Morgunblaðið - 24.01.1963, Page 17
Fimmtudagur 24. janúar 1963
17
MORGVrfBLAÐIÐ
Helgi M. S. Bergmann (lengst t. v.), Eyjólfur Eyfells og Snorri Halldórsson ræða saman
innan um öll málverkin.
Mólverkosýning ú Týsgötu 1
1 GÆR var opnuð sölusýning á
xnálverkum eftir þrjátíu menn í
Málverkasölunni, Týsgötu 1. —
Stendur sýningin yfir í þrjár
vikur og er opin daglega frá
1—7 e. h.
Meðal þeirra málara, sem
eiga verk á sýninguni, er Eyjólf-
ur Eyfells, Snorri Halldórsson,
Sigurður Benediktsson, Helgi M.
S. Bergmann, Hreinn Elíasson,
Jón Engilberts, Bjarni Guð-
mundsson frá Hornafirði og
margir fleiri. Einnig eru þar
gamlar myndir eftir Kristjönu
Markúsdóttur, Arreboe Clausen,
| Ásgeir Bjarnþórsson og fleiri. ,
Sonarsonur
Vill flytja
flóttamenn
New York, 22. jan. — AP.
ILYA Tolstoy, sonarsonur rúss-
neska skáldsins, Leo Tolstoy
vinnur um þessar mundir að því,
að tíbetskum flóttamönnum sem
ílúið hafa ógnarstjórn kommún-
ist, verði leyft að setjast að í
Alaska. Er hann þess fýsandi, að
með þeim verði fengnir til lands-
ins nautgripir af sérstakri teg-
und, sem ræktaðir eru í Tíbet og
verði gerðar tilraunir til þess að
kynbæta með þeim Galloway
holdanaut. Telur hann árangur
þeirra kynbóta geta orðið mjög
heppilegan fyrir kvikfjárrækt í
Alaska.
Ilya Tolstoy settist að í Banda-
ríkjunum árið 1924. Hann nam
kvikfjárrækt í landbúnaðarhá-
— Hljómplötur
Framh. af bls. 10
sveit eftir Johann Joaohiim Qu-
ant (1697-1773), sem var frægur
á sínum tíma sem flautuleikari og
tónskáld. Friðrik mikli réð hann
sem kennara sinn 1728 og síðar
hirðtónskáld við Sans-Souci-höll
ina til da-uðadag®. Quantz semdi
ekkert smáræði af flautukonsert
um, eða um 300 alls. Verk það,
sem hér er flutt, er haglega gert,
en að vísu ekki sérlega grípandi.
Það er flutt af mikilli leikni af
Karl-Heinz Zöller, enPhilhanm-
óniuhljómsveit Berlínar, undir
stjórn Hans von Benda, leikur
með. Síðasta verkið á þesseri
plötu, er harpiskordkonsert eftir
elzta son Baohs, Carl Philipp
Emanuel Baoh, og er það að
vonum stórum veigamest þeirra
verka, sem upp eru talin, og
væri platan eigandi fyrir þetta
verk eitt saman. Konsertinn er
ástríðuþrunginn og hugmyndia-
ríkur. Verkið er samið 1748. Með
einleikshlutverk fer Werner Smi
gelski, mjög svo músikalskt og
af ágætri tækni. Strengir Ber-
Mnar Philharmóniuhljómsveitar-
innar leika með af miklum á-
kafa og sinni alkunnu tónfeg-
urð, undir stjórn Hans von
Benda. Hljóðritun er mjög góð
með nákvæmnri aðgreiningu.
Stereo-dreifing er tæpast eins
fnábær og á áðurnefndri Mozart-
plötu. Númer eru: WCX 530 (M);
SAXW 9510 (S).
Birgir Guðgeirsson.
Leo Tolstoy
tíbetska
til Alaska
skólanum , Iowa. Frænka hans,
Alexandra Tolstoy stofnaði í
Bandaríkjunum sjóð til hjálpar
flóttamönnum og er Ilya Tolstoy
varaformaður sj óðsstjórnarinnar.
Hann berst nú fyrir því, að
Bandaríkjastjórn heimili landvist
nokkur þúsund flóttamönnum frá
Tíbet, til reynslu, — en endan-
legt markmið hans í þessu til-
felli er að flytja til Alaska
80—100 þús. Tíbeta. Segir hann
fólkið gott, trygglynt, vingjarn-
Ungmennafélagið
í Fellum 30 ára
FLJÓTSDALSHÉRAE>I, 10. jan.
—■ Ungmennafélagið Huginn í
Fellaihreppi minntist 30 ára af-
mælis á þriðja í jólum með
ágætri samkomu að Rauðalæk.
Setið var að kaffiborðum nær
3 stundir við ræður og söng.
