Morgunblaðið - 24.01.1963, Síða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Fímriitudagur 24. janúar 1963
„Ánægöur með
lenda
gegn Stdra-Bretiandi"
sag&' Björgvin Schram, form. KSÍ —
En Danir ergja sig mjög
ÉG HEF ekkert nema gott
um það að segja, að ísland
skyldi lenda móti Bretum í
fyrstu umferð í undanrás
knattspyrnukeppni Olympíu
leikanna í Tókíó, sagði Björg-
vin Schram, formaður KSÍ,
er við hringdum hann upp í
gærkvöld er fréttir höfðu
borizt um það hvernig drátt-
ur í 1. umferð Evrópuriðils-
ins fór fram.
— Við þekkjum enska
knattspyrnu vel og viðskipti
okkar við Englendinga hafa
alltaf verið góð. Það er gott
að semja við þá og ég verð að
segja, að þeirra áhugamenn
eru ekki meðal þeirra allra
• sterkustu í Evrópu. Til Eng-
lands eru ódýrar ferðir. Það er
því fleira en eitt sem mælir
með því að við höfum verið
heppnir í drættinum um 1. um
ferð. Á þá leið mæltist Björg-
vin Schram.
— En svo kemur kannski að
ferð til Grikklands?
— Maður fer nú ekki að
gera því skóna svona fyrst í
stað, sagði Björgvin og hálf-
hló. Það er nógur tíminn þegar
þar að kemur.
Heildarúrslit dráttarins um 1.
Umferð í Evrópukeppninni urðu
þessi:
Luxembourg móti sigurvegara
I leik Albaníu—Búlgaríu. Grikk-
land í leik Englands og íslands.
Danmörk gegn Rúmeníu. Ung-
verjaland gegn Svíþjóð. Sovétrík-
in gegn Finnlandi. Sviss gegn
Spáni. Holland gegn Vestur-
Þýzkalandi. Ítalía gegn Tyrk-
landi. Austur-Þýzkaland gegn
Póllandi. Tékkóslóvakía gegn
Frakklandi. Júgóslavía kemst
ásamt Japönum án undankeppni
í aðalkeppnina í Tokío sem nú-
verandi Olympíumeistari og gest-
gjafar leikanna.
Úr þessum hópi sem hér hefur
verið nefndur komast 5 lið til
aðalkeppninnar ( auk Júgóslava).
Auk þeirra koma svo 3 Afriku-
lið, 3 Asíulið, 2 frá S-Ameríku
og 1 frá Norður-Ameríku í
keppnina (og Japanir), alls 16
lið.
Danir eru ákaflega slegnir yfir
drættinum í 1. umferð. Þeir lögð
ust gegn því að Norðurlöndin
yrðu saman í riðli og sögðu marg
ir það af ótta við að mæta Svíum.
Nú drógust Danir og Rúmenar
saman og Danir telja sigurvonir
ákaflega litlar. En þó sigur ynnist
er Tokíoförin ekki vís. Talsmaður
Dana, Ebbe Schwartz sem er í
miðstjórn Evrópusambandsins hef
ur sagt dönskum blöðum svo frá
að í 2. umferð muni Danir, ef
þeir vinni Rúmena, mæta Búlgör-
um og þessar tvær hindranir
telja Danir óyfirstíganlegar. Og
BT segir í þriggja dálka fyrir-
sögn á forsíðu „Farvel Tokío“.
Svíar fá einnig erfiða þraut
þar sem Ungverjar eru. Þeir eru
samt eina von Norðurlanda um
að eiga lið í aðalkeppninni í
Framhald á bls. 23.
Gabor hjá
Þrótti
Ungverski þjálfarinn Simonyi
Gabor sem hér er á vegum ÍH
hefur tekið að sér knattspyrnu
þjálfun hjá Þrótti. Gabor er
vel inni í knattspyrnuþjálfun,
hefur lagt nokkra stund á
hana og einnig náð mjög góð-
um árangri með verksmiðju-
lið eitt í Ungverjalandi.
