Morgunblaðið - 24.01.1963, Side 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. janúar 1963
BIRGIR GUDGEIRSSON SKRIFAR UM
HLJÓMPLÖTUR
Friðrik Mikli Rússakeisari Ieikur á flautu við hirðina í
Sans-Souci. Málverk eftir Adolph MenzeL
ÞAÐ er kunnara en frá þurfi
að segja, að Deutsehe Grammo-
phon hefur um langt skeið gef-
ið út tónlist hinna gömlu og oft
lítt þelkktu meistara í sérút-
igáfu, sem þeir nefna Arohiv
Produktion. En nú nýlega hef-
ur Eleetrola í Þýákalandi (á
Columbia merki) sent frá sér
all margar hljómplötur, sem að
mörgu leyti minna á Arohiv-út-
gáfu Deutshe Grammophon
en fara þó nokikuð aðra leið,
ög hana að mörgu leyti til bóta
Þar sem Archiv-útgáfan helgar
að öllu jöfnu einu tónskáldi
hverja plötu um sig, helgar
Electrola útgáfan aftur á móti
einni borg hverja plötu. Er hér
um bráðsnjalla hugmynd að
ræða. Þessar borgir eru ýmsar
þekiktar borgir í Þýzkalandi og
Austurríki. í þessum borgum
böfðu á sínum tím’a, eða þeim
sem tónlistin er frá, margir
þekktir furstar og aðrir aðals-
menn aðsetur sitt, þegar Þýzka-
landi var skipt í mörg smáfylki
eða ríki. Tónlist sú; er hér um
ræðir, er aðallega frá 18. öld,
en þá var tónlist mjög oft sam-
in eftir pöntun frá áðurnefndum
furstum og leikin við hirðir
þeirra. Með því móti að velja
tónlistina með hliðsjón af þessu,
hefur tekizt að ná fram ótrú-
legum fjölbreytileik í efnisvali,
þannig að lítil hætta er á, að
nokkur þreytist á að hlusta á
eina eða fleiri plötur til enda.
Sem daemi má nefna, að á einni
piötu, sem kennd er við Dresden
(Saxneska hirðin), eru: Konsert
eftir Vivaldi; Largo fyrir ein-
leiksfiðlu eftir Piesendel; Fanta-
sía fyrir lútu eftir Weiss; Jóla-
pastoral fyrir lútu, cembal og
hljómsveit, eftir Heiniohen; For-
leikur og aría úr óperunni „Ar-
minio“ eftir Hasse; og konsert
fyrir flautu og hljómsveit sömu
leiðis eftir Hasse. Á þessu má
nokkuð marka, hversu margra
grasa kennir á hverri einstakri
plötu. Það sem skiptir samt
mestu máli varðandi þessa út-
gáfu Electrola (Columbiia) er
fyrst og fremst, að hér er yfir-
leitt um að ræða tónlist, sem
sjaldan eða jafnvel aldrei heyr-
ist, að vísu nokkuð misgóða, en
eigi að síður mjög áheyTÍlega
og í fjöldaihörgum tilfellum
langtum meira en það. Það er
engin goðgá að fullyrða, að marg
ur maðurinn muni eiga erfitt
með að hætta í miðjum klíðum
að hlusta á þessi verk. Miklu
fremur, að kynnist maður einni
plötu í þessum útgáfuflokki,
langi mann að eignast þær all-
ar. Það verður því að teljast
mjög lofsvert, að Electrola skyldi
ráðast í þessa útgáfu, og hljóm-
plötudeild „Fálkans“ (sem hef-
ur umboð fyrir þetta merki) á
miklar þakkir skilið fyrir að
hafa flutt þessar hljómplötur til
landsins, og þar með vakið at-
hygli tónlistarunnenda á mjög
svo göfugri tónlist, sem þeir
hefðu gjarnan ekki haft hug-
mynd um að væri til, hvað þá
meira. Það skal tekið strax fram,
að hljóðritun þessara verka hef-
ur tekizt með svo mikilli prýði,
að leitun er á öðru eins og
flutnángur hinna mörgu lista-
manna oftast góður og jafnvel
frábær. Þar sem all umfangs-
mikið yrði að fjalla um hverja
einstáka hijóðritun í einum
þætti, það gæti næstum fyllt
þetta blað, er ætlunin að skrifa
nokkuð um tvær plötur til að
byrja með, en hinar eftir því,
sem tími og tækifæri gefst.
