Morgunblaðið - 24.01.1963, Side 14
14
MÖRCVISBLAÐIÐ
Fímmtudagur 24. janúar 1963
Mitt innilegasta þakklæti til ættingja og vina nær og
fjær, sem heiðruðu mig og glöddu á margvíslegan hátt
á 80 ára afmæli mínu, 8. þ. m.—Kærar kveðjur.
Guðjón Þórðarson frá Jaðri, Langanesi.
Nýkomnar hinar vinsælu
Teygjutöfflur
Púðaðir innsólar.
Sterkir — mjúkir — þægilegir.
Litir: drapp — hvítt.
Aðeins krónur 195,00.
Skóvínnustoftfr
Gísla Ferdinandssonar
Lækjargötu 6, Álfheimum 6 og Nesvegi 39.
Ræstingakona óskast
Viljum ráða konu til ræstinga í einni af verzlunum
vorum. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald
S í S, Sambandshúsinu.
Sölumaður óskast
Fasteignasala óskar eftir duglegum sölumanni, reglu
semi áskilin. Tilboð, merkt: „Sölumaður — 3917“
leggist inn á afgr. Mbl. fyrir n. k. laugardag.
Faðir okkar
SKÚLI JÓNSSON, trésmiður
lézt 21. janúar.
Aðalbjörg Skúladóttir,
Axel Skúlason.
Eiginmaður minn
EINAR ÁSMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður
verður jarðsunginn á morgun, föstudag, frá Dómkirkj-
unni kl. 10,30 f. h.
Fyrir hönd vandamanna.
Sigurbjörg Einarsdóttir.
Móðir okkar
ÓLÖF JÓNSDÓTTIR
frá Byggðarholti, Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju, laugardaginn 26. jan.
Húskveðja hefst að heimili hennar Heimagötu 1, kl. 1,30.
F. h. aðstandenda.
Selma Antoníusdóttir,
Svavar Antoníusson.
Eiginmaður minn og sonur
KRISTJÁN EYFJÖRÐ VALDIMARSSON
sem lézt af slysförum aðfaranótt 12. þ. m., verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. þ. m. kl. 1,30.
Bryndís Heigadóttir,
Filippía Kristjánsdóttir. ,
Jarðarför
ÞORSTEINS INGIMUNDARSONAR
Túngötu 36, Siglufirði,
fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, fimmtu-
dag, 24. janúar og hefst kl. 1,30- e. h.
Foreldrar og systkini.
Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarð-
arför eiginmanns míns, föður og fósturföður
SIGURÐAR JÓNASSONAR
bónda í Svansvík.
Bergþóra Jónsdóttir,
Friðgerður Sigurðardóttir,
Jóhannes Guðnason.
Eggert Guðmundsson
Norðdahl — Minning
MINN ALDNI ástkæri vinur og
frændi Eggert á Hólmi, eins og
hann var ætíð nefndur, lézt á
heimili Guðrúnar dóttur sinnar,
Stórholti 17 hér í borginni 14. þ.
m. fer bálför hans fram í dag.
Eggert var fæddur á Langholti í
Meðallandi 18. júní 1866, og var
því 96 og rúmlega hálfs árs, er
hann lézt, og hafði þá legið rúm-
fastur 2—3 ár, fyrst undir ágætri
umönnun tengdadóttur sinnar,
Salbjargar á Hólmi og Karls son
ar síns. En síðasta árið hjá Guð-
rúnu dóttur sinni, er stundaði
hann af frábærri fórnfýsi og
manni hennar Sigurði Eiríkssyni,
er vanheill sjálfur, vitjaði hans
tvisvar á nóttu eða vakti yfii
honum. Þessu góða fólki vottast
innilegar þakkir fyrir hann.
Foreldrar Eggerts voru: Guð-
rnundur, síðar merkisbóndi í Ell-
iðakoti og á Geithálsi, Magnússon
ar prests á Sandfelli Norðdahl.
Jónssonar prests á Hvammi í
Norðurárdal, Magnússonar sýslu-
manns í Búðardal, Ketlissonar
prests á Húsavík, Jónssonar á
Brimnesi við Seyðisfjörð. Kona
séra Magnúsar Norðdahl og móð
ir Guðmundar í Elliðakoti en
amma Eggerts á Hólmi, var Rann
peig Eggertsdóttir prests síðast í
Stafholti, Bjarnasonar landlækn-
is, Pálssonar prests á Upsum í
Svarfaðardal. En kona Bjarna
landlæknis og móðir séra Eggerts
í Stafholti var Rannveig Skúla-
dóttir landfógeta Magnússonar.
Eru ættir þessar raktar í marga
liði frá séra Sveinbimi í Múla,
sem var 50 barna faðir auk hinna
vafasömu. Má af þessu sjá, að
Eggert á Hólmi var ekki illa í ætt
skotið.