Gabor hóf æfingar hjá Þrótti
á dögunum og hér sézt hann
vera að segja Þrótturum til.
Knattspyrnuæfingar Þróttar
eru í KR-húsinu við Kapla-
skjólsveg á sunnudögum kl.
4.20 og á fimmtudögum kl.
10.10 síðdegis.
Norömenn bjóða tugum topp-
manna fría keppnis
för á Holmenkollen
Gera Holmenkollenmótið að einu
mesta stórmóti Evrópu i ár
* ALPAGREINAR.
Varðandi alpagreinar hafa
Norðmenn, Svíar og Finnar sam
vinnu um boð „toppmanna.“
Sameiginlega bjóða þau 10
manna hóp frá Sviss, Austurrlki,
Fraklandi og V-Þýzkalandi. Hef-
ur hópurinn þegar verið valinn
og boð send út. Þessi flokkur á
að keppa víðar en aðeins á Holm
enkollenmótinu.
Hörður vonn
l Stokkhólmi
BRÉF hefur borizt frá Herði
Finnssyni sundmanni, sem nú
vinnur verzlunarstörf og æfir í
Sokkhólmi. Hann keppti nokkr-
um dögum eftir að hann kom
út og vann þá 100 m. bringu-
sund í 25 m. braut á^ 1.13.2.
Annar í sundinu varð Árni Þ.
Kristjánsson, Hafnarfirði sem
einnig starfar í Stokkhólmi, synti
á 1.17.0. Bezti Svíinn var á 1.18.5.
Þetta mót var úrtökumót fyrir
al'þjóðamót í Bremen en þangað
komast Hörður og Arni ekki þar
sem þeir geta- ekki keppt sem
Svíar.
Holmenkollenstökkbrautin var
tekin í notkun á mánudaginn eftir
umfangsmiklar lagfæringar og
breytingar. 66. Holmenkollen-
mótið verður síðan haldið 14.-17.
marz og Norðmenn ætla að gera
það eftirminnilegasta Holmen-
kollenmót allra tíma.
í reynslustökkum sem gerð
hafa verið í brautinni siöustu
daga reyndist hún mjög vel og
gaf miklu lengri stökk en áður.
Toralf Engan stökk þar manna
lengst og glæsilegast 85,5 m dag
eftir dag. „Topp“-stökkmennirnir
skáru sig mjög úr í brautinni.
Skíðastökkmenn um heim all-
vita um breytingarnar á Hol-
menkollenstökkbrautinni og þær
umbætur sem þar hefur verið
unnið að. Þeir vita einnig að
miklir möguleikar eru á því að
Vetrar-Olympíuleikarnir verði
haldnir í Noregi 1968 og verður
þá stökkið í Holmenkollen há-
punktur þeirra. Það er því ætlun
Norðmanna, að margir af beztu
skíðastökkvurum heims vilji
ekkert frekar en taka þátt í
skíðastökkinu á Holmenkollen
mótinu nú. Hinn góði árangur
norskra skíðastökkmanna í vet-
ur hefur og margfaldað áhuga
manna heima fyrir, og ber enga
íþrótt jafn hátt og stökkið nú.
★ GLÆSILEGT BOÐ.
EN til að „hamra meðan járn-
ið er heitt" hafa Norðmenn
sent boð til allra landa sem
eiga „góð nöfn“ innan skíða-
íþróttarinnar, þar sem þrem-
ur þátttakendum í stökki eru
boðnar fríar ferðir auk uppi
haldskostnaðar. Jafnframt er
sami kostnaður greiddur fyrir
einn fararstjóra. Ætlun Norð-
manna er að allir „topp-
menn“ heims í skíðastökki
mætist í Holmenkollenbraut-
inni.
