Morgunblaðið - 24.01.1963, Page 20

Morgunblaðið - 24.01.1963, Page 20
20 MORGUNBLAÐltí T’immtudagur 24. ianúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN — Já, en hvað á ég að gera? Þú hefur hæði hannað mér að reykja og drekka. — Frú Welby kom hingað. Mjólkurpósturinn hafði sagt henni það. — Og hann hafði ekki sagt yður það? — Hann kemur hingað áður en hann fer í Melling-húsið. — >ér urðuð hissa og skelfd- ar? — Já. Matborðið var í milli þeirra, og stólnum hans var snúið til hliðar. Hann sneri honum nú beint að henni. — Getið þér gert grein fyrir ferðum yðar í gærkvöldi ung- frú Cray? — Ferðum mínum? Hann fann til einhverrar á- nægju. Þegar einhver át eftir það, sem hann sagði, þá var það merki þess — hvort sem karl eða kona átti í hlut, að hlutað- eigandi var órólegur og að reyna að fá sér umhugsunar- frest. Það var víst ekkert úr vegi að reyna að hræða ungfrú Riettu Cray ofurlítið. Og hann gerði það líka. — Þér hafið frænda yðar gestkomandi hér — hr. Carr Robertson. Og vinstúlku hans? Rietta kom með nafnið: — Frances Bell. — Mig langar til að vita, hvað þið öll höfðust að í gær- kvöldi. — Við vorum hér heima. — Eruð þér alveg viss um, að þér hafið ekkert farið út úr húsinu? Frú Mayhew ber það fram, að hún hafi heyrt hr. Lessiter ávarpa yður með nafni þegar hún kom að skrifstofu- dyrunum hans, laust fyrir klukkan níu. Reiðiroðinn steig upp í kinnar hennar, og gráu augun leiftr- uðu. Drake var fljótur að sjá, að ungfrú Cray var skapstór kona og furðulega fögur. Og hann þóttist viss um, að hann hefði hrætt hana. En nú leit hún fast á hann um leið leið og hún sagði: — Þetta er alveg rétt hjá frú Mayhew. Ég fór til hr. Lessit- ers á seinni hálftímanum til níu. — Voruð þér komnar hingað heim, korter yfir níu? — Það getur ungfrú Bell sagt yður. Hún hafði orð á því. þegar ég kom, að nú hefði ég misst af fréttunum. — Ungfrú Bell? En hvað þá um hr. Robertson? — Hann var ekki inni í stof- unni. — Var hann inni i húsinu? — Nei, hann hafði farið út að ganga. — Á þeim tíma sólarhrings? — Já, því ekki það? Hann lét það kyrrt liggja. — Ungfrú Cray. Ég verð að heyra nánar um þessa heimsókn yðar til hr. Lessiter. Þið voruð gamlir vinir, eða hvað? — Við höfum ekki sézt í rúm tuttugu ár. — Þér voruð trúlofuð honum? —• Fyrir meira en tuttugu ár- um. — En svo urðuð þið ósátt og skilduð? — Ég get varla kallað það ósætti. — Hvort ykkar sleit trúlof- uninni? — Það gerði ég. — Hversvegna? — Það tel ég vera mitt mál og ekki annarra. 21 Gráu augun vöru reið og full fyrirlitningar, en mjög falleg. Hann minntist ekki að hafa séð fegurri augu. Honum datt í hug, að kona, sem gæti lagt svona mikla fyrirlitningu í eitt augna- tillit mundi vel geta myrt mann, ef svo stæði á. Hann sagði: — Ungfrú Cray. Vissuð þér, að hr. Lessiter hafði gert erfða- skrá og arfleítt yður að öllum eignum sínum. — Ilann sýndi mér hana í gær- kvöldi og ég sagði honum, að þetta væri eins og hver önnur vitleysa. — Hann hafði verið að brenna bréfin frá yður, var ekki svo? — Ef frú Mayhew hefur verið á hleri við dyrnar, hefur hún sjálfsagt frætt yður um það. — Hahn hafði verið að brenna bréfin og svo sýndi hann yður erfðaskrána — dagsetta fyrir tuttugu og fjórum árum. Og hann fleygði henni líka í eld- inn? — Nei, það var ég, sem fleygði henni í eldinn. — Nú, voruð það þér? — Þetta var eins og hver önn- ur vitleysa — skráin var samin meðan þessi krakkatrúlofun okkar stóð yfir. Ég setti hana í eldinn eh hann bjargaði henni aftur. Ef frú