Helgi Glísliason, oddviti Fella*-
manna, stjórnaði samkomunni,
og flutti ennfremur ágrip af
sögu félagsin.s. Flutt voru af
seguibandi stutt ávörp fiestra
formanna félagsins fitá fyrstu
tíð til þessa dags. Spurninga-
þáttur var hafður, já eða nei, og
verðlaun veitt. Lesið var úr
blaði félagsins, Muninn, og all-
margir gestir fluttu ávörp. í>á
var fluttur leikþáttur, „Ræn-
ingjaskipið“. Er hann saminn af
tveimur Fellamönnum, þeim
Helga Gíslassyni og Jóni Sigfús-
syni, nú á Eiðum. Var þáttur-
inn fyrst 'sýndur á Rauðalæk
1963, þegar samkomuhúsið var
tekið í notkun. En það var höf-
uðátak „Hugans“ að koma upp
samkomuhúsi og síðar endur-
bæta á ýmsan hátt. Eftir borð-
hald og skemmtiatriði var dans-
að af miklu fjöri.
Margt manna var í hófinu,
fyrst og fremst Fellamenn, eldri
og yngri. Ungmennafél. Fljóts-
dæla var boðið og mættu þaðan
um 40 manns. Veður og færi var
svo sem bezt verður kosið, enda
voru þarna mættir gestir allt frá
Unaósi og að Kleif í Fljótsdal.
Samkoma þe9si var hin ágæt-
asta og hafa samkomugestir
þaðan góðaí minningar, sem
lengi endast. — J.P.
legt og vinnusamt, og geta gert
mikið gagn á þessu landsvæði,
sem að loftslagi muni henta því
vel. Jafnframt væri unnin hin
þarfasta hjálparstarfsemi, ef
þessu fól'ki væri gert kleift að
koma úndir sig fótum í nýjum
heimkynnum.
Ilya Tolstoy hefur sjálfur
dvalizt í Alaska um árabil. Hann
er einnig vel kunnugur Tíbetum,
því að hann var í könnunarferð
til Tíbet fyrir tveim áratugum, þá
hermaður í bandaríska hernum
og kynntist Dalai Lama, sem þá
var aðeins tíu ára. Hann hefur
haldið sambandi við Dalai Lama
og heimsótti hann síðastliðið ár
í Indlandi.
Úr Breiðdal
BREIÐDAL, 31. des. — Barna-
skólinn hér í Breiðdalnum hef-
ur átt litla kvikmyndavél, sem
notuð hefur verið við skóla-
starfið. Nú hefur félagsheimilið
fengið breiðfilmuvél, og hafið
kvikmyndasýningar með nafninu
Staðarborgarbíó, og er þess að
vænta að sú starfsemi verði til
nokkurrar skemmtunar og til-
breytingar fyrir a.m.k. yngra
fólkið hér í Breiðdal og ná-
grenni. ■
Á annan jóladag var barna-
skemmtun, sem yfir eitt hundr-
að börn tóku þátt í, eða flest
börn sveitarinnar. Hófst sam-
koman með guðsþjónustu, og
voru 6 börn skirð. Skömmu fyr-
ir jólin fékk barnaskólinn og fé-
lagsheimilið rafmagn frá Diesel-
stöðinni á Breiðdalsvík. Ætlunin
var að öll heimili — nema eitt
— utan Tinnudalsár, að austan
Breiðdalsár fengju rafmagn 1962.
Af því varð þó ekki, ve'gna vönt-
unar á spennistöðvum, sem vænt-
anlega fást seinna í vetur.
Segja má, að hinn nýi Stöðvar-
fjarðarvegur reynist betur en
menn reiknuðu með, svona í
byrjun, og þykir fólki að von-
um stórkostleg samgöngubót fyr-
if suðurhluta Austfjarða. Tíðar-
far hefur verið milt og sérlega
gott um jólin, og er jörð snjó-
laus að kalla.
— Fréttaritari.
5 nýir lög-
fræðingar
EMBÆTTISPRÓFI í lögfræði á
þessum vetri lauk í gær. Að
þessu sinni gengu 5 stúdentar
undir próf og stóðust það allir.
Hinir nýju lögfræðingar eru:
Gretar Br. Kristjánsson, Knút
ur Bruun, Logi Guðbrandsson
Ólafur B. Thors og Sveinn
Sveinsson.
Ráðstefna Vöku
um hagsmunamál stúdenta
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, gengst fyrir ráðstefnu
háskólastúdenta um hagsmuna-
mál þeirra, um næstu helgi.
Ráðstefnan verður sett í fyrstu
kennslustofu Háskólans laugar-
daginn 26. janúar, og verður þá
flutt yfirlitserindi um hin ýmsu
málefni stúd-enta og hversu þau
eru nú á veg komin. Er síðan
áformað að þýðinganmestu
þættirnir svo sem málefni stúd-
entagarðanna, hótelreksturinn,
félagsheimillamálið, hagkönnun,
lánasjóðsmál, utanrikissamskipti
og hugsanlegar breytingar á lög
um um stúdentaráð auk þeirra
mála er kunna að verða borin
fram verði rædd í nefnduím, er
síðan skili álitum sínum á summ
deginum.
Ráðstefna þessi mun vera hin
umfangsmesta sem haldin hefur
verið á þessu sviði og miðar að
því að þeir hádkólastúdentar,
sem vilja láta sig þessi mál varða,
geti komið á framfæri sínum
sjónarmiðum og tekið þátt í uim
ræðum, er munu auðvelda að
bygigja upp framtíðarstefnu í
þeim málum er stúdenta varðar
mestu.