Norðmenn hafa jafnframt tak
markað norska þátttöku umfram
það sem vanalega er gert — til
þess að „toppmennirnir” njóti
sín. Þannig fá 80 útvaldir Norð-
menn að keppa í stökkinu auk
útlendinga. í tvíkeppni fá 35
Norðmenn að taka þátt, auk út-
lendinga. En í 50 km. göngu er
þátttaka ekki takmörkuð. í 15
km. göngu fá 70 Norðmenn auk
útlendinga að taka þátt.
Auk bezu manna Evrópu er
búizt við að Japanir sendi úr-
valsmenn sina til Noregs.
Athugið!
að borið saman við útbreiðslv
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu, en öðruœ
blöðum.
öanir eöa
Svíar?
POLITIKEN skýrir svo frá að
danska handknattleikssam-
bandinu hafi borizt boð frá
íslandi, þar sem dönsku
1. deildar liði er boðið til ís-
lands í lok apríl eða í maí-
byrjun. Það eru Ármenningar
sem að tilboði þessu standa og
hyggjast með því halda upp
á 75 ára afmæli félags síns.
Politiken segir að Ármenn-
ingar bjóði ókeypis vikudvól
á íslandi fyrir 15 menn og enn
fremur 6000 kr. danskar í
ferðakostnað. Ferðina er ekki
hægt að fara fyrir þá upphæð
en blaðið spyr. Vilja ekki
margir danskir handknattleiks
menn gjarna leggja svolítið af
mörkum fyrir íslandsför?
Einn af stjórnarmeðlimum
HSÍ staðfesti við blhðið í gær
að þetta boð hefði farið gegn-
um HSÍ til Danmerkur og
einnig hefði verið skrifað til
sænska sambandsins. HSÍ
hefði haft bréfaskipti með
höndum að beiðni Ármenn
inga. Undirtektir danskra
blaða við boðinu má telja góð-
,ar.
4.92
inm
Á INNANHÚSSMÓTI i Lund-
únum á laugardaginn setti
Finninn Pennti Nikula nýtt
heimsmet í stangarstökki inn-
anhúss, stökk 4.92 m. Utan-
hússmet hans er 4.94 m.
Dúmara-
nómskeið í
köriuknnttleik
EINS og flestum er kunnu.gt,
sem körfuknattleik stunda er
dómaraskorturinn, eitt af því,
sem helzt stendur íþróttinni fyrir
þrifum. Sem dæmi um það hve
ástandið er orðið alvarlegt má
nefna það, að á síðasta Reykja-
víkurmóti í körfuknattleik voru
aðeins þrír af þeim, sem dæmdu
með dómarapróf og bar það iðu
lega við að grípa þurfti til
manna sem voru meðal á-
horfenda og sem engin rétt-
indi höfðu til dómarastarfa, og
litla eða enga sefingu höfðu í
að dæma. Eins og gefur að skilja,
hlýtur slíkt ástand í dómaramál-
um að koma mjög hart niður á
íþróttinni og þeim sem hana
stunda.
Til þess að bæta úr þessu hef-
ur stjórn KKÍ ákveðið að efna
til dómaranámskeiðs og hefst
námskeiðið næstkomandi sunnu-
dag kl 1,30 í K.R.-heimilinu við
Kaplaskjólsveg. Kennarar á nám
skeiðinu verða þeir Guðjón Magn
ússson og Viðar Hjartarson. Vænt
anlegir þáttakendur eru beðnir
að mæta í K.R. heimilinu föstu
daginn 25. janúar kl. 18—20 eða
laugardaginn 26. jaínúar kl. 1,30
til 2,30 og munu þeirn þá verða
veittar allar upplýsingar viðvíkj
andi námskeiði þessu. Stjórn
K.K.Í. skorar hér með á alla þá,
sem geta komið því við, að taka
þátt í þessu námskeiði, og stuðla
með því að vexti og viðgangd
körfuknattleiksíþróttarinnar . .