Morgunblaðið - 24.01.1963, Side 11
Fimmtudagur 24. janúar 1963
il
MORCUNBLÁÐÍÐ
Tryggvi Hjartarson
F. 1. jan. 1885, d. 25. nóv. 1962.
TRYGGVI Hjartarson fæddist á
Flautafelli í Þistilfirði 1. jan.
1885. Foreldrar hans voru Hjörtur
Þorkelsson, hreppstjóri, er bjó
þar þá, og kona hans Ingunn Jóns
dóttir. Þar var hann til 15 ára
aldurs, er foreldrar hans fluttu
að Ytra Álandi í sömu sveit, árið
1900.
Á þessu góða sveitaheimili ólst
hann upp við venjuleg sveitastörf
og ágæta heimafræðslu. Skóla-
fræðslu naut hann engrar, en
eitt ár dvaldi hann á Eyjólfs-
stöðum á Völlum hjá sr. Vigfúsi
Þórðarsyni, frænda sínum, er
síðar varð prestur á Hjaltastað og
Heydölum. Naut hann þar ýmis-
legrar fræðslu um veturinn,
meðal annars í dönsku, er hann
siðan las sér til fulls gagns.
Tryggvi var maður bráðþroska
og prýðilega gefinn til sálar og
líkama. En þar sem hann var elzt-
ur af 9 börnum, varð það hans
hlutskipti að standa fyrir búinu
með föður sínum, á meðan hann
var heima, og vera aðal stoð og
styrkur þess, eftir að faðir hans
bilaði að heilsu, sem var nokkuð
snemma. Hann var ágætur verk-
maður, bæði röskur, verklaginn
og hagsýnn í verki, ágætur hesta-
maður og fjármaður og lagði sig
mjög eftir bættri meðferð og
ræktun sauðfjár.
Tryggvi var góður smiður, bæði
á tré og járn. Faðir hans var
lærður trésmiður og mun Tryggvi
hafa notið góðs af tilsögn hans
og verkfærum. Einnig dvaldi
hann um tíma á hinum ágætu
heimilum, Skógum og Ærlækjar-
seli í Axarfirði, þar sem hann
lærði járnsmíði og bókband. Bók-
bandið hafði hann um tíma sem
tómstundavinnu og járnsmíðina
stundaði hann í hjáverkum, bæði
fyrir sjálfan sig og aðra meðan
heilsa leyfði.
Tryggvi giftist árið 1915 Láru
Pálsdóttur frá Hermundarfelli í
Þistilfirði. Dvöldu þau sitt fyrsta
búskaparár á Ytra Álandi, en
næsta ár keypti hann eyðijörð-
ina Urðarsel í Þistilfirði og hóf
þar búskap. Á Urðarseli er sum-
arfagurt og landgæði mikil, en
snjóþungt á vetrum. Er það næsti
bær við Flautafell og átti hann
þar mörg spor á æskuárum við
smölun og fjárgeymslu. Honum
þótti vænt um æskuheimili sitt
og slóðirnar þar í kring, og mun
það hafa dregið hug hans að þess
ari jörð, fremur en öðrum, enda
um fátt að velja þá. Þarna reisti
hann snourt býli, en þar voru
öll verk óunnin til búskapar.
Varð hann að vinna þar öll verk
frumbyggjans, byggja hvert hús
af grunni, girða tún og rækta það
að nýju, en engjar voru góðar.
Þetta tókst, en áframhaldið var
erfitt. Hann hafði legið þunga'
legu af lungnabólgu, og þótt hann
lifði hana af, var heilsa hans
jafnan veil eftir það, og mátti
hann ekki treysta á hana sem
áður. Mun það hafa orðið til
þess, að hann keypti hálft Mið-
fjarðarnes á Langanesströnd árið
1925 og hélt þar áfram búskap
til 1931, er þau hjónin slitu sam-
vistir. Tryggvi brá þá búi, byggði
jörð sína og fluttu í Hof í Vopna-
firði, þar sem hann gjörðist ráðs-
maður hjá okkur hjónum, sr.
Jakobi Einarssyni og Guðbjörgu
Hjartardóttur, systur sinni. Stýrði
hann búi okkar með mikilli prýði
í 7 ár, og þar kynntist ég honum
bezt, lærði að meta hans mörgu
góðu hæfileika, áhuga og trú-
mennsku til hvers, er hann tók
að sér.
Árið 1937 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Önnu Hall-
dórsdóttur frá Sóleyjarvöllum á
Langanesströnd. Dvöldu þau á
Hofi til 1940, tvö síðari árin við
sjálfstæðan búskap. Það ár fluttu
þau að Skeggjastöðum á Langa-
nesströnd og voru þar tvö ár bú-
andi á parti úr jörðinni. Þaðan
fluttu þau svo á eignarjörð sína,
Miðfjarðarnes, og bjuggu þar til
1958, er þau fluttu til Reykja-
víkur.