Stjóm Vöku leggur þvi mikla á-
herzlu á, að sem flestir Vöku-
menn taki þátt í störfum ráð-
stefnunnar og eigi þannig þátt í
því að skapa framtíðarstefnu fé-
lagsins í þessum málum.
Góður afli Bíldudalsbáta
BÍLDUDAL, 12. jan. — 8. des.
sl. afhenti Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins á Bíldudal sam-
komuhúsinu hér að gjöf 20 borð
og 80 stóla til afnota fyrir húsið.
Borðin og stólarnir eru úr tré,
og stólarnir klæddir þykku ull-
aráklæði, og er þessi gjöf mjög
höfðingleg og smekkleg.
Á annan dag jóla afhenti einn-
ig íþróttafélag Bílddælinga sam-
komuhúsinu vandaðan flygil að
gjöf, sem það hafði safnað fyrir
með skemmtunum, er það hefir
haldið í haust, og einnig voru
frjálsar gjafir frá Bílddælingum
lagðar í þann sjóð. Hljóðfæri
hefir ávallt vantað í húisð, og er
ánægjulegt til þess að vita, að
húsið skuli hafa eignazt það.
JÓLATRÉ
Á Þorláksmessu var kveikt á
myndarlegu jólatré á íþrótta-
vellinum hér. Jólatréð var gjöf
frá Árna Jónssyni stórkaup-
manni í Reykjavík. Árni Jóns-
son hefir um árabil sent okkur
slíka vinargjöf og skal honum
hér með þakkað þann hlýja hug
er hann ávallt ber til okkar
Bílddælinga.
GÓÐUR AFLI
Afli hjá vertíðarbátum á línu
hefur verið mjög góður síðan á
áramótum, og hefir m.b. Andri
fengið mest til þessa í róðri, 19
tonn á 42 bala.
Einnig hefir verið góður afli
hjá rækjubátum og má segja að
hér sé bæði næg og góð atvinna
eins og er.
SAMGÖNGUR
Veðurblíða hefir verið hér
með ágætum síðan um áramót,
og má geta þess, að enn er fært
yfir Hálfdán til Tálknafjarðar
og Patreksfjarðar en aðeins
fært jeppabifreiðum og er það
frekar sjaldgæft að sá fjallvegur
sé opinn á þessum tíma árs.
Samgöngur hingað sjóleiðina
(um flug þarf ekki að ræða) hef-
ir verið með allra versta móti
núna og mátti ekki versna. —
Hingað var ferð að sunnan 2.
janúar og síðan ekki söguna
meir, og er eins og við séum
komnir langt aftur í tímann hvað
samgöngur snertir og er það ský
laus krafa okkar að alþingis-
menn okkar komi þessu vanda-
máli okkar á betri braut.
— Hannes.
Guðmundur Guðjóns-
son syngur í Árósum
GUDMUNDUR Guðjónsson,
söngvari, hefur verið ráðinn
til þess að syngja eitt af aðal-
hlutverkunum í Madame Butt
erfly eftir Puccini í Árósum.
í fyrra söng Guðmundur þar
Alfredo í La Traviada og hlaut
góða dóma. Hældu blöðin hon
1 um m.a. fyrir góðan dönsku-
framburð — og nú á hann
líka að syngja á dönsku.
Mbl. átti tal við Guðmund
í gær. Sagði hann að þetta
hefði komið skyndilega til.
Hann hefði verið staddur
vestur í Stykkishólmi um
helgina og þangað hefði verið
hringt frá Árósum. Fékk hann
sólarhrings umhugsunarfrest
— og ákvað að taka boðinu.
— Ég hef aldrei sungið í
Madame Butterfly, en ég hef
séð óperuna nokkrum sinnum
erlendis svo að ég veit að
hverju ég geng. En ég fæ ekki
danska textann fyrr en ég
kem út — og þá eru aðeins
þrjár vikur til stefnu, þvi
frumsýningin verður 22.
febrúar. Það er því ekki laust
við að maður sé orðinn dá-
lítið taugaspenntur, sagði Guð
mundur.
— Sýningarnar verða að
líkindum 10, sýnt á hverju
kvöldi í 10 daga í röð. Þeir
hafa venjulega þann háttinn
á í Árósum. Þetta er allra
myndarlegasta leikhús, gott að
syngja þar. Það er stærra en
Þjóðleikihúsið, tekur um 900
manns,
Guðmundur stundar hús-
gagnasmíði sem aðalatvinnu
og hann sagðist hafa ságt skil
ið við vélhefilinn í fyrradag
til þess að undirbúa ferðina.
— Qg maður reynir líka að
líta eitthvað í kring um sig
í leiðinni, skoða það nýjasta í
húsgagnaiðnaðinum. Það fer
ek'ki á milli mála, að Danirnir
eru þar fremstir. Mér geðjast
a._m.k. vel að dönskum hús-
gögnum.