Mayhew hefur leg- ið á hleri, ætti hún að geta staðfest það. Eg vi\ að þér skiljið, að hr. Lesiter var. .hún hikaði ofurlítið.. — að skemmta sér við þetta. — Þér eigið við, að honum hafi ekki verið alvara? — Vitanlega var honum ekki alvara. Hann var bara að stríða mér. Hann sá, að ég var að verða vond og hafði gaman af því. — Urðuð þér vond? — Já, það er að segja, mér leiddist þetta allt saman. Hann laut í áttina til hennar með olnbogann á borðinu. — Var hr. Lessiter að gera. að gamni sínu, þegar hann var að tala um möguleikann ■ á því, að Carr Robertson myrti hann? Hún hafði fullt vald á rödd sinni, en ekki á reiðinni Hún sauð niðri í henni, er hún. svar- aði: . — Auðvitað! — Þér eigið við, að hann hafi verið að gera að gamni sínu. En öllu gamni fylgir nú oftast nokk ur alvara. Til hvers hefði hann átt að hafa þetta í fíflskapar- málum? — Það get ég ekki sagt yður. — Frú Mayhew segir, að einu sinni hafi hann sagt, að sig langaði ekkert sérlega til að vera myrtur. Og seinna, eftir að hann hafði sýnt yður erfða- skrána og lesið hana upp fyrir yður, heyrði hún hann segja: „Ef Carr hinn ungi skyldi myrða mig í kvöld, mundir þú erfa dá- laglega upph»@“. Sagði hann þetta, ungfrú Cray? — Já, eitthvað á þessa leið. En ég hef sagt yður, að honum var ekki alvara. Fólk segir yfir- leitt ekki svona í alvöru. — Það hefur margur sannleik urinn verið sagður í gamni, ungfrú Cray. Hr. Lessiter var myrtur í gærkvöldi Að því er við frekast vitum, voruð þér síðust manna til að sjá hann lif- andi. Til hvers fóruð þér til hans? Hún svaraði rólega. — Það getur víst enginn bannað mér það. — Ég er að spyrja yður( um, hversvegna þér hafið farið. — Hversvegna gerir maður hitt eða þetta? Mér datt það svona í hug. — Var það snöggleg hugdetta? — Það má vel kalla það. — Voruð þér í kápu? — Víst var ég það. — Hversvegna kápu? — Ég greip eina, sem hékk frammi í forstofu. ~— Var það kápa, sem frændi yðar átti? — Það getur vel hafa verið. Ég tók þá, sem hendi var næst. — Og þér voruð í henni, þeg- ar þér fóruð? — Vitanlega. — Og þegar þér komuð heim aftur? Roðinn steig aftur upp í kinn- arnar og hún leit á hann. — Má ég spyrja yður, Drake fulltrúi, hvað er með þessa kápu? Ég var í henni og nú hangir hún á snaganum sínum í forstofunni. — Þá hefði ég gaman af að sjá hana, ungrú Cray. Þó að hún væri svona róleg á ytra borðinu, var hugurinn fullur skelfingar. Hún hafði á- sett sér að segja sannleikann, að svo miklu leyti se hún gæti, en þegar ekki yrði lengra kom- izt, að steinþegja þá algjörlega. Það hengu fleiri kápur þarna í forstofunni — hún gæti sagzt hafa verið í einhverri hinna.. Nei, það gat hún ekki. Ef maður 'hefur verið alinn upp við sann- sögli, er mjög erfitt að ljúga og næstum ómögulegt að ljúga trú- lega. Rietta Cray var hreinskilin £ sér og sannsögul. Og í næsta andartaki varð hún þessu fegin. Drake gekk á röðina á kápunum Og stanzaði ekki fyrr en hann fann eina með gulröndóttu fóðri, hana tók hann niður og sneri svo aftur inn í borðstofuna. Hún elti hann og henni kóln- aði um hjartað. Ef hann hafði þekkt kápuna hans Carrs, hlaut það að vera af því, að einhver í Melling-húsinu hafði séð hana og lýst henni fyrir honum. Frú Mayiiew hafði legið á hleri við dyrnar. Ef hún hefði opnað um oíurlitla rifu, hefði hún getað séð kápuna. En það gerði annars minna til, af því að fulltrúinn vissi þegar, að hún hafði talað við James Lessiter. En ef frú Mayhew hefði komið seinna Og séð kápuna eins og hún var þeg- ar Carr kom með