Kona Guðmundar í Elliðakoti
og móðir Eggerts var Guðrún f.
26. jan. 1844, Jónsdóttir á Lang-
holti í Meðallandi, Gissurarsonar
á Oddum í sömu sveit. Guðrún
mun hafa verið merkiskona. Hún
dó í Elliðakosti 4. febrúar 1896.
Eggert mun hafa orðið fjögra
ára vorið, sem hann fluttist með
foreldrum sínum að Helliskoti í
Mosfellssveit, en faðir hans
breytti síðar í Elliðakot. Þar ólst
hann svo upp við algeng sveita-
störf og oft mikið erfiði, sem títt
var um drengi á sveitabæjum í
þann tíma. Þá þótti það menn-
ingarauki ungum og efnilegum
sveitapiltum, að senda þá til sjáv
ar, læra áralagið og þroska þá
með því að teigja sig á árinni,
eins og það var kallað. Því var
Eggert, tvítugur að aldri, sendur
suður að Flankastöðum á Mið-
nesi til föðursystur sinnar Kristín
ar Magnúsdóttur og manns henn
ar Þórarins Eiríkssonar er þá
átti og gerði út teinahring. Það
voru stórskip þeirra tíma, með
fimm árar á hvort borð og 14 eða
15 manna áhöfn. Mun Eggert hafa
verið hjá okkur fjórar vertíðir.
Eg varð hugfanginn af þessum
frænda mínum einkum hvað hann
var skemmtilegur í framkomu og
greindur í tali. Á kvöldin las
hann smásögur úr danskri bók,
en þýddi jafnóðum og las á ís-
lenzku stanzlaust. Þetta var fá-
gætt um ómentaðan sveitapilt fyr
ir 76 árum. Öðru hvoru flugu
smellnar vísur hans um baðstof-
una, þá drógu vinnukonur niður
í rokkunum svo betur heyrðist.
En þetta voru víst flest dægur-
flugur, sem dóu með hinum flug
unum. Þó kann ég eina, sem ég
held að enginn annar kunni nú
orðið. Þar varð hann of stóryrtur
við vin sinn og varð að gjöra
bragarbót, sem ég kann líka. Eg
var mjög hændur að Eggerti,
hann var svo góður við lítinn
dreng forvitinn en fámálugan,
hann fræddi mig um margt. Eg
hefi ætíð unnað honum síðan.
Þetta var nú þá 1886—89.
Eigi var Eggert búinn að vera
nema tvö ár háseti er hann var
kosinn formaður á annað fjögra
manna farið okkar, eftir að
skipshöfn teinahringsins var skift
á báta síðari hlutar vertíðar. Yar
hann förmaður í tvö ár, hann afl
aði vel og hásetar hans töldu sig
hafa öruggan formann og
skemmtilegan. Vertíðina 1890
mun hann hafa verið háseti í Þor
lákshöfn. Þeirri verstöð vildi
hann líka kynnast. En um haust-
ið 1890 mun hann hafa íarið á
Flensborgarskólann og var þar til
vors 1891.
Svo var það 4. nóv. 1892 að
Eggert sló sér til staðfestu og
kvæntist Valgerði dóttur Guð-
VIKAW
EFNI M. A.:
er komin út SZ síður
• ERTU AÐ LEITA AÐ KONU? — Reykvískur nng-
karl skrifar greinar í Vikuna um þetta efni og geíur
mönnum ráð. Þessi ungi maður telur sig hafa eytt 10
árum til rannsókna á þessu og eytt í það kr. 800.000,00.
Fyrsta greinin fjallar u n það, hvert þú átt að fara til
að finna konu.
• ÆSKAN DANSAR ÖR OG HEIT. — Myndafrásögn
úr Lídó.
• MÁLVERKAÞJÓFARNIR. — Saga í tveim hlutum eftir
Paul Gallico. Steinunn S. Briem, þýddi.
• FLÓTTINN TIL LANDS HINNA DAUÐADÆMDU. —
Sönn frásögn frá Hawaii.
• HLIÐARSPOR. — íslenzk smásaga eftir Hallgerði H.
• ÚR ÖSKUNNI í ELDINN. — Sönn frásögn.
• ÆTÍÐ VIÐBÚNIR. — Frásögn af æfingum flugmanna
hjá Flugfélagi íslands heldur áfram.
• IIÚMOR í MIÐRI VIKU — FRAMHALDSSÖGURNAR
TVÆR — og aðrir fastir þættir eins og venjulega. —
Forsíðumynd úr Klúbbnum.