SALZBURG
Á þessari plötu, sem kennd er
við Salzburg, eru þrjú verk eftir
Mozart: Cassation í G-dúr,K. 63;
Divertimento í Es-dúr, K. 113;
og Serenada í D-dúr, K. 100.
Nokkuð er brugðið hér frá því,
sem gildir um hinar plöturnar
í þessum flokki, þar sem öll
verkin eru eftir eitt og sama
tónskáldið. Allt eru þetta æsku-
verk, samin á aldrinum 13—15
ára. Því mun engum detta í hug
að gera sömu kröfur til þeirra
og verka Mozarts, sem hann
samdi, er hann var fullþrosk-
aður. En ótrúlega góð eru þau
engu síður, og sögulegt gildi
þeirra ótvírætt. öll eru verkin
flutt af Mozarteumhljómsveit-
inni í Salzburg undir stjórn hins
kunna Mozarthljómsveitarstjóra,
Bernhard Paumgartner. Flutn-
ingur er hressilegur og hvergi
örlar á að Paumgartner hafi til-
hneigingu til þess að ’gera Moz-
art eins kvenlegan og næstum
því brothættan og allt of oft
heyrist í flutningi verka meist-
arans. Hljóðritun er hljómmikil
með styrkum bassa og fögru og
björtu efra tónsviði. Stereo-dreif
ing og dýpt er með ágætum. Með
þessari plötu, eins og reyndar
öllum öðrum í þessum flokki,
fylgir vandað rit á stærð við
plötuumslagið. Hefur það mik-
inn fróðleik að geyma auk þess
sem í því eru margar eftir-
prentanir listaverka. Númer eru:
WCX 536 (M); SAXW 9516 (S).
POTSDAM
Þessi plata ber titilinn „Við
hirð Friðriks Mikla í Potsdam“.
Hún hefst í Sinfóníu í D-dúr eftir
sjálfan Friðrik Mikla, en hann
var sem kunnugt er mjög áhuga-
samur flautuleikari. Þarf þvi
engan að furða, þó að flautan
gegni veigamiklu hlutverki í
verki þessu, einkum er það í
hæga kaflanum, sem hún er á-
berandi. Er hér um hugþekkt
verk að ræða, flutt af Phil-
harmoniuhljómsveitinni í Berlín
undir stjórn Han von Benda.
Flutningur mjög góður, en án
mikils sveigjanleika. Næsta verk
er eftir Carl Heinrioh Graun
(1701—59). Er það aría fýrir
sópran úr óperunni „Monte-
zuma“, sem Pilar Lorengar syng
ur í hreinum og fáguðum stíl.
Graun er lítt þekktur nú í dag,
en hann var einn af tónlistar-
stjórum (Kapellmeister) Frið-
riks Mikla. Óperan „Montezuma'*
var með seinustu óperum höf-
undar, en hann samdi fjölda-
margar, og er þessi í næsta
Hándelskum stíl. Því næst er
konsert fyrir flautu og hljóm-
Framhald á bls. 17.
RYÐEYDIR
Á SKIP & BÍLA
ER MÁLNINC
5EM EYÐIR RYÐI
SPARAR TÍMA
OG FYRIRHÖFN.
ER AUÐVELD í
MEÐFÖRUM
SANDBLÁSTUR OG
RYÐHREINSUN ÓÞÖRF
KAUPSTEFNU OG SÝNINGAÞJÖNUSTA L&L
er starfrækt til þæginda fyrir kaupsýslumenn og aðra, er heimsækja vilja kaupstefnur og
sýningar erlendis.
ALÞJÓÐA
VÖRUSÝNINGIN
í VÍN
©
Nurnberg
10.—15. febr.
o
Köln
15.—18. febr.
Offenbach
16.—21. febr.
o
Frankfurt
17,—21. febr.
10.—17. marz
Samsýning 15 landa, með sérsýningu í hverri iðngrein.
Vefnaðar- og tízkusýning.
Iðnaðar- og tæknisýning. '
Landbúnaðarsýning.
Sparið tíma og fyrirhöfn. — Hringið í síma 20800 og
við munum greiða götu yðar og sendum yður far-
seðla og önnur skilríki er þarf.
LÖND& LEIÐIR H.F. Sími 20800