hana heim — ermin alblóðug og kápan öll með blóðslettum hægra megin. Það var heldur dimmt yfir þennan morgun. Hann fór með kápuna út að glugganum og rannsakaði hana bæði með fingr um og augum. Svo sagði hann: — Hún er rök! Og svo bætti hann við: — Þessi kápa hefur verið þvegin. Hann hélt henni á útréttum hægra armi og benti á hana með vinstri hendi. — Öll þessi hlið hefur verið þvegin, það er hægt að sjá vatnsbrún- ina. Hvers vegna þvoðuð þér hana, ungfrú Cray? Hún var nú ekki reið lengur og fullkomlega stillt, en föl. Hún svaraði engu. — Var það til þess að hreinsa burt blóðbletti? Frú Mayhew sá ermina hanga niður alblóð- uga. — Ég rispaði mig á handar- bakinu. Þetta var satt en það lét £ eyrum eins og lygi, og það klaufaleg lygi. Hún bretti upp erminni á peysunni sinni og þá sagði hann það sama sem Carr hafði sagt kvöldinu áður: — Þessi smárispa! — Þetta voru orðin en það lá meira í tóninum, sem þau voru sögð í. í honum lá spurningin: „Gátuð þér nú ekki fundið upp á einhverju betra? ailltvarpiö Fimmtudagur 24. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum'* (Dagrún Kristjánsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framb.kennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Óper- ettulög. — 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. ' - 20.00 Erindi: Um Afríkubúa (Árni Árnason dr. med.). 20.20 íslenzk tónlist: Björn Ólafsson fiðluleikari leikur forleik og tvöfalda fúgu yfir nafnið B.A.C.H., eftir Þór arin Jónsson. 20.35 Erindi: "'Börn og peningar (Guðjón Jónsson bankamað- ur). 21.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar íslands í Háskólabíó; fyrri hluti. Stjórnandi: Shal- em Ronly-Riklis. a) „Kijé liðsforingi" eftir Prokofiev. — Einsöngvari: Guðmundur Jónsson. b) „Frá fsrael“, svíta eftir Ben-Haim. 21.45 „Hamskífti“ eftir Anton Tjek hov í þýðingu Halldórs Jóns- sonar (Haraldur Björnsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu Leós Tolstojs, rit aðri af sýni hans Sergej VIIL (Gylfi Gröndal ritstjóri). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). — 23.30 Dagskrárlok. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði yinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur* Lægstu 1000 krónur. Dregið 5; hvers mánaðar. KALLI KUREKI * Teiknari; Fred Harman BEP.MeET PAVe MOR&AH f DAVE S SHE&FF D0WN AT TASCOSAf HE'S HAD A TIP THAT A CONVICTEP KILLEB MAY BEIN THIS AREA' YOLISEEW ANYBObV LIKETHiS? USEDT’BE A COLLES-E HISTDRY PROFESSOE.-'BUT HE'S A BADOWE.MOW' ALWAYS WEARS THOSE SFECS AM'TALKS ELEOANT, LlkE A REAL 6-EMT' FOOLS EVERYBOPY/J NO,D/VE, 1 KV/ELL,IF Y0UIZUM IWTDftrM, DON’TkNOW WATCH YOUR STEP' HE & . AMYBODY J SMARTAM’ TREACHEROUS.' THAT FITS'HE'LLSHOOTAMAW FORTH’I PRICEOF A DRIMK.-* AN’ , PREFEEABLY IN TH’ BACK t J Kalli hittir Davíð sýslumann í Tascosahéraði. Hann grunar, að ein- hversstaðar í umdæmi hans leynist morðingi. — Gaman að sjá þig Kalli minn. — Hvernig gengur annars, Davíð? — Þú hefur líklega hvergi rekizt á þennan hérna? Hann var sagður vera sögukennari í menntaskóla, en nú er hann farinn í hundana. Hann gengur víst alltaf með þessi gleraugu og með því að tala prýðisgott mál, getur hann blekkt alla. . — Nei Davíð, ég held ég þekki engan slíkan. — Jæja, en ef þú skyldir rekast á hann, þá er vissara fyrir þig að gæta þín. Hann er slyngur og svífst einskis og hann mundi jafnvel skjóta mann fyrir drykkjarlögg. Og yfirleitt skýt- ur hann menn í bakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.