Búskapurinn á Miðfjarðarnesi
gekk ágætlega. Naut Tryggvi þar
aðstoðar konu sinnar, sem bæði
er hagsýn, myndarleg og fram-
úrskarandi dugleg. Jörðin var í
mikilli niðurníðslu, er þau komu
þangað, en þau byggðu nýtt íbúð-
arhús, svo og gripahús og hlöðu
fyrir gott bú á jörðinni, fjárhús
grindalögð. Þau ræktuðu, stækk-
uðu og girtu tún. öll umgengni
þar var snyrtileg og með miklum
myndarbrag. Þau skópu sér þar
gott heimili, uppbyggt án skulda.
Báðum þótti vænt um hverja
skepnu, er þau höfðu undir hönd-
um, og fóru vel með þær. Voru
þau mjög samhent í öllu og þau
og heimili þeirra nutu trausts og
virðingar þeirra, er til þekktu.
Ekki áttu þau börn, er lifðu,
en einn dreng ólu þau upp, Jón
Þorvaldsson, sem er giftur og
búsettur í Keflavík. Sumarbörn
dvöldust hjá þeim mörg sumur
og vináttu og tryggðabönd hafa
haldist milli þeirra barna síðan.
Eftir því sem ævinni hallaði
bilaði heila Tryggva meira og
meira. Loks treysti hann sér ekki
lengur við búskapinn, enda enga
hjálp að fá. Brugðu þau hjónin
þá búi, seldu jörð og bú og fluttu
til Reykjavíkur. Þar sköpuðu þau
sér enn fallegt og gott heimili,
þar sem þau dvöldu síðan, unz
kallið kom til hans 25. nóv. s.l.
Eins og nærri má geta um
mann með skapgerð Tryggva og
hæfileikum, naut hann trausts
manna, er þekktu hann. Hann
valdist því í ýmsar trúnaðarstöð-
ur, hreppsnefnd, skattanefnd,
sóknarnefnd o. fl. Hreppstjóri var
hann í Þistilfirði um tíma.
Tryggvi var traustur og mSetur
maður í hvívetna, stilltur, dag-
farsprúður, góður drengur. Hann
var ágætlega sjálfmenntaður, las
mikið og minnið var trátt. Var
því gott að eiga viðræður við
hann, því að maðurinn var skarp
greindur og sagði ágætlega frá.
Og andlegum kröftum hélt hann
til hins síðasta.
Þeir kveðja nú ört, mennirnir,
sem voru að alast upp um alda-
mótin. Tryggvi Hjartarson var
einn af þeim. Hann hafði þær
einkunnir, sem einkenndu svo
mjög þá kynslóð. Drengskap,
framkvæmdaþrá og trú á lífið.
Megi alltaf verða sem mest til af
þeim mönnum með okkar þjóð.
Jakob Einarsson.
Sendíll óskast
piltur eða stúlka.
*
Bókaverzlun Isafoldar
Skrifstofustúlka óskast
Stórt fyrirtæki með skrifstofu í Miðbænum óskar
eftir að ráða duglega skrifstofustúlku strax. —
Tilboð merkt: „Góð laun — 3918“ sendist afgr. Mbl.
sem fyrst.
Hópferðabifreið
Viljum kaupa góða hópferðabifreið 12—26 manna,
ekki eldri en árgerð 1958. — Tilboð er greini verð
og aðrar upplýsingar sendist í pósthólf 105, ísa-
firði fyrir 15. ferbrúar.
HÚSBYGGJENDUR! HÚSEIGENDUR!
Ég vil vekja athygli ykkar á BUCHTAL-keramikverksmiðjunum, vestur-þýzku,
sem framleiða hinar þekktu Keramik-plötur til vegg- og gólfklæðningar. —
Keramik-plötur þessar, sem eru bæði skrautlegar og mjög endingargóðar hafa
rutt sér til rúms, sér í lagi þó í öllum stórbyggingarframkvæmdum.
BUCHTAL-keramikverksmiðjurnar voru
sæmdar gull-medalíu á heimssýningunni
í Brússel, 1957, fyrir fyrsta flokks vöru-
gæði.
Keramik-plotur þessar eru notaiar m.a. til
Frystihúsa, sundhalla, mjólkurvinnslustöðva, verk-
smiðjubygginga og íbúðarhúsa af öllum stærðum,
skólabygginga og til allra opinberra bygginga,
véla- og raforkuvera, hjúkrunarbaða og snyrtiher-
bergja, bílaþvottastöðva og íþróttahúsa, kjötvinnslu-
stöðva, kjöt- og fiskverzlana, brauðgerðarhúsa og
mjólkurbúða, húsaanddyra og gangstétta og til alls
konar skreytinga á börum og anddyrum.
Eins og ofangreind upptalning sýnir má nota keramik-plöturnar bæði innan
húss og utan. Styrkleiki þeirra og ending hefur reynzt frábær samkvæmt nið-
urstöðum á rannsóknum, sem framkvæmdar voru við vestur-þýzka háskóla
af þekktustu efna-vísindamönnum Þjóðverja. Keramik-plöturnar eru end-
ingarbezta og fegursta byggingarefni, sem völ er á.
Myndlistar og sýnishorn fyrirlgigjandi.
Allar nánari upplýsingar gefur emkaumboðsmaður á íslandi:
MAGNIJS HARALDSSON
Umboðs- og heildverzlun, Aðalstræti 8, símar 16401 & 18758.
Símnefni: ÁRVAKUR.