VIKAI
Veitingastofa til leigu
Þekkt veitingastofa, sem selur mat og allar veit-
ingar er til leigu í 1—2 ár. Tilboð merkt: „x-15 —
3916“ sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag.
mundar hreppstjóra í Miðdal, Ein
arssonar, og Vigdísar konu hans
Eiríksdóttur; dvaldi Eggert svo i
Miðdal þann vetur. Valgerður
var f. í Miðdal 16. sept. 1872. Hún
var greind kona og prúð, stillt i
lund og grandvör, vel hugsandi og
vildi allt fyrirgefa. — Þau byrj-
uðu svo búskap á Hólmi 1893 og
bjuggu þar í 50 ár, eða til 1943
að Karl sonur þeirra tók jörðina.
Þau bjuggu aldrei stórbúi, en far-
sælu og vel bjargálna. Þau eign-
uðust fjögur efnileg börn, sem
öll eru gift og eiga börn. Valgerð
ur lézt 18. júlí 1960.
Eggert á Hólmi var nokkuð sér
stæður maður. Hann fór ógjarnan
margtroðnar slóðir almennings
nema í sjálfsögðum hlutum
Hann átti sinn hugarheim,
leitaði og fann oft, þær götur er
hann taldi sér stætt á. Hann var
eðlisgreindur, braut heilann um
margt og braut til mergjar ef
unnt var ýmsar ráðgátur lífsins,
en gekk ekki meðniðurstöður sín
ar á torg né auglýsti í blöðum.
Ég held að hann hafi alltaf verið
að leita sannleikans í öllum sín-
um viðfangsefnum.
Það er fátítt um svo gáfaðan
mann, hve hlédrægur hann var
og kom lítið við opinber mál.
Hann var þó jafn ófeiminn við
háa, sem lága og gerði raunar
lítinn mun á þeim, nema hvað
mannkosti snerti.
Hann mun þó hafa skrifað
nokkrar greinar í blöð. Hann var
í hreppsnefnd Seltjarnarnes-
hrepps 20 ár eða lengur. Er þeir
vildu fá hann til oddvita, taldi
hann sig of illa í sveit settan svo
verið 50 ár meðlimur Búnaðarfé-
ekkert varð af því. Er hann hafði
lags Seltirninga, sendu þeir hon
um heiðursskjal fyrir störf sín í
félaginu.
Eggert á Hólmi var ágætlega
hagorður. Kom það vel fram er
hann var sjómaður á Flankastöð-
um, sem fyrr er sagt. Hann hefir
birt nokkrar lausavísur í blöðum
og einskonar eftirmæli um Rauð-
hóla voru í Lesbók Morgunblaðs
ins fyrir nokkrum árum, snoturt
kvæði, og eitthvað fleira á hann
þar. í Skaftfellskum ljóðum ný-
útkomnum, mun hann eiga um
eða yfir 40 vísur, hefi ég heyrt að
talið sé, að bezta vísan í þeirri
bók sé eftir hann. Sel það þó
ekki dýrara en keypti. Hann
sýndi mér eitt sinn dálitla bók
með átta hendinga kvæðum.
Þeirri bók mun hann hafa brennt
með öðru fleira og er það skaði.
Lítið eitt er til óprentað, er mun
verða haldið til haga.
Eggert mun hafa fengið nokkra
undirvísun í ensku á Flensborgar
skóla, en byggði svo sjálfur ofan
á þann vísi með lestri enskra
bóka til'æfingar sér og varð við
þetta allvel fær í enskri tungu.
Gestur einn er þar var staddur,
gat sagt frá því, að þá var hann
að þýða fyrir litla fósturdóttur
sina, smásögu úr þýzku, svo eitt
hvað hefir hann getað í því máli.
Mér hefir verið sagt, að ferða-
menn, innlendir og útlendir, ekki
sízt menntamenn, sem fréttu af
gáfuðum bónda á þessum sveita-
bæ, hafi oft komið að Hólmi og
viljað hafa tal af bónda. Munu
margir hafa farið ánægðir af
þeim fundi, því ekki var komið
að tómum kofa.
Enn er þess ógetið, að Eggert
auðgaði þjóð sína að tveimur
efnilegum börnum með annari
konu. Ingileifu Magnúsdóttur, er
lengi var á Hólmi og vann þvi
heimili meirihluta starfsævi sinh
ar. Er ekkert um það að segja
annað en þetta. Vissulega eru
þau Bima og Magnús, börnin
hans Eggerts á Hólmi, frændur
mínir, prýði í sínum systkinahópi
og sómi ættar sinnar.
Ef Eggert frændi minn og vin-
ur, stæði nú hér fyrir framan
mig, mundi hann vilja að ég skil
aði kveðju til ástvina sinna og
ástarþökkum til allra, sem voru
honum vel. Hann mundi þakka
Ingu geðþekkni og gott starf á
heimili sínu um langa tíð. Og
Valgerði fyrir tállausa tryggð,
göfugmennsku og veglyndi.
Bið ég svo Guð kærleikans, að
veita honum, og oss öllum, náð
sína og miskunn.
Magnús Þórarinsson.