málverk
í sósíal-realískum stíl, sem Stalín
hefði verið einkar geðþekk, en
margir nefndarmanna, er veldu
myndir á sýningar erlendis, væru
á eftir tímanum. Nú væri svo
komið í Sovétríkjunum, sagði
Evtúsjenkó, að mikill hluti þjóð-
arinnar krefðist þess, að rithöf-
undar segðu sannleikann og
segðu hann vel. Og hlutverk
menntamanna og listamanna
sagði skáldið vera það fyrst og
fremst, að berjast gegn hinum
tveim illu öflum, blindri trú á
eitt þjóðfélagskerfi eða eina hug-
sjón, — og trúleysi gagnvart einu
og öllu.
Sovézkur rithöfundur
sakaður um borgara-
lega hlutdrægni
Hann sagði jafnt kost sem löst
á Bandaríkjunum
Á SUNNUDAGINN, 20. jan. hirti
Moskvublaðið Izvestija harðorða
árás á sovézkan rithöfund, Viktor
Nekrasov, að nafni fyrir að segja
ekki síður kost en löst á Banda-
rikjunum, eftir að hann hafði
verið þar á ferðalagi.
Segir Izvestija, að rithöfundur-
inn hafi gert sig sekan um borg-
aralega hlutdrægni í lýsingum
sínum á Bandaríkjunum, — og
það sem er sýnu verra, að áliti
blaðsins, hann hafi tekið upp a fylgjast stöðugt með ferðum rúss
þeirri óhæfu að hera saman líf
og þjóðfélagskerfi þjóðanna í
Bandaríkjunum og Rússlandi.
Hann hafi gersamlega „horft fram
hjá hinum miklu andstæðum í
bandarisku þjóðfélagi og þeim
styrjaldaranda, er hernaðarsinnar
hlúi að í sífellu".
Nekrasov er 51 árs að aldri og
stundaði nám í húsagerðarlist,
áður en hann tók að skrifa. Hann
hlaut Stalín verðlaunin árið 1947
fyrir smásögu um orrustuna við
Stalíngrad.
í grein sinni um Bandaríkja-
ferðina, sem birtist í tímaritinu
Novy Mir lýsir hann byggingum
Le Corbusiers með mikilli aðdá-
un og gagnrýnir hinn einhæfa stíl
í sovézkri húsagerðarlist. Hann
kvartar einnig undan því að full-
trúar stjórnarinnar, séu látnir
neskra ferðamanna og kallar þá
„opinbera varðhunda“. Izvestija
ræðir ekki þá kvörtun hans, en
segir, að eins sé gott að ræða
ekki hin ókúrteislegu og óviðeig-
andi ummæli Nekrasovs um so-
vézka ferðafélaga sína.
Hver fann Maríu-
styttuna?
Fyrra laugardag, þ.e. 12.
jan., týndist lítil Maríustytta
úr tré inni í Laugarneshverfi.
Konan, sem týndi henni, gekk
seinni hluta dags frá horni
Laugarásvegar og Sundlauga-
vegar, upp Dalbraut og að hús-
inu við Rauðalæk 44. Á þessari
leið týndi hún umræddri
styttu. Þar sem þessi litla
stytta er erfðagripur og hefur
mjög mikið persónulegt gildi
fyrir konuna og fjölskyldu
hennar, var farið að leita að
henni, um leið og konan kom
heim og uppgötvaði, að líknesk-
ið var týnt. Var leitað ná-
kvæmlega á allri leiðinni, en
án árangurs. Hlýtur þvi ein-
hver að hafa verið búinn að
finna það. Velvakandi hefur
nú verið beðinn að koma þeim
skilaboðum áleiðis til finnanda,
að hann láti góðfúslega vita í
síma 34624.
Jólapóstinum fleygt
í fjörunni
Það fór heldur illa fyrir
jólapóstinum til Veturliða
Gunnarssonar listmálara og
fjölskyldu hans. Þeim hjónun-
um þótti jólapósturinn með
minnsta móti í ár, og að auki
saknaði frúin mjög áríðandi
bréfs, sem hún átti von á frá
Bandaríkjunum. Þótti henni
sérstaklega undarlegt, hve það
dróst á langinn, að hún fengi
það bréf, þar sem það var frá
aðilja, sem hún hafði jafnan
reynt að áreiðanleik.
Svo er það á fimmtudag í
síðustu viku, að Veturliði er á
gangi í fjörunni hjá Sindra-
portinu (Veturliði býr á Lækj-
arbakka við Borgartún). Sér
hann þá á litaskrúð á spjaldi í
bréfahaugi, sem virtist nýkom-
inn undan snjó. Forvitni mál-
arans vaknaði, þar sem honum
fannst hann kannast við
myndina. Tók hann spjaldið
upp, sem var þá helmingur af
jólakorti, rifnu í sundur, og á
því var mýnd af málverki eft-
ir kunningja hans. En Vetur-
liða brá heldur betur í brún,
þegar hann sneri kortinu við
og sá nafn sitt skrifað á það
hinum megin. Rauf hann nú
hauginn og gróf upp jólapóst-
inn sinn og fleiri bréf. Bréfin
höfðu verið rifin í sundur og
fleygt í fjöruna, þar sem bleyt-
an hafði gert tætlurnar illlæs-
anlegar. Veturliði tók sumt af
rifrildunum með sér heim, en
treystist ekki til að gera nán-
ari leit í fjörunni.
Það er anzi hart, svo að ekki
sé kveðið sterkara að orði, að
þeir, sem veljast til að bera
póst í hús manna, skuli ekki
vera samvizkusamari en svo,
að þeir beri póstinn niður í
fjöru, rífi hann þar og fleygi
síðan. Það skal tekið fram, að
þessi hyskni glópaldi og glæpa-
maður, sem bar póstinn út í
umfætt skipti, er ekki fastur
starfsmaður póstsins, heldur
einn þeirra, sem ráðinn er til
að létta-'undir með póstmönn-
um. Vonandi hlýtur hann sína
refsingu fyrir og hana að mak-
legheitum. — Þess má geta, að
allt bendir til þess, að hið
mikilvæga bréf, sem frúin átti
von á frá Ameríku, hafi glat-
azt í fjörunni. Er það mjög
bagalegt, þar sem sendandinn
er nú fluttur til Japan, og mál-
ið, sem um var rætt í bréfinu,
úr sögunni.
Það er vitaskuld ótækt, að
hvaða óvalinn strákur, sem er,
skuli fá að bera út póst.